Alþýðublaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 2
Rödd jafnaðarstefnunnar
Án efa sá athyglisverðasti þáttur um islenzk
efnahagsmál, sem sjónvarpið hefur tekið til
sýningar, er þáttur sá um þrýstihópa o.fl., sem
Eiður Guðnason stjórnaði og þeir Jónas Haralz
og Jón Baldvin Hannibalsson tóku þátt i meðal
annarra. Þessi þáttur hafði það til sins ágætis,
að hann leystist ekki upp i meiningarlaust karp
og tilgangslausan orðavaðal eins og svo margir
slikir hafa gert. Þvert á móti var rætt um efna-
hagsvandkvæði þjóðarinnar og orsakir þeirra á
tæpitungulausan hátt og af fullri hreinskilni af
mönnum sem hafa mikla þekkingu til að bera og
leituðust við að komast að einhverri niðurstöðu.
Að þetta allt skuli fara saman er harla óvenju-
legt um umræður af þessu tagi og jafnframt
það, sem gaf umræddum sjónvarpsþætti hvað
mest gildi.
Það fór lika eins og oftast vill verða, þegar vel
er að málum staðið, að þáttur þessi vakti mjög
almenna athygli. Um annað hefur vart verið
meira rætt en þátt þennan og Emil Björnsson,
fréttastjóri sjónvarpsins, skýrði frá þvi i viðtali
við Alþýðublaðið, að aldrei fyrr hafi jafn margir
hlustendur óskað eftir þvi að sjónvarpsefni yrði
endurtekið og þeir, sem óskuðu eftir endursýn-
ingu á einmitt þessum þætti. Þá er einnig vitað,
að starfsmenn sjónvarpsins sjálfir höfðu áhuga
á, að það yrði gert, og báru fram tillögu um
endursýningu þáttarins við útvarpsráð. En þá
komu pólitikusarnir, sem svo mikil áherzla var
á lögð af hálfu núverandi rikisstjórnar að troða
inn i ráðið áður en kjörtimabil þess væri útrunn-
ið, og settu syn fyrir. Af blaðafregnum verður
ekki betur séð en, að það hafi ekki aðeins verið
hinir pólitisku fulltrúar stjórnarflokkanna, þ.á
m. þingmennirnir Þórarinn Þórarinsson og Ell-
ert B. Schram, sem ákváðu að hindra endursýn-
ingu þáttarins, heldur einnig fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins i útvarpsráði, sem er annar stór-
pólitikusinn til. Þannig verkar hið svonefnda
samtryggingakerfi flokkanna þegar þeir telja
sig þurfa að stinga upp i gagnrýnisraddir — þvi
gagnrýni þeirra Jónasar Haralz og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar fyrir stjórnleysið i efna-
hagsmálum þjóðarbúsins var ekki siður beint að
Alþýðubandalaginu, en núverandi stjórnar-
flokkum.
Sú heimskulega röksemd mun m.a. hafa verið
færð fyrir þvi að útvarpsráð heimilaði ekki
endursýningu á þættinum, að eins og aðrir þætt-
ir um efnahagsmál á liðandi stund væri þáttur
þessi timabundinn og hefði þvi misst gildi sitt.
Hvilik forheimskun og reginfirra! Sjónvarps-
þáttur þessi var þess eðlis, að hann hefði átt fullt
erindi á skerminn hvenær sem verið hefði á sl.
fjórum árum og hann er jafn timabær nú og
hann var, þegar hann var sýndur. Þau orð, sem
þar voru látin falla, eru sigild, eins og stjórn
landsins hefur verið háttað að undanförnu, og er
enn.
Ástæðan fyrir þvi, að þátturinn var ekki tek-
inn til endursýningar er þvi ekki sú, að hann sé
orðinn úreltur. Siður en svo. Hér er aðeins um að
ræða andsvör flokksræðisins við þeirri sann-
gjörnu og réttu gagnrýni, sem fram var sett i
þættinum á það algera stjórnleysi, sem rikt hef-
ur i tið núverandi og fyrrverandi rikisstjórnar.
Flokkarnir, sem að þeim rikisstjórnum stóðu og
standa, þoldu ekki þessa gagnrýni, eins og ber-
lega hefur komið fram m.a. i skrifum Timans,
og þvi tóku þeir það ráð að fela fulltrúum sinum
i útvarpsráði að koma i veg fyrir það, að rök-
semdirnar yrðu endurteknar.
BLÖÐIN EFLA
MANNRÉTTINDI
eftir Norbert Paul Engel,
Strassbourg
(f réttaritara Deutche
Presse-Agentur og nokk-
urra útvarpsstöðva i
Þýzkalandi, Sviss og
Austurríki og ritstjóri
Europaische Grund-
rechte-Zeitschrift).
Enginn Evrópubúi hefur
kvartað undan hvarfi frétta-
blaðs sins af útgáfumarkaðnum
við mannréttindanefnd Evrópu i
Strassbourg. Þrátt fyrir það
hafa ráðherranefnd og þing
EVRÓPURÁÐSINS beint at-
hygli aðildarrikjanna átján og
almennings i álfunni að þvi
hversu náið samband er milli
fjölbreytni blaðanna og þess að
fólk geti notið mannréttinda.
Þannig er það að hvarf margra
blaða af útgáfumarkaði i ýms-
um aðildarrikjum EVRÓPU-
RÁÐSINS stofnar i hættu þeim
skilyrðum, sem nauðsynleg eru
til að fólk fái notið tjáningar-
frelsis samkvæmt 10. grein
mannréttindasáttmálans, en nú
er liðinn aldarfjórðungur siðan
hann gekk i gildi.
Mannréttindanefnd Evrópu
fjallar nú um þrjú mál varðandi
tjáningarfrelsi blaðanna. Kær-
endur i þeim málum eru ekki
eingöngu blaðalesendur eða
sjónvarpsáhorfendur, heldur og
rithöfundar, útgefendur og
menn, sem fjalla um sjónvarps-
dagskrá.
Þrjár kærur hjá mannréttinda-
dómstólnum
Eigandi sjónvarpsfyrirtækis á
Italiu krefst réttar á tjáningar-
frelsi og vonast til að geta knúið
rikið til að afsala sér einkarétti
á sjónvarpsrekstri. Kærandinn
mótmælir synjun hins opinbera
um leyfi honum til handa til að
mega reka fyrirtæki sitt. Stjórn-
arskrárdómstóll kvað i fyrra
upp úrskurð honum i vil þegar
dómendur i Róm komust að
þeirri niðurstöðu að það bryti i
bága við itölsku stjórnarskrána
að rikið hefði einkaleyfi til að
reka simasjónvarp (þar sem
myndin er flutt með kapal, en
ekki i loftinu).
Hinum tveimur kærunum,
sem eru "til meðferðar hjá
mannréttindanefnd Evrópu, er
beint gegn Stóra Bretlandi. Hr.
Richard Handyside, bókaútgef-
andi i Lundúnum, hefur kært
ákvörðun breskra stjórnvalda
um að banna sölu á litlu rauðu
skólabókinni, sem þýdd hefur
verið úr dönsku. Brezkir dóm-
stólar litu svo á að litla rauða
skólabókin væri likleg til að
spilla unglingum. Og loks hefur
Sunday Times kært að með
dómskipun hafi verið komið i
veg fyrir að blaðið gæti birt
langa grein, sem rekur sögu
thalidomide lyfsins (sem selt er
i Þýzkalandi undir nafninu
Contergan) og ógæfuáhrifa þess
á börn.
Fyrirvarar mannréttinda
nefndarinnar varðandi tján
ingarfrelsi blaða
Tjáningarfrelsið, sem fellst i
10. grein mannréttindasáttmála
Evrópu, er engan veginn algert,
en sérhvert riki getur takmark-
að það ef horfir til almanna-
heilla. Þannig varð austur-
riskur kærandi t.d. að sætta sig
árið 1960 við úrskurð venjulegs
dómstóls varðandi tvær blaða-
greinar um málefni friðarsinna,
sem hann hafði skrifað, með þvi
talið var að birting þeirra væri
meiðyrði og ólögleg. Ákæru,
sem beint var árið 1961 gegn
einokun hljóðvarps og sjón
varps i Sviþjóð, var visað á bug.
Mannréttindanefnd Evrópu lét i
ljós þá skoðun að tjáningar-
frelsinu væri ekki nauðsynlega
stefnt i hættu þótt einokun væri
á hljóðvarpi og sjónvarpi. Þó
má alls ekki túlka þetta þannig
að mannréttindanefndin mæli
með rikisrekstri hljóðvarps og
sjónvarps.
Þing og ráðherranefnd Evrópu-
ráðsins álita blöðin nauðsynleg-
an þátt i lýðræðisriki
„Margbreytileiki blaðanna,
sem grundvallarþáttur tján-
ingarfrelsis, er nauðsynlegt at-
riði i stjórnkerfi lýðræðisrikis”
segir i 747. tillögu þings Evrópu-
ráðsins 23. janúar 1975 þegar
gerð er grein fyrir afstöðu þess
til fækkunar blaða. Ráðherra-
nefnd EVRÓPURAÐSINS lagði
til 16. desember 1974 að aðildar-
rikin átján finni leiðir til að
tryggja margbreytileik frétta-
miðla með almenningsheill fyr-
ir augum. Báðir þessir aðilar
EVRÓPURÁÐSINS vitna sér-
staklega til tjáningarfrelsis,
sem fyrirskipað er i 10. grein
mannréttindasáttmála Evrópu.
Áhyggjur af sambandinu milli
tjáningarfrelsis blaðanna og
skoðanafrelsis koma á engan
hátt í veg fyrir að EVRÓPU-
RÁÐIÐ hafi áhuga á óbreyttum
borgurum. Hinn 2. júlí 1974
samþykkti ráðherranefndin
ályktun (84) 26 þar sem mælt er
fyrir um að einstaklingurinn
verði að hafa næga vernd gegn
áleitni blaða, hljóðvarps og
sjónvarps i einkalifi sinu, svo og
gegn aðför að virðingu sinni,
heiðri og mannorði. Sýnir þetta
hve langt mannréttindasátt-
málinn getur náð i sambandi við
vernd skoðanafrelsis og réttar á
upplýsingum. Hann nær ekki
einungis til ritstjóra blaða,
heldur einnig til einstakra borg-
ara. Blöðin og almenningur eiga
rétt á að afla upplýsinga og
veita þær, en þeim heimilast
ekki aö birta æsifregnir á kostn-
að annarra.
- Án fréttablaða, útvarps og sjónvarps
yrði ekkert úr tjáningafrelsinu
Afmæli Kaup-
mannasamtakanna
„Kaupmannasamtök Islands
eiga 25 ára afmæli þann 8.
nóvember (i dag)” sagði
framkvæmdastjóri samtakanna,
Gunnar Snorrason við blaða-
menn, Stofnendur voru: Félag
matvörukaupmanna, Félag vefn-
aðarvörukaupmanna, Félag bús-
áhalda- og járnvörukaupmanna
og Kaupmannafélag Hafnar-
fjarðar. Fljótlega fjölgaði svo
sérgreinafélögum og kaup-
mannafélögum innan sambands-
ins og nú eru þau 20 talsins, auk
einstaklinga. Félagar eru um 700.
Þessi samtök hafa einbeitt sér
að hagsmunamálum verzlunar-
stéttarinnar og koma fram fyrir
hönd félaga sinna, gagnvart opin-
berum aðilum, stofnunum og
fyrirtækjum i öllum málum, sem
snerta hagsmuni félagsmanna,
þar með eru taldir kjarasamning-
ar, skýrslusöfnun o.þ.h., sem lúta
kann að umbótum á verzlunar-
málum og löggjöf.
Kaupmannasamtökin beittu sér
fyrir stofnun Verzlunarspari-
sjóðsins á sinum tima og siðar
Verzlunarbankans h/f, sem kaup-
menn innan samtakanna eiga um
helminginn af hlutabréfunum i.
Einnig hefur fulltrúi samtakanna
verið formaður sjóðstjórnar Lif-
eyrissjóðs verzlunarmanna frá
upphafi. Stofnaðir hafa verið
sjóðir innan vébanda samtak-
anna, til að leysa eftir föngum,
lánsfjárþörf félagsmanna, bæði
til uppbygginga og endurnýjunar
eldri aðstöðu. Samtökin hafa og
gefið út Verzlunartiðindi, öll 25
árin og staðið að alls konar
fræðslu- og upplýsingastarfsemi
fyrir verzlunarmenn. Fyrirhuguð
er ráðstefna á næsta ári þar sem
staða verzlunarinnar verður
rædd, með hliðsjón af breyttum
viðhorfum i verzlunarmálum.”
Nokkuð bar á góma væntanleg
breyting á mjólkursölu. Fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna uppiýsti að fullur vilji
væri á, að allir, sem aðstöðu hafa
til og vilja á, fái leyfi til mjólkur-
sölu. Hefur raunar orðið sam-
komulag þar um, en lagabreyt-
ingar skortir, til þess að málinu
ljúki. Um þær eru þó allir hlutað-
eigandi sammála. Þegar hefur nú
veriðsamið um kaup einstaklinga
á 40 búðum, sem Mjólkursam-
salan á og hefur rekið, enda var
það skilyrði, að kaupmenn keyptu
búðir i eign samsölunnar.
Þá ræddu stjórnarmenn sam-
takanna um söluskattinn. Töldu
þeir með öllu óhafandi, að kaup-
mönnum væri gert að innheimta
svo háar fjárhæðir fyrir rikið, án
nokkurrar þóknunar, þegar
skil yrði að gera 12 sinnum ári.
Nokkuð öðru máli hefði gegnt
meðan söluskattur var aðeins af-
hentur fjórum sinnum á árinu,
enda hefðu verzlunarstéttin þá
getað notið nokkurs hagræðis af
þvi geymda fé. Nú væri aðeins um
fyrirhöfnina að ræða.
Taliðbarstnokkuð að söluopum
og kvöldsölu. Sýndist þar sitt
hverjum og þótti óliklegt, að
menn yrði nokkru sinni algerlega
sammála um bæði vörulistann
eða fyrirkomulag.
Alþýðublaðið
Laugardagur 8. nóvember 1975