Alþýðublaðið - 08.11.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 08.11.1975, Qupperneq 3
Steffnuliós Hörður Zóphaníasson skrifar o Hve lengi getur þetta gengið? Efnahagsmálin eru að von- um mjög til umræðu hjá is- lenzkum almenningi nú um þessar mundir. Margt orðið er látið falla og ekki eru menn á eitt sáttir, hvort sem um er að ræða orsakir efnahagsvand- ans, sem nú blasir við eða við hverja sé að sakast um núver- andi efnahagsástand. Og sé spurt, hvað helzt sé til ráða á þessum örlagatimum islenzku þjóðarinnar, vefst flestum tunga um tönn. Það er með þennan vanda eins og annan. Það er hægara að rata i hann en komast úr honum. Það er aðeins eitt sem flestir virðast sammála um, hvar annars sem þeir eru i flokki. Ráðlausari og ráðvilltari rikis- stjórn en þá sem nú situr að völdum i landinu er erfitt að finna. Þess vegna er uggur i mönnum og vonleysi. Þeir óttast óðaverðbólgu og atvinnuleysi. Þeir finna til öryggisleysis vegna þess að þeir hvorki sjá né finna að landinu sé st jórnað. Rikis- stjórnin hefur misst allt traust og tiltrú, þvi að mönnum finnst hún láta allt reka á reiðanum. Og það er einkennandi fyrir þessa umræðu almennings, að hún snýst að verulegu leyti um það, hvernig hver og einn hagsmunahópur megi verjast hinum gifurlegu kjaraskerðingum, sem orðið hafa og við virðist blasa þannig, að hol- skefla verðbólgunnar og stjórnleysisins færi þá ekki alveg i kaf. Þess vegna var það, að margur maður- inn lagði við hlustirnar, þegar forseti Al- þýðusambands Islands, Björn Jónsson, boðaði i ræðu að verkalýðshreyfingin hug- leiddi nýjar leiðir i kjarabaráttu og launa- stefnu og vildi gjarnan ná samstarfi við rikisstjórn og alþingi til þess að marka og móta raunhæfa og ábyrga stefnu áleiðis og út úr efnahagsvandanum og fjármála- öngþveitinu. Og menn biðu eftir viðbrögð- um rikisstjórnarinnar og biða enn, þvi að þau hafa engin orðið. t stað þess að gripa þetta tækifæri fegins hendi og leita við- tæks samstarfs við verkalýðshreyfinguna og Bandalag starfsmanna rikis og bæja og annarra þeirra sem nú heyja harða bar- áttu fyrir lifskjörum sinum og tilveru, þá flýtur rikisstjórn Islands þegjandi og að- gerðarlaus að feigðarósi og heldur að sér höndum. HUn horfir aðgerðarlaus á aðgerðir is- lenzkra námsmanna vegna lánamála þeirra. Iðnnemum og öðrum sem bera verk- menningu tslendinga fyrir brjósti svarar húnengu, þegar þeir benda á það ófremd- arástand, sem rikir á þvi sviði. Rikisstjórnin státar i öðru orðinu af þvi, að hún hefur fært landhelgina út i 200 mil- ur, en gælir við þá hugmynd i hinu orðinu að semja við útlenda veiðiþjófa um fisk- veiðar innan 50 milna markanna. Og nú er blessað sjónvarpið farið að senda út i lit og litasjónvörpin fljúga út að sögn þeirra sem þau selja, en um leið og menntamálaráðherra leyfir útsendingar i lit bannar viðskiptaráðherra allan inn- flutning á slikum tækjum, sem mér finnst raunar skynsamlegt, eins og nú horfir i gjaldeyrismálum þjóðarinnar. En mætti ekki takmarka innflutning á fleiri litt nauðsynlegum hlutum, hlutum sem fram- leiða má i landinu sjálfu. Hvers vegna er enn leyfður innflutningur á öllu þessu út- lenda kexi og kökum, hvers vegna er ekki stutt betur við bakið á margs konar is- lenzkum iðnaði i stað þess að hann berst i bökkum meðan gjaldeyri þjóðarinnar, sem erraunar enginn til, er eytt i allskyns óþarfa innflutning, innflutning sem kann- ski væri gott að hafa en ekki er hægt aö veitasérá erfiðum timum. Og það er tal- að um aðhald og sparnað i rikisrekstrin- um á meðan form. Kröflunefndar iðk- ar lúxusflakk i útlöndum með venslafólki sinu og ráðherrar á alþingi þegja þunnu hljóði, þegar spurt er um fjárreiður þess- arar nefndar, sem ein allra nefnda al- þingis hefur ekki gefið alþingismönnum upplýsingar um kostnað vegna starfa sinna. Allt er þetta til þess fallið að rýra það litla álit, sem rikisstjórnin kann enn að hafa og er þó vissulega ekki úr háum söðli að detta. Og almenningur spyr : Hve lengi getur þetta gengið svona? Hvað biður okkar? Hvenær fáum við aðra rikisstjórn? Og enn er það aðeins þögnin, ráðleysið og að- gerðaleysið, sem svara. Það eru fleiri en þeir Jón Hannibalsson og Jónas Haralz sem eru orðnir langeygðir eftir að sjá örla á einhverri stefnu i efnahagsmálum þjóö- arinnar. ^ ^ # Dagsími til kl. 20: 81866 frettaþraounnn k ^ 976 Dæminu snúið við Kvikmynd um kúgun kvenna á körlum sýnd næstu mánudaga i Háskólabiói. Ein þekktasta mynd þýzka kvikmyndhöfundarins Fassbinders. Það er kunnra en svo að frá þurfi að að segja, að kvik- myndaiðnaður Vestur-Þýzka- landshefur átt erfitt uppdráttar og ekki náð eins miklum vin- sældum erlendis og hann átti að njóta um 1930. Hér skál ekki reynt að skýra ástæöurnar fyrir þessu, en hitt er staðreynd, að Þjóðverjar eiga marga góða kvikmynda- stjóra, þótt iönaðurinn eigi við margvisa erfiðleika að striða. Einn hinn þekktasti, ef ekki sá fremsti er Rainer Werner Fassbiner, ungur maður, ekki fullra 30 ára enn. Hann fæddist I Munchen áriö 1946 og lagði stund á leiklistarnám, en gerðist svo kvikmyndastjóri aðeins 21 árs og hefur siðan gert aö jafnaði tvær myndir á ári, auk þess sem hann hefur gert þættifyrir sjónvarp og leikstýrt sjónvarpsmyndum svo sem „Heddu Gabler” og „Brúðu- heimilið” eftir Ibsen fyrir þýskar sjónvarpsstöðvar. Flestar myndir Fassbinders fjalla um daglegt lif — leiðindi og tómleika daglegs lifs, sem fær loks útrás með ofsalegum hætti. Og sú mynd, sem Háskólabió hefur nú fengið og verður sýnd næstu mánudaga Avaxtasalinn sameinar þessi atriði og hugleiðingar Fass- binders um frelsi og kúgun — sem eru einkar fróðlegar á svo- nefndu „kvennaári” og svo skömmu eftir kvennadaginn fræga. Fassbinder hefur raunar sagt: „Þessi eilifi þvættingur um frelsun kvenna vekur gremju mina, þvi að lifsbarátt- an er diki háð af körlum gegn konum, heldur snauðum gegn rikum, kúguðum gegn kúgurum. Og i heiminum eru nákvæmlega eins margir kúgaðir karlmenn og konur.” Þessi mynd Fassbinders fjallar i stuttu máli um gæf- lyndan mann, sem er kúgaður miskunnarlaust af hverri konu, sem hann kemst i einhver kynni við, móður sinni, sem sendir hann i menntaskóla, þegar hann vill verða iðnaðarmaður, vændiskonu, sem verður til þess, að hann er rekinn úr lög- reglunni, ástinni sinni miklu, sem vill ekki giftast honum, af þvi að hann hefur neyðzt til að verða ávaxtasali og slikan mann er ekki hægt að kynna fyrir foreldrum sinum, konu sinni sem elskar hann ekki og dregur ekki dul á, hversu leiðin- legur hann er, og loks systur sinni, sem tekur lengstum málstað hans, en bregst honum þó, þegar honum Iiggur mest á. Hér er á ferðinni óvenjuleg mynd, sem kvikmyndahús- gestir munu ekki gleyma- bæði vegna boðskapar og leiks. í aðalhlutverkunum eru þekktir þýzkir leikarar, svo sem Hanna Schygulla, Margrethe von Trotta, Ingrid Caven, Katrin Schaake, Karl Scheydt, Harry Bar, Kurt Raab og fleiri. Myndin verður sýnd næstu mánudaga eins og þegar er sagt. KVENFÓLK í MEIRAPRÓF „Við erum alltaf með þrjú námskeið f gangi i einu i meira prófinu og eru að öllu jöfnu 40 manns þátttakendur i hverju námskeiði. Kvenfólk sækir æ meira i námskeiðin og voru til að mynda 9stúlkur sem útskrif- uðust úr einu námskeiðanna um daginn,” sagði Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rikisins, en bifreiðaeftirlítið rekur námskeið sem haldin eru i hinu svokallaða meira prófi, en það felur i sér réttindi til að aka þyngri og stærri bifreiðum. „Aðsókn fólks á öllum aldri hefur aukizt i þessi námskeið og má segja að árlega séu um það bil 1000 einstaklingar útskrifað- ir með meira prófs ökurétt- indi.” Alþýðublaðið skýrði frá þvi ekki alls fyrir löngu að Bifreiða- eftirlit rikisins ætti við verulega fjárhagsörðugleika að striða, og i framhaldi af þvi spurðum við Guðna Karlsson, hvort ekki væri hægt að lækka rekstrar- kostnað bifreiðaeftirlitsins með þvi að leigja kennslustofur i skólum út i bæ i staö þess að halda úti fjórum kenslustofum að Dugguvogi 7 fyrir meira prófið, húsnæði sem væri al- gjörlega ónýtt á daginn. „Fyrir nokkrum árum höfðum við þann háttinn á, við námskeiðahald i . meira prófinuúti i bæ. Það gafst mjög illa af mörgum orsökum. 1 fyrsta lagi er nauðsynlegt að nota fjölda tækja við kennsluna og til þess að hægt sé að nýta þessi tæki þarf sérbúnaður að vera fyrir hendi i viðkomandi skólastofu. Þessa aðstöðu höfum við i húsnæði okkar i Dugguvogi. Þar leigjum við ódýrt húsnæði, fjórar kennslu- stofur og er ein útbúin með ýmiskonar sérbúnaði, sem notaður er við kennsluna. Þessum útbúnaði er ekki hægt að koma við i skólahúsnæði úti i bæ.” Þá sagði Guðni aðspurður að námskeið væru haldin um allt land, hvar sem nægileg þátttaka fengist. Þeir væru nú með námskeið i Vestmannaeyjum, Höfn, Ólafsfirði, ísafirði, Búðardal, Akranesi, Keflavík og Selfossi auk námskeiðanna i Reykjavik. Að lokum var Guðni spurður að þvi hvernig þessi námskeið gengju fyrir sig og hvað lengi þau stæðu. „Hvert námskeið stendur i 6 vikur og er kennt daglega á virkum dögum frá klukkan 18-22, auk þess er kennt i 2 tima á laugardögum. Á námskeiðun- um er reynt að auka þekkingu manna á bifreiðinni og eigin- leikum hennar og auk þess er farið gaumgæfilega i gegnum umferðarreglur og allt sem að þeim snýr. Ég vil að lokum geta þess að þessi námskeið eru ekki einungis hugsuð fyrir þá sem ætla sér beinlinis að fara að starfa við bifreiðaakstur, heldur kemur einnig i meira prófið fólk sem er einungis að auka þekk- ingu sina varðandi bifreiðina og umferðina almennt,” sagði Guðni Karlsson. Athugasemd Vegna fréttar á forsiðu i gær þess efnis að forstjóri innflutn- ingsfyrirtækis sjónvarpstækja hafi verið dæmdur i tveggja mán- aða fangelsi og lögmaður sama fyrirtækis dæmdur i sekt, þá er rétt að taka það fram, að þarna er átt við fyrirtæki sem lagt var niður fyrir fjórum árum. Eina fyrirtækið, sem nú starfar á Akureyri að innflutningi og sölu sjónvarpstækja er Radióbúðin hf, dótturfyrirtæki Radióbúðarinnar hf, i Reykjavik, —sem er stærsti innflytjandi sjónvarpstækja á Is- landi, og er að sjálfsögðu á engan hátt viðriðið þetta mál. Einn af aðilum málsins hefur beðið blaðið að geta þess að dóm- ur þessi nái aðeins yfir hluta málsins, og eftir eigi að höfða sér- stakt mál, sem að hans mati muni gerbreyta endanlegum niðurstöðum dómsins, enda hafi málinu þegar verið áfrýjað. Gef oss daglega Full ástæða er til að vekja athygli á þáttum Helga J. Halldórssonar um dag- legt mál, en þeir eru á dagskrá á mánudögum og föstudögum i útvarpinu. Helgi hefur bæði verið fundvís á orðlýti, sem tröllriða fjölmiðlum svo og opinn fyrir málþróun og nýjungum i málfari og málnotkun. Þættirnir um daglegt mál hafa verið i umsjón ýmissa manna undanfarin ár, oft hafa peir legið niðri, þvi það er ef- laust enginn hægðarleikur að halda úti þætti sem þessum, og þótt umsjónar- menn þáttarins hafi eflaust allir verið af vilja gerðir, þá hefur sá vilji verið misjafn, þegar i verkið var komið, þvi algengt var, að minnsta kosti áður fyrr, að kvartað væri undan smásmugu- í dag vort mál ... hætti flytjenda. En svo er nú lika alltaf, að sá, sem kannast við sneiðina á sinar skýringar — og telur það þá kannski ósanngirni að þá sé verið að veitast að blaða- og fréttamönnum, þvi þeir vinni undir svo miklu timaálagi, að þeim verði að leyfast ákveðið frjálsræði i meðferð móðurmálsins. Þetta er eflaust skýring, en engin af- sökun. Og blaðamenn mættu gera það að reglu að hlusta á þætti Helga engu siður en aðrir, þvi þeirra ritverk koma fyrir augu almennings daglega og verða hjá stórum hluta þjóðarinnar hið eina ritaða mál, sem sifellt er fyrir augum. Abyrgöin er þvi stór og þökk sé Helga meðan hann heldur þreki sinu og áhuga. Laugardagur 8. nóvember 1975 Alþýðublaðiö

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.