Alþýðublaðið - 08.11.1975, Síða 14
( HREINSKILNI SAGT
Á lokastigi?
Viðræður við Breta um hugsanleg veiði-
réttindi þeim til handa innan nýju fisk-
veiðilögsögunnar virðast nú vera
komnar á siðasta stig. Ekki verður
annað séð, en snúizt hafi að stórum
skynsamlegri vinnubrögðum en áður.
Fundur fslenzkra og brezkra
sérfræðinga, sem nú ér nýlokið, sýnist
vera furðu seint fram kominn, en von-
andi ekki of seint þó. Það leiðir hugann
að þvi, hversvegna svo seint var gripið
til „svörtu skýrslunnar”, sem menn
kalla almennt skýrslu Hafrannsóknar-
stofnunarinnar. Enginn vafi getur leikið
á, að standist hún gagnrýni viðmælenda
okkar, jafnvel þó ekki væri i einu og öllu,
er með henni lagt á borðið sterkasta
hugsanlegt tromp, sem við höfum á
hendi. Bretar eru raunar þekktir fyrir
einstakt þrályndi, en allt um það virðist
vera að opnast leið fyrir þá, til að geta
dregið sig út úr versta andófinu með
nokkurnveginn þokkalegu andliti.
Brennandi spurning er svo, hvort þeir
hagnýta það tækifæri.
Enda þótt sérfræðingarnir láti enn
ekkert uppi um einstaka þætti viðræðn-
anna, hvað þá heldur niðurstöður,
verður þvi naumast trúað, að þær hafi
ekki verið okkar málstað verulega hag-
stæðar. Hið eina, sem enn liggur fyrir
þar um, er að forstöðumaður Hafrann-
sóknarstofnunarinnar, Jón Jónsson,
tjáði sig við fréttamenn, að hann væri
ánægður með viðræðurnar. Þó litið sé,
verða það að teljast hin beztu tiðindi,
þar eð þau benda til að vel hafi farið á
með sérfræðingum beggja landanna.
Varla getur það byggzt á öðru en þvi, að
brezku sérfræðingarnir hafi að mestu
leyti verið sammála okkar visinda-
mönnum.
Með þessu væri málið komið á nýtt
stig, sem gæti ekki þýtt annað en að
málstaður okkar styrktist verulega.
Brezka stjórnin stæði þá andspænis
þeim veruleika, að valdbeiting til að
kúga sin sjónarmið fram, væri algjört
tilræði við lifsmöguleika vopnlausrar
smáþjóðar. Slikt væri ömurleg
aðstaða. 1 annan stað er svo reynslan
úr fyrri þorskastriðum. Þótt Bretum
Örlagaskák
hafi tekizt að hrifsa til sin með vopna-
valdi drjúgum stærri hlut en við höfðum
vonað, verður að telja, að það hafi
hvorki orðið þeim sérlega ódýrt fjár-
hagslega, né heldur aukið við hróður
þeirra i heimsins augum. Bæði þessi
atriði hafa þeir löngum lagt til grund-
vallar fyrir gerðum sinum.
Af hálfu rikisstjórnarinnar hefur
eitt komið fram, sem ástæða er til að
fagna. Yfirlýsing utanrikisráðherra um,
að ekki verði aftur farið i sendiför til
Breta af hennar hálfu, til viðræðna um
útfærsluna. Hér er þó nokkur lærdómur
dreginn af fyrri glappaskotum. Að visu
er ekki svo að skilja, að ýmislegt sé ekki
eftir, þótt unnt væri að koma vitinu fyrir
brezka ráðamenn. En takist það, yrði
það drjúgur áfangi, að geta leitt deilur
viö aðra farsællega til lykta. Samt
verður að telja misráðið, að erindum
Færeyinga, Norðmanna og Belga hefur
Eftir Odd A. Sigurjónsson
litið verið sinnt eða ekkert. Það ætti að
vera eðlilegt, að heyra, hvað þessum
þjóðum liggur á hjarta og væri frá okkar
hálfu auðvitað engin skuldbinding að
verða við óskunum, hvorki að öllu eða
einhverju leyti. Háttsemi Vestur-Þjóð-
verja nú hefur þegar borið meiri
árangur fyrir þá, en æskilegt verður að
teljast. Enginn skyldi halda, að þegar
þeir léttu hinu fáránlega og fjand-
samlega löndunarbanni af, hafi það
eingöngu verið gert vegna okkar. Þeirra
þága er örugglega ekki siður, að fá
islenzkan fisk á markaði sina. Ég hygg,
að það sé mjög misráðið, að renna að
verulegu marki á slikt agn. Engan
veginn styrkir það okkur að sýna alltof
ljóslega, að við séum verulega upp á
fisklandanir i Vestur-Þýzkalandi
komnir. Um afstöðu Vestur-Þjóðverja
má annars benda á að fiskveiðar þeirra
eru ekki nein sérstök lifsnauðsyn.
Atvinnan sem þær veita er litill þáttur i
þeirra þjóðarbúskap og þegar þess er
gætt, að Þýzkaland flytur inn vinnukraft
frá öðrum löndum i hundruð þúsunda, ef
ekki milljónatali, bendir það ekki á
vandræði að sjá eigin þegnum fyrir lifs-
framfæri.
Vikan, sem nú fer i hönd, kann að
skipta sköpum. Aldrei hefur oltið meira
á en nú, að vanda leikina á þessu skák-
borði. Það vinnur enginn á þvi að tefla
til jafnteflis.
Byltingar-
afmæli
t tilefni 58 ára afmælis október-
byltingarinnar efnir félagið MIR,
Menningartengsl tslands og Ráð-
stjórnarrikjanna, til kvikmynda-
sýningar i Austurbæjarbiói laug-
ardaginn 8. nóvember kl. 14. Sýnd
verður ný, sovézk ballettkvik-
mynd, „Anna Karenina”, byggð á
samnefndri skáldsögu eftir Leo
Tolstoj. Margir kunnustu list-
dansarar Sovétrikjanna koma
fram i' myndinni, en með titilhlut-
verkið fer hin heimsfræga dans-
mær Maja Plisetskaja. Af öðrum
kunnum listamönnum má nefna
Alexander Godunof (i hlutverki
Vronskis), Vladimir Tkhonof
(Karenina) og Ninu Sorokinu
(Kitty), en siðast nefnda dans-
mærin var i hópi sovézku list-
dansaranna, sem komu i
heimsókn til Islands haustið 1972
og sýndu i Þjóðleikhúsinu við
mikla hrifningu.
1 1 !
ip > %
Talið frá vinstri: Sveinbjörn Árnason, Sigurður Matthiesen, Leifur ts-
leifsson Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri, Gunnar Snorrason,
l'orm. K.Í., Sveinn Björnsson, varaformaður, Jón I. Bjarnason
lundaritari framkvæmdastjórnar Hreinn Sumarliðason, Ásgeir S.
Ásgeirsson og Jónas Eggertsson.
- sjá frétt
bls. 2
Raggl rólcgri
MAX, TElDu )
UfP /te Ei/ruyf-^
FJalla-Fúsi
o Alþýðublaðið
Qióin
IASKÓLABÍQ simi
S.P.Y.S.
Einstaklega skemmtileg
brezk ádeilu- og gamanmynd
um njósnir stórþjóðanna.
Brezka háðið hittir i mark i
þessari mynd.
Aðalhlutverk: Monuld Suther-
land, Elliott Gould.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
IÝJA BÍO kími US4*
Lokaorustan
Spennandi ný bandarisk lit-
mynd. Myndin er framhald
myndarinnar Uppreisnin á
Apaplánetunni og er sú
fimmta og siöasta i röðinni af
hinum vinsælu myndum um
Apaplánetuna.
Boddy Mcnowall, Claude
Akins, Natulic Trundy.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ÓNABÍÓ Simi :il IK2
TOMMY
Ný, brezk kvikmynd, gerö af
leikstjóranum Ken Kusseil
eftir rokkóperunni Tommy,
sem samin er af Feter Towns-
hend og The Who.
Kvikmynd þessi var frumýnd i
London i lok marz s.l. og hefur
siðan verið sýnd þar við gifur-
lega aðsókn. Þessi kvikmynd
hefur allstaöar hlotiö frábær-
ar viðtökur og góða gagnrýni,
þar sem hún hefur verið sýnd.
Myndin er sýnd i stereo og
meö segultón.
Framleiðendur: Kobert Stig-
wood og Ken Kusscll.
Leikendur: Oliver Reed, Ann
Margret, Koger Daltrey, El-
ton John, Eric Clapton, Paul
Nicholas, Jack Nicholson,
Keit Moon, Tina Turner og
The Who.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuð börnum yngri en 12
ára.
llækkaö verö.
'ÖKUM>
r EKKI ,
[UTANVEGfl)
EKGINN
ER ILLA SÉDUR,
SEn CENCUR MED
ENDURSKINS
MERKI
HAFNARBIÓ
Simi 16444
Hrifandi og skemmtileg, eitt
af mestu snilldarverkum
meistara Chaplins og af flest-
um talin einhver hans bezta
kvikmynd.
Höfundur, leikstjóri, aðal-
leikari: Charli Chaplin, ásamt
Clarie Bloom, Syndey
Chaplin.
ISLENSKUR TEXTI
Hækkað verð.
Sýnd kl, 3, 5.30, 8.30 og 11.
Ath. breyttan sýningartima.
Meistaraverk Chaplins:
SVIOSLJÚS
LAUGARASBÍÓ
Barnsrániö
ií
TI1E
BLACh
WINDMILL
A UNIVERSAL RELEASF
Ný spennandi sakamálamynd
i litum og cinemascope með
ÍSLENZKUM TEXTA.
Myndin er sórstaklega vel
gerð, enda Ieikstýrt af Oon
Siegel.
Aðalhlutverk: Michael Caine,
Janel Suzman, Oonald
Pleasence, John Vernon.
Bonnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
7 morö i
Kaupmannahöfn
7M0RD
I K0BENHAVN
Anthony Steffen
Sylvia Kochina
Shirley Corrigan]
FARVER
TEchniscopé
ENGLISH
VERSION
Ný spennandi sakamálamynd
i iitum og Cinemascope með
islenskum texta.
Sýnd kl. 11.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
STJORNUBÍÓ sim. 18936
Emmanuelle
Heimsfræg ný frönsk kvik-
mynd i litum gerö eftir skáld-
sögu með sama nafni eftir
Ennuanuelle Arsan.
Leikstjóri: Just Jackin.
Mynd þessi er allsstaðar sýnd
með rnetaösókn um þessar
mundir i Evrópu og viða.
Aðalhlutverk: Sylvla Kristell,
Alain Cuny, Marika Grecn.
Enskt tal.
ISI.ENZKUK TEXTI.
Stranglega bönnuð innun 16
ára.
Nafn.skirteini.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Miðasalan opin frá kl. 3.
Verndum líf-
verndum vot-
lendi -
LANDVERND
Laugardagur 8. nóvember 1975