Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 5
/ HELGARBLAÐ -HELGARLEIÐARI—. Afnám tekjuskatts hugmynd skuli athuguð af fulltrúum neytenda og bænda, hvort ekki ætti 36. flokksþing Alþýðuflokksins, sem haldið var um siðustu helgi, gerði tvær merkar ályktanir varð - andi efnahagsmál. Hin fyrri fjallar um það, að timabært sé orðið og nauðsynlegt að gera þá gagngeru breytingu á skattkerfinu hér á landi að afnema tekjuskatt til rikisins. Á undanfömum árum hefur tekju- skattsheimtan i sivaxandi mæli orð- ið skattur á launafólk fyrst og fremst og það meira að segja mjög ranglátur skattur. Almennir laun- þegar hafa orðið að greiða mjög hátt hlutfall af tekjum sinum i skatt til rikisins, en samtimis hafa þeir þurft að horfa upp á það, að atvinnu- rekendur, sem augljóslega hafa háar tekjur, greiða litinn eða jafnvel engan tekjuskatt. Þetta ranglæti hefur vakið svo megna óánægju, að mælirinn er orðinn fullur og timi til þess kominn að hætta innheimtu tekjuskattsins og afla ríkinu tekna i staðinn með öðrum og heilbrigðari hætti. Kemur þar fyrst og fremst til greina að halda áfram þeirri sölu- skattsheimtu, sem gildandi lög gera ráð fyrir, að f alla eigi niður. Þá má tvimælalaust auka tekjur rikissjóðs með þvi að breyta óeðlilegum frá- dráttarreglum, sem atvinnurekstur nýtur, og með þvi að skattleggja söluhagnað i vaxandi mæli. Ekki má heldur gleyma þvi, sem mundi spar- ast við það, að innheimtukerfi tekju- skattsins mundi dragast stórlega saman. Það, sem á vantar, mætti innheimta með mjög lágum veltu- skatti á atvinnurekstur, en af at- vinnurekstri félaga og einstaklinga er nú greiddur ótrúlega litill tekju- skattur. 5190 félög greiða aðeins 1200 millj. kr. i tekjuskatt á þessu ári. Aðeins rúmur helmingur þeirra ein- staklinga, sem stunda atvinnurekst- ur, greiðir tekjuskatt, Iiklega um 400-500 millj. kr. Af veltu, sem er einhvers staðar á bilinu 100-130 milljarðar króna, er nú enginn tekjuskattur greiddur. Slikt kerfi hefur fellt dauðadóm yfir sjálfu sér. Það ber að afnema. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa i samræmi við ályktun flokksþingsins flutt tillögur til þingsályktunar um afnám tekjuskattsins og bent á leiðir til þess að afla rikissjóði tekna i staðinn. Þessa tillögu þarf Alþingi að taka til vandlegrar meðferðar. Neytendagreiðslur i stað niðurgreiðslna. Þá samþykkti flokksþing Alþýðu- flokksins einnig tillögu um, að sú að breyta núverandi niðurgreiðslum á innlendum landbúnaðarvörum i beinar peningagreiðslur til neyt- enda. Á þessu ári er áætlað, að niðurgreiðslur nemi 5200 millj. kr. Þær eru sem kunnugt er mjög mis- jafnar á einstökum vörum, og sum- ar landbúnaðarvörur eru alls ekki greiddar niður. Það er rétt, sem haldið hefur verið fram af hálfu bænda, að hér er auðvitað ekki um styrk til þeirra að ræða, heldur hag- stjórnaraðferð, sem beitt er til þess að halda vöruverði innanlands niðri. Niðurgreiðslurnar eru fyrst og fremst i þágu neytenda. En þegar þær eru orðnar jafnmiklar og nú á ) sér stað, er orðið óeðlilegt, að þau ; hlunnindi, sem rikissjóður veitir neytendum og nema nú rúmum fimm milljörðum á ári, séu bundin þvi skilyrði, sem ákveðnar vörur séu keyptar. Það væri miklu hag- kvæmara fyrir neytandann að fá að ráða þvi sjálfur, hvað hann gerði við þá peninga, sem rikissjóður notar hans vegna. Neytandanum yrðu peningarnir meira virði, ef hann fengi sjálfur að ráðstafa þeim. Hér er ekki um neina smápeninga að ræða. Ef gert er ráð fyrir þvi, að allt fullorðið fólk fengi sömu greiðslu, en unglingar undir sextán ára aldri helmingi lægri upphæð, gæti fimm manna fjölskylda fengið um 100.000 kr. til ráðstöfunar á ári, en yrði þá að sjálfsögðu að greiða óniðurgreitt verð fyrir landbúnaðarafurðirnar. Enginn vafi er á þvi, að þetta jafn- gilti kjarabót, og hefði auk þess veruleg áhrif til tekjuöflunar. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa einnig flutt tillögu til þingsályktunar um athugun þessa máls. GÞG Danski fjármálalögfræOingurinn Mogens Glistrup sem sloppiö hefur viö tekjuskatt þrátt fyrir öli sin umsvif situr nú á þingi. Gloppur i dönsku skattalöggjöfinni, sem eiga sér hliöstæöur hér á landi, hafa boðiö heim „löglegum skattsvikum” fyrirtækja. Frá umræðunum á Alþingi um tillögu Alþýðuflokksins um þjóðareign á landinu: ÁTÖK MILLI FÉLAGSHYGGJU 0G SÉRHYGGJU Eins og skýrt var frá i Alþýðu- blaðinu i gær urðu miklar umræð- ur á fundi Sameinaðs alþingis sl. miðvikudag um tillögu Alþýðu- flokksins um eignarráð á landi og landgæðum. Þetta er fimmta þingið, sem þingmenn Alþýðu- flokksins flytja þessa tillögu, en hún hefur aldrei orðið útrædd. Það var Bragi Sigurjónsson, sem mælti fyrir tillögunni af hálfu þingmanna Alþýðuflokksins, en það var hann, sem hafði frum- kvæði um flutning hennar fyrir fimm árum. I framsöguræðu sinni vék Bragi að þvi, að þetta væri i 5. sinn, sem efnislega sam- hljóða tillaga væri flutt og að flutningsmönnum hefði verið og væri ijóst, að hugmyndir þær, sem liggja til grundvallar tillög- unni, þyrftu tima til þess að gerj- ast með þjóðinni og samlagast réttarkennd hennar, þvi laga- setning, sem ekki er reist á rétt- arkennd almennings sé ólýðræð- isleg. Bragi undirstrikaði sér- staklega, að tillagan um eignar- ráð á landi og landgæðum er ekki flutt sem frumvarp, heldur til- laga til þingsályktunar, en með þvi er gefið svigrúm til þess að at- huga málið frá ýmsum hliðum áður en frá lagasetningunni er gengið. — Atökin um þessa þingsálykt- unartillögu eru i minum huga fyrst og fremst átök milli félags- hyggju og sérhyggju — átök milli sameignarhyggju og séreigna- hyggju, sagði Bragi Sigurjónsson. Bragi sagði það sina skoðun, að grundvallarsetning islenzku stjórnarskrárinnar ætti að vera sú, að islenzka þjóðin öll, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ætti Island allt, gögn þess og gæði og miðin umhverfis það. — Þetta er kjarni þeirrar skoð- unar, sem þessari tillögu er ætlað að gerja i réttarkennd þjóðarinn- ar, og afstaðan til þessarar grunnskoðunar sker úr um það að minu mati, hvort maður er fé- lagshyggjumaður eða sérhyggju- maður, sagði Bragi Sigurjónsson. — Félagshyggjan litur svo á, að fráleitt sé, að fjölmennar byggðir nái ekki að virkja nærtæk fallvötn sér til ljóss, hita og iðnaðar vegna eignarhalds landeigenda, sem eru þess ekki umkomnir að koma þessum auði i almannagagn. Sér- hagsmunahyggjan telur sjálfsagt að skara sér eld af slikri köku, banna notin, ef ekki vill betur til. Félaghyggjan litur svo á, að sá jarðvarmi, sem rikis- eða samfé- lagslegt fjármagn og framtak þarf til að koma til almannanota eigi að vera þjóðareign og eigi að taka til almannaþarfa án stór- gjalds til hugsanlegs landeig- anda. Sérhagsmunahyggjan litur svo á, að hér sé sjálfsagt að maka krók eftir getu. Félagshyggjunni finnst fráleitt, að t.d. einhver jarðeigandi i Borgarfirði krefðist af þvi stór- fjár, ef biksteinsnámur yrðu unn- ar i Prestahnjúk. Sérhagsmuna- hyggjan telur slikt sjálfsagt. Félagshyggjan telur það striða gegn eðlilegri réttarkennd, að land- eða lóðareigandi gripi af þvi of fjár, að þétt byggð hafi mynd- ast án hans tilverknaðar i eða við landareign hans og þurfi aukið vaxtarrúm, sbr. Reykjavik og Blikastaði. Sérhagsmunahyggj- unni finnst slikt sjálfsagður hlut- ur. Þá vék Bragi Sigurjónsson að eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar og sagði, að varðandi virkjun fallvatna, jarðhita, nám- ur og lóðir og lendur i þéttbýli þá væri um að ræða eignir, sem tæp- ast hefðu verið til i hugum manna, þegar 67. grein stjórnar- skrárinnar var sett og að teygja hana umhugsunarlaust og skil- yrðislaust yfir þessi gögn og gæði landsins taldi hann a.m.k. um- deilanlegt. Þá vék Bragi Sigurjónsson sér- staklega að þeim rangtúlkunum andstæðinga tillögunnar. að hann væri beint gegn bændastéttinni og að með henni ætti að svipta bænd- ur eignar- og umráðarétti yfir jarðeignum sinum. Bragi sagði: — Reynt hefur ver.ð að telja bændum trú um, að þingálykt- unartillaga þessi væri stórfelld á- rás á bændastéttina i heild. En er það svo? 1 fyrsta lagi gerir þingsálykt- unartillagan ráð fyrir, að bænd- um sé i sjálfsvald sett, hvort þeir vilji eiga jörð til búrekstrar eða taki á erfðafestu. Afnotarétti bænda til afrétta gerum við ekki ráð fyrir, að raskað verði. Hins vegar, að eignarráð þjóðarinnar yfiröllum óbyggðum og afréttum séu óskoruð. 1 öðru lagi er það tiltölulega þröngur hópur landeigenda. sem getur auðgast af jarðvarmaeign. lóðareign við þéttbýli og landeign að virkjunarstöðum. Hér er þvi ekki verið að vinna gegn hags- munum heillar stéttar, heldur vjnna að þvi, að fámennur hópur landeigenda gripi ekki stórgull af hagsmunum alþjóðar. Þannig vil ég staðhæfa. að sé þingsályktunartillaga okkar skoðuð i réttu ljósi. fari hún sizt i bága við hagsmuni mikils þorra bænda, en auðvitað kemur hún i bága við sérhagsmuni sumra, en tiltölulega fámenns hóps. sagði Bragi Sigurjónsson. Að ræðu Braga lokinni tóku eft- irtaldir þingmenn til máls og töl- uðu flestir tvisvar: Páll Péturs- son (F), Pálmi Jónsson (S). Helgi Seljan (Ab), Stefán Jónsson (Ab' og Sighvatur Björgvinsson (A). Þeir Páll Pétursson og Pálmi Jónsson snerust eindregið gegn tillögunni. Helgi Seljan lýsti stuðningi við öll meginatriði hennar. Sama gerði Stefán Jóns- son en sagðist þó ekki geta greitt tillögunni atkvæði. Astæðurnar. sem hann færði fram. voru þess- ar. Annars vegar sú ástæða. að hann treysti ekki núverandi rikis- stjórn til þess að halda þannig á málum. fengi hún i nafni þjóðar- innar aukinn yfirráðarétt vfir gögnum og gæðum landsins, að til heilla horfði. Hins vegar vegna þess. að Alþýðuflokksmenn stæðu að flutningi tillögunnar og vildi Stefánekki gerast fylgisveinn Al- þýðuflokksins í málinu, þótt hann væri sammála efni þess. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í ! Síðumúla 11 - Sími 81866} Laugardagur 22. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.