Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 11
Eiginmaðurinn sem aldrei er heima ! Árið 1975 þurfa allir að vinna hörðum höndum til að lifa. Verðbólgan er upp úr öllu valdi og sifellt fleiri konur fara að vinna, þó að það sé ekki nema hluta úr degi til að hjálpa til við að borga húsaleiguna, skattana og matinn, sem tekjur eiginmannsins nægðu yfirleitt fyrir. Mennirnir sækjast eftir eftir- vinnu og jafnvel aukavinnu og si- fellt fjölgar þeim örþreyttu hjón- um, sem rétt geta skriðið upp i rúmið sitt á kvöldin. Sumar eiginkonur eru að tryll- ast af þvi að þær sjá mennina sina svo sjaldan. Þeir fara eld- snemma, koma ekki heim i há- deginu og vinna eftirvinnu á kvöldin. Þær sitja heima með börn og buru og þeim leiðist. Það er ekki endalaust hægt að prjóna og sauma eða drekka kaffi og kjafta. Konuna langar út á kvöldin og þá er það oft, sem hinn maðurinn kemur til sögunnar. Maðurinn, sem er einhleypur og þarf ekki að vinna eftirvinnu. Maöurinn, sem má vera að þvi að hugsa um einmana konu. Það liggur við hjónaskilnaði. Við verðum að viðurkenna, bæði karlar og konur, að það er hundleiðinlegt að hafa engan til að tala við allan daginn og ekki á kvöldin heldur. Allir þurfa að um- gangast annað fólk. Eiginmenn, sem eru mikið að heiman vegna starfs sins eiga að bæta konunum það upp, þegar þeir eru heima. Það er ranglátt af þeim að lita inn til kunningjanna án þess að taka konuna með. Þeir eiga ekki að fara á völlinn þá fáu tima, sem þeir hafa aflögu, jafnvel þó að þá langi til að sjá fótboltaleikinn. Konan á að sitja i fyrirrúmi. Það er gott að gera eitthvað saman, þó að það sé ekki annað en hlusta á útvarpsleikritið eða horfa á laugardagsmyndina sitjandi hlið við hlið uppi i sófa. Sumar konur geta leyst þetta vandamál leiðindanna með þvi að fá sér vinnu hluta úr degi og fá þar með umgengnisþrá sinni svalað, aðrar ekki. En skellum ekki allri skuldinni á blessaða eiginmennina, sem vinna baki brotnu fyrir heimilinu. Við vissum, þegar við giftumst þeim, að þetta var þeirra vinna og hún er sú sama fyrir og eftir hjónabandið. Vitur kona getur með lagni fengið manninn sinn til að skipta um vinnu sé hún honum ekki allt- of hugstæð. En hún getur lika fengið hann til að vera meira heima, þegar hann þarf ekki að vinna. Það get- ur hún með þvi að haga sér þann- ig, að heimilið sé svo skemmtilegt að hann hugsi: „Hvers vegna er ég nú annars ekki meira heima?” Og það jafnvel þó að hann þurfi að spara eitthvað við sig. Laufcy. Verðandi feð- ur æla líka á morgnana Nýlega hefur farið fram könnun iBretlandi á I50verðandi feðrum, sem sýnir, að það getur verið erfitt fyrir manninn að verða fað- ir. Aðaleinkennin voru þau, að lagnir og duglegir menn urðu hreinustu klaufar. Þeir urðu taugaóstyrkir, uppstökkir og þreyttir, gerðu fleiri mistök en venjulega, bæði heima og i vinn- unni. Sumir fundu blátt áfram til, þegar konan var barnshafandi. Aðrir urðu afbrýðisamir eða vildu helzt ekkert leyfa henni að gera, en sumir fóru blátt áfram að hata konuna sina. Margir menn hætta öllu kynlifi strax og þeir vita, að konan er barnshafandi, sumir kvarta um þunglyndi og svefn- leysi og margir menn borða mun meira meðan þeir biða barnsins. Þessar rannsóknir sýna og sanna niðurstöður annarra rann- sókna þar, sem 100 verðandi mæður voru spurðar um hegðun eiginmannanna á meðgöngu- timanum. Rúmlega helmingur sagði, að mennirnir væru þreytt- ir, þjáðust af ógleði á morgnana og væri illt i maganum. Prófessor Trethowan og dr. Gerald Dickens, sálfræðingarnir, sem gerðu könnunina, sögðu að við- brögð mannanna stöfuðu af samúð þeirra með vanliðan kon- unnar. Greinilegast kom þetta í Ijós meö breyttum matar- venjum. Margir menn urðu alveg ,,vitlausir'' í eitthvað eins og kemur fyrir sumar barnshafandi konur. Einn varð skyndilega að fá franskar kartöflur með öllu. Fyrst var nú nóg að fá þær með matnum, en undir lok meðgöngutímans, borðaði hann m.a.s. franskar kartöflur með rjómaís. Annar lifði blátt áfram á súkkulaði ein- tómu. En flestir borða bara of mikið af öllu — ef til vill vegna ómeðvitaðrar óskar um að fá stóran maga sjálfir. Menn skyldu ætla, að konan hefði nóg með sjálfa sig á með- göngutimanum, en visindamenn- irnir hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að það væri gott bæöi fyrir konu og mann, ef hún sýndi hon- um heldur meiri ást og umhyggju en áður. Ein mikilvægasta niðurstaða visindamannanna var sú, að flest hjón hætta samförum eða draga mjög úr þeim. en það er rangt. Visindamennirnir segja, að það eigi að halda áfram að lifa kynlifi til að báðir aðilar finni, að þeir eru elskaðir, þrátt fyrir breyting- una, sem hefur komið fyrir. Félög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu Á skíóum i hlíóum Alpafjalla Eins og síðastliðinn vetur bjóðum við nú viku og tveggja vikna skíöaferöir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurriki á verði frá 41.700 og 50.600 krónum. í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er veriö á skíöum í sól og góðu veðri allan daginn, og þegar heim er komið, bíður gufubað og hvíld, góður kvöldmatur og rólegt kvöld við arineld, - eða uþþlyfting á skemmtistað ef fólk vill heldur. Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíðin og haldið beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meðan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýröleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti með fullkomnu ”apré ski". Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvalið viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitið uþplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, ferðaskrifstofunum og umboðsmönnum. ^CFÉLAC loftleidir /SLA/VDS Alþýðublaðið Laugardagur 22. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.