Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 13
AIþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar: Fundur um stefnuskrána BIFREIÐAR l LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 — Reykjavik — sfmi 38600 | Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar boðar til almenns félagsfundar i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði þriðju- daginn 25. nóvember n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Umræður um drög að stefnuskrá fyrir Alþýðu- flokkinn. Frummælandi: Helgi Skúli Kjartansson. Félagar eru beðnir að mæta stundvislega. STJÓRNIN Derby og West Ham á skerminum imíttii Karfan: 3 leikir f Aðalefni iþróttaþáttar sjón- varpsins á morgun verður án efa leikur toppliðanna i 1. deildinni ensku, Derby og West Ham, sem leikinn var á Baseball Ground i bilaborginni frægu Derby. Meðan leikurinn stóð yfir var ausandi rigning, en þrátt fyrir það þá var leikurinn mjög vel leikinn og mátti glöggt sjá að þarna áttust við rjóminn af ensku knatt- spyrnumönnunum. Þrátt fyrir aö West Ham hafi verið án miðvall- arleikmannanna Billy Bond og Graham Paddon, en sá fyrrnefndi var meiddur en sá siðarnefndi veikur, átti þeir lengst af i fullu höggi við meistarana Colin Todd og Roy McFarland Derby gengu heldur ekki heilir til skógar i þessum leik, en þrátt fyrir það áttu báðir stór góðan leik. Þegar liða tók á leikinn gerðust meistar- arnir mun erfiðari viðfangs fyrir LundUnarliðið og það timabil réð einmitt úrslitum i þessum leik. Enginn sem áhuga hefur á knatt- spyrnu ætti að láta þennan leik fram hjá sér fara, þvi hann þótti mjög vel leikinn. 1 iþróttaþættinum sjálfum mun kenna ýmissa grasa, en þó mun hann einkannast aðallega af boltaleikjum bæði utan húss og innan. 1. deild Frumraun Víkings í Evrópu- keppni meistaraliða í dag! Charlie George fær blómvönd hjá Arsenal áhangendum þegar hann lék með Derby á móti sínum gömlufélögum fyrirhálfum mán- uöislðan. Hann þakkaði pent fyr- ir sig og átti mikinn þátt I sigur- marki Derby á Highbury þann la ugardag. Hann lætur nú skammt stórra högga á milli, og var aftur á ferðinni siðasta laug- ardag þegar lið hans lék gegn öðru toppliði West Ham. Sjón- varpsáhorfendur fá að sjá snilli hans I dag. ARSÞING FSÍ Arsþing Fimleikasambands lslands, verður haldið i dag, laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30, i Félagsheimili starfs- mannafélags Rafmagnsveitu Reykjavikur við Elliðaár. Gummersbach sem leikur gegn Vikingum i 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða i dag kl. 15 i Laugardalshöllinni, hefur af langbeztum árangri allra liða sem tekið hafa þátt i þessari keppni að státa. Þeir hafa alls leikið 45 leiki, unnið 34, gert eitt jafn- tefli og tapað aðeins 10. Gert alls 856 mörk, fengið á sig 634, og hlotið 69 stig. Af þessum tölum sést að þetta eru engir aukvisar i handknatt- leiknum. Þeir skjóta liðum eins og Dukla Prag og Partizan frá Júgóslaviu, sem hafa lengi verið talin með bestu félagsliðum heims, langt aftur fyrir sig og segir það sina sögu. Þrjú islenzk lið hafa tekið þát i Evrópukeppninni, FH, Fram og Valur. Vikingur er þvi fjórða liðið frá Islandi sem tekur þátt I keppninni. Alls hafa 116 lið tekið þátt I fyrrnefndri keppni frá upp- hafi og er FH I 22. sæti, yfir þau félög sem beztum árangri hafa náð, Fram i 56, og Valsmenn i 95. sæti, en þeir hafa aðeins leikið tvo leiki, gegn Gummersbach, árið 1973, og tapað báðum. Hér fer á eftir árangur nokkura liða, sem tekið hafa þátt i Evróðukeppninni 1. Gummersbach 2. Dukla Prag 3. Partizan 4. FA Göppingen 5. Honved Budapest 6. Steua Bukarest 7. Mai Moskvu frá upphafi, en stiklað verður á stóru. leikir unnir jafn tap mörk stig 45 34 1 10 856:634 69 35 23 0 12 639:487 46 33 22 1 10 688:471 45 28 18 0 10 526:375 36 28 17 1 10 597:517 35 24 17 0 7 467:329 34 24 '16 1 7 478:354 33 Siðan heldur þessi tafla áfram, en hún birtist I V-þýzka hand- knattleiksblaðinu Deutche Handballwoche. A liðum á Norðurlöndum hefur sænska liðið Hellas, náð béztum árangri, en eru i 13. sæti, með 20 leiki, 12 unna og 8 tapaða. Oppsal, norska liðið sem FH lék gegn siðasta sunnu- dag i Evrópukeppni bikarliða, er i 13. sæti með 18 leiki, 11 unna, eitt jafntefli og 6 töp. FH er i 22. sæti með 14 leiki, 6 unna og 8 tapaða. Fram i 56. sæti með 8 leiki, einn unninn, tvö jafntefli, og fimm töp. Valur er svo i 95. sæti með tvo leiki og tvö töp. Markatala islenzku liðanna er þessi: FH 216: 57 . Fram 132:162 Valur 19:27 Ógnvaldur allra varna, Hansi Schmidt, leikur i Laugardalshöllinni i dag. Hvernig tekst Vikingum að hemja þennan handknattleiksjöfur? Þrir leikir verða haldnir i ís- landsmótinu i körfuknattleik um helgina, allir i iþróttahúsinu að Seltjarnarnesi. 1 dag kl. 14 leika Valur og KR og strax á eftir Fram og Njarðvik. Búast má við að báðir þessir leikir geti orðið jafnir og spennandi. A sunnudaginn leika svo 1R og 1S, og hefst sá leikur kl. 18. Stú- dentarnir verða að sigra i þessum leik ef þeir ætla að blanda sér i baráttuna um toppinn. En ef svo færi að 1R ynni eins og flestir myndu álita, þá má búast við þvi að 1S missi mikinn áhuga á þessu mdti, þvi vitað var, að þeir ætluðu sér stóran hlut i upphafi mótsins. m-m immmim Laugardagur 22. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.