Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 9
Nýverið var Andrei Sakharov neitað um leyfi til að fara frá Sovétrikjunum til að veita við- töku friðarverðlaunum Nóbels 1975 i Osló. í þessari grein er lýst visindaferli þessa snillings i vopnagerð, sem gerðist andófs- maður gegn þeirri stjóm, sem hann þjónaði i tuttugu ár. (Eftir John Barry—Sunday Times) 23. nóvember 1955 var haldin veizla undir strangri öryggisgæzlu i sovézkri borg skammt frá landamærum Mongóliu. Skömmu fyrir dögun þennan dag var fyrsta vetnissprengja Sovétrikjanna sprengd. Þetta hafði heppnazt — svo vel, að hermaður og tveggja ára gamalt bam létuzt við spreng- inguna, og veizlan var sigurhátið visinda- manna og herfræðinga. Kvöldið leið með mörgum skálaræðum uns einn visinda- mannanna stóð á fætur. Hann var 34 ára, einhver yngsti veizlu- gesta, og hann var ekki i kommúnistaflokknum. En menn hlýddu með virðingu á orð hans. Hann var deildarstjóri eðlisfræðirannsóknardeildar til hernaðarþarfa og svo til einn sins liös hafði hann leyst eitt erfiðasta vandamálið við gerð sprengjunn- ar. Mennirnir, sem hlýddu á orð hans, voru stoltir af honum, þvi að þvi var ekki eins um hann farið og svo marga aðra visindamenn. Hann hafði engin tengsl við Rúss- land fyrir byltinguna. Hann var einn hinna nýju Sovétmanna og þvi var það sem skálræða hans hafði sérstök áhrif. Tillaga hans var: „Skálum fyrir þvi,-að þetta verk okkar springi aldrei yfir byggðum borgum”. Það var hvorki meira né minna en sjálfur yfirmaður tilraunar- innár — hershöfðingi, sem var nægilega gamall til að geta verið faðir hans — sem ávitaði hann. Hann gerði það vingjarnlega, með rússneskri dæmisögu, en merkingin leyndi sér ekki. Það var hlutskipti visindamannsins að búa til vopn. Það kom honum ekkert við. hvernig þessi vopn voru notuð. Eðlisfræðingurinn svaraði engu. En með hans eigin orðum: „Ég trúði þvi þá eins og ég trúi þvi nú, að enginn maður geti lagt niður ábyrgðina á einhverju, sem gæti ógnað lifi mannkynsins”. Andrei Sakharov hafði hafið sina löngu andófsgöngu. LÍF SAKHAROVS er tviskipt einsog lif Coriolanusar. I tuttugu ár vann hann að þvi að gera föð- urland sitt ósigrandi með þvi að búa til ótrúlega öflug vopn. Vegna verka sinna lokuðust dyr hinna útvöldu i Sovétrikjunum fyrir honum 1968, og siðan hefur hann barizt með vopnum, sem eru ekki voldugri en orð til að gera róttæk- ar breytingar á þvi þjóðfélagi, sem hann vann áður að að vernda. Hvað gerði Sakharov annars i hinum leyndardómsfulla fyrri hluta lifs sins? Starf hans var i þágu kjarnorkualdarinnar og að leysa sum vandamál hennar i kapphlaupi Bandarikjanna og Sovétrikjanna um að gera fyrstu vetnissprengjuna. Hugmyndin að baki vetnis- sprengjunnar — að sólarorkan stafi af samruna fumeinda léttasta frumefnisins, vetnis — var kunn fyrir heimsstyrjöldina siðari. En aðeins fræðilega séð, þvi að enginn þá gat framleitt þann voðahita, sem þarf til að kjarnasamruni verði i iðrum stjamanna. A fimmta áratugnum kom svo kjarnorkusprengjan, sem klifur frumeindir þungu frumefnanna, úraniums og ættingja þess, plútónium. Við þetta myndast gifurlegur hiti óg þegár fyrstu rannsóknarstofurnar voru byggðar i Los Alamos til að búa til kjarnorkusprengjur Banda- rikjamanna, var þar rannsóknar- stofa til að rannsaka „varma- eðlisfræði kjarnasamruna”. Þessar rannsóknir lágu niðri i tvö ár, þar eð svo mörg ljón urðu á veginum við framleiðslu kjarn- orkusprengjunnar. En eftir kjarnorkusprenginguna i júli 1945, fór litill en mjög fær hópur visindamanna til Los Alamos að gera vissar tilraunir með kjarn- orkuvarmasprengjur. Einn i hópnum var Klaus Fuchs. Úrskurðurinn var sá, að það yrði „mjög erfitt að búa til vetnissprengju, en góð von væri þó fyrir hendi, ef menn legðu sig alla fram”. Það, að Bandarikjamenn og Sovétmenn ákváðu nær samtimis að hefjast handa af fullum krafti við rannsóknir á kjarnorku- varma, sýnir glögglega, hve snemma þær urðu snar þáttur i kjarnorkuvopnakapphlaupinu eftir 1945. Vorið 1948 tókst Igor Kurtchatov, hávöxnum, skeggj- uðum eðlisfræðingi, sem hóf rannsóknir Sovétrikjanna á kjarnorkuvopnum 1944, að koma af stað keðjuverkun i úranium- hlaða. Nú var tryggt, að unnt væri að búa til keðjuverkun i úranium- hlaða. Nú var tryggt, aðunnt væri að búa til kjarnorkusprengju og Kurchatov fór að hugleiða kjarn- orkuvarma — ef til vill næstum sem eins konar „baktryggingu” — og nú kemur Sakharov til sög- unnar. Kurchatov lagði til, að rann- sóknum á kjarnorkuvarma stæðu „eldri visindamenn, sem hefðu unnið við kjarnorkurannsóknir og yngri eðlisfræðingar, sem hefðu stundað nám sitt við háskóla og stofnanir eftir striðið.” I framkvæmd var átt við Igor Tamm, yfirmann Lebedev eðlis- fræðistofnunarinnar i Moskvu, en einn helzti samstarfsmaður hans var Andrei Sakharov, sem þá hafði nýlokið doktorsprófi. t opinberum eftirmælum Tamms 1971 er hann blátt áfram kallaður: „stolt visinda Sovétrikjanna”, og Sakharov, sem var undir meiri áhrifum af Tamm.en nokkrum öðrum manni — var ekki sá eini,- sem tignaði hann. Björgun erfða- fræðinganna Tamm leit út eins og visinda- maður hetjutimabilsins: stor- skorinn, þrekvaxinn og með mik- ið hvitt hár. Allt til dauðadags tal- aði hann góða ensku með skozkum hreim, enda stundaði hann nám við háskolann i Edin- borg. Aðdáun Sakharovs á Tamm var byggð á öðru og meira en þvi, að hann var helzti sérfræðingur Ráðstjórnarrikjanna i orku- skammtakenningunni. Á timum Stalins var Tamm mikill and- stæðingur þess, að visindamenn væru beittir stjórnmálalegum þvingunum. Sakharov segir, að hann hafi verið „fyrirmynd heiðarleika bæði i visindum og opinberu lifi.” Eina viðurkenningin, sem Vesturlandabúar vita til, að Tamm hafi veitt þessum unga nemanda sinum var, þegar hann hitti bandariska visindamenn skömmu fyrir lát sitt. „Þetta er minn ungi samstarfsmaður, Sakharov,” sagði hann. „Hann er ekki aðeins frábær eðlisfræðing- ur. Hann er einnig hugrakkur maður”. Sakharov myndi sennilega segja sjálfur, að það hefði orðið að fordæmi Tamms. Vorið 1947 hafði fulltrúi Stalins, Andrei Zhadanov hafnað orkuskammta- kenningunni, sem er grundvöllur nútima eðlisfræði, vegna þess, að þar er þvi haldið fram, að við vissar aðstæður sé ómögulegt að segja um hegðun öreinda. Það er hugmyndafræðilega erfitt að samræma slika kenningu dialektiskri efnishyggju, opin- berri rikistrú Ráðstjórnar- rikjanna, sem treysti á einföld og þekkt viðbrögð eðlifræðinnar. Zhadanov hélt þvi fram að „þessir brokkgengu, borgaralegu nútima kjarnaeðlisfræðingar, sem treystu á kenningar Kants, teldu, að rafeindir væru „sjálfráðar i tilraunum sinum til að lýsa efni eins og vissum bylgjulengdum eða öðrum djöflaverkum.” En þó að hugsjónamönnum byði við orkuskammtakenning- unni var hún nauðsynleg fyrir þá menn, sem gátu leyst vandamál vetnisorkunnar. Þess vegna voru Tamm og samstarfsmenn hans i engri hættu — en Tamm vildi bjarga öðrum. Þá voru sovézkir erfðafræð- ingar, sem höfnuðu hinni fárán- legu — en hugsjónafræðilega „réttu” - kenningu liffræðingsins Lysenkos, ofsóttir kerfisbundið. Um leið og þeir voru reknir úr stöðum sinum hvarvetna um Ráðstjórnarrikin, réði Tamm þá hinn rólegasti til sin i Lebedev. Sakharov segist aldrei gleyma þvi, af hvflikri „ákefð” Tamm hafi barizt gegn „frumstæðri kreddufestu”. Tamm var ekki eins og hinn mikli eðlisfræðingur, Peter Kapitsa —sem var dæmdur til dauða fyrir að harðneita að vinna að vopnaframleiðslu — hann áleit það skyldu sina að framleiða vopn til að vernda Ráð- stjórnarrikin. En i hans augum var álit það, er hann skapaði sér þannig, vopn til að beita gegn rikisvaldinu, ef nauðsyn krafði. 12. AGÚST, 1949, lauk einokun Bandarikjanna á kjarnorku- sprengjunni, þegar Ráðstjórnar- rikin sprengdu sina fyrstu kjarn- orkuspregju i Mið-Asiu hluta rikisins. Þræturnar um það, hvort Bandarikin ættu að bregðast við með þvi að að búa til vetnis- sprengju voru „skammvinnar, ákafar og mjög • leynilegar”. I skýrslu ráðleggingarnefndar- SAMANDREGIÐ BLAÐAGREINA innar —sem varekki birt fyrr en i fyrra — segir, að Bandarikin eigi að auka kjarnorkurannsóknir allt að þvi marki, að unnt sé að búa til sprengjuna, en ekki gera það. Stjórnmálamenn lögðu mjög hart að Truman forseta að unnið yrði af fullum krafti að gerð ventissprengjunnar — og þeim óx fiskur um hrygg, þegar upp komst um svik og njósnir Klaus Fuchs. 27. janúar játaði Fuchs og sagðist m.a. hafa skýrt frá öllum leyndarmálum rannsóknanna i Los Alamos á vetnissprengju. Tveim dögum eftir, aðTruman hafði frétt, hve gifurleg svik Fuchs voru, skipaði hann, að ventissprengjan skildi búin til. Á meðan höfðu fréttir um deilurnar i Bandarik junum komizttil Ráðstjórnarrikjanna og aukið áherzlu þá, sem þeir lögðu á rannsóknir á kjarnorkuvarma- sem virðist i fyrstu ekki siður hafa verið ætlaður til friðsam- legrar notkunar en hernaðar- þarfa. Bandariskur öldunga- deildarþingmaður talaði af sér i sjónvarpi og sagði, að töluverður árangur hefði náðst með gerð „risasprengju”. Samkvæmt mjög góðum 11 r rr wrrn n 11 r» rrnmn-i1 m-nn i' <\ 11 n n nmfTn . .1 r^Tr^Tf^TTT^fft-TrrrrTrn vr*r r, 'iTu 1 i■ tirr ■ i m :~rrn-ui> lt~ mrn ^rr» ‘V.wvrv;* " ■■ • ■ 30. október 1961: Jarðskjálftamælir Aldermaston kjarnorkustofnunarinnar sýnir meiri háttar jarð- skjálfta eftir 50 megatonna vetnissprengingu i Ráð- stjórnarrikjunum. 50-megatonna tilraunin i september 1962, sem hann reyndi, Sakharov og kona hans Elena, en Sakharov er maðurinn, að koma i veg fyrir. sem gerði rússnesku vetnissprengjuna mögulega. heimildum var Igor Kurchatov skipað að svara „hvað gæti leynst að baki þessarar þvingunar” — og allt frá 1950 var gerð sovézku vetnissprengjunnar mikilvægt mál stjórnmálalega séð. SAKHAROV, SEM VAR EINN YFIRMANNA visindamannanna, sem unnu að gerð vetnissprengj- unnar, var fluttur til fjarlægrar og leynilegrar borgar, sem hann neitar að nafngreina, en þar bjó hann i átján ár með vopnaðan líf- vörð við hlið sér alla daga. Aðeins einu sinni stakk hann af til að fara einn á skiði — sjálfstæðisyfirlýs- ing, sem enn hlægir hann. „Mér fannst persónulega, að ég væri að vinna að friði, að starf mitt hlyti að ala á valdajafn- vægi... Það var mitt álit... og margra annarra, enda höfðum við ekki um annað velja.” Þessi siðustu, þurrlegu orð, eru viður- kenning Sakharovs á þvi, að hann var raunverulega fangi, þó að hlekkirnir væru gullnir. Sakharov var prófessorssonur og hafði þvi viss forréttindi allt frá fæðingu (hann talar enn rússnesku með gamla kok-errinu, sem einkenndi rússneska að al- inn). En nú kom hann inn i nýjan heim, sem Milivan Djilas kallaði „Hina nýju stétt”, en sem venju- legir Ráðstjórnarborgarar kalla „nomenclatura” — hina útvöldu. Hann hafði 4 og 1/2 milljón kr. i kaup á ári, sem voru gifurleg laun i Ráðstjórnarrikjunum þá og auk þess fékk hann aukagreiðslur. Sakharov hafði „sérstakt vegabréf” (blátt fyrir fjöldann, rautt fyrir KGB, „sérstakt” fyrir hina útvöldu. Hann mátti lesa „Rauða Tass”, alþjóðlega fréttablaðið, sem ekki er gegnsýrt af áróðrinum, sem venjulegir borgarar eru mataðir á. Þegar hann flaug til Moskvu lenti hann á Vunukovo Tvö, en ekki á almenningsflugvellinum. Hann og fjölskyldan hans gátu verzlað i 100 Ornso verzlununum, sem selja luxusvörur handa „nomenclatura”. Hann vissi, að hann lenti á „Fjórðu deildinni”, ef hann veiktist, en á sjúkrahús- um hennar er fimmtán sinnum meira eytt á hvern sjúkling en á almenningssjúkrahúsum. Loks fékk hann sitt dacha — sumarbústað — i þorpinu Zhukovka Tvö, 48 kilómetra frá Moskvu. 1 þessu þorpi búa kjarn- eðlisfræðingar og geimvis- indamenn, en Zhukovka Eitt er skammt frá með alla sina ráð- herra. Ef um venjulegan leigu- samning hefði verið að ræða, byggi hann þar áreiðanlega ekki lengur, en þessi bústaður var veittur honum ævilangt sem verðlaun fyrir starf hans við ventissprengjuna. Nú skilja menn kjarnorku- sprengjuna svo vel, að gáfaður nemandi getur búið eina til eftir að hafa horft á sjónvarpsþátt, en það er erfitt að ná i kjarnorku- eldsneytið og ekki hægt að setja sprengjuna saman nema innan ákveðinna „stærðartakmark- ana”, sem svo aftur draga úr krafti sprengjunnar. Vetnissprengjan hefur engin slik takmörk. Það er auðvelt að afla aðaleldsneytisins, þar með talið hins ókljúfanlega U-238, sem finnst um allan heim. Sem betur fer eru þeir þvi fáir eðlisfræðing- arnir, sem geta annazt hina afar flóknu og erfiðu vinnu að hanna vetnissprengju. Sakharov er einn þeirra: eðlis- fræðingar segja, að hugur hans sé þannig, að hann geti dregið vi- tækar ályktanir af örfáum stað- reyndum. Það er ekki alltaf guðs- gjöf fyrir visindamann, en það er lifsnauðsynlegt fyrir þann, sem framleiðir sprengjur. Þegar tvær frumeindir sameinasti eina, tapast massi og orka leysist úr læðingi (hinar al- kunnu „ jöfnur Einsteins E = mxC**). Þessi orka metur fengið aðrar frumeindir til að sameinast: menn vissu um 1940, að liklegustu frumefnið til að framleiða „kjarnorkuvarma keðjuverkun” væru tvær sam- stæður (isótópar) vetnis, sem heita deuterium og tritium. Til að framleiða ventissprengju er fyrst nauðsynlegt að sprengja litla kjarnorkusprengju, sem þjappar saman og hitar massa vetnis samsæta til að hefja kjarn- orkuvarma keðjuverkun. Við þetta myndast slik voðaorka, að hún kveikir i U-238, sem er að eðlisfari ókljúfanlegt efni úraniums og það verður aftur aðalsprengikraftur ventis- sprengjunnar. Andstætt U-235 eða plútónium kjarnorkusprengj- unnar eru U-238 ekki sett „viss mörk”, hvað varðar sprengju- massa og þvi er hægt að hafa sprengjurnar af hvaða stærð sem er. Vandainn er sá, að koma fyrir kjarnakleyfu sprengiefni og „þungu vetni” og U-238 saman á þann hátt, að það takist að framkalla hina hrikalegu keðju- sprenginu á réttan hátt. Vanda- málin leiða, ef svo má segja, hvert af öðru: ef þrýsingurinn er ekki nákvæmlega réttur á sam- sæturnar brenna þær aðeins, en springa ekki. En til að vita, hvernig réttar aðstæður eiga að vera, þarftu að vita, hvernig þær springa... Hér koma tölvur að engu haldi: hér þarf mann með gifurlega öflugt eðlisfræðilegt innsýni, sem getur séð fyrir áe'r i huganum „kjarnorkuvarma brunabylgj- una”, sem stendur aðeins nokkur milljónustu brot úr sekúndu og er smærri ensvo, að nokkurn timann verði greint i smásjá. Það voru margir sovézkir vis- indamenn, sem unnu að kjarn- orkuvarmarannsóknunum, en yfirleitt er það álit manna, að það hafi verið Sakharov, sem raðaði kjarnakleyfu sprengiefnunum, „þunga vegninu” og U-238 saman á réttan hátt og gerði þar með Rússum unnt að reyna hreina vetnissprengju 23. nóvember 1955. (Bandarikjamennirnir, sem tókst þetta tveim árum áður, voru tveir, Edward Teller og Stanislaw Ulam, Pólverji). SAKHAROV hafði sivaxandi siðferðilegar áhyggjur af sprengjunni jafnvel meðan hann vann að gerð hennar: þær áhyggjur vöknuðu vegna eðlis sprengjunnar og vegna ráðlegg- ina erfðafræðinganna, sem Tamm hafði bjargað. Einkenni þessarar „risa- sprengju” eru þau, að hún er „óhrein”, sprengiorka U-238 framleiðir gifurlegt magn af geislavirku ryki. Þegar i júli 1958 skrifaði Sakharov grein, sem hafði á sér öll einkenni sérfræði- legra ráðlegginga erfðafræðinga. Hann dró þá niðurstöðu, að væri haldið áfram að reyna sprengj- una i lofti, hlyti geislavirknin að ógna lifi hundraða þúsunda manna og þvi’ væri hún „ógnun við mannkynið og andstæð alþjóða lögum”. Sumarið 1961, fóru Sakharov og félagar hans á persónulegan fund hjá Khruschev, sem sagði þeim, að ákveðið hefði verið að gera frekari tilraunir. Sakharov sendi mótmælaorðsendingu eftir borð- inu. Khruschev stakk henni i vaxann, bauð vfsindamönnum i mat og hélt þar ræðu. Sakhorv minnir, að hann hafi sagt m.a.: Sakharov er góður vísindamaður, en hann ætti að Iáta okkur sér- fræðingana um jafnflókin mál og alþjóðapólitik.” Þetta var endurtekning á ávi’t- um hershöfðingjans i veizlunni forðum. Sakhorov gerði eina til- raun enn „sem maður, sem gerþekkir til mála” til að koma i veg fyrir það, sem hann áleit óábyrga notkun vopnsins, sem hann hafði búið til t september 1962 var ákveðið að hefja á ný stórkostlear tilraunir. Sleginn ótta Hann hringdi sjálfur i Khruschev og sagði hreinlega: „Ég er visindamaður og hef framleitt vetnissprengjuna og ég veit, hvilikar hörmungar spreng- ingarnargeta haftá mannkynið.” Svar Khruschevs var tvirædd, þegar Sakhorov óskaði eftir þvi, að tilraunum væri hætt: þegar hann hringdi daginn eftir höfðu tilraunirnar farið fram. ,,Ég get aldrei gleymt þeirri skelfingu og getuleysi, sem greip mig þennan dag,” hefur Sakhorov skrifað siðan. „Ég var eitthvað svo ótrúlega vanmáttugur... eftir þetta var ég gjörbreyttur maður. Ég hristi endanlega af mér klaf- ann. Eftir þetta skildi ég, að það var til einskis að ræða málin”. Það tók Sakharov sjö ár að setja fram hugsanir sinar á skipulegan hátt i stefnuskráryfir- lýsingu um framfarir, sambúð og andlegt frelsi — sem aflaði hon- um pólitiskrar viðurkenningar, en jafnframt brottvikningar frá leyndarstörfum. En allt hófst þetta þá voðastund-, er honum skildist, að hluturinn, sem hann hafði hannað var undir stjórn manna, sem skildu ekki siðferði- legt inntak hans fremur en þeir skildu stærðfræðina, sem að baki hans lá. PlilSÉjlM llF Pl_A STPO K AVE R KSMHDJA Sfmar 82639-82455 VMn»g6r6om 6 Box 4064 - Reykjavfk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hainaiijaröar Apótek Afgreiðslufimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn i heimahúsum og fyrirlckjum. Erum mcft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — simi 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 i ff Kasettuiftnaftur og áspilun, \\ Dúnn [ [ fyrir útgefcndur hljómsveitir, ] ll kóra og fl. Leitift tiibofta. Il \\ Mifa-tónbónd Akureyri JJ \\ Pósth. 631. Simi (96)22136 // i GtfiEÍIBflE /ími 64200 T-ÞÉ TTILISTINNl T-LISTINN ER - | in igreyptur ug þolir alla veðráttu. I T-LISTINN A: útihurðir svalahuröir hjaraglugga og veUiglugga . í GluggnsmlOian {

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.