Alþýðublaðið - 25.11.1975, Síða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Síða 2
TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Muniö hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BlQl o Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 Stjórnandi BOHDAN WODICZKO Kinleikari IIUT INGÓLFSDÓTTIH fiðluleikari. Fluttur verður forleikur eftir Moniuzko, Skozk fantasia eftir Bruch og Sinfónia nr. 10 eftir Sjostakovitscj. Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig 2 og i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Athygli er vakin á þvi, að 6. reglulegu tón- 'leikar verða 4. dcsember (Stjórnandi Vladimir Ashken- azy) og næstu þar á eftir 11. desember (Stjórnandi Kar- sten Andersen). Illl SINÍ ÓMl IILFOMSX í I I ÍSLANDS |||| KÍKISl IAARl’ID Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsfólk til tölvustjörnun- ar og skyldra starfa. Reynsla eða þekking á tölvustjórn eða for- ritun er kostur en ekki skilyrði. Keyrslur eru framkvæmdar á IBM 370/135 undir DOS/VS. Störfin eru unnin á vöktum. Óskað er eftir umsækjendum með banka- menntun, stúdentspróf eða tilsvarandi menntun. Ráðning er samkvæmt almennum kjörum bankastarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi íyrir 1. desember 1975. AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn i Alþýðuhúsinu, fimmtu- daginn 28. nóvember n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Woikswagen I allflestum iitum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrjrvara fyrir ákveðið verð. Rcyniö viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. alþýðu mrumO „Vér mótmælum allir” RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Á þvi er ekki nokkur vafi að sú ákvörðun rikisstjórnarinnar að heimila Vestur-Þjóðverjum veiðar innan landhelginnar hefur valdið þjóðinni miklum vonbrigðum. Jafn- vel þótt það hafi i rauninni legið fyr- ir frá upphafi, að þessi rikisstjórn ætlaði sér að semja um veiðiheim- ildir fyrir útlendinga i islenzkri fisk- veiðilögsögu vonuðu menn i lengstu lög, að rikisstjórnin myndi sjá að sér. Menn vonuðu, að hún tæki tillit til þeirra fjölmörgu og einróma á- skorana, sem henni bárust um að semja ekki frá sveitarstjórnum, landshlutasamtökum, stéttarfélög- um og áhugamannasamtökum um sjávarútvegsmál. í öllum þessum fjölmörgu samtökum man Alþýðu- blaðið vart eftir einni einustu hjá- róma rödd. Allar þessar fjölmörgu samþykktir með kannski einni eða tveimur undantekningum skoruðu á rikisstjórnina að stefna ekki sjálfs- forræði þjóðarinnar i hættu með þvi að veita erlendum aðilum undan- þágur frá islenzkum lögum með samningum við þá um landhelgis- málið. Það var ekki aðeins almenningur i landinu, sem bað rikisstjórn lands- ins að selja ekki sæmd landsins með samningum um landhelgismálið. Helztu sérfræðingar þjóðarinnar um nýtingu fiskimiðanna — fiskifræð- ingar Hafrannsóknarstofnunarinn- ar — fóru þess hins sama á leit við rikisstjórnina þvi hvert einasta orð i skýrslu Hafrannsóknarstofunarinn- ar um ástand fiskistofnanna á Is- landsmiðum er röksemd gegn samningum. Niðurstaða þessarar skýrslu, sem þjóðin öll þekkir, er einfaldlega sú, að efnahagsleg framtið þjóðarinnar sé undir þvi komin, að ekki verði veitt meira af fiski á Islandsmiðum, en íslending- ar veiða nú_þegar sjálfir — að ALLS EKKI VERÐI SAMIÐ. En jafnvel þessar röksemdir gátu engin áhrif haft á niðurstöðu rikisstjórnarinnar. Hún samdi samt. Fregnirnar af samningnum við Vestur-Þjóðverja hafa skollið yfir þjóðina eins og reiðarslag. Fólk vissi fyrst ekki, hvað segja skyldi. Það sat hnipið og vildi ekki trúa. En trúa varð það. Einar er kominn heim — og i töskunni hafði hann samninginn við Vestur-Þjóðverja. Samning, sem heimilar Þjóðverj- unum að veiða þvi sem næst sama magn fiskjar á árinu 1976 og þeir hafa veitt að undanförnu. Það kallar rikisstjórnin svo „verulegar tilslak- anir af hálfu Þjóðverja”. En fólkið i landinu þegir ekki lengur. Harðorð mótmæli streyma nú til rikisstjórnar íslands frá þegnum hennar. Verkamannasam- band Islands hefur gert út sérstaka nefnd á fund rikisstjórnarinnar til að mótmæla. Sjálfsagt munu fleiri nefndir feta þá slóð i sömu erindum. Islendingar hafa minnst og minn- ast enn þess atburðar með stolti þegar sjálfstæðishetjur Islendinga stóðu frammi fyrir fulltrúa erlends valds, sem vildi beita landsmenn of- riki, og sögðu: Vér mótmælum allir. Sömu orð þarf nú þjóðin öll að segja við rikisstjórn Geirs Hallgrimsson- ar vegna þess, hvernig hún ætlar að bregðast málstað Islendinga i land- helgismálinu: Vér mótmælum allir! BLOÐIN SEGJA Varaðu þig nú, ólafur! Hægri sveifla forystumanna Framsóknarflokksins kom fáum á óvart, sem til þekktu. Núver- andi forystumenn telja sig miðju mennog ætla sér það hlutverk, að stjórna til skiptis með hægri eða vinstri öflum, eftir þvi sem vind- ar blása hverju sinni. Hins vegar er það staðreynd, að verulegur hluti flokksmanna og stuðnings- manna Framsóknarflokksins er vinstri sinnaður, og meðan flokk- urinn er i hægri stjórn, er hann i mikilli hættu að missa fylgi til vinstri. Framsóknarfólk litur yf- irleitt I besta falli á núverandi stjórn sem illa nauðsyn, vegna þess að ekki hafi verið þingmeiri- hluti til myndunar vinstri stjórn- ar. Það er pólitisk staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að innan Framsóknarflokksins er stærri hópur hugsanlegra bandamanna Alþýðubandalagsins en I nokkr- um öðrum flokki. Þjóðviijinn Ólafur G. Einarsson tekinn i karphúsið! Ólafur var ekki i neinum vafa um, að Hitaveitan væri betur sett ■ með þvi að eiga landið. Kaupa af landeigendum heldur en að fá virkjunarleyfi hjá rikisvaldinu ef frumvarpið næði fram að ganga. Hélt hánn þvi fram, að rikið setti á eitthvert óhemju vinnslugjald. 1 frumvarpinu er aftur á móti tekið fram, að ekki verði um vinnslu- gjald að ræða fyrir samtök sveit- arfélaga, sem hefja virkjun innan 15 ára frá gildistöku laganna. Fer Ólafur þarna með visvitandi rangt mál eins og við var að bú- ast. Það er ekki hægt að verja mál eins og Ólafur G. Einarsson gerði á Alþingi 6. nóv. og jafn- framt að halda sig við sannleik- ann. Að auki man ég ekki eftir þvi, að þingi og stjórn hafi orðið ráðavant, ef átt hefur að koma á nýjum skatti. Ólafur þarf ekki að reyna að telja neinum trú um, að ekki séu leiðir til að ná af Hita- veitunni til rikisins, þó hún eigi landið. Og svo að endingu, Ólafur, segðu af þér i stjórn Hitaveitu Suðurnesja. Suðurnesjatiðindi Þrigreining valdsins á undanhaldi? Á siðustu timum hefur orðið vart vaxandi tilhneigingar til þess að fela alþingismönnum framkvmdavöld. Um ástæöur þess er erfitt að fullyrða. E.t.v. eru þingmenn of margir og hafa þvi ekki nóg viðfangsefni við lagasetninguna eins og aðhald með öðrum stjórnvöldum og e.t.v. er hér einn hluti af samtrygging- arkerfi stjórnmálaflokka og ráð- herra. Þannig eru nú þingmenn við yf- irstjórn rikisbankanna, i stjórn Fram kvæmdastofnunar, i Kröflunefnd, i stjórn Rafmagns- veitna, Lagmetisiðju og fleiri dæmi mætti nefna. Til þing- mennsku veljast oftast hæfileika- menn og þeir hafa út af fyrir sig alla getu til þess að fara með for- sjá fyrirtækja og stofnana rikis- ins. Hins vegar hlýtur að teljast varhugavert eða a.m.k. umdeii- anlegt, að blanda þannig saman löggjafar- og framkvæmdavaldi. Aiþingi er valdamesta stofnun stjórnkerfisins. Hjá þvi þarf að vera heildaryfirsýn um ríkiskerf- ið og nauðsynlegt er, að alþingis- menn séu herrar kerfisins en ekki þjónar þess. Með þvi að flækja þingmenn i lausn einstakra vandamála innan kerfisins og gera þá að talsmönnum einstakra rikisstofnana i sifelldri baráttu um fjármuni og völd, þá er hætt við að þingmennirnir tapi þeirri heildarsýn, sem nauðsynlegt er að þeir varðveiti gagnvart um- fangi rikisrekstrarins i heild. Alþýðum aðurinn MUNIÐ aö senda HORNINU nokkrar línur. Utanáskrift: HORNIÐ, ritstjórn Alþýöublaðsins, Síðumúla ll, Reykjavik. Alþýðublaðiö Þriðjudagur 25. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.