Alþýðublaðið - 25.11.1975, Page 8

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Page 8
ekki? Nei, þú skilur mig ekki. Ég vil fá Ilonu. Hvers vegna er hún ekki komin? En Ilona var ekki aðkoma heldur Oluf Brock. Hann kom brosandi inn, en virtist skelfdur, þegar hann sá, hvernig hún var á sig komin. — Hættu að æsa þig svona upp, sagði hann æstur. — Hvað er nú að? — Ég þarf að tala við þig, sagði Jan Jordan. Sigrid hætti að gráta og horfði stóreygð á mennina tvo. — Trúðu honum ekki, Oluf. Hann segir þér lygasögur um mig. Hann er ekki lengur vinur okkar. Hún æsti sig upp og grét krampakennt. Oluf Brock herpti saman augun. — Hvað á þetta að þýða, Jan? sagðihann ógnandi. — Að viðþurfum aðræða samanum Sigrid. — Þú átt að vera hjá mér, Oluf, bað Sigrid. — Farðu ekki. Þaðer lygi. Hann ætlaraðsegja þér lygasögur. Jan Jordan fór út. — Þú hagar þér eins og smábarn, Sigrid, sagði Oluf. — Við verðum litin hornauga hérna. Hef ég ekki sagt þér hundrað sinnum að reyna að hafa hemil á þér? Þú verður dæmd geðveik, ef þú heldur svona áfram. Skilurðu, hvað það hefur i för með sér! Svo fór hann út til Jans án þess að lita á hana. Sigrid hafði ekki hugrekki til að hugsa um hjónabandið, hann og sjálfa sig. Það hafði ekkert verið nema lygar, sjálfsblekking, auðmýking, vonbrigði og óróleiki. Nei, hún hafði aldrei viðurkennt það. Ot á við hafði hún verið hin hamingjusama eiginkona. Ef hún hefði getað greint tilfinningar sinar núna, hefðu hún orðið að viður- kenna, aðhún var enn háð Oluf. Kannski háðari en nokkru sinni fyrr. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. — Geturðu ekki sagt mér, hvað er að? spurði Oluf Brock. — Konan þin er eiturlyfjaneytandi, svaraði Jan stuttur i spuna. — Þú ættir að vita það bezt sjálfur. Oluf Brock náfölnaði. Hann varð svo skelfdur að sjá, að Jan sannfærðist um sakleysi hans, þó að það virtist ótrú- legt. — Geturðu sannað það? spurði Oluf hás. Jan kinkaði kolli. —Einhver kemur með það til hennar, sagði hann. — Og þú hélzt, að það væri ég? — Ef þú ert saklaus er aðeins um einn annan að ræða. En ég á annrikt. Hittumst við i hádeginu? Oluf kinkaði vélrænt kolli. Hann stóð kyrr um stund og starði á eftir unga lækninum, sem var að fara inn á sjúkrastofu. Svo áttaði Oluf Brock sig og hraðaði sér á brott. Jan hafði annazt sjúklinga sina og á meðan tók hann ákvörðun. Hann fór til dr. Holls. — Hvað var það? spurði Holl, þegar Jan stóð eins og á báðum áttum fyrir framan hann. — Gæti ég fengið fri i eina klukkustund? spurði Jan á- kveðinn. — Ég þarf að annast visst mál. Dr. Holl horfði rannsakandi augnaráði á hann. — Þér hafið oft unnið lengur en yður ber, sagði hann vin- gjarnlega. — Það er litið að gera núna. Farið þér bara. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði Jan. Hefði hann ekki átt að tala við dr. Holl, áður en hann reyndi að átta sig á vandamálunum og ráða fram úr þeim einn? hugsaði hann meðan hann gekk að bilnum sinum. En hann áleit, að hann hefði i fullu tré við Oluf Brock. Hann vissi ekki, að Brock var farinn af spitalanum. Ilona var sofandi, þegar Oluf kom. Hún fór aldrei á fætur fyrir hádegi, nema hún hefði eitt- hvaðsérstaktað gera og henni hafði þótt gærdagurinn all- erfiður. — Hversvegna ryðstu svona inn? spurði hún reiðilega, þvi að hún var alltaf geðvond, þegar hún var vakin skyndi- lega. — Þú hefur svei mér komið okknr i klipu, sagði Brock. — Jordan hefur komizt að öllu. Og ég vil fá hreinskilnislegt svar. — Við hverju? spurði hún spennt. — Hvers vegna ertu svona æstur, Oluf minn? — Þú hefur gefið Sigrid fiknilyf. Ertu brjáluð? Jafnvel Jordan er ekki fæddur i gær. Hann er læknir. Hvað sagð- irðu mér? Að þetta væru taugatöflur, sem hefðu róandi á- hrif á hana. — Það er það lika, sagði hún kæruleysislega. — Hvers Ekki of sigurviss Suður spilar 3 grönd i dag og varnarspilarar höfðu varizt allra frétta. Spilin lágu þannig á höndum: . ♦ 9 6 V 10 6 4 ♦ A D 10 9 3 2 ♦ 7 5 4k ,G 8 5 2 * D 10 4 3 VD972 853 ♦ G 6 ♦ K 8 7 ^ D 8 4 ♦ K G 3 ♦ AK7 V A K G ♦ 5 4 *A 10 9 6 2 Vestur spilaði út spaðatvisti, sem Austur lagði drottningu á og drepin var með ás i Suðri. Suður spilaði nú út tigulfimmi, Vestur lét sexið og nian i blindi fékk slaginn. Auðvitað var gott að fá slag á niuna, en þar með var málið alls ekki leyst. Jafn- vel þótt tigulkóngur væri tvispil, hlaut Austur að reyna að slita samganginn milli handa sagn- hafa með þvi að gefa tigulslag- inn og liklega hefði kóngurinn verið þriðji upphaflega ályktaði sagnhafi. Lægi nú hjartadrottn- ing I Vestri vandaðistmálið enn. Eina von sagnhafa var þvi bundin við að laufin lægju 3 — 3 ,hjá varnarspilurum og spaðarn- ir 4 — 4. Sagnhafi spilaði þvi út smá- laufi, sem Austur tók á gosa, spilaði spaða, sem sagnhafi tók á kóng og spilaði láglaufi aftur. Vestur tók á drottningu og nú fengu varnarspiiarar sina tvo spaðaslagi og Austur var inni. Austur spilaði smáhjarta og sagnhafi tók á ás, spilaði laufa- ás út og laufin féllu. Þá var spil- ið i höfn. Tveir slagir á spaða, tveir á hjarta, tveir á tigul og þrír á lauf. En hvernig hefði far- ið, ef sagnhafi hefði reynt að svina tigli aftur? UR Oli SKARI liHIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAV0RÐUS1IG8 BANKASTRÆ Tl 6 18588-10600 Hann náði i Jan og greip um handlegg hans. — Henni er alltaf að versna, sagði hann andvarpandi. — Hvað vildirðu mér? Jan hristi hann af sér. Hann þoldi ekki, að Oluf snerti hann. Hann hafði þegar ákveðið að tala fyrst við dr. Holl og láta hann ákveða, hvað bæri að gera, en nú fannst honum það of mikið hugleysi. — Það er bezt, að enginn heyri til okkar, sagði hann i hálfum hljóðum. — Farðu nú upp til Sigrid. Við hittumst i hádegishléinu. AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN Alþýðublaðið Á að redda fjárhag íþrótta- félaga með vörusvikum? Svekktur Hallargestur skrifar. A sunnudaginn var auglýst að hið fræga handknattleikslið Gummersbach myndi leika auka- leik hér á landi við Hauka úr Hafnarfirði. Þar sem ég hafði ekki séð leik þessa liðs gegn Vik- ingi daginn áður, ákvað ég að skreppa i Laugardalshöllina til þess að sjá þennan fræga Hansi Schmidt sem hafði verið farið svo fögrum orðum um i dagblöðun- um. En hvað skeði? Forráða- menn Gummersbach hreinlega sviku áhorfendur sem leið sina lögðu inn i Laugardalshöll með þvi að láta þennan frægasta handknattleiksmann i heimi ekki leika. Eitt er vist að ef ég hefði vitað það fyrirfram að hann myndi eigi spila þá hefði ég aldrei farið i Höllina. Auk þess sem þessi rómaði Schmidt lék ekki þá virkuðu leikmenn Gummersbach kærulausir i leiknum og var auðsjáanlegt að þeir vildu að leiknum lyki sem fyrst, enda áhúginn hjá þeim i lágmarki. Þetta finnst mér vera algjör svik við áhorfendur og jafnvel verið að hafa út úr þvi peninga, með þviað tilkynna það ekki fyrirfram að hann myndi eigi leika. Glópar í umferð Stefán Guömundsson hringdi: — Hvernig getur Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra sagt, að of hraður akstur sé meginorsök slysa þegar hann veit eins og aðrir landsmenn að gangandi VEGFARENDUR haga sér eins og geðveikissjúklingar i umferðinni. Fólk virðir ekki einu sinni einföldustu kurteisisvenjur hvað þá umferðarlög. Það er kominn timi til og þó fyrr hefði verið að endurskoða alla framkvæmd dómsmála sem lúta að umferðinni. Sekt fyrir að ganga yfir götu á rauðu ljósi ætti að vera lágmark fimmþúsund krónur og þá færi fólk kannski að gá að sér. Að ætla sér það að gera . .... . , ., ökumenn eina ábyrga fyrir slys- Ul’ VlkingSleiknum: um er fáránlegt. þýzka. FRAMHALDSSAGAIM dE Viggó Sigurðsson brýzt fram hjá Deckarm hinum HORNID — sími 81866-eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Sl'ðumúla 11, Reykjavík Bridge Einkaréttur: Bastei Verlag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.