Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 9
Landsliðið gegn Luxemborg valið Landsliðsnefndin, sem saman stendur af Viðari Simonarsyni þjálfara landsliðsins, og Ágústi ögmunds- syni, hefur valið islenzka landsliðið sem ‘leika á við Luxem- borgarmenn næstkom- andi sunnudag, i und- ankeppni Olympiuleik- anna, og er það þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson Val, Guðjón Erlendsson Fram og Gunnar Einarsson Haukum. Seinna i vikunni verða siðan valdir tveir af þessum þremur sem leika á sunnudag. Aðrir leikmenn eru: Páll Björgvinsson, Viggó Sigurðsson og Björgvin Björgvinsson, allir úr Viking, Stefán Gunnarsson Val, Hörð- ur Sigmarsson og Ingi- mar Haraldsson, báðir úr Haukum, Einar Magnússon Hamburg S.V., ólafur Jónsson og Axel Axelsson G.W. Dankersen og Árni Indriðason Gróttu. Hvorki Pálmi Pálmason Fram eða Geir Hallsteinsson FH gáfu kost á sér fyrir þennan leik. Eitt lið í bezta heimi félags- í dag Þaö er ekki nokkur vafi á þvi að Gummersbach er eitt bezta fé- lagslið heims um þessar mundir. Það geta sjálfsagt flestir þeir sem sáu leik Vikings og Gummers- bach i Evrópukeppni meistara- liða i fyrrakvöld sagt til um. Liðið er þrautþjálfað og er skipað ein- staklingum sem eru nánast snill- ingar með knöttinn, en enginn er þö eins góður og Hansi Schmidt, sem var og er potturinn og pann- an i spili Gummersbach. Maður hafði það jafnvel á tilfinningunni að þeir gætu gert enn betur en þeir gerðu á laugardaginn, og var það þó nóg, þvi þeir sigruðu Vik- ingana, sem er eitt bezta liðið á tslandi i dag, með þriggja marka mun 19:16. Vikingarnir voru þó langt frá þvi að eiga slæman dag, nema þá kannski i upphafi leiks- ins, en þá gerðu þeir sig seka um margar klaufavillur. Það hefði kannski ekki skipt svo miklu máli, þvi V-Þjóðverjar hefðu þá kannski keyrt hraðann enn þá meir upp, en þeir gerðu i þessum leik, og íengið þá það forskot sem þeir voru yfirleitt með i leiknum. Vfkingarnir börðust þó af fullum krafti i leiknum og mega vel við una árangur sinn gegn þessu góða liði, þótt svo þeir hafi tapað. Páll Björgvinsson var t.d. einn af beztum mönnum leiksins og gaf hinum margumtalaða Hansi Schmidt litið eftir. Eftir að Vik- ingarnir náðu að skera á hlaup hornamanna Þjóðverjanna inn á miðjuna fór að ganga betur fyrir okkar menn, og hefði verið gam- an að sjá þennan leik ef Viking- arnir hefðu komið i veg fyrir það. Eins og fyrr segir þá virkuðu Vilíingarnir mjög taugaóstyrkir i byrjun, og glopruðu oft knettinum illa niður. Gummersbach gerði þvi 4 fyrstu mörkin, áður en Viggó gerði fyrsta mark Vikings. Henkels (nr. 3) tvö fyrstu, Feld- hoff (nr. 5) og Deckarm (nr. 11), en hann er einn af aðalmönnum v-þýzka landsliðsins um þessar mundir. Tvö af þessum mörkum komu eftir glæsilegar linusend- ingarfrá Hansi Schmidt, en hann vakti einmitt athygli á sér fyrir slikt að þessu sinni, en siðast þeg- ar hann var hér fyrir skothörku. Eftir þessa slöku byrjun náðu Vikingarnir sér loksins á strik, og var það þá einkum Páll Björg- vinsson sem sá um að koma knettinum i netið. Gummersbach hafði þóávallt forystuna og þegar norsku dómararnir flautuðu til leikhlés var staðan 12:8 Gumm- ersbach i vil. Siðari hálfleikinn unnu Viking- arnir aftur á móti með einu marki. Viggó og Páll gerðu tvö fyrstu mörk hans, en v-þýzki landsliðsmaðurinn Brand nr. 2 gerði siðan þrettánda mark Þjóð- verjanna. Þannig gekk leikurinn, en á timabili um miðjan siðari hálfleik náði Vikingur að jafna við geysilegan fögnuð hinna fjöl- mörgu áhorfenda. Þeir gerðu þá þrjú mörk i röð, Jón Sigurðsson, Erlendur Hermannsson og Þor- bergur Aðalsteinsson. En Gumm- ersbach náði betri endaspretti og sigraði eins og fyrr segir 19:16. Lið Gummersbach hefur á að Vonast til að við hreppum bikarinn enn einu sinni ... Alþýðublaðið hafði tal af Klaus Kater hinum snjalla markverði Gummersbach og v-þýzka landsliðsins eftir leik- inn og hafði hann þetta að segja: „Vilcingur er gott lið. Ekkert betra eða verra en ég átti von á. Liðið er mjög ungt og á framtið- ina fyrir sér. Þeir eru friskir og leika hraðan og skemmtilegan handknattleik. Éghef áður leik- ið á tslandi og veit að það er erf- itt að leika gegn islenzkum lið- um á heimavelli, þvi þeir eru hvattir gifurlega af islenzkum áhorfendum, sem eru með þeim beztu i heimi. Ég er að vonum ánægður með Urslitin og geri ráð fyrir að við vinnum seinni leikinn i Gummersbach með meiri mun heldur en við gerðum i dag. Beztir i liði Vikings fund- ust mér Páll Björgvinsson, Viggó Sigurðsson og Jón Sig- urðsson. Ég geri mér miklar vonir með að Gummersbach takist að vinna Evrópubikarinn enn einu sinni, einkum vegna þess að A-Evrópuliðin taka ekki þátt i keppninni að þessu sinni. Ástæðan fyrir þvi að félagslið Austurblokkarinnar taka ekki þátt i keppninni er sU að lands- lið þessara landa eru nU byrjuð skipa mjögsterkum leikmönnum, og er liðið geysilega sterkt og jafnt. Hansi Schmidt, Feldhoff (5), Brand og Deckarm eru þó þeirra beztir ásamt markverðin- um Klaus Kater, en hann varði oft á tiðum mjög vel. Hjá Viking var Páll Björgvinsson langbeztur og er óhætt að segja að Páll hafi aldrei verið eins góður og einmitt um þessar mundir. Hann tók t.d. öll vitaköst Vikings i þessum leik, 6, og skoraði Ur 5 þeirra. En það þykir mjög gott gegn Kater, sem Framhald á bls. 4. inrcttir Gummersbach vanmat Haukaliðið Þeir hafa eflaust haldið það for- ráðamenn Gummersbach-liðsins, að aukaleikurinn sem liðið lék gegn Haukum á sunnudag, yrði þeim auðveldur, og nánast forms- atriði á að ljúka honum. Þvi þeir mættu ekki með tvo af beztu mönnum liðsins sem léku gegn Vikingi daginn áður, liansi Schmidt og lcikmann nr. 5, Feld- hoff, en sá hafði einmitt verið markahæstur daginn áður. Það leit lika út fyrir það i upphafi leiksins að svo myndi fara sem forráðamennirnir höfðu haldið. Gummersbach byrjaði leikinn af miklum krafti og komst fljótlega 4 mörkum yfir, 5:1 og 6ý2, 9:5. En þá meiddist markvörður liðsins, Klaus Katér, það illa að hann varð að yfirgefa leikvanginn, auk þess sem Haukarnir höfðu jafnað sig eftir byrjunarörðugleikana eins og Vikingarnir daginn áður, og veittu hinu rómaða liði verð- uga keppni og fór svo að lokum að þeir sigruðu leikinn með eins marks mun, 23:22. Varamark- vörður Gummcrsbach, Schu- macher var i allt öðrum gæða- flokki heldur en Kater og er varla hægt að segja að hann hafi varið skot i leiknum, nema þá tvö vita- köst frá llerði Sigmarssyni og Framhald á bls. 4.. að æfa af fullum krafti fyrir Olympiuleikana i Montreal á næstaári. Þetta er ávallt þannig hjá þessum löndum, þegar um er að ræða Olympiu- eða heims- meistarakeppni. Landslið þess- ara landa eru þó i æfingabúðum i allt að hálft ár og geta þvi leik- menn meistaraliðanna sem eru i landsliðinu ekki leikið með fé- lagi si'nu, og þvi taka þeir ekki þátt i keppninni. Mér finnst bæði landslið Islands og félagsliðin ávallt mun betri hér á tslandi heldur en þegar þau leika á er- lendri grund. Þá er eins og fum sé á þeim og er þá greinilegt að þau vantar hvatningarhróp frá áhorfendum sinum. Um is- lenzku leikmennina i Þýzka- landi hef ég þetta að segja. Mér finnst Einar MagnUsson og Axel Axeissonhafa veriö betri þegar ég lék gegn þeim hér á tsiandi, heldur en það sem ég hef séð til þeirra i Þýzkalandi. Ólafur Jónsson er aftur á móti svipaður i Þýzkalandi og mér fannst hann hér. Um vitaköst Páls hef ég þetta að segja: Hann tók þau mjög vel, en ég lit samt svo á að ég hafi ekki haft heppnina með mér að þessu sinni, en vonast til að gera mun betur þegar liðin mætast i Gummersbach. Hansi og Viðar hæstánægðir Hans Schmidt: ,,Ég er ánægður ineð leikinn i alla staði og úrsiitin einnig. Vfk- ingur leikur hraðan og skemmtilegan handknattlcik. Leikurinn var ágætlega leikinn af báðum aðilum, en aftur á inóti fannst mcr hinir norsku dómarar cvðileggja hann nokkuð. Þcir voru dæmigerðir heimadómarar, dæmdu oft eft- ir köllum áhorfenda. Það sést bezt á þvi að Vikingur fékk 6 vitaköst en við ekkert. En kannski maður skilji dómara- greyin, það hlýtur að vera geysilega erfitt fyrir erlenda dómara að dæma hér i l.augar- dalshöllinni þegar islenzk lið leika þvi áhorfendurnir láta inikið i sér hcyra. Lið Vikings fannst mér nokkuð jafnt og eng- inn skera sig sérstaklcga út úr." Aðspurður hvort hann héldi að Guininersbach myndi komast i 2. umferð sagði Schmidt: ,,Ég vona það.” q Viðar Simonarson. landsliðs- þjálfari: ,,Ég er nokkuð ánægður með þeniian leik hjá Vikingunum. Þeir stóðu sig hara vel og léku oft á tiðum ágætis handknatt- leik. Spilið gekk oft vel upp hjá þeim og ég lield að þeir hafi náð miklu út úr leikmönnum sinuin. Þaðer ekki nokkur vafi á þvi að Hansi Sclunidt er einn bezti handknattleiksmaður i heimi. Mér finnst liaiin liafa hreytzt töluvert frá þvi ég sá liatin siðast. Ilann er nú mun rólegri og er meira fyrir liðið i heild heldur en hann var. Hann er aðalmaðurinn i spili Gummers- bacli og er oft furðulegt hve snöggur liann er að átta sig á staðsetningu og hreyfingu með- spilara sinna. Auk þess er liann geysilega flinkur með knöttinn. Ég lield að flestir þeir sem liafa séð til Gummersbach á laugar- daginn geti skilið livers vegna félagið getur státað af jafn góð- um árangri siðustu árin og raun ber vitni. Dóinararnir faiinst mér altur á móti slakir og leyfðu þeir Giimmersbach leik- mönnuniim ol' mikla liörku. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.