Alþýðublaðið - 25.11.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Side 12
f Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verö í lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 laugaröaga til kl. 12 [— Veóriö í dag er spáð suðvestan stinningskalda með slydduéljum. Hiti verður i kringum frostmark og ætti ekki að festa snjó heldur er von til þess að fölina sem gerði i gær taki upp. En það er sem sagt betra að hafa regnhlifina meðferðis i dag. Gátan f-i.U(r hELAO .7,1, ') v£*ZL utf Sm'f) F/5KUR yopN E/N VRFO /fiN V 1 V fRiÐfl b ÚUS' b'rl/ / - ll FRiÐ Söm 5 GPEIri !(! MPP.fi 3AK r^L/R bPOL bÍLÍ7 RD vrv Qitrrj WTfiRf) 7 3 r F/5/C uR m'fíLFR SK ST RBYR 1 E/rts í V 'KR/l>D m£HN /V*V/ r>P7)= SKfíF Finnur Torfi Stefánsson, lögfræöingur er fæddur á Akranesi 20. marz 1947, en fluttist þaðan fljótlega með foreldrum sinum til Reykja- vikur, þar sem hann ólst upp og átti heima þar til fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar. Foreldrar Finns Torfa eru Stefán Gunn- laugsson, deildarstjóri i við- skiptaráðuneytinu og kona hans Gróa Margrét Finnsdóttir. Eigin- kona Finns Torfa er Edda Þórar- insdóttir, leikkona og eiga þau tvö börn, Gróu Margréti sem er 9 ára og Fróða en hann er aðeins 5 mánaða. Um skólagönguna sagði Finn- ur: ,,Nú ef við byrjum á lands- prófinu, þá lauk ég þvi hérna i Vonarstrætinu. Að þvi búnu fór ég i Menntaskólann i Reykjavik og tók þar stúdentspróf 1967. Siðan fór ég i Háskólann, lagadeild, og lauk þaðan prófi haustið 1972.” Ekki lét Finnur Torfi þar við sitja heldur hélt hann, að lögfræðiprófi loknu, til Manchester i Englandi þar sem hann stundaði fram- haldsnám i stjórnmálafræði i eitt og hálft ár og lauk þaðan prófi um áramótin 73—74. Þá kom hann aftur til Islands og fór þá fyrst að vinna hjá vátryggingarfélaginu Hagtryggingu þar til hann setti upp sina eigin lögfræðiskrifstofu hér i Reykjavik um siðustu ára- mót' Auk þess sem hann veitir almenna lögfræðiþjónustu á skrifstofu sinni þá hefur hann einnig tekið að sér störf fyrir flestöll sjómannafélög landsins, Sjómannasamtökin, bæði Far- manna- og fiskimannasambandið og Sjómannasambandið. Tómstundastörf Finns Torfa eru einungis á sviði félagsmála. Strax i skóla var hann orðinn virkur i stúdentapólitikinni og var meðal annars i stjórn Stúdenta- félagsins og vann við eitt og ann- að þar. Þá hefur hann starfað mjög mikið i Alþýðuflokknum og var meðal annars i nefnd þeirri, sem vann að samningu nýrrar stefnuskrár fyrir flokkinn. Þá hefur hann tekið virkan þátt i bæjarmálum Hafnarfjarðar, MEGUM VIÐ KYNNA Nýtt eldhús tekið í notkun við Sjúkrahús Akraness Nýtt eldhús við Sjúkrahús Akraness var formlega tekið i notkun sl. þriðjudag. Var bæjar- stjórn og ýmsum öðrum gestum boðið til kvöldverðar i sjúkrahús- inu af þessu tilefni. Þetta nýja eldhús er búið hinum fullkomnustu tækjum og öll að- staða er þar eins góð og bezt verö- ur á kosið. Eldhúsið er á 1. hæð i norðurálmu nýju sjúkrahúsbygg- ingarinnar og i tengslum við það er matsalur fyrir starfsfólk sjúkrahússins og i kjallara er vörumóttaka og geymslur. Meginhluti tækjakosts er frá sænska fyrirtækinu Kopal. Ráð- gefandi við skipulagningu og tækjaval var Friðrik Gislason skólastjóri Hótel- og veitingaskól- ans, en Verkfræði- og teiknistofan s.f. annaðist teikningar innrétt- inga og ýmsir iðnaðarmenn á Akranesi unnu verkið. Þegar eldhúsið var tekið i notk- un, bauð Sigurður Olafsson, for- stöðumaður sjúkrahússins, gesti velkomna, Jóhannes Ingibjarts- son, formaður byggingarnefndar, gerði grein fyrir framkvæmdum og Daniel Agústinusson, forseti bæjarstjórnar, færði byggingar- nefnd og starfsmönnum þakkir og afhenti siðan stjórn sjúkrahússins hiö nýja eldhús til afnota. Enn- fremur töluðu við þetta tækifæri, Rikharður Jónsson, formaður stjórnar sjúkrahússins, og Bragi Nielsson læknir, og létu þeir i ljós ánægju með þennan mikilvæga á- fanga I uppbyggingu Sjúkrahúss Akraness. Hið nýja eldhús á að sjá fyrir þörfum sjúkrahússins er það verður að fullu komið i notkun, en á næsta ári er gert ráð fyrir, að lyflæknisdeild verði tilbúin og bætast þá 30 sjúkrarúm við þau 70 rúm, sem fyrir eru og þá verður starfslið sjúkrahússins orðið um 150 manns. Ennfremur er gert ráð fyrir, að dvalarheimili aldr- aðra, sem nú er i byggingu, fái þjónustu frá þessu eldhúsi, þegar heimilið verður tekið i notkun. Nýja eldhúsið er mikil framför frá þvi, sem verið hefur. Gamla eldhús sjúkrahússins var i upp- hafi ætlað fyrir aðeins 25 rúma sjúkrahús, en undanfarin ár hafa að jafnaði dvalið um 70 sjúklingar á sjúkrahúsinu. Matráðskona sjúkrahússins er nú frú Ásrún ólafsdóttir. ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ t—1 Hafa menn veitt þvi athygli, hve margt er likt með aðferðum og orða- vali stækra hægri manna annars vegar og kommúnista og annarra ofstækishópa til vinstri hins vegar? Báðir þessir öfgahópar tala sama tungumálið. Eini munur- inn er sá, að þar, sem annar hópurinn setur plús, setur hinn minus.i Einmitt þess vegna lætur fulltrúum þessara skoðanahópa svo einkar vel að ræðast við — þótt þær viðræður fari heldur i taugarnar á öðru fólki smbr. ummæli Halldórs Laxness I sjónvarpinu um þetta Þjóðvilja/- Moggaþras, sem tröllrið- ur landslýðnum sæmilegu fólki til sárra leiðinda. 1 Þjóðviljanum s.l. sunnudag birtist árásar- grein i þessum dúr á Mbl. undir yfirskyni ljóðs i óbundnu máli. Til þess að sýna hinn andlega skyld- leika gerði örvar það sér til gam ans að skrifa ljóðið að mestu óbreytt upp, nema hvað i stað þar sem stendur Morgunblaðið i texta setti övar Þjóðvilj- inn. Gerir örvar það svo að tillögu sinni, að rit- stjórar Þjóðviljans rammi inn texta sinn og hengi upp sér til sáluhjálpar og siðferðis- stuðnings og ritstjórar Mbl. geri slikt hið sama við texta örvars. En óljóð Þjóðviljans i Morgun- blaðsmynd hljóðar þá svona: „Þjóðviljinn er eitur! Rétt er að hafa eftirfar- andi meginatriði i huga: 1. i Þjóðviljanum er áhrifamikið eitur, sem heitir kommúnismi. Við lestur fer hann um sjón- taugarnar til heilans og berstþarút til allra heila- stöðva. Sá, sem les þjóðviljann að staðaldri, hefur eitrið stöðugt i hugsanakerfi sinu. 2. Þegar áróður þjóðviljans er meðtekinn myndast efni, sem valdið getur ofstæki. Stórhættu- leg fáfræði og magnað pólitiskt ofstæki er ellefu sinnum algengara meðal þjóðviljalesenda en þeirra, sem ekki lesa þjóðviljann. útbreiðsla þjóðviljans hefur eitthvað aukizt að undanförnu, einkum sunnudagsblaðs- ins, og pólitisk heimska og afstæki fer vaxandi að sama skapi. Þröngsýni, tillitsleysi og fyrirlitning á lýðræði, Sakharof og Sinjafský er lika algeng- ara meðal lesenda þjóðviljans, en annara. 3. Þjóðviljalestur leiðir smám saman til skiln- ingsskorts, ósanngirni, skertrar tilfinninga- næmni, lélegs smekks, lágkúru, dindilmennsku og skriðdýrsháttar. Miklu fleiri þjóðviljalesendur verða að bráð styrjaldar- dýrkun, kynþáttahatri (smbr. gyðingar) og fóðurlandssvikum en menn, sem ekki lesa þjóðviljann. 4. Þjóðviljalestur er hættulegastur börnum og unglingum. Ýmislegt þykir benda til þess, að börn og unglingar, sem lesa Þjóðviljann, þroskist seinna bæði andlega og siðferðilega. 5. Þjóðviljalestur er mik- ill sóðaskapur. Jafnvel pappirinn mengar, og lesturinn sjálfur spillir gjörvöllu þjóðlifinu og andlegri liðan bæði lesandanna sjálfra og annara.” Hér lýkur lestri. Hafi svo hver sitt. Hæfir skel kjafti. fimm á förnum vegi Hefur þú ferðazt til útlanda? Guðmundur Einarsson, frkv.stj. hjálparstofn. kirkjunnar: Já, ég er nýlega kominn ur ferð um Norðurlöndin, þar sem ég ferð- aðist I viku. Ferð þessa fór ég á vegum Hjálparstofnunarinnar, og var Danmörk siðasti við- komustaðurinn. Sigurjón Gislason, afgreiöslu- maður: Ég hef aldrei ferðazt til útlanda, en mig langar til Norðurlandanna. Hins vegar hef ég engan hug á að fara til sólarlanda. Anna Einarsdóttir, skrifstofu- stúlka: Ég hef aldrei farið út fyrir landsteinana, en i þeim löndum sem ég kem til með að fara til, langar mig til að kynn- ast landi og þjóð, en ekki fara til þessara sólarlanda. Kristinn A. Kristinsson, nemi: Ég hef ekki farið til útlanda enn sem komið er, og hef ég hvorki efni né hug á þvi eins og stend- ur. Þau lönd sem helzt koma til greina myndu vera U.S.A., og eitthvert sólarlandanna. Guðriður Árnadóttir, húsmóðir: Það eina sem ég hef ferðazt að ráði, er i kringum tsland, en til útlandá hef ég ekki komið. Mér likar það vel á Islandi—að ég hef ekki neinn sérstakan áhuga á utanlandsferðum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.