Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliós Sigurður E. Guðmundsson skrifar O Algert árangursleysi í 45 ára starfi Fyrir fáum dögum var bent á það i grein hér, að þegar litið væri yf ir 45 ára starf hins þríeina flokks íslenzkra kommúnista, einkanlega starfsemi Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalags- ins, kæmi glöggt í Ijós, að þótt hann hafi lengi viljað, einkum á siðari árum, að á sig væri litið sem lýðræðissinnaðan sósíalista- flokk — er kæmi þjóðfélagi hins lýðræðislega sósíalisma á lagg- irnar í áföngum, á grundvelli lýðræðis og þingræðis — væri hann enn nákvæmlega sömu gerðar og það, er einkennir starf venjulegs kommúnistaflokks. Bent var á, að kommúnistar haf a ekki fengið samþykkta á Alþingi neina þá breytingu á íslenzku þjóðfélagi, sem talizt getur um- talsverð — né heldur annars stað- ar í þjóðfélaginu. Starf þeirra um 45 ára skeið verður því ekki einkennt betur með öðrum orðum en: Algjört árangursleysi. t framhaldi af þessu gæti veriö rétt aB lita á Alþýöubandalagið á nokkuð annan veg en venjulega tiðkast. Þegar maður hugleiðir starf þess á siöustu árum sker sig m.a. tvennt úr. Þar er annars vegar um að ræða hina hávaðasömu mótmæla- baráttu, sem flokkurinn hefur rekiö, ekki sizt i Þjóðviljanum, og menntamenn flokksins hafa farið með forystu i. Þessi barátta hefur veríð rekin á grundvelli stórra mála, eins og t.d. varnar- og öryggismálanna, erlendrar stóriðju á ís- landi o.fl. af þvi tagi. Aö sjálfsögðu hefur hún hentað vel i pólitisku starfi i þéttbýli, enda hefur hún verið rekin af mestum krafti hér á suðvesturlandssvæðinu. Ekki er hægt að segja annað en hún hafi fært flokknum verulegt fylgi. Slik ofuráherzla hefur verið á hana lögð, að flokkurinn hef- ur ekkert hirt um að heyja neina baráttu fyrir framgangi mikilvægra félagslegra kjara- og hagsmunamála vinnandi fólks, enda væri það i anda sósialdemókratiskra stefnu og vinnubragöa — og ekki þeirra, sem enn eru uppistaðan i viðhorfum og starfi Alþýðubandalagsins, eins og áður hefur komið fram. Þetta hefur að sjálf- sögðu sýnilega leitt til þess, að verkalýðs- foringjar flokksins og verkalýðsfólk hans hafa lent ,,út i homi”, eins og stundum er sagt. Það fólk hefur hvorki megnað að hafa nein umtalsverð áhrif á stefnu flokksins um félagslega hagsmunabar- áttu, né fengið neinu framgengt i þá átt. Ætla má að þetta hafi, ásamt öðru, leitt til þess, að á seinni árum hefur skapazt sam- staða með verkalýðsforingjum Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins um að fylgja fram sósialdemókratiskri hugsun og stefnu i kjarabaráttunni, oftsinnis i ó- þökk menntamannaforingjanna i Alþýðu- bandalaginu. Staðfestingu þessa má m.a. sjá i kjarasamningunum 1964 og 1965 og i febrúar 1974. Ekki verður heldur betur séð, en henni verður áfram fylgt i þeim samningum, sem nú standa fyrir dyrum, a.m.k. virðist fullur vilji vera fyrir hendi i þá átt. Bæði er þessi þróun mála glögg og mjög eftirtektarverð. I þessum dálkum hefur áður verið minnt á það, hvernig stofnað var með svikum á sinum tima til Sameiningarflokks alþýðu-Sósialista- flokksins. Greint var frá þeim orðum Runólfs Björnssonar, ritstjóra kommún- istablaðsins Nýrrar Dagsbrúnar, á sl. sumri, að foringjar kommúnista hefðu heitið mönnum sinum þvi, að upp úr sam- einingunni stigi ekki annað en nýr og efld- ur kommúnistaflokkur. Þvi til viðbótar má nú greina frá ummælum Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrum annars aðalleiðtoga islenzkra kommúnista, i siðasta tölublaði Stéttabaráttunnar (II. tbl. 4. árg.). Blaða- maðurinn spyr: ,,Var það verkalýð og vinnandi alþýðu til hagsbóta að leggja niður flokkinn (þ.e. Kommúnistaflokk fslands) og stofna nýj- an i samvinnu við vinstri krata úr Alþýöu- flokknum? Var slikt ekki frávik frá bylt- ingarstefnu KFl?” Brynjólfur svarar m.a. á þessa leið: ,,Eg held að sagan hafi sýnt, að þar var stigið rétt skref og að það liafi ekki verið frávik frá byitingarstefnu flokksins. —Við töldum ekki stætt á þvi að neita að óreyndu hvort báðir armar gætu komið sér saman um stefnuskrá á marx- iskum grundvelli. Það reyndist unnt, þó að stefnuskráin hefði vissulega þurft að vera betri og skýrari i mörgum efnum. Við vissum að þetta var áhætta, en við töldum okkur nógu sterka til að afstýra þeirri hættu. Það tókst lika, og eftir aö Héðinn og nokkrir menn með honum fðru úr honum hófet mesta sigurganga hans.” (Lbr. minar). Þessi orð Brynjólfs Bjarnasonar eru enn ein staðfesting þess, að strax i upp- hafi Sameiningarflokks alþýðu — Sósial- istaflokksins, hafi kommúnistar setið á svikráðum við alþýðuflokksmennina, tai- ið sig ,,nógu sterka”til að bola þeim frá á- hrifum og koma fram vilja sinum. „Það tókst Ilka”, eins og Brynjólfur segir. Varla getur nokkur vafi leikið á þvi, að þarna áttu sér stað einhver mestu svik og óheilindi islenzkrar stjórnmálasögu, sem siðan átti sýnilega að endurtaka i sam- starfinu við Hannibal Valdimarsson og fé- laga hans, mörgum árum siðar. Einhver kann að segja, að þetta skipti ekki lengur máli og heyri sögunni til, en þó er það ekki svo að minu mati, enn i dag hafa þessi at- riði margvislegt gildi fyrir okkur alþýöu- flokksmenn. f ré tt abráðu rinn Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Ný sérverzlun með rafvörur Fyrir skömmu var opnaö nýtt fyrirtæki að Laugarnesvegi 52 i Reykjavik, sem ber heitiö Raf- vörur s.f. Þar er hægt að fá keypt hvers konar raflagnaefni og sjá Rafvörur um alla raflagnavinnu fyrir þá, sem þess óska. Stöðugt eru að koma fram ýmsar nýjung- ar i raflagnaefnum og mun fyrir- tækið kappkosta að fylgjast með allri þróun i þeim efnum og veita sem bezta þjónustu. A sama stað, sem er á horni Laugarnesvegar og Sundlauga- vegar rekur fyrirtækið verzlun, með raflagnaefni sem fyrr segir, en einnig býður það upp á ýmis smærri heimilistæki og viðgerðir á þéim. Þá má benda á, aö Raf- vörur selja jólatrésseriur, og starfsfólk gerur nákvæmar leiö- beiningar um meðferð þeirra. Eigendur Rafvara s.f. eru þeir Ari Jónsson, sem er verzlunar- stjóri og Bragi Friðfinnsson, er sér um raflagnir, Báðir eru þeir rafvirkjar með langa reynslu að baki. Fyrirtækiö er staðsett á góðum stað i borginni og býður það viðskiptavini velkomna, en verzlunin er opin á venjulegum verzlunartima. Endurskinsmerk- in seljast vel Frá þvi 1. október hefur Um- feröarráð dreift til sölu 54 þúsund endurskinsmerkjum, sem er svipaöur fjöldi og ráðið dreifði allt árið i fyrra. Takmark Um- ferðarráös að þessu sinni var að selja 60 þúsund merki og nálgast nú óðum sá timi að þessu mark- miði hafi veriðnáð. Það jafngildir þvi að tæplega f jórði hver Islend- ingur hafi keypt endurskins- merki. Þessa miklu sölu má e.t.v. þakka auknum skilningi almenn- ings á þessu þýðingarmikla ör- yggismáli i umferðinni, en þrátt fyrir það vantar mikið upp á að fulloröið fólk noti endurskins- merkin. I haust hafa 17 fyrirtæki, stofn- anir og sveitarfélög keypt merki fyrir viöskiptavini slna og starfs- fólk. Má þar t.d. nefna Starfs- mannafélag rikisstofnana, sem keypti slík merki fyrir alla sína félagsmenn. Umferðarráð vill itreka þá staðreynd, að endurskinsmerki er ekki siður nauðsynlegt fullorðnu fólki en börnum og unglingum, þvl fullorðnir eru mun meira i umferðinni I skammdeginu. Nokkuð hefur borið á þvi að fólk beri endurskinsmerkin ekki rétt. Margir hengja þau aðeins aftan á bak yfirhafna sinna og er slikt ekki nægilegt. Endurskinsmerki þurfa að vera neðarlega á flikum og þá bæði að aftan og framan, eða hægra megin niður með hlið- inni. Gott ráð fyrir fullorðna er að næla i vasana á kápum og frökk- um. Þá er auðvelt að stinga merkjunum i vasana, þegar þeirra er ekki þörf, en láta þau siðan hanga niður meö siðunum, þegar verið er á ferð i myrkri og slæmu skyggni. Endurskinsmerkin fást i mjólk- urbúðum á sölusvæði Mjólkur- samsölunnar og i kaupfélögum um land allt. Miklar annir hjá Flugfélaginu Miklar annir eru I innanlands- flugi nú fyrir jólin og er það Flug- félag Islands, sem ber þar að sjálfsögðu þyngstu byrðina. Auk hinna reglubundnu áætl- unarferða, fer Flugfélagið 6—8 aukaferöir á dag nú fyrir jólin, til hinna ýmsu staða á landinu, en alls er flogið til 13 staða. Aætlaö er að milli 5 og 6 þúsund farþegar fljúgi meö Flugfélaginu á þessum tima, þar eð fullbókaö er i allar ferðir félagsins. Auk farþega- flugs, munu einnig verða sér- stakar feröir með flugfrakt. t tengslum við Flugfélagiö, er flug með Flugfélagi Norðurlands til ýmissa staða á Norður- og Norðausturlandi, en auk þess eru viðast hvar áætlunarferðir með bilum, sem aka þá i samræmi við áætlun flugfélaganna. Á þessum árstima reynist oft erfitt að halda fyrirfram ákveðna áætlun vegna óútreiknanlegrar veöráttu, en Flugfélagiö mun reyna að fljúga þeim mun oftar þegar fært er, ef til skyldi koma, til að enginn missi nú af jólasteik- inni. Norskir sjómenn með íslendingum Nýlega var haldinn i Þránd- heimi i Noregi, sameiginlegur fundur sjómanna og útgerðar- manna á svæðinu frá Norð- ur-Mæri til Finnmerkur. Tillaga um samúðaryfirlýsingu til tslendinga og islenzkra sjó- manna, var borin upp á fundinum og var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt einróma: Sjómenn i Norður-Noregi gera sér e.t.v. betur en nokkrir aðrir, grein fyrir mikilvægi útfærslu landhelginnar og verndunar fiski- stofnanna fyrir islenzka sjómenn. Stjórn sjómannasambandsins á svæðinu Norður-Mæri—Finn- mörk,sem kom saman til fundar i Þrándheimi 19. nóvember 1975, vill fýrir hönd norður-norskra sjómanna, lýsa yfir fullum skiln- ingi og samúð með baráttu is- lenzkra sjómanna fyrir verndun fiskiauðlinda hafsins og útfærslu fiskveiðilögsögunnar við tsland. Fundurinn er sannfærður um að tslendingar munu tryggja verndun fiskistofnanna innan hinnar nýju lögsögu, bæði gagn- vart islenzkum og erlendum fisk- veiðimönnum, til að mikilvæg- ustu fiskistofnarnir i hafinu um- hverfis tsland nái, svo fljótt sem mögulegt er, eðlilegu hámarki. Norskir sjómenn eru i sömu að- stöðu og þeir islenzku, og vænta þess þvi’, að Noregur hljóti nauð- synlegan skilning á mikilvægi út- færslu norsku fiskveiðilögsögunn- ar til verndar fiskistofnunum, þvi þetta er grundvallarlifsskilyrði fyrir þá, sem búa meðfram ströndum landsins. Byggingarnefnd Listasafns Menntamálaráðherra hefur skipað byggingarnefnd Lista- safns tslands. t nefndinni eiga sæti: Guðmundur Þórarinsson, verkfræðingur, sem jafnframt hefur verið skipaöur formaður nefndarinnar, dr. Selma Jóns- dóttir, forstöðumaöur, Runólfur Þórarinsson, stjórnarráösfulltrúi og myndlistarmennirnir Jóhann- es Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson. Umferðarfræðsla í skólum felld inn í samfélagsfræði 1 Alþýðublaðinu 11. desember siðastliðinn, birtist frétt þess efnis, að umferðarfræðsla hafi verið felld úr námsskrá barna- skólastigsins. t fréttinni er rætt við Magnús L. Sveinsson borgar- fulltrúa, sem lagði fram tillögu á borgarráðsfundi, að umferðar- fræðsla verði þegar færð inn i námsskrá, og var þessi tillaga samþykkt einróma. Nú hefur Alþýðublaðinu borist bréf frá menntamálaráðuneyt- inu, sem hefur.ekki fellt sig alls kostar við frétt þessa. Þar segir að samkvæmt gildandi námsskrá frá árinu 1960, sé umferðar- fræðsla meðal þeirra námsþátta, sem taldir eru upp i kaflanum um átthagafræði, og hefur þeim á- kvæðum i engu verið breytt. Sem sagt umferðarfræðsla hefur ekki verið felld úr námsskrá. t bréfinu segir ennfremur að þessi átt- hagafræðikennsla sé i höndum al- mennra kennara, og er ráðuneyt- inu ekki kunnugt um annað en að þeir hafi sinnt þessum þætti námsins af samvizkusemi. Leiðrétting menntamálaráðu- neytisins er svohljóðandi: Vegna fréttar f blaði yðar i gær þess efnis að menntamála- ráöuneytið framfylgdi ekki sett- um lögum og hefði fellt umferðar- fræsðlu úr námsskránni vill ráðu- neytið taka fram eftirfarandi: Um umferðarfræðslu gilda á- kvæði námsskrár frá 1960. Þar er umferarfræðsla meðal þcirra námsþátta, sem taldir eru upp i kaflanum um átthagafræði og hefur þessum ákvæðum i engu verið breytt. Þá er i fréttinni vitn- að til auglýsingar menntamála- ráðuneytisins frá þvi 25. april sl. um skiptingu kennslustunda milli námsgreina i 1.-9. bekk en átt- hagafræði er einmitt ein þeirra greina, sem þar eru taldar. Það er þvl alrangt aö uniferð- arfræðsla hafi verið felld úr námsskránni. ^ Þessi fræðsla hefur verið i höndurr. almennra kennara, sem oft hafa fcngið stuðning frá ut- anaðkomandi aðilum, og er ráðu- neytinu ekki kunnugt um annað en aðkennarar hafi sinnt þessum þætti námsins af samvizkusemi. Sl. haust var Guðmundur Þor- steinsson, kennari, ráðinn i fullt starf til þess að útbúa kennslu- gögn til notkunar við umferðar- fræðslu og leiðbeina kennurum með kennsluna og hefur hann nu þegar unnið mikið starf i þessu efni. Að lokum vill ráðuneytið benda á að fyrirhugað er að gefa út aðal- námsskrá grunnskóla áður en langt um liður og að sjálfsögðu verða unrferðarfræðslunni gerð skil þar i samræmi við ákvæði reglugerðar um umferðarfræðslu i skólum. 1 framhaldi af þessari leiðrétt- ingu ráðunevtisins hugðist Al- þýðublaðið hafa samband vð Magnús L. Sveinsson. og spyrja hann út i tillögu þá. sem hann flutti. Náðist ekki i hann. Siðan grennslaðist blaðið unr það. hvernig umferðarfræðslu i skól- um verðháttaði framtiðinni. Hjá skólarannsóknardeild rnennta- málaráðuneytisins fengum við þær upplýsingar. að samkvæmt þeirri námsskrá. sem nú er f samningu. þá verður umferðar- fræðsla felld inn i nýlegt kennslu- fyrirkomulag. sem kallast samfé- lagsfræði. Eru þá námsgreinar eins og átthagafræði. saga. fé- lagsfræði og landafræði fle'ttaðar saman i eina kennslugrein. senr kallast samfélagsfræði. Þessi grein er bvggð upp frábrugðið þvi. sem tiðkast hefur i hinum greinunum áður. 1 samfélags- fræðinni er allt kennt um mann- inn. þ.e.a.s. umhverfi hans og at- ferli, og reynt að laða fram á- kveðin hugsanaferil barnsins. Umferðarfræðsla sem slik er ekki til eftir þvi sem okkur var t jáð. en hún mun verða felld inn i samfé- lagsfræðina i framtiðinni. Alþýðublaðið o Fimmtudagur 18. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.