Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 9
ÚTIFUNDURINN A LAUGARDAGINN Ungpólitísku félögin krefjast róttækra aðgerða Flestöll ungpólitisku félögin i Reykjavik hafa i sameiningu samið kröfugerð varðandi land- helgisdeiluna og afhent for- sætisráðherra. Afhendingin fór fram i stjórnarráðinu á mánu- dag og kvaðst Geir Hallgrims- son myndi koma kröfugerðinni áleiðis til Alþingis og rikis- stjórnarinnar. Helztu kröfur samtakanna sem að kröfugerðinni standa eru þessar: Gegn rányrkju á islandsmiðum. Þess er krafizt að islenzk stjórnvöld fylgi út- færslunni eftir með frekari að- gerðum svo sem friðun ókynþroska fisks, heildarstjórn- un á veiðum einstakra stofna við landið og hertu eftirliti með þvi að settar reglur verði haldnar. Tafarlaus stjórnmálaslit við Stóra-Bretland. Að sýnt sé að mótmæli sem fram hafa verið borin gegn framferði Breta á miðunum hafi engan árangur borið og einnig það að yfir- gangur og litilsvirðing þeirra gagnvart lögmætum aðgerðum tslendinga fari vaxandi, þá er þess krafizt að slitið verði stjórnmálasambandi við Breta og sendiherra tslands i Lundún- um kallaður heim. Kndurskoðun á aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu. Lögð hafi verið áherzla á það af nú- verandi stjórnarflokkum að NATO sé varnarbandalag, en það hafi nú greinilega brugðizt þvi hlutverki sinu við vörn á lög- sögu Islands, þegar önnur bandalagsþjóð sýnir af sér of- beldi innan 4 milna lögsögunn- ar. Þá er einnig hvatt til þess að greitt verði fyrir beinum frétta- flutningi af miðunum. Fulltrúanefnd samtakanna um landhelgismálið mun leita eftir stuðningi annarra alþýðu- samtaka, verkalýðsfélaga og nemendafélaga við kröfugerð þessa, fram til laugard. 20. þ.m. Stuðningsyfirlýsingum geta félagssamtök komið til fulltrúanefndarinnar i pósthólf 1026 i Reykjavik fyrir þann tima. Þá er fyrirhugaður útifundur næstkomandi laugardag kl. 14.00 til stuðnings ofangreindri kröfugerð og lögð áherzla á tafarlaus viðbrögð rikis- stjórnarinnar gagnvart henni. Undir kröfugerðina rita full- trúar unghreyfinga i Rvik: FUJ (ungir jafnaðarmenn) FUF (ungir framsóknarmenn) EIK (kommúnistasamtök) KSLM (kommúnistasamtök Marxista- Leninista) Æskulýðsnefnd Alþ.b. og Æskulýðsnefnd Samtaka frjálsl. og vinstri manna. MUNID að scnda HORNINU nokkrar Ifnur. U ta náskrift: IIORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Rcykjavik. VINNUKLÆÐNAÐUR SJUKRA- HÚSSTÉTTA SAMRÆMDUR Bókin Stjörnur Vorsins eftir Tómas Guðmundsson, er komin I bókaverzlanir. Eins og blaðið hef- ur skýrt frá, þá er bók þessi gcfin út i tilefni 75 ára afmælis höfund- ar, 6. janúar 1976. A myndinni sést skáldið blaða i einni bókinni, bókin er prentuðog bundin i 1495 tölusettum eintökum. Jólatré í Firðinum Hjálparsveit skáta i Hafnar- firði hefur nú opnað jólatréssölu i fjórða sinn i röð. Salan er að þessu sinni til húsa i nýju húsnæði blómabúðarinnar Daggar að Reykjavikurvegi 60, en eigandi verzlunarinnar lánar Hjálpar- sveitinni húsnæðið endurgjalds- laust. Kom það sér vel þvi fyrra hús- næði jólatréssölunnar hefur verið rifið og horfði til vandræða með húsnæði til þessarar fjáröflunar- starfsemi skátanna. Seldar eru allar stærðir af is- lenzku og dönsku rauðgreni og að auki nokkur blágrenitré. Einnig eru til sölu jólatrésfætur, jóla- póstpokar og jólaskraut. Allur á- góði af sölunni rennur til kaupa á tækjum og útbúnaði fyrir Hjálpar- sveitina, og til að fullgera hinar nýju sjúkra- og björgunarbif- reiðir. Jólatréssalan er opin frá kl. 15—22 dag hvern og frá kl. 10—22 laugardaga og sunnudaga. Athygli skal vakin á þvi að tré eru tekin til geymslu og send heim eftir óskum kaupenda. Fyrir um það bil tveimur árum var ákveðið að hefjast handa um samræmingu vinnuklæðnaðar starfsfólks á sjúkrahúsum. Eins og kunnugt er, er sjúkra- stofnunum skylt að leggja starfs- fólki i sumum starfsgreinum til starfsklæðnað, þar sem sérstaks vinnuklæðnaðar er krafizt, en greiða fatapeninga ef fólkið legg- ur sér sjálft til fatnað. Blaðið hafði samband við Georg Lúðviksson, framkv.stj. Rikisspitalanna og spurðist fyrir um þetta. Hann svaraði: „Unnið hefur verið að þessari samræm- ingu frá þvi að hún var ákveðin. Mikið er til af klæðnaði sem enn má nota um hrið. Stefnt er að þvi að einfalda klæðnaðinn til þess að lækka kostnaðinn eins og unnt er. Við höfum ekki yfir þvi fjármagni að ráða sem þarf til að fram- kvæma breytinguna i einu vet- fangi, og þvi hefur verið brugðið á það ráð að nota til breytinganna lengri tima, þannig að ekki er hægtaðfullyrða neittum, hvenær hún verður að fullu um garð gengin. Hingað til hefur verið litaað- greining milli starfshópa, en nú er unnið að þvi að hún hverfi úr sögunni, enda hafi litirnir valdið nokkrum vandræðum, t.d. i sam- bandi við endurný jun á búningum vegna þess að örðugt hefur reynzt að ná i samskonar efni aftur hafi það einu sinni verið keypt. Þá gæti veriðum að ræða erfiðleika i sambandi við þvott og þess hátt- ar. Til skamms tima var vinnu- klæðnaðurinn saumaður á eigin saumastofum Rikisspitalanna en þegar samræmingin hófst þá var leitað tilboða i ákveðið magn sloppa og var tekið lægsta tilboði. Sú reynsla sem við höfum haft af þessum viðskiptum er misjöfn, og varpað hefur verið fram þeirri spurningu hvort ekki reynist hagkvæmara þegar til lengri tima er litið, að láta eigin sauma- stofur annast þessi verkefni.” Þá var varpað fram þeirri spumingu hvort leitað hafi verið álits sjúklinga um samræmingu litar á klæðnaði starfsfóiks, því þótt hefur bera á óánægju sjúklinga og aðstandenda vegna þess að ekki er hægt að þekkja sundur starfshópana vegna þessa. Sem dæmi má nefna að á Kleppsspitalanum er starfsfólk klætt eigin fatnaði og er i engu frábrugðið vistfólki. Þessu svar- aði Georg til að líklega yrði ekki haft samráð við sjúklinga, frekar yrði leitað álits starfshópanna sjálfra. Hins vegar væri leitað álits hjá fleiri aðilum áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. AFRAM VEGINN SAGAN UM STEFÁN ISLANDI Indriói G. Þorsteinsson skráöi Allir íslendingar vita hver Stefán Islandi óperu- söngvari er. En fáir kunna ævintýrið um hinn um- komulausa, skagfirzka pilt, sem ruddi sér leið til frægðar og frama úti í hinum stóra heimi með hina silfurtæru rödd, sem hann fékk í vöggugjöf, að veganesti. Hér rekur Indriði G. Þorsteinsson þessa undraverðu sögu mannsins, sem varð einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Hér kemur fjöldi manns við sögu, stíll Indriða er leikandi léttur og frásögn Stefáns fjörug og skemmtileg. Fjöldi mynda prýðir bókina FINNUR SIGMUNDSSON SKÁLDIÐ SEM SKRIFAÐI MANNAMUN Sendibréf frá Jóni Mýrdal ÞORSTEINN STEFÁNSSON FRAMTÍÐIN GULLNA GUÐJÓN SVEINSSON HÚMAR AÐ KVÖLDI GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR ÞAÐ ER BARA SVONA KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK SÓLIN OG ÉG JENNA JENSDÓTTIR ENGISPRETTURNAR HAFA ENGAN KONUNG DOUGAL ROBERTSON HRAKNFNGAR Á SÖLTUM SJÓ FRANK G. SLAUGHTER HVÍTKLÆDDAR KONUR ARTHUR HAILEY BÍLABORGIN ÁRMANN KR. EINARSSON LEITARFLUGIÐ ÁRMANN KR. EINARSSON AFASTRÁKUR HREIÐAR STEFÁNSSON BLÓMIN BLÍÐ INGEBRIGT DAVIK ÆVINTÝRI í MARARÞARABORG .1 ökulsárjjijúfur Islenzkur undraheimur Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi 34 LITMYNDASÍÐUR 40 SVART-HVÍTAR MYNDIR Margir eru þeir ferðalangar, sem lagt hafa leið sina um Jökulsár- gljúfur og hrifizt af undrafegurð og hrikaleik náttúrunnar þar. Þeir hafa þá að likindum séð Hljóðakletta, komið i Hólmatungur og Forvöðin og skoðað Grettisbæli í Vigabjargi. En hve margir hafa komið í Tröllahelli, Hallhöfðaskóg eða Lambahvamm? Hér er að finna glögga leiðarlýsingu meðfram öllum gljúfrunum og visað á ótal undurfagra staði sem hinn almenni ferðamaður hefur aldrei augum litið hingað til. En nú kemur tækifærið upp i hendurnar. Bókaforlag Odds Björnssonar Fimmtudagur 18. desember 1975. Alþýðublaðið K

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.