Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Allt i kekkjum Smá saman eru augu landsmanna aö opnast fyrir þvi, aö grunnskólahug- myndin, sem þrúgaö var fram i laga- setningu, muni ekki bera fögur blóm né sæta ávexti. Er þaö aö vonum. Eitt hiö fyrsta, sem landsmenn reka sig á, aö er i algerri óvissu, er hvenær einstakir þættir þeirra taki gildi. Sem kunnugt er varákveöinn tiu ára frestur unz löggjöf- in skyldi vera aö fullu komin i fram- kvæmd. Stjórnvöld hafa enn ekki svo vitaö sé gert neina heildaráætlun um, hvernig þetta skuli bera að. Þetta er auövitaö meö öllu fráleitt. Löggjöfin snertir svo marga þætti, sem vel mætti greina sundur, og hljóta aö greinast sundur, aö þaö gengur á sniö við alla skynsemi aö reyna ekki aö hafa fulla handastjórn hér á. Fræösludeild menntamálardöuneytis- ins, sem eölilega ætti aö fá aö hafa hér frumkvæöi, er i algerri rúst. Innan veggja þeirrar deildar er auövitað að f inna þá möguleika til skipulagningar og yfirsýnar á fræðslumálunum, sem liklegast var að gæti lagt grunninn að skynsamlegri framkvæmd fræöslunnar. Veikindi deildarstjóra hafa, að visu, komiö hér i baksegl, en það er auövitað algerlega fráleitt, aö láta deildina gjalda þess með þvi aö skapa henni þá ekki vinnukraft i þessum forföllum. Varla er unnt aö hugsa sér meiri óvirö- ingu f starfi lykilmanns i kerfinu heldur en að láta sæti hans standa autt mánuö- um saman ef hann forfallast. Enginn fulltrúi starfar heldur i deildinni aö hin- um almennu fræöslumálum. Allt er þetta á sömu bók lært. Fræöslustjóraembættin, sem ætlaö var aö mynduöu nokkurn kjarna i um- dæmunum eru í buröarliðnum. En þar er svo sem ekki um aö ræöa neinn skör- ungsskap I framkvæmdunum frá hendi rikisvaldsins. Minna má d, aö ennþá hafa þessi embætti ekki einu sinni verið auglýsti tveim umdæmum, Reykjanesi og á Vestfjöröum! Þetta er stórfuröu- legt. Hvað sem Reykjanesumdæmi liöur, en þar hafa þessi störf verið rækt um’sinn á vegum heimamanna, er ekki um slikt aö ræöa á Vestfjöröum. Hvers eiga Vestfiröir aö gjalda i þessu efni? Máske hefur ekki fundizt neinn „réttlát- Á eina bók lært ur”, sem liklegur væri til að taka viö stööu fræöslustjóra þar. Hvaö á svo aö segja um ástandiö i Suöurlandsumdæmi? Embættið var fengið i hendur starfandi skólastjóra. Um þaö er ekki nema gott aö segja, ef máliö væri eðlilega rekiö. Uögin taka þaö alveg ótvirætt fram, að fræðslu- stjóri eigi ekki aö hafa annað embætti á hendi en fræöslustjórastarfið. Má lika geta sér þess til, að hann hafi fullar hendur þar viö, einkum I upphafi. En i þessu tilfelli stendur allt i stafni. Fræðslustjóri Suöurlands mun hafa sótt um leyfi frá skólastjórastörfum, til aö geta sinnt hinu nýja embætti. Sú ráö- stöfun hans er alls ekki óeðlileg. Fyrst um sinn er ekki ætlaö aö skipa I stöðurn- ar en aöeinsum setningu að ræöa. Hvort tveggja getur sannarlega verið, að manninum geöfélli ekki starfiö, þegar Eftir Odd A. Sigurjónsson til kæmi, og svo hitt, aö stjórnvöld kysu aö skipta, að fenginni reynslu. Aögeröir stjórnvalda I þessu máli hafa vist veriö þær einar aö rifa umsókn hans um leyfi niður i ruslafötuna I stjórnarráðsdeildinni, og viö það situr! Ekki var fariö i launkofa meö, aö framkvæmd laganna kostaði aukin fjár- útlát. En það, sem helzt hefur frétzt af þeim hlutum, er aö skera eigi niður fjár- framlög til skólanna! Segja má að þar sé ekki um stórfé aö ræöa — 50 milljónir — en þaö skýtur núsamt anzi skökku viö nauðsynlega aukningu fjár. Skólarnir, sem viö þetta ófremdar- ástand allt eiga aö búa og til þess er ætl- azt af þeim, að þeir skili slnu verki, vita ekki fremur en aörir, hvaö eiginlega á aö taka gildi og hvaö ekki af laga- ómyndinni. Þetta ástand likist engu fremur en þegar skrattinn fór að skapa mann og fékk úr þvi skinnlausan kött. Vel má vera aö reyndir skólamenn, sem sjá niöur meö nefinu á sér, geti ein- hverju bjargaö. Þeir sjá auövitað hvaö skerðing rekstrarfjár leiðir af sér og neyöast þá til aö taka málin i sinar hendur, fremur en þeir eflaust æskja. Um annaö er naumast að ræöa. Æösta yfirstjórn fræöslumálanna stendur svo meö þvöru i höndum og hrærir og hrærir i þessum grasagraut skilnings- og skipulagslltið. f€lk Ekki gos fyrir Tatum Hin 12 ára gamla Tatum O’Neal, sem hlaut óskars- verölaunin fyrir leik sinn i „Paper Moon”, sem sýnd var hér i fyrravetur nýtur margs konar heiöurs sem gæti vakiö öfund margra annarra leikara. Og hún reynir af fremsta megni aö lifa sem mest i heimi hinna fuilorönu t.d. I gleðskapnum i Hollywood, þar sem hún lætur sig sjaldnast vanta og sést þá jafnan meö gias 1 hönd, — sem inniheldur sko ekki bara appelsin. Auk þess klæðist hún ekkert likt jafn- öidrum sinum, þvi hún fær jafnan sérsaumaöar (stund- um jafnvel gegnsæjar) flikur svipaðar þeim sem aörar heföarfrúr kvikmynda- heimsins klæöast. Var presturinn fjarlægður af djöfladýrkendum? 10 þús. dollurum (ca. 1 1/2 milljón) er heitiö hverjum þeim sem getur gefiö upplýs- ingar um prédikara nokk- urn, sem hvarf eftir aö hafa fengiö ógnunarbréf um aö Satan kreföist þess aö hon- um yrði fórnað. Séra Donald la Rose.sem er forstööumaður hinnar fyrstu Bapistakirkju i bæn- um Binghampton, rétt fyrir utan New York, mætti ekki á kóræfingu i kirkju sinni, dag einn, og undruöust þaö margir. Stuttu siöar tilkynnti kona hans hvarfið til lögregl- unnar, sem innan skamms fann bifreiö hans mannlausa á þjóöveginum, og engin spor eftir hinn 34 ára gamla prest. Fjölskylda séra la Rose og fjöldi meölima i söfnuöi hans álita, að hvarf hans sé i sam- bandi viö ógnunarbréf og simtöl sem honum og tveim- ur öörum starfsbræðrum hans, hafa borizt upp á siðkastiö. Þessar ógnanir höföu mönnunum borizt eftir að þeir höföu hafiö fyrir- lestra i kirkjunni um efnið: Völd Satans i heiminum i dag. Lögreglan upplýsti aö i bréfunum hefði séra la Rose veriö hótaö aö „hann yröi gleyptur af Satan.” Margur er knár.... Hin 6 ára gamla CamiIIe Joubert, var nær óhuggandi eftir að ekið hafði verið á hvolpinn hennar rétt framan viö húsdyrnar heima hjá henni i bænum Brest, Frakklandi. En tveimur dög- um siöar, hafði hún fengiö skólafélaga sina i bandalag með sér, og eina nóttina þegar flestir sváfu vært á heimilum þeirra, tóku þau sig til og reistu vegartálma þar sem atburðurinn haföi gerzt. Lögreglan var fljótt tilkvödd og fjarlægöi hún stórvirki þeirra, en yfirvöld- in veittu málinu athygli og lækkuðu hámarkshraöann á veginum. Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Reykjavik: Fossvog Skúlatún Borgartún Hátún Tjarnarstíg Tjarnarból Ásvallagata Hofsvallagata Hringbraut Melahverfi Raaai róleai Alþýðublaðið Bíóin STJORNUBfÓ Simi ik»:i(í GHRRLBS BRDnSOn i en MICHAf l WINNIBIIIM sione HILLBR iSLENZKUR TEXTI. Æsispennandi og viöburöarlk ný amerlsk sakamálamynd I litum. Leikstjóri: Michael Vinner. Aöalhlutverk: Charles Bron- son, Martin Halsam. Mynd þessi hefur allsstaöar slegiö öll aösóknarmet. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Hækkaö verö. AUGARASBÍÚ sim~ Frumsýning I Evrópu. Jólamynd 1975. ókindin JAWS ;PG MAT IIIOO INIINSIIOR YOUNGiR (HIIDRIN Mynd þessi hefur slegiö öll aö- sóknarmet 1 Bandarlkjunum til þessa. Myndin er eftir sam- nefndri sögu eftir Peter Benchley, sem komin er út á islenzku. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aöalhlutverk: Roy Scheider, Robert Shaw, Richard Drey- fuss. Bönnuö börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Ath. Ekki svaraö I slma fyrst um sinn. 'f W l I I Ný. itölsk gamanmynd gerö af hinum íræga leikstjóra P. Pasolini. EfniÖ er sótt I djarfar smásög- ur frá 14. öld. Decameron hiaut siifurbjörninn á kvik- myndahátiöinni i Berlin. Aöalhlutverk: Franco Citti, Minetto Havoli. Myndin er meö ensku tali og ISLENZKUM TEXTA. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15." Allra siöasta sinn. HÁSKÚLABÍÓ simi 22140 Ovinafagnaöur Hostile Guns Amerisk lögreglumynd I lit- um. Aöalhlutverk: George Mont- gomery, Yvonne De Carlo. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. 31. desember Aramótaferö i Þórsmörk. Feröafélag islands tlÝiA BJO s,ml 1154Í. “PURE DYNAMITE!” THEFRENCH CONNECTION ÍSLENZKUR TEXTI. Hin æsispennandi Oscarsverö- launamynd, sem alls staöar hefur veriö sýnd viö metaö- sókn. Endursýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuö innan 14. ára. HAFNARBIÖ Slmi 16444 ÚTIVISTARFERÐIR Aramótaferö I Húsafell 31/12. 5 dagar. Gist I góöum húsum, sund- laug, sauna, gönguferöir, mynda- sýningar o.fl. Fararstj. Þorleifur Guömundsson. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6, slmi 14606. CJtivist Er ekki eitthvað smávegis sem þið viljið selja, eða vanhagar um - og svarar vart kostnaði að augiýsa? Þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMAAUGLÝSINGAR, sem er okkar biónusta við lesendur blaðsins. Fimmtudagur 18. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.