Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 4
Framhald af forsíðu- frétt um samningamálin Gengur ríkisstjórnin að tillögum ASÍ? samninga. Ef samningarnir standast ekki deginum lengur þá þýðir náttúrulcga ekkert fyr- ir okkur að vera að ræða við vinnuveitendur i einn, tvo mán- uði og undirskrifa samninga, sem svo eru eyðiiagðir af lög- gjafarvaldinu daginn eftir. Þetta er mergurinn málsins,” sagði Ólafur Hannibalsson. ,,Við óskum eftir samstarfi við rikisstjóm og löggjafarvald um það að dýrtiðin verði stöðvuð við 10 til 15 prósent. Ef það fæst ekki, þá verðum við að fara i okkar hefðbundnu baráttu með verkföllum og öllu, sem þvi fylgir.og þá yrði kjaraskerðing- in bætt að fullu með beinum kauphækkunum”. Alþýðublaðið hafði samband við Baldur Guðlaugsson, hjá Vinnuveitendasambandinu, og spurði hann frétta af samning- unum og m.a. hvað hefði gerst á viðræðufundinum á þriðjudag. Baldur sagði að ekki hefði borið margt til tiðinda á þeim fundi. Umræðugrundvöllurinn i samningunum er að sjálfsögðu fyrst og fremst kjaramálaálykt- un ASt. Baldur var spurður um það, hvort vinnuveitendur væru ekki tilbúnir til að taka afstöðu til hennar. Hann sagði: „Ef til vill má segja að skeytunum sé fremur litið beint að okkur til þessa. Kjaramálaályktunin er fyrst og fremst hugmynd um stjórnmálalegar og efnahags- legar aðgerðir, sem við höfum e.t.v. ekki aðstöðu til að ráða mikið um.” Blm.: En er það ekki rétt að ASÍ hafi óskað eftir að þið tækj- uð afstöðu til ályktunarinnar? Baldur: „Jú, það er rétt og það hefur að einhverju leyti ver- ið gert, en þvi er ekki að leyna að hún er mjög óljós og almenn um margt. Ég held að það fari SIAAA* BEKKIR Bólstrun Guðm. Þorbjörnssonar Langholtsvegi 49 Sími 3-32-40 H. Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti í grasafræði við liffræðiskor verk- fræði og raunvisindadeildar Háskóla Islands er laust til umsóknar. Aðalkennslugrein er almenn grasafræði. Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. , Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 15. desember 1975. Starf forstjóra NORRÆNA HÚSSINS í REYKJAVÍK Starf forstjóra Norræna hússins er hér með auglýst laust til umsóknar frá og með 1. júli 1976 og veitist til fjögurra ára i senn. Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu daglegri starfsemi Norræna hússins. Laun ákveðast eftir nánara samkomulagi og með tilliti til menntunar og starfsreynslu. Frítt húsnæði. Umsóknir ásamt uppiýsingum um lifsferil, starfsferil og menntun umsækjanda séu stitaðar til stjórnar Norræna hússins og sendar til formannsins, kontorchef Egil Trane, Ministeriet for kulturelle anliggender, Nybrogade 2, 1203 Köbenhavn K, Danmörku, fyrir 30. janúar 1976. Nánari upplýsingar um starfið veita Birgir Þórhallsson, Hofteigi 21 (s. 21199 og 35081) og Maj-Britt Imnander. Nnr- ræna húsinu (S. 17030). NORRÆNA HÚSIÐ Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Fljótabáturinn Baldur auglýsir Aukaferðyfir Breiðafjörð þriðjudaginn 23. desember. Sömu brottfarartimar og á laugardögum. Athygli skal vakin á þvi, að bilar eru ekki teknir að svo stöddu. nú ekki framhjá þeim sjálfum, að þar er margt, sem þarf frek- ari útskýringar áður en lengra er haldið. En þetta er að sjálf- sögðu áfram til umræðu, þ.e.a.s. ályktunin. Annars fer það ekki á milli mála að hún er mjög óljóst orðuð um margt, enda þótt menn geti verið sam- mála ýmsu, en það er þá með fyrirvara um hvað raunveru- lega er átt við i ýmsum tilvik- um. Ef ég tek dæmi — dregið verði úr rekstri og útgjöldum rikissjóðs og ótimabærum framkvæmdum rikisstofnana. Þess þó gætt að nauðsynlegar framkvæmdir og félagsleg þjónusta verði ekkiskert.Hagur lifeyrisþega verði i engu skert- ur. Þetta segir i ályktun þeirra. Hvað eru ótimabærar fram- kvæmdir og hvað eru nauðsyn- legar framkvæmdir og hvað eru takmörk félagslegrar þjónustu? Þetta segir svo litið. Það er ekki auðvelt að ta ka mikla og skýra afstöðu til svona punkta. Við þurfum meira af raunveruleg- um staðreyndum.” Þá sagði Baldur, að hann teldi, að það væri i rauninni mjög litið sem þeir gætu gert. „Við erum ekki stjórnvöld, og það stendur þá upp á þau að taka ákvörðun um það, sem hér er rætt um" Blm.: Nú verður fundur aftur á morgun.-Gerir þú ráð fyrir að eitthvað nýtt komi þar fram, eða að málinu þoki eitthvað á- fram? _ Baldur: „Þessi mál verða náttúrlega rædd á fundinum á morgun. Hinsvegar er ekki við þvi að búast að mikið gerist meðan hugmyndir ASI eru jafn óljósar og raunin er á, og auk þess hafa þeir ekki enn borið fram neinar raunverulegar kröfur við okkur, hvorki al- menns eðlis eða sérkröfur. Það er þvi ósköp fátt, sem við getum gert á þessu stigi, enda skortir okkur allar upplýsingar um hvað þeir hyggjast gera gagn- vart okkur!’ Blm.: Er það ekki rétt að ASl hafi gert greinarmun á tveim leiðum, þ.e.a.s. hinni hefð- bundnu kauphækkunarleið og einhverskonar hliðarráðstaf- analeið? Baldur: „Jú, það má eflaust segja að þeir séu að þreifa fyrir sér með þá siðari, sem þú nefndir, en það er alls ekki vist að við séum einmitt réttu aðil- arnir til að taka afstöðu til þeirra mála. Við höfum lagt mikla áherzlu á að almennar kröfur og sérkröfur liggi fyrir sem fyrst, svo hægt sé að ræða um það, sem raunverulega er á dagskrá. Að visu má segja að ASI hafi tekið vel i það, en hvað umþað, það hefur ekki skilað sér á borðið ennþá.” Landhelgin en Euroman er hér við land enn- þá, svo og freigáturnar Leander og Brighton, en ekki varð vart ferða hinna freigátanna Galatea og Falmouth. Þá er komið nýtt birgðaskip á miðin og heitirþað Olwen, 23 þús. lesta skip. Það kemur I stað Tide- pool, sem hefur haldið heim á leið. Vestur-þýzku togararnir halda sig á umsömdum svæðum og til- kynna daglega um staðsetningu sina til stjórnstöðvar Landhelgis- gæzlunnar. . Er þessa krafizt i samkomulaginu, sem gert var um daginn og frægt er orðið. Bregði Þjóðverjarnir út af þessu, eiga þeir yfir höfði sér að verða sviptir veiðiheimildum, þannig að nokkuð er i húfi að halda sig innan settra marka. Þá cr það að frétta af hafisnum, að hann hefur heldur lónað frá landi. Alþýðublaöiö Fimmtudagur 18. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.