Alþýðublaðið - 31.12.1975, Page 8
Skyldi ekki vena komið
að þér?
Einmitt í þessari lotu. Þaö er nefnilega hjá okkur
sem möguleikarnir eru einn á móti fjórum. Vinn-
ingarnir 17500, tveir á milljón og 24 á hálfa
milljón. 78 vinningar veröa á 100-200 þúsund.
Þú veist þessir sem koma þægilegast á óvart.
Lægstu vinningar eru 50 og 10 þúsund.
Happdrætti
Aukavinningurinn í júní. Þaö er þessi margum-
ræddi Citroén CX 2000. Óskabíllinn í ár. Maður
veit nátturulega aldrei. En miöinn kostar aöeins
400 kr. Og allir njóta góös af starfi SÍBS. Sláöu
til - svo eitthvað geti komið þægilega á óvart.
Auknir
möguleikarallra
* * *
* *
i'iVa ; > / * i
FRAMHALDSSAGAN [D
Hún fann, að Noel virti hana fyrir sér áður en hann
sagði:
— Mér lizt vel á það. Ég skal hugsa um það i dag.
Hann sá, að Sandra varö undrandi og sagði:
— Ég veit ekki fyrr en seinna, hvort ég kemst. Má ég
koma klukkan sjö?
Sandra kinkaði kolli. Svo fór hún aftur á stofuna.
t>að var ekki fyrr en hún leit i bókina með nöfnum sjúk-
linganna sem hún mundi eftir þvi, að madame Lafarge
var fyrsti sjúklingurinn og hún hafði ekkert spjald handa
henni. Hún yppti öxlum og fór til að opna dyrnar, þegar
hringt var. Madame Lafarge kom drottningarleg i fasi á
móti henni. Madame studdist við mjög laglega unga konu
á þritugsaldri, brosti náðugt og snéri sér að stúlkunni.
— Ekki þennan stól, Renee, hann er alltof hár fyrir mig!
Svo kinkaði hún kollinum til Söndru. — Það var þessi unga
stúlka, sem olli mér svo óbærilegum þjáningum i gær... að
hugsa sér, að hún skuli ekki koma áriðandi skilaboðum
áleiðis!
Það vottaði fyrir samúð i andliti ungu konunnar. — Hún
er kannski ný i starfinu, ekki eins og Bettina, sem sýnir
svo mikla samúð eftir að hún fór að hugsa um börnin.
Nú kom dr. Martin brosandi inn og leysti allan vandann.
— Spjald Madame Lafarges? Það er undir nafninu
Yvonne Armed. Vilduð þér fylgja henni inn.... þér megið
fara, við erum gamlir vinir.
Madame Lafarge leit meö iskulda á Söndru og leit svo á
dr. Martin:
—■ Mjög gamlir vinir, Jawues. Þú getur lika beðið
frammi, Renée.
Hin konan hló: — Nei, ég ætla að heimsækja vin minn,
dr. Desjardins meðan ég biö.
Sandra velti þvi fyrir sér, hvort Noel yröi hrifinn af svo
óvæntri heimsókn...þó konan væri vinkona hans. En hún
hafði ekki tima til aö hugsa um þetta, þvi að þetta var
óvenju erilsamur dagur.
Siðasta nafnið á listanum var Jake Macleod og hann átti
að fara i hjartalinurit. Hún fór inn i skoðunarherbergið og
athugaöi, hvort allt væri i lagi. Það var enn sjúklingur inni
hjá dr. Martin. Hún heyrði, að einhver kom inn á biöstof-
una og fór fram til að taka á móti Jake Macleod. Hún
kipptist við, þegar hún sá hann. Þetta var kanadiski flug-
maðurinn, sem hafði sent henni risastóra hamborgarann.
— Halló, bay! Svo þú vinnur hérna: Geturðu tekið mig
núna?
— Dr. Martin er að verða búinn með.. sagði hún.
— Skiptir engu máli, vinan, greip hann fram i fyrir
henni. — Ég hef komið hér fyrr. Sjáðu um leiðslurnar, svo
kemur læknirinn og ýtir á takkana. Ég er ekki veikur!
Þetta er bara skoðun. Við komum tvisvar á ári.
Hann skipaði henni fyrir verkum og sló henni hvern
gullhamarinn á fætur öðrum. Loks tókst henni að flýja og
hún rakst á dr. Martin i gættinni. Hann brosti til hennar.
— Eigið þér i erfiöleikum með unga manninn miss
Elmdon? Þér getið alltaf kallað á mig, ef þér lendið i
erfiðleikum.
Sandra fullvissaði hann um, að allt væri i lagi og hún
stóð við hliöina á dr. Martin meðan hann tók hjartalinu-
ritið.
Dr. Martin horfði á niðurstöðuna.
— Það er ekkert að hjartanu i yður, hr. Macleod.
— Slær það ekki örara? spuröi flugmaðurinn striðnis-
lega. — Þessi nýi ritari yðar örvar svei mér hjartsláttinn.
Dr. Martin reyndi að yggla sig. Ég leyfi yður ekki að
tala við miss Elmdon aftur, ef þér hagið yður ekki betur.
Hann slökkti á tækinu og reis á fætur.
— Þér getiö framkallað þetta hér, ef þér viljið, miss
Elmdon. Þér megið klæða yður hr. Macleod. Ég sendi
skýrsluna til London eins og venjulega.
Jake Macleod settist ekki upp fyrr en dyrnar höfðu
lokast að baki læknisins. Hann tók utan um Söndru.
— Svo það er miss Elmdon? Eigum við að hittast næst,
þegar ég er i landi?
Dyrnar opnuðust og dr. Martin stóð i gættinni.
— Einkasimtal, miss Elmdon!
Hún þurfti ekki nema lita snögglega á húsbónda sinn eða
á handlegg flugmannsins til að skilja, að nú var húni einni
klipunni enn.
Sandra fann, að dr. Martin horfði ásökunaraugum á
hana, þegar hún gekk inn á skrifstofuna. Hún tók simann
og sagði vélrænt:
— Þetta er Sandra. Hvað er að, Janet?
Glaðvær karlmannshlátur glumdi i eyrum hennar. —
Stendur harðstjórinn yfir þér? A ég að látast vera kven-
kyns? Ég gaf ekki upp nafn en hann gæti hafa þekkt mig á
röddinni. Ég átti von á þvi, að þú svaraðir, en svo heppin
var ég ekki.
— Hvað var það Noel? Sandra talaði lágt. Hún vissi ekki
hvort dr. Martin hefði farið inn til sin.
— Mig langaði bara aö vita hvort ég ætti að taka flösku
með. Hvað er i matinn?
— Buff, svaraði Sandra.
— Gott, þá finn ég rétta vinið! Segðu húsbónda þinum,
að...
Um leið var stór hönd lögð á axlir hennar. — Heyrðu,
kelli min, segðu þessum náunga að þú eigir stefnumót við
mig, næst þegar ég er i bænum og mundu, að ég tek ekki
nei gilt. Bless á meðan.
Sandra fór hjá sér. Hún vissi ekki, hve mikið Noel hefði
heyrt.
— Hver var var hjá þér, chérie? Mér likaði ekki i honum
hljóðið!
— Einn af sjúklingunum, sagði Sandra lágt.
— Og þú hefur bara verið tvo daga i vinnunni! Ég verð
að segja húsbóndanum, að þú ráðir ekkert við sjúkling-
ana.
— Hann veit það, sagði Sandra svo aumkunarlega, að
Noel mildaðist.
— Ég skal ekki striða þér meira. Þú getur sagt mér
þetta seinna. Annars fékk ég heimsókn i dag af manni,
sem sagði mér allt um þig.
— Attu við Renée? spurði Sandra biturt.
Hún heyrði að hann greip andann á lofti. — Vissir þú, að
hún kæmi i heimsókn?
Sandra heyrði mannamál af innri stofunni.
— Ég verð að fara, hvislaði hún.
Hún lagði tólið á og fór inn i myrkrastofuna til að fram-
kalla hjartalinurit mannsins, sem hafði orskað þetta allt.
Henni til léttis fór dr. Martin snemma heim. Hún var
lika heppin á heimleiðinni. Umferðin var ekki mikil og hún
komst til hússins nógu fljótt til að þvo sér skipta um föt og
sjá um matinn.
Noel kom með vinið og blómvönd, sem hann rétti henni
um leið og hann hneigði sig djúpt.
Sandra fór inn i stofuna, en þar brann eldur á arni. Hún
tók utan af blómunum og sagði hrifin:
— Nei, rósir! Þetta þurftirðu ekki að gera Noel! En,
hvað þær eru fallegar. En Noel var eirðarlaus. Hann elti
hana fram i eldhús og flæktist fyrir henni, meðan hún náði
i vasa og setti rósirnar i vatn.
Noel andvarpaði.
— Menn segja, að rósin sé fullkomin, en mér finnst þú
fullkomleikinn holdi klæddur, chérie!
Andartak óttaðist hún, að hann reyndi að kyssa sig,en
henni til mikils léttis, sté hann eitt skref aftur a bak, bar
hönd hennar að vörum sér og þrýsti kossi á hana.
Hún hafði lagt á borðið við arininn. Hún bætti brenni á
eldinn og kveikti á kertum. Henni fannst það skemmti-
legra og rómantiskara.
Kjötið var meyrt og gott og vinið frábært. Noel var
skemmtilegur... hann sagði henni sögur frá stúdentsárum
sinum og hún hló mikið, þó að henni kæmi til hugar, að
hann færi kannski helzt til óvarlega með sannleikann.
Hann sagðist ætla að hita kaffi eftir matinn.
— Ég trúi engri enskri stúlku til að hita kaffi og það ekki
þó þó að hún sé jafnfalleg og þú. Ég fékk aldrei gott kaffi I
London.
Sandra hafði alveg hætt að hugsa um það, að Janet hafði
kallað Neoi kvennabósa og þess vegna kom það henni á
óvart, þegar hann dró hana að sér og kyssti hana.
— Slepptu mér! sagði hún reið en hann lét sem hann
heyrði það ekki.
Alþýðublaöiö
AAiövikudagur 31. desember 1975.