Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 3
Blaðaprentsmálið og hagsmunir Þjóðviljans Þjóöviljinn byggir nú stórhýsi viö Siöumúla. Það hefur verið at- hyglisvert að skoða viðbrögð blaðanna við samningi Alþýðublaðs- ins og Visis um rekstr- arsamstarf. Morgun- blaðið og Timinn hafa greint frá samstarfs- samningnum i almenn- um fréttum en ekki lát- ið neitt álit i ljós. Dag- blaðið hefur sagt, að samstarfið sé liður i baráttu siðdegisblað- anna og gert i þvi skyni að koma höggi á Dag- blaðið með þvi að bola þvi út úr Blaðaprenti. Þar hafi tekið höndum saman annars vegar aðstandendur Visis og hins vegar „hið póli- tiska samtrygginga- kerfi” i landinu og ætti Alþýðuflokkurinn eftir þvi að fara með samn- ingaumboðið fyrir hið siðamefnda. Þá hefur Dagblaðið einnig látið i það skina, að Visir hafi keypt stuðning Alþýðu- blaðsins i Blaðaprenti með þvi að aðstand- endur Visis hafi tekið á sig ýmsar skuldir Al- þýðublaðsins, sem eru hrein ósannindi. Báð- um þessum atriðum hafa verið gerð rækileg skil i Alþýðublaðinu og verða ekki endurtekin að sinni. Viðbrögð Þjóðviljans hafa hins vegar verið alveg sér á parti, þvi hann hefur leitazt við að slá sér pólitiska mynt úr málinu. Nú siðast ritaði Kjartan Ólafsson langa grein i Þjóðvilj- anum s.l. sunnudag þar sem hann kemst að þeirri niður- stöðu, að Alþýðuflokkurinn hafi selt ihaldinu sál sina með sam- starfssamningi Alþýðublaðsins við Visi og að ekki sé þvi lengur hægt að binda Alþýðublaðið i rauða bók. Af þessu mætti ætla, að Kjartan Ólafsson hefði verið fús til þess að leggja fram rauða kápu utan um Alþýðublaðið fram til þessa og eru það fréttir fyrir mig, þvi ég man ekki betur af langri viðkynningu við Þjóð- viljann en að fyrstu lifiár hans hafi hann valið Alþýðublaðinu heitið „raust sósialfasismans” og hin siðari nafngiftina „hækja ihaldsins”. En nú lýsir Kjartan Ólafsson þvi yfir, að allan þenn- an tima hefði hann gjarnan vilja ljá Alþýðublaðinu rauða kápu — það sé fyrst nú um áramótin, sem hann geti þvi miður ekki gert þvi lengur svo ágætt boð. Látum svo vera, þótt Kjartan Ólafsson og aðrir þeir, sem skrifa i Þjóðviljann, vilji slá sér pólitiska mynt á kostnað Al- þýðuflokksins og Alþýðublaðs- ins. Það er ekki nýtt fyrirbæri. Litum heldur á, hvað þeir þykj- ast hafa til sins máls i þeirri myntsláttu. Samstarfssamning- urinn milli Alþýðublaðsins og Visis hefur verið birtur þannig, aö I þeim efnum er engu hægt að öfugsnúa og ekkert hægt að rangfæra. Það eina atriði, sem Þjóðviljinn telur sig geta fett fingur út i varðandi samninginn er það ákvæði hans, að sam- vinna skuli vera milli ritstjórn- ar Alþýðublaðsins og rekstrar- stjórnar þess um alla þætti i út- gáfu blaðsins i þvi skyni að bæta efni þess, auka sölu og koma á sem mestri hagkvæmni i rekstri. Þetta telur Þjóðviljinn vera til marks um, að rekstrar- aðili Alþýðublaðsins, Reykja- prent h.f., hyggist seilast til áhrifa um ritstjórn og efnisval Alþýðublaðsins. Þetta er annað atriðið i viðbárum Þjóðviljans. Eðlileg samskipti. Nú er það svo, að meginatriði samstarfssamnings Alþýðu- blaðsins og Visis er, að Alþýðu- flokkurinn hafi einn öll ráð um ritstjórn og efni Alþýðublaðsins — Alþýðuflokkurinn ræður einn ritstjóra blaðsins og ábyrgðar- mann, Alþýðuflokkurinn ber jafnframt prentréttarlega ábyrgð á efni blaðsins og er þvi æðsti dómstóll um allt efnisval þess. Þetta meginatriði sam- komulagsins kemur fram bæði I 1. grein samningsins svo og 4. grein þess og er alger forsenda fyrir samkomulaginu af hálfu Alþýðuflokksins. Hins vegar er það að sjálf- sögðu eðlilegt og raunar mjög nauðsynlegt að samráð sé haft milli ritstjórnar blaðsins annars vegar og rekstrarstjórnar þess hins vegar. Nauðsyn sliks hlýtur hverjum manni að liggja i aug- um uppi eða ætlar Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, að telja mönnum trú um, að hann og framkvæmdastjóri blaðsins, Eiður Bergmann, þurfialdreiað talastvið? Það er sameiginlegt áhugamál rit- stjórnar Alþýðublaðsins og rekstrarstjómar þess að auka útbreiðslu blaðsins og hvernig geta þessir aðilar unnið að þvi ef þeir hafa ekkert samstarf sin á milli? Það er að sjálfsögðu ekki hægt og af þeim sökum var ég sjálfur og er þess mjög hvetj- andi hvaða blað, sem á i hlut, að virkt og gott samstarf takist milli ritstjórnar viðkomandi blaðs annars vegar og rekstrar- stjórnar þess hins vegar um ýmis þau atriði, sem eru sam- eiginleg rekstrarstjórn og rit- stjórn. Og það er siður en svo, að þessir samstarfsfundir rit- stjórnarinnar og rekstrar- stjórnarinnar á Alþýðublaðinu séu neitt pukursmál. Þeir eru haldnir reglulega og auk rit- stjóra og framkvæmdastjóra eiga sæti á þessum fundum tæknilegur framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins, fulltrúi blaða- manna, sem valinn hefur verið af þeim og tveir aðrir starfs- menn á ritstjórn blaðsins. Hverjir sitja þessa samstarfs- fundi gefur e.t.v bezta hugmynd um hvers eðlis þeir eru og er vonandi, að blaðamönnum og öðru starfsliði Þjóðviljans sé veittur jafn frjáls og óhindraður aðgangur að samstarfsfundum ritstjórnar og rekstrarstjórnar þess blaðs og á sér stað á Al- þýðublaðinu. Þjóðviljinn upp við vegg? Þá hefur mikið verið gert úr þeim ummælum framkvæmda- stjóra Þjóðviljans, að með sam- starfi Alþýðublaðsins og Visis hafi honum verið stillt upp við einhvern vegg likt og væri hann frammi fyrir aftökusveit, og siðan sagt við hann: annaðhvort eða! Við skulum aðeins huga að þessari viðbáru og athuga, hvað i rauninni i henni felst. Allt frá þvi deilur siðdegis- blaðanna hófust hefur hið sam- eiginlega prentunarfyrirtæki fjögurra dagblaða, Blaðaprent, i raun verið óstarfhæft. Hið mikla álag, sem tilkoma fimmta dagblaðsins sem við- skiptaaðila i Blaðaprenti hafði I för með sér, gekk mjög nærri vélabúnaði Blaðaprents h.f. — svo nærri, aðýmiss búnaður þar er mjög farinn að gefa sig. Það er þvi fyrir nokkru kominn timi, að taka þurfi ákvarðanir um framtiðaruppbyggingu fyrir- tækisins og endurnýjun á búnaði þess, en engar slikar ákvarðan- ir hefur verið hægt að taka vegna þeirrar miklu óvissu sem rikt hefur um það, hvaða aðilar ættu prentunarréttinn — hverjir yrðu með og hverjir ekki. Hafa allir aðilar Blaðaprents haft af þessu þungar áhyggjur, þvi ef ekki er hægt að gera fyrirtækið starfhæft á ný getur svo farið, að prentsmiðjan hrynji einii góðan veðurdag vegna þess, að endurnýjun vélakosts hefur verið vanrækt — og afleiðing- arnar yrðu að sjálfsögðu þær, að útkoma allra „Blaðaprents- blaðanna” myndi stöðvast um lengri eða skemmri hrið þeim til óbætanlegs tjóns. Nú um áramótin sat allt enn við það sama i þessu. Það eina, sem hafði breytzt var, að út- koma Alþýðublaðsins hafði stöðvazt. Blað h.f. taldi sig ekki geta haldið rekstrinum áfram og eina úrræðið til þess að tryggja áframhaldandi Utkomu Alþýðublaðsins var þá sú að auka rekstrarlegt samstarf þess við önnur blöð. Og hvaða kostur blöstu þá við Þjóðviljanum ef ekki yrði fram- hald á útgáfu Alþýðublaðsins? Fyrsti kosturinn var sá, að Dag- blaðið gerði samning við Alþýðublaðið um að ganga inn i útgáfutima þess i Blaðaprenti. Þar með væri Alþýðublaðið að mestu horfið úr viðskiptum við fyrirtækið, en Dagblaðið, sem fer með eitt af fjórum atkvæð- um i stjórn Blaðaprents (Visirá ekki fulltrúa i stjórninni) væri orðið bæði fastur viðskiptaaðili við fyrirtækið og stjórnaraðili. Væri liklegt, að Visir héldi áfram viðskiptum sinum við fyrirtækið undir þeim kringum- stæðum — eða væri liklegra, að aðstandendur Visis myndu þá annað hvort semja um prentun á blaði sinu annars staðar eða setja upp eigin prentsmiðju þar sem þeir hefðu stjórnunarrétt i sinum höndum? Dæmi hver, sem vill. Og hver yrði þá staða Þjóðviljans i samstarfi við Tim- ann og Dagblaðið þar sem auð- velt væri fyrir einn þessara þriggja aðila að taka höndum saman við annan til skaða fyrir þann þriðja ef svo verkast vildi. Heföi Þjóðviljinn áhuga fyrir að fáupp slikastöðu? Eða Timinn? Annar kostur var sá, að Al- þýðublaðið einfaldlega seldi hlutabréf sin i Blaðaprenti, en samkvæmt stofnsamningi hafa aörir hluthafar forkaupsrétt á bréfum séu þau seld. Myndi Þjóðviljinn telja þaf sér i hag ef bréf Alþýðublaðsins hefðu verið seld aðstandendum Dagblaðins, eða aðstandendurr Timans, sem þá yrði 50% hlut hafar i fyrirtækinu? Þriðji kosturinn var sá, að allt stæði við það sama — Alþýðu- blaðið kæmi ekki út um lengri eða skemmri hrið og ekkert samkomulag næðist um við- skiptaaðild annarra Blaða- prentsblaða. Hverjar yrðu atl ingarnar? Þær, að Blaðap h.f. yrði áfram stjórnu’narlega óstarfhæft fyrirtæki. Myndu stærstu viðskiptaaðilar fyrir- tækisins — Visir og Timinn — taka þá áhættu? Eða myndu þessi blöð hreinlega gefastuppí Blaðaprenti, gera ráðstafanir til þess að leysa fyrirtækið upp og segja þess i stað upp eigin prentsmiðju? Bæði þessi blöð geta haft bolmagn til þess og myndu gera það teldu þau ekki, að samstarfið innan Blaða- prents væri hagkvæmara. Þetta voru þeir kostir, sem Þjóðviljinn stóð frammi fyrir. Þetta var sá veggur, sem fram- kvæmdastjóra Þjóðviljans var stillt upp við. Alþýðublaðið stillti hann ekki upp við þann vegg, ekki heldur Visir og þvi siður Timinn. Það voru atvikin, kringumstæðurnar, sem gerðu það og framkvæmdastjóri Þjóð- viljans mat þessar aðstæður svo, að ekki væri um annað að gera en að gera Blaðaprent starfhæft á ný, m.a. með þvi að stuðla að áframhaldandi út- komu Alþýðublaðsins. Þetta gerði framkvæmdastjóri Þjóð- viljans að sjálfsögðu með hags- muni sins eigin blaðs fyrir aug- um og ég held, að þeir Þjóð- viljamenn hljóti að samsinna honum um, að það mat hans var rétt — hversu stórtækir sem þeir reyna að vera i sinni póli- tisku myntsláttu viðvikjandi þessu máli. Lausn Blaðaprentsmálsins var þvi ekki aðeins lausn Al- þýðublaðinu ihag. Hún var fyrst og fremst lausn i hag Blaða- prenti sjálfu og þar með þeirra aðila, sem þar eiga hagsmuna að gæta — m.a. Þjóðviljans. Þjóðviljinn átti sjálfur stóran þátt i þeirri lausn. Það gerði hann vegna þess ogþess eins, að þannig taidi hann sinum hags- munum bezt borgið. Hagsmunir Alþýðublaðsins, Timans og Þjóðviljans fóru saman i þessu máli. Þess vegna stóðu fulltrúar þessara þriggja blaða i stjórn Blaðaprents saman. Svo einfalt er málið — og auðskilið. —S.B. Námskeið hefjast fyrir byrjendur I ítölsku miðvikudaginn 14. janúar kl. 8 e.h. ispönsku föstudaginn 16. janúar kl. 8 e.h. Innritun þessi sömu kvöld kl. 7—8 e.h. f Laugarlækjar skólanum. Námsflokkar Reykjavikur. Alþýðuflokksfélögin i Reykjavik boða til ráðstefnu um stefnuskrá flokksins á grundvelli þeirra samþykkta, sem gerðar voru á flokksþinginu i haust. Ráðstefnan verður haldin sunnudaginn 25. janúar n.k. á Hótel Loftleiðum og hefur dagskráin verið ákveðin sem hér segir: kl. 10.00 Ráðstefnan sett, Sigurður Guðmundsson. kl. 10.10 Ræða. Benedikt Gröndal. kl. 10.30 Starfshópar vinna. kl. 12.00 Hádegisverður. kl. 13.00 Framhald starfshópa. kl. 15.00 Hlé. kl. 15.30 Framsögumenn starfshópa gefa skýrslu. kl. 16.30 Umræður. kl. 17.30 Ráðstefnunni slitið. RÁÐSTEFNA UM STEFNUSKRÁNA Þátttakendur ráðstefnunnar hafi samband við flokksskrifstofuna, Hverfisgötu 8-10 og greiði þátttökugjald, kr. 500. Þar liggja einnig frammi drög stefnuskrárnefndar, sem þátttakendur geta fengið i hendur. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur, Kvenfélag Alþýðuflokksins, Rvk., Félag ungra jafnaðarmanna, Rvk. Miðvikudagur 14. janúar 1976. Alþýðublaðid o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.