Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 11
Fulltrúaráð Alþýðufélag-
anna í Reykjavík
heldur framhaldsaöalfund næst-
komandi þriðjudag, 20. janúar,
kl. 20.30, i Alþýöuhúsinu viö
Hverfisgötu. Dagskrá fundarins
veröur sem hér segir:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Rætt um samninga Alþýöu-
blaðsins við Reykjaprent. Fram-
sögumaöur Benedikt Gröndal,
formaður Alþýðuflokksins.
3. önnur mál.
Fulltrúar eru hvattir til aö mæta.
Stjórnin.
Ráðstefna um
stefnuskrána
verður haldin á Hótel Loftleiðum,
sunnudaginn 25. janúar og hefst
kl. 10 árdegis. Nánari upplýsing-
ar verða veittar á skrifstofunni,
Hverfisgötu 6—8, simi 1-50-20.
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur
Kvenfélag Alþýðuflokksins, Rvk.
Félag ungra jafnaðarmanna,
Rvk.
Sambandsstjórnarfund-
ur SUJ
verður haldinn i Alþýðuhúsinu i
Hafnarfirði laugardaginn 17.
janúar og hefst klukkan 10 árdeg-
is.
Dagskrá:
Skýrsla framkvæmdastjórnar.
Stjórnmálaviðhorfiö.
Innri mál SUJ og Alþýðuflokksins.
önnur mál.
Sigurður Blöndal, form.
Harpa Agústsdóttir, ritari
Fundur sveitar-
stjórnarmanna
og varamanna þeirra i Reykja-
neskjördæmi verður haldinn i fé-
lagsheimili Seltjarnarness laug-
ardaginn 17. janúar, klukkan
14.00.
Gestur fundarins: Magnús E.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Sambans islenzkra sveitarfélaga.
Leikhúsin
LEIKFÉIA6
YKJAVÍKUg
SAUMASTOFAN
i kvöld kl. 20,30.
EQUUS
firhmtudag kl. 20,30.
6. sýn. Gul kort gilda.
SKJALDHAMRAR
föstudag kl. 20,30.
EQUUS
laugardag kl. 20,30.
7. sýn. Græn kort gilda.
SAUMASTOFAN
sunnudag kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
þriðjudag kl. 2' "0.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14. Simi 1-66-20.
ífiÞJÓÐLEIKHÍISIÐ
CARMEN
i kvöld kl. 20
föstudag kl. 20
sunnudag kl. 20
SPORVAGNINN GIRND
fimmtudag kl. 20
GÓDA SALIN 1 SESÚAN
laugardag kl. 20
Litla sviðið
INUK
fimmtudag kl. 20.30
Miðasala 13,15-20.
Simi 1-1200.
MUNIÐ að senda HORNINU
nokkrar linur.
Utanáskrift:
ÍIORNID,
ritstjórn Alþýðublaðsins,
Siðunuila 11, Reykjavik.
HORNID - sim‘ 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Si'ðumúla 111, Reykjavík
— mmmmwmmmMmmmwMmmmwmm~wmmwwmímMmmmmm — Mmmmwmi — wMmMm — — mM — mmwmmmmmmmmmmmmmwmmmwMmmmmmmmmmmmMmmmMmwmMmmmmmmmmmwmmmmw—w—mmwmmw—mmmmmmmmmmmmmmmmw~mmmmmm
Eignarréttarfrumvarpið rnætti
ná yfir lóðir í þéttbýli líka
Ég er i meginatriðum samþ.
skoðunum Alþýðubl. varðandi
eignarrétt á landinu. Tel að land-
ið allt eigi að verða eign alþjóðar
en ekki einstaklinga.
Hinsvegar finnst mér mál-
flutningur blaðsins og raunar
ýmissa forvigismanna Alþýðu-
flokksins m.a. i sölum Alþingis
litt aðlaðandi. Þar virðist fyrst og
fremst lögð áherzla á að ala á
fjandskap þéttbýlisfólks i garð
bænda, og gætir þar oft lævislegr-
ar rætni. Hafa og önnur blöð svo
sem Visir og Dagblaðið að
ógleymdum Velvakanda Morgun-
blaðsins vegið i þann sama kné-
runn með góðum árangri.
Þvi hefur verið mjög á loft
haldiö, aö bændur væru að leika
Mótfallin poppi
og knattspyrnu
Ein langþreytt hringdi.
„Mér finnst alveg
ófært að útvarpið spili nær
eingöngu poppmúsik, en láti tón-
listfyrir gamla fólkið alveg liggja
á milli hluta”, sagði kona nokkur
sem hringdi i ,,nöldur”-Homið
eins og hún kallar þaö. „Það ligg-
ur við að i hvert skipti sem ég
opna fyrir útvarpstækið mitt, þá
glymuryfir mann öskrandi popp-
tónlist, sem ég vil meina að sé
ekkert annað en glórulaust garg.
Kannski er eitt og eitt lag hlust-
andi á, en bróðurparturinn af
þeim er öskur sem ófært er að
bera á borð fyrir útvarps-
hlustendur, sem flestir eru eldra
fólk. Yngra fólkið á flest allt
Skák
Þvi miður hafa fréttir af skák-
mótum kvenna ekki birzt i skák-
dálkum dagblaðanna sem skyldi
og mun reynt að bæta hér örlitið
úr.
Júgóslavia: 1 október 1975 var
haldið svæðismót kvenna i Kar-
lovy Vary. Þetta svæðismót var
fyrir Austur-Evrópu. Fjórar efstu
urðu: 1. K. Ivanovic frá Júgó-
slavíu með tólf vinninga af
sautján mögulegum, i öðru sæti
varð B. Hoffmann frá Austur-
Þýzkalandi, þriöja varð P.
Feustel frá Austur-Þýzkalandi og
fjórða G. Baumstark frá
Rúmeniu.
Þessar fjórar komast allar á
millisvæðamótið.
Ungverjaland: Keppni milli ung-
verskra og júgóslavneskra skák-
kvenna var haldin i borginni
Zalaegerzeg.
Ungversku konurnar unnu með
21 vinningi gegn 15. Seinna i sama
mánuði kepptu þær ungversku við
einskonar „arabaleik” i sam-
bandi við orkumál. Satt er að
dæmið um hitaveitu Suðurnesja
er ekki fallegt en þar munu þó
engir bændur eiga hlut að máli
heldur þéttbýlismenn. Hliðstæð
saga úr Borgarfirði mun mjög
orðum aukin að ekki sé meira
sagt. Nú hafa risið upp um allt
land bæði orkuver og hitaveitur
til afnota fyrir þéttbýli og hafa þá
dreifbýlismenn oft notið góðs af.
Langoftast hafa orkulindirnar
verið á umráða- og eignarsvæð-
um bænda og er mér ekki kunnugt
aö þeir hafi sýnt neina tilhneig-
ingu til yfirgangs gagnvart við-
semjendum sinum, þvert á móti,
þess munu mörg dæmi, að bænd-
ur hafi beinlinis gefið aðstöðu-
réttindi t.d. i sambandi við skóla-
piötuspilara segulbönd eða ámóta
tæki til að lepja i sig gargið, en við
eldra fólkið látum okkur nægja
útvarpið. Gamalt fólk hefur mjög
gaman að heyra tónlist sem spil-
uð var á þeirra sokkabandsárum,
eins og harmónikkulög, en i út-
varpsdagskránni er aðeins gert
ráð fyrir tiu minútum á viku fyrir
slikan flutning, og stundum er
ekki nema eitt lag flutt. Þetta er
aðeins einn af mörgum hlutum
sem rikisútvarpiö mætti taka til
gaumgæfilegrar ihugunar.
Einnig er ég mjög á móti þvi að
við Islendingar séum mataðir það
mikiö á enskri knattspyrnu i sjón-
varplnu eins og raun ber vitni, og
finnst mér að þessar útsendingar
ættu að hætta strax. Það er engin
ástæða að matast á brezkum fót-
bolta, þegar við eigum i strfði við
slika ofstopamenn”, sagði konan,
og bað okkur að koma þessu á
framfæri.
þær rúmensku en nú töpuðu þær,
fengu sextán og hálfan vinning
gegn nitján og hálfum.
Pólland: t Piotrkow Trybunalsky
1975 var háð kvennamót. Sigur-
vegari varðL. Malenko frá Sovét-
rikjunum, fékk ellefu og hálfan
vinnine af 13 mögulegum. 2.-3.
urðu E. Karakas frá Ungverja-
landi og M. Perenoznic frá
Rúmeniu með niu og hálfan.
Rúmenia: Heimsmeistari
kvenna, Nona Gaprindashvili,
sýndi yfirburði sina i Timisoara i
Rúmeniu og fékk 100% vinninga,
eða 13 af 13 mögulegum!! önnur i
röðinni varð G. Baumstark frá
Rúmeniu með niu og hálfan vinn-
ing. 3. S! Makay átta og hálfan.
Nona Gaprindashvili frá Sovét-
rikjunum varði heimsmeistara-
tign sina siðla árs 1975.
Askorandinn Nana Alexandria
fékk aðeins 3,5 v. gegn 8,5 v.
Gaprindashvili.
Nona Gaprindashvili varð
heimsmeistari 1962 og hefur hald-
ið tign sinni siðan.
byggingar o.fl. Væri verðugt
verkefni fyrir Alþýðublaðið að
birta yfirlit um þessi mál byggt á
hlutlausum könnunum.
Þá hafa bæði Alþýðublaðið og
fleiri hneykslazt mjög á þvi að
bændur leyfi kaupstaöarbúum
ekki óhindraða umferð um lönd
sin til veiðiskapar, rjúpnaskyttir-
is, berjatinslu o.s.frv. Hitt gleym-
istþá alveg, að umgengni margra
þeirra sem um landið fara er
með slíkum ódæmum, að engu tli
tekur.
Svo sem ég sagði i upphafi máls
mins er ég sammála
Alþýðufl.mönnum varðandi
eignarrétt landsins en það minnir
á annað atriði sem einsog stendur
hefir miklu meiri þýðingu ekki
Ráða hagsmunir
H.BEN. ferðinni?
Július Högnason, frá , Keflavik
hringdi:
Mig langar gjarnan til þess að
leggja eina spurningu fyrir for-
sætisráðherra, sem ég og margir
aðrir aðilar hér i Keflavik hafa
velt fyrir sér að undanförnu,
samhliða linkind rikisstjórnar-
innar i landhelgisdeilunni gegn
Bretlandi.
Spurningin er svona: Er ástæða
fyrir tregðu forsætisráðherra við
slit á stjórnmálasambandi við
Breta sú, að ekki megi styggja
viöskiptaaðila H.Ben. i Bret-
landi? Forsætisráðherra Geir
Hallgrimsson er hluthafi i heild-
sölufyrirtæki H.Ben., en það
fyrirtæki flytur inn mikið af vör-
um frá Bretlandi, og ef slitið yrði
Við Islendingar eigum Norður-
landameistara kvenna i skák,
Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem
hefur verið okkar augasteinn.
Tvær aðrar skákkonur mjög
frambærilegar, Ólöfu Þráinsdótt-
ur og Birnu Norðdal, höfum við
lika, þær hafa þvi miöur ekki teflt
eins mikið og þyrfti, en vonandi
lagast það. Þá gæti tsland kann-
ski eignast Olympiusveit kvenna
að nokkrum árum liðnum, ef ann-
ar efniviður er lika á ferðinni,
jafnvel sveit, sem gæti nálgazt að
verða i miðjum hópnum i Evrópu.
Hver veit?
■ Hérkemurþriðja skákin úr ein-
viginu um heimsmeistaratitilinn.
Hvitt: N. Gaprindashvili. Svart:
N. Alexandria. 1. e4. Rf6 2. Rc3,
e5. 3. g3, Bc5 4. Bg2, 0—0. 5. d3,
He8. 6. Rge2, Rc6. 7. 0—0, Rd4. 8.
h3, c6. 9. Kh2, Rxe2. 10. Dxe2, d5.
11. Bg5, dxe4. 12. Bxe4, Be7. 13.
Rf6+, Bxf6. 14. Bxf6, Dxf6. 15. f4,
Bd7. 16. f5, b6. 17. Hael, Hac8. 18.
Be4, c5. 19. h4, Bc6. 20. Dg2, Bxe4.
21. dxe4, Hcd8. 22. He2, Hd4. 23.
Kh3, Hed8. 24. g4, Dd6. 25. Hlf2,
aðeins fyrir þéttbýlisfólk, heldur
alla landsmenn. A ég þar við
eignarrétteinstakinga á lóðum og
húseignum á vissum stöðum i
þéttbýli t.d. I Reykjavik. Hve hár
mun sá skattur sem eigendur lóða
og húseigna i miðborg Reykja-
vikur leggja á vöruverð I land-
inu? Hve mikið borgar meðalfjöl-
skylda norður i landi húseigend-
um i Reykjavik i húsaleigu vegna
skrifstofuhalds hins opinbera?
Vill ekki Alþýðublaðið gera eitt-
hvað i þvi máli? Væri ekki rétt að
endursemja frumvarp alþýðu-
flokksmanna frá siðasta þingi og
taka þá þessi mál með? Verði það
gert mun ég hrópa húrra fyrir
Alþýðuflokknu m.
Vinsaml. Jón R. Gunnarsson.
stjórnmálasambandi við Breta,
þá yrði hætta á þvi, að tekið yrði
fyrir vöruviðskipti milli land-
anna.
Er þetta hin raunverulega
ástæða, Geir?
A virkilega ekkert róttækt að
gera i málinu? Eigum við að biða
eftir þvi að 10-15 varðskipsmenn
láti lifið i þeim glæpsamlegu
ásiglingum sem Bretar stunda á
miðununv.
Látum hart mæta hörðu og
dreifum yfir landhelgisbrjótana,
togarana, og verndarskip Breta,
málningu, skarna eða einhverju
ámóta. Ég myndi leigja mér flug-
vél og gera það sjálfur, ef ég hefði
efni á. Það hef ég þó þvi miður
ekki,þvi sjálfur er ég ekkert ann-
að en bláfátækur barnamaður.
En ég skal þó ekki láta minn
hlut eftir liggja, ef við tslendingar
i sameiningu gripum til róttækari
aðgerða gegn ofriki Breta á mið-
unum. Það eitt er vist.
Hdl. 26. g5 Dd4. 27. g6, hxg6. 28.
fxg6, fxg6. 29. Dxg6, Hhl+ 30.
Kg2, Hxh4 (30... Ddl heldur jafn-
tefli) 31. Hf7, Hh7?? (31... Hg4 +
heldur jafntefli) 32. Hef2 og nú
gafst Alexandria upp eftir að hafa
forsmáð jafnteflið oftar en einu
sinni.
■ wm #
■ wk m I
m 1m WWk ww f§í
jjj m ■ Æ
X A
u ■ m
A m £ U 'wm ip
m pp wk j§
Við skulum lita á stöðumynd af
lokastöðunni.
Hótunin er: 33. Hf8+ Hxf8. 34.
De6+ og með mát endi að lokum.
Svavar Guðni Svavarsson.
ANGARNIR
AAiðvikudagur 14. janúar 1976.
Alþýðublaðið