Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 5
Munið að taka kassakvittun þegar þið gerið innkaupin! Getur reynzt haldgott sönnunargagn ef vörur gleymast í verzluninni - og er gulls ígildi ef rangt er reiknað ÞAÐ ER vissulega leiðinleg reynsla að uppgötva eftir búða- ferð að að vantar einhverja vöru i plastpokann, sem maður var fullviss um að hafa sett i innkaupakörfuna og borgað fyrir. í sliku tilfelli er eina leiðin sú að fara aftur út i búð, hafa tal af afgreiðslumannin- um eða stúlkunni og vonast til þess að sá/sú sama hafi uppgötvað mistökin og viðkom- andi vara hafi verið lögð til Það er ótrulegt hve misjafnar reglur gilda um það í verzlunum hvernig séð er fyrir þessum vanda. Einstaka kaupmenn, kannski helzt þessir „gömlu”, sem enn reka litlu verzlanirnar sinará horninu þrátt fyrir ásókn allra stórmarkaðanna, þekkja sina viðskiptavini persónulega af áralöngum viðskiptum — og i slikum tilvikum er það gagn- kvæmt traust, sem ræður og fullyrðing viðskiptavinar um að sultukrukkan hafi alls ekki verið i plastpokanum við heimkomuna er alls ekki vé- fengd. Sumir þessara smærri kaup- manna gefa að jafnaði kassa- kvittanir eins og lög gera ráð fyrir, aðrir ekki. Kona nokkur keypti fyrir skemmstu tvenna sokka i nýlenduvöruverzlun við Snorrabrautina og var að fara til vinnu sinnar þar skammt frá. begar þangað kom uppgötvaði hún að hún var aðeins með aðra sokkana i höndunum. Hún fór til baka og ræddi við þann af- greiðslumann, sem hafði selt henni sokkana. En hann fullyrti aðeins að hún hefði haft þá báða með sér. Þarhafði engin kvittun verið gefin. Undirritaður var nýverið að verzla i deild Sláturfélags Suðurlands við Hlemmtorg. Við heimkomuna fannst honum reikningurinn i það hæsta, svo hann tók sig til og lagði saman vöruverðið á öllum merktum vörum, hringdi og fékk upplýs- ingar um verð á ómerktu vörun- hliðar. En það er auðvitað gert upp á náðina og ekki alltaf sem slikt fæst. Eina haldgóða ráðið sem hægt er að gefa i slikum tilfell- um er að hvetja fólk til að taka kassakvittunina, sem alls stað- ar á að fást þegar verzlað er. Reyndar á afgreiðslufólk alltaf og undantekningalaust að af- henda kvittunina með, stinga henni niður i umbúðapakkann eða afhenda hana með pening- unum, sem gefnir eru til baka. Og það er rétt að undirstrika það, að þetta á við aiia við- skiptavini verzlana, ekki aðeins þá, sem þegar hafa lent i þeirri reynslu að þurfa að gera sér ferð út i verzlun til að reyna að endurheimta vörur, sem ekki voru i pokanum þegar heim var komið. Þá er of seint að biðja um,,litla miðann” — svo það er viturlegast að temja sér þetta til að fyrirbyggja vandræðin. um, og þá kom i ljós, að það munaði um 800 krónum sem honum hafði verið ofgert að greiða. Hann hafði ekki tekið kvittunarmiðann, en mundi eftir því að miðinn hafði hrokkið á gólfið. Undirritaður fór þegar til baka i verzlunina, hitti stúlk- una, sem hafði afgreitt hann, og þau fundu miðann á gólfinu. Við samanburð á vörunum eftir uppskrifuðum lista kaupandans og kassakvittuninni, þá kom i ljós aö óvart hafði stimplast inn kr. 902 i stað 92 fyrir eina dós af barnamat. Öviljandi feill og hefði getað orðið hvorum aðil- anum sem var i hag — og af þvi tagi, sem eflaust eiga sér stað i öllum verzlunum alla daga. En málið leystistþarna sem sé með brosi og lipurð og viðskiptavin- urinn fékk endurgreiddar rúm- ar 800 krónur. En einn galli er á þeim köss- um, sem algengastir eru i verzl unum, að viðskiptavinurinn stendur yfirleitt á hlið við þá þegar hann er að greiða. Hann sér þvi ekki i öllum tilvikum upphæðirnarsem stimplast inn. Rétt er þó að hafa auga með þvi, en það skal undirstrikað að af- greiðslufólki ber að afhenda kassakvittunina, hvort sem viðskiptavinurinn vill hana eða ekki. Og neytendum viljum við lika gefa það ráð að taka alltaf kvittunina, einkum ef um margar vörutegundir er að ræða. Það er góð regla, sem getur sparað margan vanda og tortryggni, ef leita þarf leiðrétt- ingar, — og auk þess talsverða peninga, ef afgreiðslufólki verð- ur það á að gera einhver mistök. Þeir sem hafa það fyrir reglu að bera saman seðilinn og vör- urnar um leið og þær eru týndar upp úr pokunum við heimkom- una.segja að það gerist oftar en þeir hefðu trúað, að einhverju munar. — BS. Reykingar á sjúkrahúsum orðið vandamál Nú hefur verið ákveðið að fólki, sem ekki reykir, verði boðið að fá að vera aðskilið frá reykingafólki á öllum flugleið- um Flugleiða — og er það vissulega lofsvert fordæmi. En höfum við leitt hugann aö þvi hve viða það er sem reyk- ingafólk lætur eins og það eigi heiminn —eða sé á launum við að spilla honum. Hvað á það að liðast lengi, svo dæmi sé nefnt, að reykingar séu leyfð- ar frjálst og óhindrað inni á sjúkrahúsum eða heilsuhæl- um? Að visu er það svo, að sjúklingar fá flestirað reykja, jafnvel inni á stofum þar sem aðrir sjúklingar liggja, sem ekki reykja, og ekki kæra sig um að þurfa að anda tóbaks- reyk ofan i sig. Læknar segja að maður, sem dvelur lengi inni i litlu herbergi þar sem mikið er reykt fái ofan i sig um 60% þeirrar tjöru og nikótins sem fer i lungu hins sem reykir. Þannig er fólki þröngvað til að reykja, þótt það kæri sig ekkert um það, og jafnvel sjúklingum, sem eiga við að striða sjúkdóma I öndunarfær- um. Þetta vandamál hefur mjög verið á dagskrá i nágranna- löndunum, og i Danmörku vinna heilbrigðisyfirvöld nú að þvi að komið verði upp á sjúkrahúsum og heilsuhælum sérstökum reykingaherbergj- um þar sem starfsfólki og sjúklingum sé leyft að reykja á ákveðnum timum, en annars staðar og þess á milli rikir al- gert reykinga bann. VIB NEYTENDUR AÐ LOSNA VID ILM- INN AF HÁ- KARLINUM LAUFEY hringdi: Minn maður er einn þeirra, sem vilja fá kæstan hákarl oftar en á þorrablótinu. Þess vegna hefur hann verið að reka á eftir mér að kaupa af og til hákarl, svona til hátiðabrigða i miðri viku, þótt ég verði að játa það sjálf, að tilhugsunin um hvernig þessi Ijúfi réttur muni lita út i smásjá nægir til þess að hann er einn um að borða hann — og sonur- inn, sé hann heima. En nú vinn ég úti og geri mín innkaup oft i matartim anum, og þá hef ég einmitt verzlað i kjöt- búð Tómasar I Bankastrætinn. Þeir hafa pakkað þessum ilm- andi varningi inn i plast og ég hef svo skundað með það i vinn- una og geymt í plastþoka ásamt ýmsu smálegu, sem ég keypti. En því miður. Þegar á leiðdag- inn leyndist ekki hvað var i pokanum, og enginn isskápur er i kaf fistofunni. Ég bjargaði and- rúmsloftinu á vinnustaðnum með þvi að bregða innkaupa- pokanum út um gluggann og láta hann hanga þar sem eftir var dagsins. En er ekki hægt að gera há- karlsætum það einfaldara og þrifalegra að kaupa þetta Ijúf- meti i vinnutimanum með þvi að pakka hákarlsbita inn í loft- tæmda plastpoka líkt og gert hefur verið við reyktan lax? Og þá fengjust fleiri matvöru- verzlanir eflaust lika til að hafa þessa vöru i kælikistum sinum, svo hún væri fáanleg viðar en i einstaka kjötbúðum. Ástæðulaust að örvænta um heimilisfryst- inn þótt rafmagnið sé tekið af um stund Á ÞESSUM árstima hendir það helzt að krap i ám stöðvar raf- ala i rafstöðvum, svo gripa þarf til þess ráðs að skammta rafmagn frá vararafstöðvum. Þetta er algangast á Norðurlandi, og reynd- ar árviss viðburður þar. Eftir þvi sem frystikistur hafa komið inn á fleiri heimili hefur sú spurning vaknað á æ fleiri stöðum hvernig bregðast skuli við með heimilisfrystinn þegar rafmagnið er tekið af. Skemm- ast ekki matvælin þegar þau þiðna? Er óhætt að frysta þau strax aftur og rafmagnið kemur á, einkum ef þaðskyldi nú verða tekið af aftur á morgun? Svarið við þessu er það, að það er engin ástæða til að bera kviðboga vegna frystisins. Rannsóknir hafa leitt i ljós að i flestum frystum hefur kulda- tapið við 6-18 klukkustunda straumrof ekki orðið verulegt. Frostið hefur minnkað á þess- um tfma úr -r 18 gráðum niður i + 12, — þannig að matvælin haidast frystáfram, jafnvel þótt mun lengri timi liöi þar til raf- magnið kcmst aftur á. Klæðið frystinn! Það bætir hins vegar úr skák að klæða frystinn i ullarteppi eða vefja hann þykkum teppum meðan rafmagnið er ekki á, þvi slikt veldur góðri einangrun og lengir timann, sem fyrstirinn þolir án frosttaps. Hins vegar þarf að gæta þess að taka klæönaöinn af frystinum strax ografmagniðkemurá aftur, þvi öll frystitæki framleiða einnig varma að utanverðu, og sá varmi verður að komast óhindraður frá frystinum. Þá verður einnig að gæta þess að opna frystinn sem minnst, 'ielzt alls ekki neitt, meðan eng- inn straumur er á honum. Þvi meiri matvörur, sem eru i frystinum, þeim meira frost er i honum og hann þolir straum- tapið betur. En jafnskjótt og straumurinn kemur aftur er rétt að opna frystinn og gera nokkurs konar könnun á ástandinu. Þvi is, ber og sykurrikar vörur þola illa mikið kuldatap. Þegar frostið er komið niður fyrir 10 gráður er farið að gæta áhrifa á þessar matvörur. Fryst kjöt þolir mjög verulegt frosttap, en öðru máli gegnir með fisk. En það verður að dæma um þaðhverju sinni hvort varan hefur orðið fyrir skemmdum eða verulegri gæðarýrnun. 1 shkum tilfellum verður máske að neyta hennar þá án verulegrar tafar þvi endurfrysting matvöru, sem hefur þiðnað kemur verulega niður á gæðum hennar, og i sumum tilvikum þolir hún eng- an veginn að vera fryst að nýju. En sumu má bjarga við og frysta aftur, ef það er soðið eða steiktáður en það er fryst aftur! Bezta reglan er þvi sú, sé gert ráð fyrir straumrofi eða raf- magnsskömmtun, að athuga áð- ur hvort eitthvað sé um við- kvæmari matvörur i frystinum og gæta þess þá að ganga vel frá honum, klæða hann og opna ekki EFTIR AÐ RAFMAGNIÐ ER FARID. Miðvikudagur 14. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.