Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 4
Flugleiðir: Hörð samkeppni gæti
ógnað sjálfstæði íslenzks flugs
FRAMHALD ÚR OPNÚ
brautryðjandastarf sitt i vetrar-
orlofsferðum með flugi til
Kanarieyja fyrir 5 árum siðan
var verði á þeim ferðum haldið i
algjöru lágmarki og tekið fullt til-
lit til hinnar auknu nýtingar flug-
véla og áhafna, sem gerði kleift
að bjóða hið lága verð. Hefur
verið stefnt að þvi að halda verði
sem lægstu i þessum ferðum æ
siðan og hafa hækkanir á þeim
ekki fylgt verðlags- og
kauphækkunum. Þegar hinn nýji
aðili kom til skjalanna fyrir ári
siðan var þvi ekki um lægri verð
að ræða af hans hálfu, a.m.k. ekki
svo þýðingu hefði.
Rétt er að það komi fram hér,
að Flugleiðir munu framvegis
sem hingað til stefna að þvi að
halda uppi ferðum til sólarlanda i
lægstu gjöldum sem við verður
komið, án tijlits til þess hvort þar
verur um samkeppni að ræða eða
ekki.
Einokunargrýlan.
Hér er komið að þeim þætti
áróðurins gegn Flugleiðum, sem
telja verður þann skaðlegasta, og
jafnframt þann hættulegasta sé
stefnt að þvi sem hlýtur að vera
þjóðinni kappsmál, að sam-
göngurnar við landið séu sem
mest i höndum landsmanna
sjálfra. Það getur hinsvegar
aldrei orðið ef leyft verður að
vega að þeim aðila, sem til-
nefndur hefur verið til að halda
uppi áætlunarflugi til og frá land-
inu, með óeðlilegri og skaðlegri
samkeppni. Aðeins með sterku is-
lenzku flugfélagi getum við eygt
einhverja von um að geta sjálfir
að mestu annast flugsamgöngur
okkar. Samkeppnin mun örugg-
lega koma utan frá og það mun
þurfa styrk til að mæta henni.
FLUGŒIÐIR HF
Farþegaflutningur í mjllilandaflugi 1975 (þus.)
HEILDARFARÞEGAFJOLDI
1975 - 487.364
1974 - 510.604
F/EKKUN - 23 240
HAGO 5/1 19/6'
Þá er og þess að minnast i sam-
bandi við sameiningu flug-
félaganna, að til hennar var
stofnað af yfirvöldum landsins,
fyrrverandi samgöngu- og fjár-
málaráðherrum með vitund og
samþykki þáverandi rikisstjórn-
ar.
Allur flugrekstur er háður leyf-
um yfirvalda og gagnkvæmum
millirikjasamningum. Hann er
ekki frjáls einsog siglingar á sjó.
Viðkomandi yfirvöldum ber þvi
að annast stefnumótun i þessum
málum, eða a.m.k. eða taka
ábyrgðan þátt i henni. Það var
það, sem fyrrverandi rikisstjórn
gerði og sýndi þá, að minu mati,
stjórnvizku og framsýni sem ætla
má að verði þjóðinni til góðs um
langa framtið, verði málum fylgt
eftir svo sem til var stofnað.
En ýmsir eru ókunnugir sögu
þessa máls og aðrir sem kunnugri
eru, kunna að hafa gleymt ýms-
um þáttum hennar. Ástæða er þvi
til að rifja hana upp mönnum til
fróðleiks og skilnings. Til þess
þarf aðeins að skyggnast þrjú
stutt áraftur i timann. Þá, einsog
nú, héldu islenzku flugfélögin,
Flugfélag íslands og Loftleiðir
uppi áætlunarferðum milli Is-
lands og nágrannalandanna, þá i
samkeppni hvort við annað, nú i
samstarfi. Það skeði þá dag
nokkurn í vetrarbyrjun, nánar til
tekið þann 3. nóvember 1972, að
báðum flugfélögunum barstsam-
hljóða bréf frá þáverandi sam-
gönguráðherra, svohljóðandi:
„Flugmálastjóri hefur skýrt
ráðuneytinu frá fyrirætlun Flug-
félags Islands h.f., og Loftleiða
hf., um flug félaganna á flug-
leiðinni milli Islands og Noregs,
FLUGLEIÐIR HF
GREIDENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til að skila launamiðum
rennur út þann 19, janúar.
Það eru tilmæii embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandið frágang þeirra. Með því
stuðlið þér aó hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI
Danmerkur og Sviþjóðar á þess-
um vetri. Hefur flugmálastjóri
varað við hinni hörðu samkeppni
félaganna, sem stofni reksturs-
öryggi þeirra i hættu.
Flugráð hefur fjallaðum málið
og fylgir bráðabirgðaálit flugráðs
hjálagt, dags. 26. f.m.
Ráðuneytið er sammála flug-
ráði um, að nauðsynlegt sé af
þjóðhagslegum orsökum að
draga úr innbyrðis samkeppni
islenzku flugfélaganna, að þau
taki nú þegar upp viðræður um
ráðstafanir til að draga úr
samkeppni sinni á Norðurlanda-
leiðunum.
Hafi ekkert komið fram um
næstu mánaðarmót um sameigin-
legar aðgerðir félaganna til að
draga verulega úr samkeppni á
téðum flugleiðum, mun ráðu-
neytið óska tillagna flugráðs um
skiptingu umræddra flugleiða
milli félaganna samkvæmt þvi,
sem segir i niðurlagi bréfs flug-
ráðs.” Eftir nokkra yfirvegun
málsins ákváðu flug-
félögin „að taka upp viðræður sin
á milli til að draga úr samkeppni
sinni á Norðurlandaleiðunum”,
einsog það var orðað og fóru þess
á leit við samgönguráðherra að
-rikisstjórnin tilnefndi hlutlausan
aðila til að veita hugsanlega að-
stoð við viðræður félaganna.
Þann 24. sama mánaðar barst
svo flugfélögunum samhljóða
svarbréf frá þáverandi fjármála-
ráðherra „ritað i samráði við og
með samþykki samgönguráðu-
neytisins”, svohljóðandi:
„Ráðuneytið hefur að undan-
förnu að gefnu tilefni tekið til
ihugunar rekstrarafkom u
islenzku flugfélaganna m.a.
vegna samkeppnisflugs þeirra á
flugleiðum til og frá íslandi til
annarra Evrópulanda. Er það
viðhorf ráðuneytisins byggt á
fyrirliggjandi upplýsingum, að
núverandi skipan þessara mála
sé áhuggjuefni, stefni rekstri
beggja aðila i hættu og sé
þjóðhagslega óhagkvæm.
Ráðuneytið vill með þessu bréfi
staðfesta þetta viðhorf sitt, sem
það hefur áður látið i ljós munn-
lega við báða aðila og leggur
mikla áherzlu á, að flugfélögin
gangi til samninga um samvinnu
Starfsmannafjöldi
Flugleida - þróun
FLUGLEIOIR HF
FI448
1779
1635
1624
STJÓRNUNARDEIIO i
um flutninga (pool-samninga) á
þeim flugleiðum, sem félögin
bæði þjóna, svo og samninga um
viðhaldsþjónustu og skrifstofu-
hald á þeim stöðum erlendis, þar
sem bæði félögin hafa starfsemi.
Jafnframt er lögð áherzla á, að
samhliða geri félögin áætlun, þar
sem stefnt verði að nánari sam-
vinnu og samruna félaganna
innan tiltekins árafjölda, ef það
telst hagkvæmt við athugun
málsins.
I samræmi við framkomnar
óskir flugfélaganna beggja, eru
ráðuneyti fjármála og sam-
gangna sameiginlega reiðubúin
til þess að tilnefna fulltrúa til þess
að leiða umræður vegna áður-
nefndrar samvinnu og hafa falið
Brynjólfi Ingólfssyni, ráðuneytis-
stjóra, það starf af sinni hálfu.
Jafnframt eru starfandi fulltrúar
þess ráðuneytis, samgönguráðu-
neytis og Seðlabankans um þessi
málf Hörður Sigurgestsson, sér-
fræðingur, Ólafur S.
Valdimarsson, skrifstofustjóri og
Sigurgeir Jónsson, aðstoðar-
bankastjóri. Munu þeir verða
Brynjólfi Ingólfssyni til aðstoðar
vegna þessa máls, og er þess
óskað, að þeir sitji sameiginlega
fundi með félögunum eftir þvi
sem ástæða þykir til.”
Að lokum þetta:
Islenzka þjóðin glataði sjálf-
stæði sinu þegar hún bar ekki
lengur gæfu til að standa saman,
en sóaði þess i stað kröftum sin-
um i innbyrðis deilur i þýðingar-
mestu málum.
Sumir virðast telja, að með
sameiningu flugfélaganna innan
Flugleiða hafi skapast fyrirtæki,
sem sé of stórt, of mikið bákn.
Þetta er mikil skammsýni. Stærð
er auðvitað afstætt hugtak og fer
eftir þvf við hvað er miðað. Sé
miðað við önnur Islenzk fyrirtæki
berað játa að Flugleiðir er i hópi
hinna stærstu þeirra. Sé aftur á
móti miðað við þau flugfélög i
nágrannalöndum okkar, sem rétt
eiga á að stofna til samkeppni um
áætlunarflug til og frá landi okk-
ar, þá er Flugleiðir aðeins peð.
Ein af megin forsendum þess
að þjóðin haldi endurheimtu
sjálfst. er sú, að hún sé fær um að
annast sjálf samgöngurnar við
landið, hvort heldur er á legi eða i
lofti. Forsenda þess er aftur á
móti sú, að hún hafi yfir að ráða
sterkum fyrirtækjum. Reglu-
bundnum og öruggr.n flugsam-
göngum verður ekki uppi haldið
án styrks og stærðar, fjármagns
og kunnáttu.
Islendingar þurfa ekki að hafa
áhyggjur af stærð Flugleiða
heldur af smæð félagsins.
Örn Ó. Johnson.
Alþýðublaðið
Miðvikudagur 14. janúar 1976.