Alþýðublaðið - 22.01.1976, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.01.1976, Qupperneq 2
Stjórnborð — Skróningartœki Tilboð óskast vegna kaupa á eftirtöldum vörum fyrir gufuveitukerfi Kröfluvirkjun- ar. 1. Stjórnborð m/tilheyrandi búnaði. 2. Skráningartæki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri eftir 25. janúar n.k., gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mánudaginn 1. mars 1976, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1977 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Félagsmálaráðuneytið, 19. janúar 1976. ® Tilboð Tilboö óskast I loftstrengi fyrir Rafmagnsveitu Reykja- vikur. (Jtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 24. febrúar 1976, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríltirkjuvegi 3 — Sími 25800 llll!l!llllllllllllllllllllllllllllllllllllll VIPPU - BltSKClRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við jnúrop: Hæð;210 sm x breidd: 240 sm ‘3*0 - x - 270 sm Aárnr sU»rðlr. smiOaðar eftir beiðni GLUÖ4«AS MIÐJAN Siðumúla 20. simi 38220 SJAIST með endurskini |alþýðu| n rfiitti ,,Móralskir sigrar” Það er vissulega ánægjulegt, að Bretar skuli hafa dregið herskip sin burtu af íslandsmiðum. Brezka út- varpið sagði, að það væri „móralsk- ur sigur” fyrir íslendinga. Vel má vera, að svo sé. Undanfarnar vikur hafa Islendingar unnið all-marga slika sigra. Almenningi, jafnvel i Bretlandi, hefur orðið það ljóst, að brezka herstjórnin beitir okkur yfir- gangi og það hefur verið sannað svo ekki verður um villzt, að það eru brezku herskipin, en ekki islenzku varðskipin, sem eru völd að árekstr- unum á miðunum. Allt þetta hefur orðið okkur íslendingum „móralsk- ir sigrar” i landhelgisbaráttunni. Brottför herskipanna af íslandsmið- um er einn slikur. V Menn ættu þó að varast að leggja allt of mikið upp úr þeim atburði. Það hefur áður gerzt i fyrri þorska- striðum við Breta, að þeir hafa kall- að herskip sin af miðunum til þess svo að senda þau þangað aftur. Slikt hið sama gæti sjálfsagt gerzt aftur þvi enginn vafi er á þvi, að sú á- kvörðun Breta að kalla herskipin heim er i og með leikur af þeirra hálfu til þess að bæta áróðursstöðu sina og reyna þar með að knýja okk- ur íslendinga til óhagkvæmra samninga. Það var ekki að ástæðu- lausu, sem tilkynningunni um brott- kvaðningu herskipanna fylgdi boð til Geirs 'Hallgrimssonar, forsætis- ráðherra, um að koma til Lundúna til þess að drekka tesopa með brezk- um ráðamönnum. í London á vafa- laust að gera áhlaup á islenzka for- sætisráðherrann og reyna að knýja hann til samninga með dulbúnum hótunum um, að ella verði herskipin send á miðin aftur. Þá mun koma i ljós, hver bakfiskur er i islenzka forsætisráðherranum — hvort sú ákvörðun stjórnvalda stendur, að aldrei verði samið við Breta undir ginandi fallbyssukjöft- um herskipa þeirra. í sambandi við för Geirs Hall- grimssonar til Lundúna er eitt mjög þýðingarmikið atriði, sem er mjög svo á huldu. Það er, hvort samn- ingstilboð islenzku rikisstjórnarinn- ar frá i sumar stendur enn — tilboð- ið um 65 þúsund tonnin. Rikisstjórn- in sjálf hefur látið að þvi liggja, að ; tilboð þetta sé úr sögunni og fram- koma Breta hafi orðið til þess, að ekkert tilboð af einu eða neinu tagi verði þeim gert. Af fréttum að dæma virðist brezka rikisstjórnin hins vegar vera annarrar skoðun- ar. Málsvarar hennar tala enn um 65 þúsund tonna tilboðið frá i sumar likt og það standi óbreytt — það er eins og þeim sé ekki um það kunn- ugt, að islenzka rikisstjórnin hafði fallið frá þvi. Hvað veldur? Gleymdist að láta brezku rikis- stjórnina vita eða segja islenzkir ráðamenn annað i London en þeir segja i Reykjavik? Til er brezkt máltæki, sem hljóðar eitthvað á þá lund, að þótt orrusta tapist sé hægt að vinna striðið. Þetta máltæki hefur oft verið ofarlega i huga brezkra rikisstjórna. Nú segj- ast Bretar sjálfir hafa liðið ,,mór- alskt tap” i átökunum við íslend- inga út af landhelgismálinu. Skyldu þeir þá ekki hugleiða, hvernig þeir gætu unnið sjálft striðið þrátt fyrir það — og er heimboðið til Geirs Hallgrimssonar ekki einmitt mikil- vægur þáttur i slikri áætlun? Svo skyldi nú ekki vera, þegar öll kurl eru komin til grafar. A.m.k. ættum við íslendingar — og Geir Hallgrimsson þar á meðal — siður en svo að loka augunum fyrir þeim möguleika. Ef við höldum ekki á málstað okkar i landhelgismálinu af festu og einurð getum við enn tap- að striðinu, þótt við höfum unnið margar orrustur. HRitstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 VIKULEGAR HRAÐFERÐIR EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR Fró NORFOLK WESTON POINT KRISTIANSAND HELSINGBORG GDYNIA VENTSPILS VALKOM Frá ANTWERPEN - FELIXSTOWE - KAUPMANNAHÖFN - ROTTERDAM - GAUTABORG - HAMBORG mánudaga þriájudaga þriájudaga þriójudaga mióvikudaga fimmtudaga FEROIR FRÁ ÖÐRUM HÖFNUM EFTIR FLUTNINGSÞÖRF i/ /■ ■ • •• r MttamHr smum mmm mm GT Alþýðublaðið Fimmtudagur 22. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.