Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 6
Greinargerð um hugsan- legar leiðir til varnar Greinargerð þessi fjall- ar um hugsanlegar leiðir til varnar gegn slysum í umf erð og er tekin saman að beiðni dómsmálaráð- herra vegna hinna tíðu og alvarlegu umferðarslysa sem orðið hafa að undan- förnu. Umferðarráð vekur at- hygli á því, að á síðasta ári biðu 33 vegfarendur bana í umferðarslysum og 697 slösuðust, þar af voru 376 lagðir á sjúkra- hús. Umferðarráð telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafist handa um samræmdar ráðstafanir sem líklegar eru til að stuðla að auknu um- ferðaröryggi i landinu og fækkun umferðarslysa. I greinargerð þessari eru hugmyndir um leiðir til varnar gegn slysum í umferð flokkaðar í þrjá meginhluta. í fyrsta lagi eru tilgreindar þær hug- myndir sem að mati ráðs- ins er unnt að fram- kvæma með skömmum fyrirvara og án laga- breytinga eða verulegs kostnaðar. I öðru lagi eru nefndar æskilegar breyt- ingar á umferðarlöggjöf og lögum um meðferð opinberra mála. ( þriðja lagi eru nefndar ýmsar aðrar hugmyndir sem ætla má að verði til varn- ar gegn slysum í umferð. I. Aðgerðir sem unnt er að framkvæma með stuttum fyrirvara og án lagabreytinga eða veru- legs kostnaðar. 1. ökuferilsskrá. Lagt er til að ákveðið verði að ökuferilsskrá i spjaldskrár- formi skuli haldin i öllum lög- sagnarumdæmum. 1 skrána verði færð aöild að umferðar- slysum og óhöppum, hvort sem aðili er talinn i sök eða ekki. Ennfremur verði færð i skrána alvarleg brot er varða um- ferðaröryggi, svo sem ölvun við akstur, of hraður akstur, brot á biðskyldu, stöðvunarskyldu eða almennum umferðarrétti og brot á reglum um umferðarljós. Komið verði á fót ökuferilsskrá fyrir allt landið og reglur settar um hvaða tilvik skuli færð i öku- ferilsskrá og með hverjum hætti, svo og hvernig haga skuli upplýsingaskiptum milli aðal- skrár og einstakra lögsagnar- umdæma. ökuferilsskrá veröi notuð til leiðbeiningar við end- urnýjun ökuskirteina, svo og við ákvörðun um það, hvort ástæða sé að kanna þekkingu manna á umferðarreglum og aksturs- hæfni. 2. Könnun á þekkingu á um- ferðarreglum og aksturshæfni. Ef ökuferilsskrá leiöir i ljós að ökumaður hefur itrekað átt sök á umferðarslysi, itrekað gerst brotlegur gegn umferðarör- yggisreglum, eða á annan hátt sýnt athugaverða hegðun i um- ferö, ber að kanna þekkingu hans á umferðarreglum og eftir atvikum aksturshæfni hans sbr. STRANGARI AÐGERÐIR OG REGLUGERÐARBREYTINGAR ERU ÞAÐ EINA SEM DUGAR 6. mgr. 27. gr. umferðarlaga og 48. gr. reglugerðar um öku- kennslu, próf ökumanna o.fl. Æskilegt er að aðilum verði gef- inn kostur á námskeiði til upp- rifjunar á helstu umferðarregl- um áður en til könnunar kemur. Leiðbeiningareglur um fram- kvæmd könnunarinnar verði gefnar út til þess að tryggja samræmda framkvæmd i öllum lögsagnarumdæmum. 3. ökuleyfissvipting. ökuleyfissviptingu verði beitt mun oftar en nú tlðkast við ein- stök alvarleg umferðarlaga- brot, t.d. vitaverðan og gálaus- an akstur. Þá verði teknar upp ökuleyfissviptingar i vaxandi mæli gagnvart þeim ökumönn- um, sem oft eru staðnir að al- varlegum umferðarlagabrot- um, án þess aö hvert einstakt þeirra hafi leitt til ökuleyfis- sviptingar. Verði stuðst við öku- ferilsskrá við ákvörðun um bráöabirgðaökuleyfissviptingu og kannað hvort setja megi leið- beiningar um framkvæmd þessa. 4. Próf I umfcröarlöggjöf við endurnýjun fullnaðarskirteinis. Samkvæmt 6. mgr. 27. gr. um- ferðarlaga er heimilt að ákveða aö við endurnýjun fullnaðar- skirteinis skuli hlutaðeigandi gangast undir skriflegt próf i umferðarlöggjöf. í 2. mgr. 47. greinar reglugerðar um öku- kennslu, próf ökumanna o.fl. er mælt svo fyrir, að áður en ökuskirteini er endurnýjað skuli umsækjendur ljúka skriflegu prófi i umferðarlöggjöf. Skal prófi hagað þannig að próftaki merki við rétt svör á prófverk- efnablöðum er dómsmálaráðu- neytið leggur til. Umferðarráð telur brýnt að ákvæði þetta komi til framkvæmda hið allra fyrsta. Verði hér um að ræða könnun á þekkingu umsækjenda á helstu reglum, er varða um- ferðaröryggi. Æskilegt er, að þeim sem ætla að sækja um endurnýjun ökuskirteinis verði gefinn kostur á að sitja stutt námskeið, eftir þvi sem að- stæður leyfa, þar sem rifjaðar eru upp helstu umferðarreglur. 5. Hækkun sekta. Sektir fyrir umferðarlagabrot verði endurskoðaðar og þær hækkaðar verulega frá þvi sem nú er. Umferðarráð telur æski- legt að samræmis gæti i ákvörð- un um sektarupphæðir fyrir umferðarlagabrot i öllum lög- sagnarumdæmum landsins og leggur þvi til, að rikissaksókn- ari tilgreini I leiðbeiningaskrá, skv. 112. gr. laga um meðferð opinberra mála, ákveöna sekt- arupphæðfyrir tiltekið brot sem lögreglustjórar geta þó vikið frá eftir málsatvikum. Verði leið- beiningaskrá rikissaksóknara birt opinberlega þar sem telja má liklegt að sllk birting hafi talsverð varnaðaráhrif. II. Aðgerðir sem krefjast breytinga á lögum og reglugerðum. A. Breytingar á lögum um með- ferð opinberra mála. 1. Meðferð umferðarlagabrota. Meðferð mála vegna um- ferðarlagabrota verði gerð ein- faldari og afgreiðslu þeirra hraðað, þannig aö ekki liði lang- ur timi frá þvi brot er framið þar til meðferð málsins er lokið, hvort heldur er hjá lögreglu- stjóra eða fyrir dómi. Stefnt verði að þvi aö sem flest um- ferðarlagabrot hljóti fullnaðar- afgreiðslu með sektargerö lög- reglustjóra. í þvi sambandi verði athugaðar leiðir til þess að gera sektargerðir lögreglu- stjóra aðfararhæfar, enda verði sakborningi gefinn kostur á að skjóta máli til dómstóla innan tiltekins frests. 2. Sektaheimild lögreglustjóra. Sektaheimild lögreglustjóra, skv. 112. gr. laga um meðferð opinberra mála, verði hækkuð i 50.000 króna sekt, þannig að hún geti náð til fleiri brota á um- ferðarlögum en nú er. B. Breyting á umferðarlögum og reglugerðum. 1. Námskeið fyrir ökukennara- efni. Nýir ökukennarar hljóti ekki löggildingu til ökukennslu fyrr en þeir hafa staðist ökukenn- arapróf að undangengnu nám- skeiði eða skólagöngu. Sett verði reglugerðarákvæði um lágmarksmenntun ökukennara- efna. 2. Upprifjunarnámákeið fyrir ökukennara. Stofnað verði til námskeiöa i ökukennslu sem öllum núver- andi ökukennurum i landinu verði gert að skyldu að sækja. 3. ökukennsluréttindi. Endurskoðaðar verði reglur um endurnýjun ökukennara- réttinda. Verði tekið til athug- unar hvort rétt sé að áskilja að ökukennarar, sem ekki hafa skilað til prófs tilteknum fjölda nemenda sæki upprifjunarnám- skeið. 4. Starfsemi ökuskóla. Settar verði reglur um starf- semi ökusköla og löggildingu forstöðumanna þeirra. 5. Almennt bifreiðastjórapróf. Reglugerðarákvæði um framkvæmd prófa verði endur- skoðuð og prófin gerð strangari. Til greina kemur að löggilda sérstaka próftökustaði á land- inu. Tekið verði upp valpróf við fræðilega hluta prófsins. Nám- skeið i skyndihjálp verði gert að skilyrði fyrir almennu bifreiða- stjóraprófi. 5. Gildistimi ökuskirteina fyrir byrjendur. Gildistimi bráðabirgðaöku- skirteinis, sem nú er eitt ár, verði lengdur i tvö ár. 7. Endurskoðun umferðariaga. Umferðarlög verði endur- skoðuð með hliðsjón af breyt- ingum sem unnið hefur verið að annars staðar á Norðurlöndun. 8. ólöglegar stöður bifreiða. Sett verði i umferðarlög skýr ákvæði er heimili lögreglu að fjarlægja á kostnað eigenda ökutæki sem standa ólöglega. 9. Öryggisbúnaður ökutækja. Reglugerð um gerð og búnað ökutækja verði endurskoðuð og tekin upp itarlegri ákvæði um öryggisbúnað þeirra. 10. Reglugerð um umferðar- merki. Umferðarráð vekur athygli á, að á vegum umferðarlaga- nefndar er senn lokið itarlegri endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki. Telur ráðið nauðsynlegt að hinar nýju reglur komi til framkvæmda sem fyrst. III. Aðrar hugmyndir, sem leitt geta til varnar gegn slysum i umferð. 1. Notkun bilbeita. Umferðarráð mun á næstunni taka afstöðu til þess, hvort æski- legt sé að lögbjóða notkun bil- belta, svo sem hefur verið gert annars staðar á Norðurlöndum og viðar. 2. Notkun öryggishjálma. Umferðarráð mun innan tiðar taka afstöðu til þess, hvort rétt væri að lögbjóða notkun ör- yggishjálma við akstur bifhjóla' og léttra bifhjóla. 3. Umferðaröryggisáætlun. Þær þjóðir sem náð hafa hvað mestum árangri til varnar gegn slysum I umferð hafa gert itar- legar áætlanir um aukið öryggi i umferð. Má sem dæmi nefna umferðaröryggisáætlanir Bandarikjamanna og Svia. Arið 1971 gerðu Norðmenn fyrstu umferðaröryggisáætlun sina og hafa gert slikar áætlanir árlega siðan. Tilgangur með gerð og framkvæmd umferðaröryggis- áætlana er m.a.: a) Að taka saman yfirlit um nauðsynlegustu verkefni á sviði umferðaröryggismála. b) Að tryggja nána samvinnu og samræmd vinnubrögð þeirra sem að umferðaröryggismálum starfa. c) Að timasetja einstakar að- gerðir með gerð almanaksáætl- unar og gera grein fyrir þvi, hvaða aðili eigi frumkvæði og beri ábyrgð á hverri einstakri aðgerð. Umferðarráð telur timabært að samin verði umferðar- öryggisáætlun á svipuðum grundvelli og i nágrannalöndum okkar. Samþykktá 54. fundi Umferðar- ráðs, 8. janúar 1976. I bikarkeppninni ar Davíð iðulega Á laugardaginn kem- ur er 4. umferð ensku bikarkeppninnar á dagskrá. Þessi keppni er með þeim skemmti- legustu i heimi enda eiga Englendingar án nokkurs vafa fjöl- breyttastan og beztan hóp félagsliða. Hvergi i heiminum er sam- keppnin eins hörð og einmitt hjá þeim, og sannar einmitt bikar- keppnin hversu fjöl- mörgum sterkum fé- lagslgmm þeir hafa yf- ir að ráða. Hvergi gæti það orðið i neinu öðru landi að 2. og 3. deildar félög standa sig vel i Evrópu- keppnum. Hver man ekki t.d. eftir hinum góða árangri 3. deildarliðsins frá Wales — en þeir komust i Evrópukeppni bikarhafa sem bikarmeistarar Wales — i keppninni um Evrópukeppni bikarhafa i fyrra, þar sem þeir lögðu þekkt lið að velli. Hver man ekki eftir ágætis árangri Sunderland i sömu keppni fyrir tveimur ár- um, og svona mætti lengi telja. Enginn getur sagt fyrir fram hvernig leikirnir i þessari keppni fari, jafnvel þó að 1. deildarlið eigi I höggi við 3. eða 4. deildar félög. Mikil stemmn- ing og óvissa rikir kringum keppnina, einmitt vegna þessa, og margir verða auðvitað ánægðir þegar Davið vinnur Goliat, — eins og oft verður — þvi það er skemmtileg tilbreyt- ing frá hinum hefðbundnu leið- um. Þessi bikarkeppni verður ekki eftirbátur annarra slikra keppna til þessa, að þvi leyti, eins og þegar hefur komið fram. Daviðarnir skjóta alltaf upp kollinum þegar sizt varir án boða á undan sér, og setja alla veðmálabanka á Englandi á annan endann. Nóg um spjallið um bikar- keppnina og snúum okkur held- ur að 21. getraunaseðlinum, sem litur þannig út: Charlton—Ports mouth 1. Bæði liðin eru neðarlega i 2. deild, Portsmouth þó neðar. Charlton er i Suður-London, skammt frá ánni Thames, og þar verður leikið á heimavelli þeirra „The Valley”. Þeir eru þvi óneitanlega sigurstrang- legri i þessum leik og verða hvattir af miklum fjölda áhorf- enda sem ávallt fylgir þeim. Coventry—N ewcastle X Liðin eru bæði um miðja 1. deild, United þó aðeins ofar. Að öllum likindum ætti að telja heimaliðið liklegra til sigurs, en þvi má ekki gleyma að New- castle er einmitt mikið stemmn- ingslið, og i bikarkeppnum eru þeir hreint ótrúlegir. Þeir hafa oft tapað fyrir liðum I lægri deildunum en svo aftur á móti unnið félög sem fyrir fram voru álitin sigurstranglegri. Þeir ættu þvi að vera verðugir jafn- teflis á laugardaginn. Derby—Liverpool X Enginn getur sagt til um það hvernig þessi leikur fari, ekki einu sinni mestu sérfræðingarn- ir i ensku knattspyrnunni á Englandi. Hann getur þess vegna farið á hina þrjá mögu- lega vegu. Liverpool á áreiðan- lega möguleika á jafntefli og jafnvel sigri þó meistararnir standi betur að vigi I leiknum þar sem þeir eru á heimavelli. Huddersfield—Bolton 2 Ekkert félagslið hefur farið eins illa á siðustu árum eins og Huddersfield. Það er ekki nema örfá ár siðan þeir voru stoltir og metnaðarfullir i 1. deildinni. En hrap þeirra siðan niður á við hefur verið með ólikindum, og á sér örfáar hliðstæður i allri knattspyrnusögu Englands. Þeir gista núna 4. deild þar sem þeim vegnar sæmilega, en mættu þó áreiðanlega verða enn betri. Bolton, hins vegar, er á mikilli uppleið. Þeir hafa marg oft verið 11. deild, og allt bendir til þess að þeir munu komast þangað að vori. Ekki er langt á milli þessara borga svo heima- völlur hefur ekki svo mikið að segja. Ipswich—Wolves 1. Wolves hefur sótt sig með hækkandi sól, og sjálfstraust þeirra aukizt til muna. Ipswich ætti þó að verða þeim of jarlar á Portman Road i Ipswich. Leeds—Crystal Palace 1. Það er ekki nema nokkur ár siðan þessi lið léku saman tvo leiki á ári, i 1. deildinni ensku. Þá var Leeds-liðið, eins og reyndar einnig núna, stórveldi i ensku knattspyrnunni en C. Palace ekki hátt skrifað. Leeds átti þá oft I töluverðum erfið- leikum með Lundúnaliðið. Leeds er þó svo miklu sigur- stranglegra i þessum leik að ekki þarf að fjölyrða meir um hann. Leicester—Bury L Einhvers staðar koma „Daviðarnir” inn i spilið um þessa helgi, en kjánalegt væri að spá þeim sigri yfir 1. deildar- liðum á útivöllum. Leicester hlýtur að vinna þennan leik. Manchester Unit- ed—Peterboro 1 Sama gildir um þennan leik og þann á undan. Það ætti ekki að verða fall „Goliat” á heima- velli. Southampton—Black- pool 1 Heimavöllur ásamt Channon og Osgood ætti að sjá um að „Dýrlingarnir” haldi áfram i 5. umferð. Blackpool er að visu all þokkalegt lið, en ferðin er löng og þreytandi frá Norð-vestur ströndinni til Suður-strandar- innar, og ekki hjálpar það. Sunderland—Hull 1 Sunderland er eitt bezta liðið i 2. deildinni og hefur verið það siðastliðin 4 ár. Furðulegt má teljast að það hafi ekki enn þá endurheimt sæti sitt i 1. deild- inni, en þess verður eigi langt að biða. Hull hefur ekki staðið sig vel að undanförnu, og má þvi búast við þvi að Sunderland hreppi sigur. Allt getur þó gerst i bikarkeppni og á það við um alla leiki1. W.B.A.—Lincoln 1 Gömlu garparnir hjá W.B.A. Hurst og Giles, eru of leikreynd- ir til þess að gefa Lincoln auka- leik. Þeir brýna vel fyrir mönn- um sinum að vera ekki of kæru- lausir. W.B.A. ætti að verða hinn öruggi sigurvegari. York—Chelsea X York er eitt neðsta liðið i 2. deild og Chelsea á ennþá eftir að sanna áhangendum sinum að það sé gott lið. Chelsea ætti að geta krækt sér i að minnsta jafntefli i þessum leik. A laugardaginn verður 4. umferð ensku bikarkeppninnar á dagskrá. Það rikir ætið mikil óvissa og spenn. ingur I kringum keppnina enda verða oft óvænt úrslit. Hér á myndinni sjást Hudson, Greenhoff og Salmons hjá Stoke City en þeir munu að vanda verða aðalleikmenn liðs sins i baráttunni við Tottenham i 3. umferð, þar eð fyrri leik liðanna I þeirri umferð lauk með jafntefli. 1946. Derby County—Charlton Athletic 4:1 1961. Tottenham—Leicester City 2:0 1947. Charlton Athletic—Burnley 1:0 1962. Tottenham—Burnley 3:1 1948. Manchester United—Blackpool 4:2 1963. Manchester United—Leicester City 3:1 1949. Wolverhampton—Leicester City 3:1 1964. West Ham United—Preston 3:2 1950. Arsenal—Liverpool 2:0 1965. Liverpool—Leeds United 2:1 1951. Newcastle—Blackpool 2:0 1966. Everton—Sheffield Wednesday 3:2 1952. Newcastle—Arsenal 1:0 1967. Tottenham—Chelsea 1:0 1953. Blackpool—Bolton 4:3 1968. W.B.A.—Everton 1:0 1954. W.B.A.—Preston 3:2 1969. Manchester City—Leicester City 1:0 1955. Newcastle—Manchester City 3:1 1970. Chelsea—Leeds 2:2- -2:1 1956. Manchester City—Birmingham 3:1 1971 Arsenal—Liverpool 2:1 1957. Aston Villa—Manchester United 2:1 1972. Leeds—Arsenal 1:0 1958. Bolton—Manchester United 2:0 1973. Sunderland—Leeds 1:0 1959. Nottingham Forrest—Luton Town 2:1 1974. Liverpool—Newcastle 3:0 1960. Wolverhampton—Blackburn Rovers 3:0 1975. West Ham United—Fuiham 2:0 Getraunaþjónusta Alþýðublaðsins J|F Alþýðublaöið Fimmtudagur 22. janúar 1976. Fimmtudagur 22. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.