Alþýðublaðið - 22.01.1976, Síða 9

Alþýðublaðið - 22.01.1976, Síða 9
Björgvin Hólm, kerfisfræðingur: NÝ ÞEKKING Allmargir íslendingar kann- ast við það, að Jónas Guð- mundsson, sem á sinum tima var kallaður Jónas Pýramida- spámaður, hélt þvi fram i ritum sinum, að frá Islandi myndi koma þekking, sem i timanna rás myndi verða öllu mannkyn- inu til blessunar. Þetta sjónar- mið öðlaðist hann i samvinnu við Adam Rutherford, einn frægasta Bibliusérfræðing Breta. Það voru margir, sem lögðu trúnað á orð Jónasar, en hins vegar var það algengara, að menn brostu i grön yfir þessari „heimsku” hans. Jónas var ó- heppinn að þvi leyti, að hann vann með röng ártöl i spádóm um sinum, en þau ártöl leiðrétti Adam Rutherford seinna. Þessi ártöl voru byggð á spádómum Bibliunnar og mælingum á Pýramidanum mikla i Egypta- landi. Sú hugmynd, að einhver stór- kostleg þekking myndi koma frá íslandi, sem verða myndi til blessunar öllum heiminum, hef- ur virzt fráleit allt fram á hin siðustu ár, en nú eru að skipast blikur i lofti i heimi fornleifa- rannsókna, sérstaklega hvað snertir táknmál mannsins og eðli goðatrúar, sem gerir það að verkum, að hugmynd Jónasar er ekki eins fráleit nú, eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það er sem sé að koma i ljós, svona smám saman, að grunnur mannlegrar þekkingar og hins mannlega eðlis sé mjög svo tengdur hinni fornu þekkingu, sem goðafræðin byggist á. Tungumálin i heiminum eru nú að byrja að komast i sviðsljósið, og málvisindamenn eru nú farnir að gera sér það ljóst, að sálarfræðin og málvisindin séu tengd i miklu rikari mæli, heldur en hingað til hefur verið álitið. Nægir að benda á kenn- ingar Bandarikjamannsins Comsky i þessu sambandi. Og þá fer ljósið að renna upp. Þvi þá kemur i ljós, að íslend- ingar og islenzka tungumálið eiga ef til vill dýrmætasta fjár- sjóðinn á þessu sviði, og þar á ég við hin gömlu handrit Islend- inga. Sérstaklega þau handrit, sem fjalla um hin gömlu goð, sem áður fyrr þjónuðu svo mikilvægu hlutverki á þróunar- skeiði mannsins. Island hefur nú þegar eignazt menn, sem byrjaðir eru að grafa upp þennan fróðleik, og má þar benda á Einar Pálsson tungumálasérfræðing, sem sett hefur fram kenningar, sem i nú- timaeyrum láta — svo ekki sé meira sagt — nokkuð undar- lega, en þær staðreyndir sem hann dregur fram i dagsljósið, vekja menn svo sannarlega til umhugsunar. Ef timinn leiðir það i ljós, að Jónas Guðmundsson hafi farið með rétt mál, þegar hann hélt 1. GREIN fram hugmyndum sinum, þá mun hann i framtiðinni verða talinn sem einn af dýrmætustu sonum íslands, þvi með kenn- ingum sinum hefur hann þá undirbúið islendinga undir þýð- ingarmikið hlutverk i mann- kynssögunni. Greinarhöfundur hefur sjálfur i kyrrþey unnið að rann- sóknum á þessu sviði, og hann á ýmisleg skemmtileg þekkingar- brot i pokahorninu, sem hann mun birta i nokkrum greinum i þessu dagblaði. Ég mun sniða mál mitt þannig, að það nái til sem flestra, ekki aðeins til sér- fræðinga. En áður en ég byrja á þvi, verð ég að ræða nokkur orð um trúmál. Á þvi sviði eru menn komnir i töluverða sjálfheldu. Menn eru farnir að reikna með þvi, að trúmál og visindi hafi ekkert sameiginlegt, og þess vegna hijóti þeir menn, sem vilji blanda þessu saman að vera eitthvað „skritnir”. Sam- kv- þeirri skilgreiningu á orð- inu skritinn, að það tákni per- sónu, sem ekki fer troðnar slóð- ir, þá er hugmyndin rétt. En ef mannkynið á ekki að stöðvast i þekkingarleit sinni, þá verða einhverjir að taka það hlutverk að sér að vera „skritnir”. Fruminntakið i kenningum Adams Rutherford er einmitt það, að trúmálin séu visindi, þekking, sem tilvera mannsins byggist á, og hann hefur gefið Guði hið sérstaka nafn: Hinn mikli heili. (The big Brain). Trúmálin eru nú komin niður á það svið, að menn ræða um það sin á milli, hvort þeir trúi þvi að Guð sé til. Þegar ég heyri slikt, kemur mér i hug mynd af tveim frumum i likama minum, sem ræðast við: önnur segir viö hina: „Heldur þú, að það sé til einhver æðri vera, sem hafi áhrif á okkur?” Og hin svarar: „Areiðanlega ekki, þvi visinda- frumurnar okkar hafa sýnt það svart á hvitu, að það eru ekki til stærri verur en frumur.” Blessaðar frumurnar vita það ekki, að heimur þeirra er vera, sem heitir Maður. Sannleikurinn er sá, að vis- indamenn geta ekki einu sinni svarað þeirri spurningu, hvað sé maður. Þekkingin á heila- starfsemi mannshugarins er enn sem komið er eintóm spurn- ingarmerki, og sambandið á milli tungumálakerfisins og heilastarfseminnar er enn á huldu. Það liggur i hlutarins eðli, að fyrst verður að svara spurningunni: „Hvað er maður?” áður en reynt er að svara spurningunni „Hvað er Guð?” En það þýðir samt ekki, að umræður um trúmál séu ein- hver bannvara. Setningin: „Leitið, og þér munuö finna” er jafnmikilvæg i dag, eins og hún var, þegar hún var fyrst skrifuð. Og þegar menn byrja að reyna að kryfja til mergjar sitt eigið tungumál, þá má segja, að þeir séu að leita að Guði. Þvi Biblian segir: Guð er Orðið. Við getum sennilega alveg eins sagt: Guð er Málið. Og i gegn um eðli málsins munu menn mæta Guði sinum, alveg eins og þeir mæta öllum öðrum raun- veruleikum I umhverfi sinu, þvi meö málinu túlka menn raun- veruleikann. (Næsta grein: ísland á sinn eigin Pýramida) Hinn nýi forsætisráðherra Noregs, Odvar Nordli, sést hér ræða við ritara norska jaf n- aðarmannaf lokksins, Ivar Leveraas til vinstri, og Per Brunvand, ritstjóra Ar- beiderblaðsins. AAyndin var tekin við setningu lands- stjórnarfundar flokksins í fyrri viku. Einsog við var búizt, lét Trygve Bratteli, forsætisráð- herra, af störfum scm ráðherra i fyrri viku, en Odvar Nordli myndaði nýtt ráöuneyti norska jafnaða rmanna flokksins. Þótt Bratteli láti af starfi ráð- herra, situr hann áfram á Stór- þinginu og hættir ekki afskipt- um af stjórnmálum. Ifins vegar hafði hann talið rétt að undirbúa^ kynslóðaskipti i forystu flokks- ins, og með Nordli komu nokkrir nýir ráðherrar inn i stjórnina, þeirra á meðal nokkrar konur. Þessi mynd af fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra var tekin i fyrri viku. • • r SYSTURNAR SJO: BOK UM ÆGIVALD OLÍUHRINGANNA Stóru oliuauðhring- arnir ganga gjarnan undir nafninu systurnar sjö. Þau eru Exxon (Esso), Mobil, Socal (Chevron), Shell, Gulf, Texaco og BP. Þessi sjö fyrirtæki eru öll i hópi 12 stærstu fyrirtækja i heiminum i dag ef miðað er við brúttóeignir. 1 bókinni ,,The Seven Sisters” eftir Antony Sampson, getur að lita heldur ófagrar lýsingar á auðhringunum og að- ferðum þeirra. í ársskýrslu Exxon fyrir árið 1973 er þvi haldið fram að það fyrirtæki hafi verið það sem ný- lega var farið að kalla fjölþjóð- legt fyrirtæki, i fimm áratugi, áður en þetta orð varð til i munni fólks. Það er óhætt að segja að stóru oliufélögin hafi sagt rikis- stjórnum þeirra landa þar sem oliu er dælt úr jörðu eða hún hreinsuð, fyrir verkum. Tekjur fyrirtækjanna hafa verið meiri en tekjur þeirra landa þar sem þau störfuðu, tankskipafloti þeirra er stærri en allur skipafloti mikilla siglingaþjóða, og félögin eiga og stjórna heilum bæjum i eyði- mörkum oliulandanna. Shell-oliu er dælt upp á Shell-oliusvæöinu i Shell-tanka, þaðan er henni dælt gegnum Shell-oliuleiðslur til Shell-oliuhreinsistööva og þaðan er varan flutt til Shell-bensin- stööva og þar er hún seld af Shell- ^starfsmönnum. Risafélögin vilja vera i snert- ingu við alla liði starfseminnar allt frá oliubrunnum Austurlanda til neytandans hvar sem hann á búsetu. Oliuefnaiðnaður, kol og kjarnorka eru iðngreinar sem risafélögin láta sig miklu varða, og þá ekki einungis með orku- framleiðslu i huga heldur einnig framleiðslu á plastvörum, tilbún- um áburði og I lyfjaframleiðslu. Það eru þessi fyrirbæri, oliu- auðhringarnir, sem Anthony Sampson fjallar um i bók sinni „Systurnar sjö — Oliurisafyrir- tækin og sá heimur sem þau skópu”. Sampson er vel þekktur m.a. af bók sinni um bandarisk- ættaða fjölþjóðaauðhringinn ITT, sem alþekktur er af þvi að b?ita fleiru en guðrækilegu hjali einu saman i umsvifum sinum viða um heim, m.a. f Chile, i tið Allendes. 1 bókinni er lýst upphafi oliu- auðhringanna fyrir meira en 100 árum siðan. Lesandinn er leiddur gegnum fyrstu ár þeirra, þegar hörð samkeppni rikti og ekkert samræmi var milli framboðs og eftirspurnar. Siðan verða risa- fyrirtækin til og eftir harða sam- keppni ganga þau I eina sæng og mynda alþjóðlega hringa sem skipta milli sin ollusvæðunum og markaðinum. Sifellt risa minni fyrirtæki og framleiðslulönd upp á afturfæturna og reyna að rjúfa skörð i stórveldi þessarar sam- vinnu, en án árangurs. Að end- ingu eru svo stofnuð Samtök oliu- framleiðslurikja (OPEC) og sagt er frá þvingunum þeirra. Stór hluti bókar Sampsons er tileink- aður aðdragandanum og siðar stofnun þeirra samtaka og árangri þeirra frá þvi. Lesandinn er einnig leiddur fyrir þá einstaklinga sem mestu hafa ráðið um þróun þessara mála, og æviatriði nokkurra eru rakin til að varpa ljósi á atburöa- rásina. Or þeim hópi sem kynnt- ur er má nefna Rockefeller, norö- manninn Torkild Rieber sem drottnaði yfir Texaco um tima, Paul Getty, eiganda Gulf Hunt, transkeisara, Gaddaffi leiðtoga Lýbiu og Yamani oliumálaráð- herra Saudi-Arabiu. „Olian er, og hefur alltaf verið, mikilvægarien svo aö við megum láta oliurisafélögunum hana eftir, til ráðstöfunar að eigin geð- þótta.” Þessi orð má lita á sem megin- niðurstöðu bókarinnar. Sampson hefur, og það reyndar af gefnu til- efni, litla samúð með oliufélög- unum. Þau eiga sinna eigin hags muna að gæta og gera það hvað sem tautar og raular, jafnvel þótt þeir hagsmunir eigi enga samleið með hagsmunum neytenda eða framleiðenda, enda báðir háðir þeim, annar með að fá orkugjafa en hinn með að losna við orku- gjafa. Bókarhöfundur setur fram þá kenningu að oliufélögin þjóni aðeins þeim herra sem bezt borg- ar sig að þjóna, og eins og stendur og verður trúlega nokkuð áfram, er þessi herra enginn annar en aðildarlöndin i Samtökum oliu- framleiðslurikja, OPEC. Oliufélögin hafa sterk áhrif á utanrikismálastefnu rikjanna sem þau starfa i, og almannavilji og hagsmunir oliufélaganna eru ekki alltaf eitt og hið sama. Dæmi um þetta er þrýstingur banda- risku auðhringanna á þarlend stjórnvöld til þess að hætta stuðn- ingi við ísrael. 1 bók sinni sýnir Sampson, hvernig oliufélögin hafa alla tið mótað utanrikis- stefnu einstakra landa og jafnvel ákveðið hana, a.m.k. i þeim mál- um sem varða samskipti við oliu- framleiðslulönd. Olian hefur gerbreytt lifs- venjum okkar og menningu. Stór- hluti framfara I iðnaði á þessari öld hefur einmitt grundvallazt á oliu. Oliufélögin hafa sett sitt mark á framþróun samfélagsins og oft ráðið miklu um hana. Hagsmunir þeirra hafa oft á tið- um lentí árekstrum við hagsmuni almennings, Sampson nefnir slá- andi dæmi þessu til vitnis. í Los Angeles voru fyrstu úthverfin byggð upp I nánd við sporvagna- kerfi, og getur enn að lita minjar þess meðfram asfaltlögðum hraðbrautum. í lok þriðja áratugsins bundust oliufélögin sem mynda Socal, bilaverksmiðjurnar General Motors og hljólbarðaframleið- andinn Firestone, samtökum um að kaupa fyrirtækið sem átti og rak sporvagnana. Þetta var gert i þeim tilgangi einum að leggja það niður og þar með skapa markað fyrir framleiðsluvörur fyrirtækj- anna sem að ofan eru nefnd. Það sama var gert i öðrum stórborg- um Bandarikjanna. Þetta tryggði félögunum að bilaumferð var sá eini kostur sem völ var á^markað- urinn stækkaði. Ibúar úthverf- anna máttu nú sitja i löngum bila- lestum og eyða dýrmætri orku til þess eins að menga umhverfið, öllum til ama. Sampson fjallar um stefnu Norges og Bretlands i oliumálum, en þar vekur mesta athygli gagn- rýni hans á British Petroleum eða BP eins og við þekkjum það betur BP er að hluta til i eigu rikisins og ekki er ólikt með tengsl þess við rikið og er með tengsl islenzka rikisins við Isal og reyndar fleiri fyrirtæki sem að hluta til eru i eigu rikisins. „Fyrirtækið sýndi fljótt Frankenstein-einkennin” skrifar Sampson. Rikisstjórnum Bret- lands þótti sem I BP væru saman- komnir allir lestir einkareksturs- ins og rikisrekstursins. Valdhafar á sviði stjórnmála áttu erfitt um vik að hafa pólitiskt eftirlit með starfsemi fyrirtækisins. Fulltrúar rikisstjórnarinnar stóðu illa i stöðu sinni þegar þeir voru komn- ir i stjórn BP. Hverju sem það sætti. Stefnumiðstjórnmálamanna og hagsmunir oliufélagsins rekast oft á, Sampson tekur til meðferð- ar hvernig það sem er i ríkisins eigu hefur sveigt stefnu stjórnar sinnar til samræmingar eigin hagsmunum. 1 stuttu máli er þetta hrifandi bók og ættu allir þeir sem áhuga hafa á þvi ofurvaldi sem oliu- hringarnir eru, og hverjum meðulum er beitt til að ná mark- miðum fram, að lesa hana. — EB PlastiM Iif PLA STPOKAVE R KSMJOJA Sfmsr 82439 —82455 Vetnftgöröum 6 Bex 4064 - ReykjavIV Pipulagnir 82208 Tökum að okkur a!la pipulagningavinnu Oddur AAöller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnaríjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsuh llrelnsum j'ólfteppi og húsgögn I heimahúsuin og fjrirlækjum. Éruin meö nýjar vélar. G6Ö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 BREIDÁS Vesturgötu 3 simi 25144 Sovétríkin stærsti olíuframleiðandinn Bandaríkin og Saudi-Arabía í öðru og þriðja sæti meðal mestu olíuframleiðsluríkja heims árið 1975 Sovétrikin voru mesti oliuframleiðandi heims á siðasta ári með heildarframleiðslu ér nam 490 milljónum tonna, segir i blaðinu Petroleum Economist. Framleiðsla, ef það er rétta orðið um töku oliu, þeirra jókst á sið- asta ári um 31 milljón tonna frá árinu 1974. Bandarikin voru svo i öðru sæti með 468,5 millj. tonna magn, en Saudi Arabia var að- eins i þriðja sæti, með 333,3 millj. tonn. Hins vegar eru Sovétrikin að- eins i öðru sæti, að þvi er varðar fullhreinsun oliunnar. Banda- rikin eru á þvi sviöi f efsta sæti. Bandarikjamenn hreinsuðu 12,9 milljónir tunna af hráoliu á dag meðan Sovétmenn hreins- uðu aðeins 7,8 milljónir tunna. Aukin framleiðni. Oliuiðnaður Sovétrikjanna hefur vaxið hröðum skrefum siðustu árin og nú framleiða þeir svo gott sem allar tegundir oliuvöru. Með byltingu á tækni- sviðinu hafa þeir aukið fram- leiðni verulega og sjálf oliu- hreinsunin er meðal arðbærustu atvinnugreina sovézka efna- hagslifsins. Bandariska timaritið „Oil and ■ Gas Journal” segir að mjög aukin framleiðni i oliuhreins- unariðnaðinum, hóflegar hækk- anir launakostnaðar og óbreytt- ur rekstrarkostnaður á öðrum sviðum hafi valdið þvi að hagn- aður oliuhreinsunarfyrirtækj- anna þar i landi hafi numið 1,98 milljarði bandarikjadollara ár- ið 1973, samanborið við árs- hagnað 1,55 milljarða dollara árið 1970 og 755 milljóna dollara árið 1965. Litlar upplýsingar Tæknivæðing og endurbygg- ing sovézka oliuiðnaðarins hef- ur verið lofuð hástöfum i so- vézkum blöðum, en þau þegja vandlega um framleiðslumagn og áætlanir þar að lútandi. Slikar upplýsingar eru varð- veittar sem rikisleyndarmál. Einu tölurnar, sem nefndar eru i sovétblöðum, eru langtima- markmið I framleiðslunni. Arið 1969 skrifaði Pravda, að magn hreinsaðrar oliu áriö 1968 hafi verið 34% meira en árið 1965. Blaðið bætti þvi við að framleiðsla hreinsaðrar oliu hafi aukizt um 88% frá 1960—1968. Hlutfallsaukningin i Bandarikjunum sama timabil var 28,5%. Og samkvæmt grein i blaðinu Izvestia var einn milljarður .tonna af hráoliu hreinsaður milli 1. jariúar 1960 og 5. april 1970. Það svarar til að meðal- framleiðslan hafi verið 4,7 milljónir tunnur á dag árið 1968. Jarðgas og kjarnorka Neyzlan i Sovétrikjunum er talin vera á siðasta ári um það bil fimm milljónir tunnur á dag af fullhreinsuðum oliuvarningi. Sama ár var neyzlan i Banda- rikjunum af fullhreinsuðum oliuvörum 16,5 milljónir tunnur á dag. Samt er talið að afkasta- geta Sovétmanna á þessu sviði sé um 60% af afkastagetu bandariska oliuiðnaðarins. Það þýðir að nú er hægt að hreinsa milli 9—9,2 milljónir tunna á dag. Bandariska orkustofnunin leggur til, að stefnt verði að þvi, að árið 1980 geti bandarisk oliu- félög hreinsað 17,7 milljónir tunna á dag. Hins vegar er álitið að aukning framleiðslugetu i Sovétrikjunum verði nokkuð hægari. Ástæðan er sú að Sovét- menn leggja nú meiri áherzlu á að hagnýta jarðgas, kol og kjarnorku til að fullnægja orku- þörf sinni. i þeirri fimm ára áætlun, sem nú er nýlega gengin i gildi er einmitt gert ráð fyrir þvi. Þess vegna er aðeins gert ráð fyrir að afkastaaukning oliuhreinsunariðnaðarins þar i landi verði hægari, eða 1,9—2 milljón tunnur á dag, og af- kastagetan verði þvi orðin 10,9—11,2 milljón tunnur á dag árið 1980. Manchester City og Newcastle á Wembley Það verða Manchester City og Newcastle United sem mætast á hinum glæsilega leik- vangi Englendinga i Lundúnum, Wembley, 28. febrúar nk. i úrslitaleik deildarbikarkeppninn- ar. Bæði þessi félög eru ekki ókunnug leik- vanginum stóra, þvi ekki eru svo ýkja mörg ár siðan þau léku þar siðast. Newcastle gegn Liverpool árið 1974 og Manchester City gegn Leicester 1968. Manchester City átti i höggi við „strákana” hans Jackie Charlton á Main Road i Man chester. Fyrri leiknum sem leikinn hafði verið i Middlesbrough lauk með sigri heima- manna 1:0, og þurfti þvi City að sigra i þessum leik helzt með tveimur mörkum til þess að komast á Wembley. Þeir gerðu þó gott betur fyrir 45.000 áhorfendur sem hvöttu þá óspart allan leikinn. Strax á 4. minútu leiksins skoraði Gerard Keegan, á 11. minútu bætti Allan Oakes öðru marki við og rétt fyrir leikhlé voru mörk- in orðin 3 hjá City með góðu skoti frá Bárnes. Staðan var þvi 3:0 i leikhléi. Gamla kempan Joe Royle bætti svo 4. markinu við seint i leikn- um og 4:0yfirburðasigur Manchester City var staðreynd. Þeir komast þvi áfram á saman- lögðu markahlutfalli 4:1. Á sama tima, nokkru norðar og austar i landinu, var Lundúnaliðið Tottenham gestur Newcastle United á St. James Park. Sama gilti hjá Tottenham og Middlesbrough, þeir komu með naumt 1:0 forskot sem þeim tókst ekki frekar að halda en gestunum i Manchester. Newcastle vann 3:1 og kemst þvi áfram á hag- stæðra markahlutfalli, 3:2. Heimamenn fengu óskastart þegár á 2. min- útu leiksins þegar Alan Gowling skoraði. Þannig var staðan i hálfleik. Skömmu eftir hlé bætti Keeley við öðru marki fyrir United. A 74. minútu skoraði Nulty 3. mark Newcastle, en McAllister minnkaði muninn fyrir Spurs á sömu minútu. FH breytti um gerfi Eftir leik Gróttu og Vikings i Hafnarfirði i gærkveldi ættu menn að hætta öllum spádóm- um fyrirleiki, i það minnsta þessu Islandsmóti sem nú stendur yfir. Það hefðu vist fáir sem fylgst hafa með móti þessu að undanförnu bú- izt við þvi að Seltjarnarnesliðið ætti mikla möguleika gegn Viking. En annað kom þó á daginn. Grótta vann 19:17, og staða þess breyt- ist skyndilega i langt i frá vonlausa stöðu um björgun frá falli niður i 2. deild, sem spáð var eftir siðasta leik liðsins. Já, þetta mót er likast krossgátu. Menn eru varla búnir að jafna sig eftir óvænt úrslit, þeg- er annað og það jafnvel enn óvæntara, gerist. Leikurinn I gærkvöldi var jafn lengst framan af. Vikingur hafði yfir i leikhléi 10:9. Þegar 10 minútur voru liðnar af siðari hálf- leik átti sá einstæði atburður sér stað að Karl G. Benediktsson þjálfari Vikings var rekinn af leikvelliaf dómurum leiksins Magnúsi V. Pét- urssyni og Vali Benediktssyni. Þegar það varð var leikurinn i járnum. Missir þjálfarans af bekkjunum virtist hafa mikil áhrif á Viking- ana. Grótta komst þá tveimur mörkum yfir og héldu þvi forskoti það sem eftir var leiksins. Björn Pétursson var markahæstur hjá Gróttu með 8 mörk, en Viggó Sigurðsson hjá Vlking með 7 mörk. Við brottrekstur þjáifara Víkings kviknaði á Gróttu Enginn getur nú sagt fyrir um það hverjir verða Islandsmeistarar árið 1976 I handknatt- leik eftir stórsigur FH-inga yfir Valsmönnum i Hafnarfirði i gærkvöldi 28:23. Það var heldur ekki seinna vænna fyrir FH-inga til að gefa sér og 5 öðrum liðum möguleika á að hljóta þennan eftirsóknarverða titil. Þessi sigur er þvi ekki aðeins kærkominn FH, heldur einnig nokkrum öðrum liðum. Frá leiknum i gærkvöldi er skemmst frá þvi að segja að Hafnfirðingarnir voru eins og allt annað lið en gegn Viking á sunnudag. Þeir börðust af jötunmóð allan timann og má segja að sigur þeirra hafi verið augljós allt frá upp- hafi. Geir Hallsteinsson, og reyndar allt liöið, átti mjög góðan leik, og ef, já ef, þeir leika eins og þeir geröu i gærkvöldi, má búast við að þeir verði ósigrandi það sem eftir er. Guðjón Magnússon var bezti maður Vals i þessum leik og einnig markahæstur, með 9 mörk. Geir Hallsteinsson gerði 7 mörk fyrir FH, Viðar 6 og Guðmundur Árni Stefánsson 5, aðrir minna. . . 1 1 // Kasettuiönaöur og áspilun, \\ DUftfl | [ fyrir útgefcndur hl|ímsveitir. ) U kóra os fl. Leilih tilboía. ' 1 \\ Mifa-tónbönd Akureyrl J/ \\P0sttl. 631. Slmi (W)22136 Síðumúla 23 /ími 64900 . | Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.