Alþýðublaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866 Verkamannafélagið Dagsbrún 70 ára Alþýðublaðið árnar Dagsbrún og reykvískum verkamönnum allra heilla EKKI HÆGT AÐ BJÓÐA SAMNINGA - segir Kristján Ragnarsson — Það fer i taugarnar á mér, að sjá það haft eftir sendiherra okkar i London, hvað eftir ann- að, að við eigum að semja við Breta til tveggja ára um það aflamagn sem áður hafði verið boðið-. Það er mitt álit og stjórnar Ltú, að það viðhorf hafi nú skapast, að ekki sé hægt að bjóða neina samninga a.m.k. innan 50 milna, sagði Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Ltú i samtali við Alþýðublaðið. Stjórn Landssambands isl. út- vegsmanna hefur varað við samningum við Breta og aðra um veiðar á tslandsmiðum. Al- þýðublaðið spurði Kristján hvort ekki væri hætta á að Bretar tækju þaðsem þeir vildu með valdi, ef ekki yrði samið, einsog nú er haldið mjög á lofti. Kristján sagðist vilja láta reyna á það hvort Bretar vildu halda uppi veiðum undir herskipa- vernd. En við sæjum ekki ár- angur af útfærzlu landhelginnar ef samið yrði við Breta um veiðar innan 50 milna og eins og ástand fiskstofnanna væri orðið, þá væri tómt mál að tala um samninga. Við vrðum að sýna þann manndóm að þrauka þrátt fyrir hótanir og það væri hreint lifsspursmál að halda útlend- ingum i burtu. t ályktun stjórnar Ltú segir svo: ,,Vegna lélegs ástands þorsk- stofnsins liggur fyrir að settur verði aflakvóti fyrir árið 1976 og mun þvi hver lest af fiski, sem samið er um við erlenda aðila dragast frá þvi magni, sem Is- lendingum verður leyft að veiða, en þeim afla kann að verða náð siðari hluta sumars. Stjórn Ltú telur með öllu ó- viðunandi að viðræður fari fram við erlenda aðila um veiðiheim- ildir á tslandsmiðum, þegar fyrir liggur að legg ja þurfi hluta af fiskiskipaflotanum og loka fiskimiðunum fyrir islenzkum fiskimönnum, i þeim tilgangi að koma i veg fyrir of mikla sókn i fiskistofnana.” Eins og fram kemur i þessari samþykkt. telur stjórn Ltú hættu á, að ef samið verði við Breta verðum við búnir með okkar aflakvota nokkrum mán- uðum fyrir árslok og þvi komi samningar ekki til greina eins og Kristján Ragnarsson tók skýrt fram i upphafi. Forsætis- ráðherra mun halda til I>ondon á morgun og ræða þar við Har- old Wilson. Eftir þær viðræður ætti að koma i ljós hvort rikis- stjórnin hyggst ganga til samn- inga við Breta eða ekki. —SG að hætta veiðum NEITA BREZKU TOG- ARARNIR Afl HLÝÐA? AB — Sæmundur Guðvinsson Brezkir togaraskipstjór- ar á íslandsmiðum, eru sagðir hafa fengið fyrir- mæli frá London seint í gær, um að hlýða fyrir- skipunum skipherra varð- skipanna og hifa upp veið- arfærin og sigla brott. Jafnframt hermdu fréttir, að yfirmenn verndarskip- anna hefðu fengið skipun um að skipta sér ekki af aðgerðum varðskipanna. Sagt var að togaraskip- stjórarnir hafi neitað að verða við þessum fyrir- mælum, en þessar fréttir fengust ekki staðfestar. Varðskipið Ægir hélt áfram að stugga við brezkum togurum fyrri hluta dags i gær. Skipstjórar þeirra sýndu tregðu við að verða við skipunum Þrastar Sigtryggs- sonar skipherra um að hætta veiðum. Þröstur hafði þá sam- band við yfirmann eftirlitsskips- ins Miranda og sagðist mundu klippa á togvira brezku togar- anna ef þeir héldu áfram veiðum. Framhald á bls. 11 GEIR 0G FORU- NEYTI TIL L0ND0N Geir Hallgrimsson forsætisráðherra heldur til London4 dag, til viðræðna við Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands um land- helgismálið. Ekki er ljóst á hvaða grundvelli málin verða rædd, en i fylgd með Geir, fer fritt föruneyti. Þeirsem honum fylgja eru: Þórarinn Þórarinsson alþingismað- ur, Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður, Hans G. Andersen sendiherra, Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, Sigfús Schopka fiskifræðingur, Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og Björn Bjarnason skrifstofustjóri i forsætisráðuneytinu. —GAS i i i i i i i i i i i i „Fér, sem ritum nöfn vor hér undir, ákveðum hér með að stofna félag með oss ...” Þó að hartnær sjötlu ár séu liðin f rá stof nun Dagsbrúnar má segja, að stofnskrá félagsins sé enn í fullu gildi. I öllum aðalatriðum eru baráttumáiin og mark- miðin hin sömu. Stofn- skráin er l fimm tölu- liðum og er á þessa leið: ,,Vér sem ritum nöfn vor hér undir, ákveð- um hér með að stofna félag með oss, er vér nefnum „Verka- mannafélagið Dags- brún". AAark og mið þessa félags vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu félags- manna. 2. Aö koma á betra skipulagi að því er alla dagvinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróðurlegan sam- hug innan félagsins. 5. Að styrkja þá fé- lagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slys- um eða öðrum óhöpp- um". Verkamannafélagið Dags- brún 70 ára á mánudaginn Nú á mánudaginn eru liðin 70 ár í'rá stofnun verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Stofnendur félagsins voru ýmsir launamenn i bænum, sem töldu þá brýnt að verkamenn kæmu á formlegum félagsskap, m.a. til að fá i gildi ein- hverjar skikkanlegar reglur um vinnu á sunnudögum, en i árs- byrjun 1906 þótti sjö daga vinnuvika launa- manna jafn sjálfsögð og fimm daga vinnuvika er i dag. Á þessum timamótum rifjar Alþýðublaðið upp nokkra þætti úr sögu fé- lagsins og á innsiðum blaðsins i dag er að finna greinar og viðtöl af þessu tilefni. Verkamannafélagið Dagsbrún 70 ára Opið hús í Lindarbæ mánudaginn 26. janúar kl. 4-6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.