Alþýðublaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 2
Félag járniðnaðarmanna ^ VAllsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðar- manna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriðju- daginn 27. janúar n.k. Tillögur eiga að vera um 7 menn i stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar i trúnaðarmannaráð og 7 vara- menn þeirra. , Tillögum skal skiía til kjörstjórnar félagsins i skrifstofu þess að Skólavörðu- stig 16, 3. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 76 fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna UTBOÐ Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i máln- ingu stöðvarhúss og kæliturnaþróa Kröfluvirkjunar. Útboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, gegn kr 5000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðviku- daginn 18. febrúar 1976 kl. 11.15 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur Verður i Iðnó sunnudaginn 25. jan kl. 2. Fundarefni: Samningamálin og heimild til vinnustöðvunar. Félagar fjölmennið og sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. R0DD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Er skynsemin útlæg? alþýðu » Það fer að verða spurning, hvort islenzka samfélagið sé skynsemi gætt. Ef til vill ættum við heldur að orða spurninguna þannig, hvort samfélaginu sé stjórnað á grund- velli skynsemi og þekkingar. Hvort ráðamenn þjóðarinnar styðjist við þá þekkingu og þau visindi, sem til eru i landinu við ákvarðanir sinar, eða hvort að þeir láti guð og lukkuna ráða þvi, sem gert er hverju sinni. Það er vissulega ástæða fyrir okk- ur Islendinga til þess að leita svara við slikum og þvilikum spurningum — hvort við séum ekki i rauninni vanþróuð þjóð að þvi leytinu til, að stjórnarhættir okkar markist af öðru, en skynsemi og þekkingu. Á frumbýlingsárum íslands sem sjálf- stæðs rikis var sagt um einn helzta valdamann þjóðarinnar á þeirri tið, Jónas frá Hriflu, að hann gengi með allar áætlanir um fjármálastjórnun islenzka rikisins i vasabókinni sinni og tæki ákvarðanir eftir þvi, hvað kæmi honum i hug hverju sinni. Sú saga var t.d. um hann sögð, að þeg- ar hafizt var handa um byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir stjórnar- ráðin, sem nú heitir Arnarhvoll, hafi honum láðst að tilkynna samráð- herrum sinum, hvað til stæði og að þeir hafi fengið fregnirnar frá verkamönnum, sem voru að grafa grunninn. Þetta er ekki sagt til þess að kasta neinni rýrð á látinn heiðurs- og sómamann, þvi oft tókst Jónasi vel, en svona vasabókar/- hugljómunarstjórnarhættir eiga auðvitað að vera jafn fjarri nútim- anum i landi voru og sú tið, þegar Island átti vart nokkurn sérmennt- aðan mann á sviði hagfræði, verk- fræði, jarðfræði og annarra slikra visinda. En hafa islenzkir stjórnmála- menn i raun sagt skilið við þessa vasabókarstjórnunarhætti? Hafa þeir stuðst við þá þekkingu, sem til er i landinu — þann fjölmenna hóp sérfróðra manna, sem stjórnvöld geta nú haft sér til ráðuneytis? Við íslendingar höfum rika ástæðu til þess að efa það. Hvað má t.d. ekki segja um aðferðirnar, sem notaðar voru af stjórnvöldum i sambandi við hina miklu endurnvjun fiskiskipa- flota landsmanna. Til var stofnun — Framkvæmdastofnun rikisins — sem sett var á fót til þess m.a. að gera áætlanir um fjárfestingar og þeirri stofnun var fengið það verk- efni að gera áætlun um skuttogara- kaup enda var þar um að ræða ein- hverja mestu fjárfestingu, sem is- lenzka þjóðin hefur lagt i. En hvað gerðist? Áætlunin var vissulega gerð og hún er til enn. En hún varð marklaust og hlægilegt pappirs- gagn, þvi þáverandi ráðamönnum þjóðarinnar datt ekki i lifandi hug að styðjast við umsagnir sérfræð- inganna i einu eða neinu. Ráðherr- ann dró einfaldlega sina gömlu vasabók upp úr rassvasanum, skráði i hana einn fogara hér og annan togara þar gegn 85% lánveit- ingum úr opinberum sjóðum og nú er svo komið, að okkur er sagt, að við séum komnir i þann vitahring að geta hvorki átt og rekið öll þessi skip né heldur losað okkur við þau. Hér er siður en svo um einsdæmi að ræða. Af fjölmörgum slikum dæmum er að taka. Nýverið hafa t.d. fiskifræðingar okkar sent frá sér skýrslur um mjög alvarlegt ástand fiskistofnana á íslandsmiðum og til- lögur um ákveðnar aðgerðir. En rikisstjórnin bókstaflega blæs á þessar niðurstöður og snýr sér þannig i málinu að fyrirskipa sér- fræðingunum að reikna sömu dæm- in upp aftur og aftur. Og hvað hefur verið að gerast i orkumálunum. Ráðist er i tvær virkjunarfram- kvæmdir — Kröflu og Bessastaðaár- virkjun — án þess að nokkrar veru- legar undirbúningsrannsóknir hafi farið fram og svo, þegar sérfræðing- ur gerir grein fyrir afleiðingum ó- stjórnarinnar, þá svarar ráðherra þvi til, að þetta sé bara „rugl i hausnum á honum Knúti”. Vasa- bókin, brjóstvitið, draumarnir eða hvað svo sem það nú er, sem ræður ferð ráðherrans, segi, að allt sé i stakasta lagi. Ástandið á Islandi i þessum efnum er að þvi leyti verra, en i svörtustu Afriku, að þar vita menn ekki betur, en hér geta menn vitað betur, ef þeir bara kæra sig um. MINNING Séra Einar Guðnason Þaft er myndarlegt aö koma heim aö Reykholti, þar sem skól- inn, prestsetrið og kirkjan blasa viö, en byggð teygir sig til hliðar. Athyglin beinist, þegar nær kem- ur, að styttu Wiegelands af Snorra Sturlusyni, sem gefur á- hrifarika mynd af hinum forna höfðingja og rithöfundi. Reykholt hefur undanfarna áratugi átt sinn höfðingja á okkar tima visu, þar sem var séra Einar Guðnason prófastur. Hann var glæsimenni á velli, mikill kenni- maður og sögufróður svo að af bar. Almúgamenn, jafnt sem konungar, fylltust áhuga og lotn- ingu, er séra Einar gekk með þeim um staðinn, sagðisögu hans og skýrði frá kennileitum. Ast hansá staðnum iklæddist miklum persónuleika hans, en reisn Reykholts — og þar meö þjóðar- innar — varð stórum meiri. Séra Einari var ekki létt verk að gegna þannig óskipaður hlut- verki sem persónugerfi þessa mikla sögustaðar. Hann háði si- fellda baráttu við yfirvöld til að fá gerðar endurbætur og nauðsyn- legt viðhald fornra og nýrra mannvirkja. t þessum efnum starfaði hann með skólastjórum staðarins og öðrum áhugamönn- um og náði árangri, þótt seint yrði hann ánægður fyrir Reyk- holts hönd. Ný mannvirki skólans voru byggð til hliðar við hinn forna sögustað og er þvi tækifæri fyrir komandi kynslóð að grafa út göngin við Snorralaug og ef til vill finna bæ Snorra. Séra Einar lauk guðfræðinámi 1929 og var vigður til Reykholts þegar næsta ár. Sat hann þar við mikla virðing og vinsældir, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, og fluttust þau hjón þá á höfuðborgarsvæðið og bjuggu á Seltjarnarnesi. Hann var lengi prófastur og naut mikils trausts innan kirkjunnar. Eftirlifandi kona séra Einars er Anna Bjarnadóttir, mikilhæf og hámenntuð kona, sem alla tið stóð við hlið manns sins og jók á glæsi- brag allan við staðinn. Gestkom- ur voru að vonum tiðar á heimili þeirra en gestrisni þeirra hjóna við brugðið og jafnan upplyfting að heimsækja þau. Alþýðublaðið Það má nærri geta, að Reyk- holtsskóli naut góðs af nærveru þessara merku hjóna, sem bæði voru hámenntuð og ágætlega hæf til kennslu, og störfuðu i áratugi við skólann. Var þeim mjög um- hugað um velferð skólans og framtið hans sem og alls staðar- ins. Séra Einar var ljúfmenni og vildi hvers manns vanda leysa, glaðlyndur og vinhollur. Hann lét sér ekki aðeins annt um sóknar- börn sin, heldur og héraðið og landið allt, og fylgdist af áhuga með gangi landsmála. Það er mikill sjónarsviptir að séra Einari Guðnasyni, og sam- ferðamenn hans kveðja hann með þökk og virðingu. Ekki dugir að missa trúna á að maður komi i manns stað, en vandskipað er rúm þessa kirkju- og andans höfðingja i Reykholti okkar tima. Benedikt Gröndal. Laugardagur 24. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.