Alþýðublaðið - 06.02.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 06.02.1976, Side 3
Stefnuliós Sigurður E. Guðmundsson skrifar o Kosningar til Evrópu- þings á árinu 1978? Svo er nú að sjá, sem riki Efnahagsbandalags Evrópu muni á árinu 1978 kjósa fyrsta sinni i almennum kosningum til eigin þings, er þau nefna Evrópuþing. Hefur áhugi fyrir þvi aukizt griðarlega á siðustu árum i rikjum Efnahags- bandalagsins og er nú enginn vafi talinn lengur á þvi að beinar kosningar til þingsins muni fara fram meðal almennings, aðeins virðist enn óútkljáð hvort þær verða árið 1978 eða 1979. Þetta kemur varla neinum þeim á óvart, sem fylgzt hefur með þróun samstarfs og samstöðu vestur-evrópu-rikjanna á undanförnum árum og ára- tugum, þvi að i sjálfum Rómar-sáttmálanum (sem er grundvallarsamningur Efna- hagsbandalagsins) er kveðið á um, að kosið skuli beinum almennum kosningum til Evrópuþingsins. Þar er þess þó eigi getið hvenær þær kosn- ingar skuli fram fara fyrsta sinni, enda þingmenn þess verið kosnir af einstökum rikisþingum EBE til þessa. Fróðlegar greinar um þetta mál (sem undirritaður man ekki eftir að hafa lesið neitt um i islenzkum blöðum) birtust nýlega i timariti danska Alþýðuflokksins, Ny Politik. Voru þær eftir þá Ivar Nör- gaard (utanrikisviðskiptaráðherra Dana), dr. Ole Espersen og Knud Damgaard, sem allir eru þingmenn Alþýðuflokksins á Þjóðþingi Dana. Það er sameiginlegt öllum þessum mönnum, að þeim er ekki um það gefið að kosningar fari svo skjótt fram sem 1978 eða 1979, einn þeirra (KD) er beinlinis andvigur þeim. Rökin fyrir tregðu þeirra eru m.a. þau, að þeir telja nauðsynlegt að yngstu rikin i EBE (Bretland og Danmörk) fái ráðrúm og góðan tima til að kynnast sem bezt og öðlast reynslu af aðild sinni að EBE áður en komi til beinna, almennra kosninga á Evrópuþingið. I annan stað benda þeir á, að þegar Evrópuþing, kosið almennum kosningum, er komið til sögunnar, sé grundvöllurinn fyrir neitunarvaldi (veto) allra EBE-rikjanna i Ráðherranefndinni fallinn brott, en tilvist þess hafi á sinum tima ráðið miklu um já- kvæða afstöðu fjölmargra Dana til EBE- aðildar. Kunni þessir menn nú að telja sig svikna. I þriðja lagi benda þeir á mörg önnur rök fyrir þvi, að Dönum væri hentast að talsverður dráttur yrði á þvi, að upp verði teknar almennar kosningar til EBE-þings. 1 þvi sambandi bendir Ole Espersen m.a. á, að það sé að hans dómi (sem sjálfur á raunar sæti á EBE-þinginu nú) beinlinis hættuleg tilraun að stofna til þings, sem kosið væri i almennum kosn- ingum 1978 eða 1979. „Þegar við sjáum hver þróunin er i hinum ýmsu þjóð- þingum, þegar við ihugum hvilikur munur er á þeim innbyrðis og hve starfs- árangur margra þeirra er takmarkaður, verður maður að vera i meira lagi bjart- sýnn eigi að lita með tilhlökkun til Evrópuþings, sem myndað verður af hópum þingmanna, er verða fjarlægari hver öðrum en raun er á i þjóðþingunum sjálfum nú til dags. 1 slikum tilfellum gætu meirihluta-ákvarðanir þingsins haft mjög afdrifarikar afleiðingar (katastro- fale)”. Þrátt fyrir þetta telja þeir Ole Espersen og Ivar Nörgaard illgerlegt fyrir Dani að snúast gegn þvi, að teknar verði upp beinar kosningar til Evrópu- þingsins, ekki einu sinni beita þvi neitunarvaldi þar i mót, sem Danir hafa. Spurningin sé aðeins um að draga þær nokkuð á langinn. Báðir segjast þeir hafa gert sér vonir um að Bretar myndu verða sama sinnis, en nú sé svo að sjá, sem þeir verði það ekki. Virðist brezku jafnaðar- mepnirnir' á núverandi Evrópuþingi þeirrar skoðunar, að það sé lýðræðis- legast að beinar kosningar fari fram sem fyrst. Knud Damgaard segir i grein sinni, að verði ’ Evrópuþing kosið i almennum kosningum sé i rauninni búið að koma sambandsriki Vestur-Evrópu á laggirnar, að bandariskri og sovézkri fyrirmynd. Hann er þvi andvigur og telur að lauslegt rikjasamband V-Evrópu myndi henta betur gagnvart ýmsum póli- tiskum og efnahagslegum viðfangsefnum á heimsmælikvarða. — Þess má til fróð- leiks geta, að ráðgert er nú, að 355 menn sitji þingið, þar af 17 Danir. Hér er að sjálfsögðu mikið mái á ferðinni, sem hafa mun ófyrirsjáanleg áhrif á þróun allra mála i Evrópu á komandi timum, verði það að veruleika. Það er þvi meir en timabært fyrir okkur Islendinga að huga að þvi, hver okkar staða verður i þessari nýju stjórnmála- mynd Evrópu, fari sem horfir. Þótt við séum ekki beinir aðilar að EBE nú og verðum ef til vill ekki á næsta áratug, væri fásinna að ætla, að ákvarðanir valdamikils Evrópuþings myndu ekki geta haft mikil áhrif á lif og starf islenzku þjóðarinnar. Ef til vill komum við til með að standa frammi fyrir þvi, hvort við viljum eiga aðild að þinginu (og geta haft einhver áhrif þar i tilteknum málum (t.d. fiskveiðimálum), með likum hætti og nú er á Allsherjarþingi S.Þ.) eða vera með öllu utan þess og vilja ekkert hafa með það að gera (sem einangrunarsinnarniT i Alþýðubandalaginu munu áreiðanlega berjastfyrir), en þurfa óhjákvæmilega að sætta okkur við að ákvarðanir þess og samþykktir móti i einhverjum mæli lif okkar og störf. Smjörþefinn af siðari kost- inum, þegar illa tekst til, höfum við reyndar fengið nú um þangt skeið. Er þá átt við þá háu tolla á islenzkan fisk’, sem lagður hefur verið á i EBE-löndunum. Er hann sannarlega ekki fýsilegur. Eins og sagði i upphafi þessara orða er hér úrslitamál á ferð, sem mun að lik- indum valda verulegri breytingu á lifi og starfi vestur-evrópuþjóðanna á komandi árum og áratugum. Við íslendingar getum að sjálfsögðu ekki staðið utan við þessa þróun, hvort okkur likar betur eða ver. Þvi hljótum viðað fylgjast gaumgæfi- lega með henni og ihuga hver okkar afstaða skuli vera, þegar þar að kemur. I HREINSKILNI SAGT „Þaö fæddist lítil mús!" Sjálfsagt hafa þeir ekki verið margir, sem bundu miklar vonir við sendiför forsætisráðherra til Bretlands á dögunum. Menn svona ypptu öxlum, þegar bezt lét, en fannst að ekki væri sérstök ástæða til að hafa af honum te- drykkjuna. Hitt liggur auðvitað í hlutarins eðli, að það var f yrst og fremst Breta, að koma hingað til viðtals, þar sem það eru þeir, sem eru að betla um okkar lifs- björg. Nóg um það. Nú hefur skýlunni, sem yfir viðræðunum lá, verið iyft af, og nú geta menn farið að hugleiða, ef þeim þykir það þess vert, hvað hafi valdið þessari óskaplegu leynd yfir þvi, sem lítið eða ekkert var! Ungir Framsóknarmenn hafa getiö sér þess til, að léleg málakunnátta forsætis- ráðherra eigi hér aöalsökina. Eflaust geta þeir úr flokki talað, miöað við sina kunnáttu. En varla verður það þó talið haldbær skýring. Hitt er likara, að töfin hafi ekki siður orsakazt af þvi, að nokkuö örðugt hafi reynzt að bræða saman sjónarmiðin, til þessaðopinbera ekki, eða máske moka ekki snjóhulunni af jarð- sprungunni milli stjórnarflokkanna. Þetta stóð reyndar til hálfs upp úr utan- rikisráðherra, þótt ekki væri sagt berum orðum. En sé vikið að árangri sendifararinnar, er bezt að segja það umbúðalaust, að hann var þó skárri en vænta mátti. Þar er átt við að lslendingar fengu að sjá undir ábreiðuhornið hjá Bretum, og geta nú i krafti þeirrar vitneskju metið sina stöðu afdráttarlausar. Yfirlýsing brezku stjórnarinnar um, að strandriki eigi að hafa óskoraða yfirsókn um, hvað veiða megi á miðum þess, mætti vera nokkurs virði. Skilgreining þeirra á slikri yfirsókn stangast raunar illilega við hið fyrra. En varla verður framhjá þvi horft, að hér gefst íslendingum ágætur kostur á áróðri fyrir þvi, sem einlægt hefur fyrir okkur vakað, að við getum helgað okkur einka- rétt á fiskimiðunum, meðan við erum i öllum færum að taka allan afla, sem fisk- stofnarnir leyfa. öllum má vera ljóst, og Bretum er það eflaust lika, að skilyrðislaus réttur strandrikis til ákvarðana um veiöi og for- gangsréttur þess til aflans, getur ekki farið saman við veiðiheimildir til annarra, nema eftir linum, sem strand- rikið leggur. Ef þessi viðurkenning liggur fyrir svört á hvitu, er hægara um vik. Hitt kemur engum á óvart, þótt Bretar reyni að fara i kringum þá yfirlýsingu með ismeygilegum samningatilraunum. Grundvelli þeirra hefur nú verið hafnað, og um það eru allir sammála. Samhliða þessu hefur svo rikisstjórnin valið þann kost, að bjóða upp á frekari samninga- viðræður til skamms tima. Þetta boð hafa Bretar þekkzt, og tóku sér reyndar engan frest til að ihuga málið. Við skulum nú gera ráð fyrir, að samningamenn þeirra heimsæki okkur i þetta sinn. Vissulega fylgir alvarlegur böggull þessu skammrifi, hin tviþætta hótun þeirra um, að ef togarar þeirra fái ekki að veiða „áreitnislaust” innan fiskveiðilög- sögunnar meðan á samningum kynni að standa, muni herskipin verða send inn á miðin aftur, og að þeir muni þá taka miklu meiri afla með valdi, en þaö sem þeir, af gæzku sinni, bjóöast til að semja um! Erfitt er að hugsa sér, að sjálfstæð þjóð beygi sig undir annað eins. Við höfum Þrátef li ? bitra reynslu af þvi að semja eða sam- þykkja eitt eða annað undir byssukjöftum og hótunum um beitingu vopna. Af þvi leiðir beint, að stjórnvöld geta ekki, hvað sem vilja þeirra liður, annað en gert Bretum ljóst, að þessar aðfarir séu ekki leiðin til neinna samninga, hversu skammvinnir sem þeir ættu að vera. Við skulum bara gera okkur ljóst, að Bretum er æði óhægt um vik, að hóta okkur eða beita vopnavaldi, vegna málefnis, sem þeir eru að beita sér fyrir i EBE, að nái fram að ganga. Þennan tviskinnung i afstöðu þeirra og aðstöðu, eigum við að notfæra okkur hlifðarlaust. Það er harla óliklegt, að hótanir unt aðra innrás herskipa inn i islenzka fisk- veiðilögsögu. sé annað en mannalæti, sem henta þykir aö hafa uppi þar heima. Slikt er þeim ekki ofgott, meðan við látum þau mannalæti sem vind um eyru þjóta og höldum okkar einurð. 1 annan stað er vart unnt að búast við þeirri reginheimsku þeirra, að koma hingað til viðræðna með sama hugarfari um „rétt” sinn og hingað til hefur birzt. t þessari skák er nú að koma upp þráteflisstaða þar sem við erum sannarlega ekki i meira timahraki en Bretar. Föstudagur 6. febrúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.