Alþýðublaðið - 06.02.1976, Qupperneq 11
Tónleikar í Félagsstofnun í kvöld
I kvöld kl. 20.30 verða tónleikar
i Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut. >ar leika tveir ungir
menn, Arnaldur Arnarson og
Pétur Jónasson á tvo gitara, ein-
leik og samleik. Það mun vera
sjaldgæft að efnt er til samleiks á
gitar hér á landi. A efnisskrá
tónleikanna verk eftir Barch,
Albeniz, Sor, Carulli, Duarye og
fleiri.
Flytjendurnir eru ungir að
árum og stunda nú mennta-
skólanám. Þeir hafa báðir
stundað nám i klassiskum gitar-
leik frá 10 ára aldri.
A myndinni er Pétur til vinstri
en Arnaldur til hægri. eb
Benzínstöðin við Hólmsá er
orðin hitamál í borgarráði
Sl. þriðjudag var enn
rætt í borgarráði um
byggingu olíu- og benzín-
af greiðslustöðvar við
Hólmsá. Að þessu sinni
var lagt fram að nýju
bréf trygginga- og heil-
brigðismálaráðuneytisins
varðandi þessa fram-
kvæmd, svo og bréf
vatnsveitustjóra og bréf
heilbrigðismálaráðs. Af-
greiðslu málsins var
frestað og ákveðið að
taka það fyrir að nýju á
næsta fundi borgarráðs.
Mál þetta er að verða allt hið
viðkvæmasta. Vatnsveitustjóri
telur sig ekki geta mótmælt
staðsetningu stöðvarinnar, þar
sem hún er fyrirhuguð, sem
rökum um verndarsjónarmið
vatnsbóla i huga. Heilbrigðis-
málaráð vill hins vegar enga
áhættu taka i þessu máli vegna
nálægðar fyrirhugaðrar stöðvar
við vatnsból Reykvikinga,
Gvendarbrunna.
Þrátt fyrir að fyrir liggi rann-
sóknir á rennsli jarðvatns á
þessum slóðum, hafa menn ekki
getað orðið á eitt sáttir um af-
stöðu i þessu máli.
Vatnsveitustjóri telur að ekki
stafi hætta af staðsetningu
slikrar stöðvar á þessum stað og
ekki séu likur til þess að benzin
eða olia geti komizt frá stöðinni
i vatnsbólið.
Þó að málið verði tekið fyrir i
borgarráði n.k. þriðjudag er
talið óvist með öllu áð fullnaðar-
afgreiðsla fáist, en blaðið mun
fylgjast með framgangi málsins
og meðferð þess.
Almennur fundur í Þorlákshöfn um lækkandi fiskverð
Skipstjórar og útgerðarmenn héldu fund í Þorlákshöfn 1. febrúar síðastliðinn, og
varfiskverð og sjóöakerfi sjávarútvegsins tilefni fundarins. Lýsti fundurinn al-
gerri samstöðu með störf samstarfsnefndar sjómanna, og telja fundarmenn að
nefndin hafa unnið vel að málum sjómanna.
Skipstjórar og
útgerðarmenn
mótmæla
Fundurinn mótmælir seina-
ganginum sem hefur orðið á
framkvæmd uppstokkunar sjóða-
kerfisins, og samningamálum
sjómanna og útgerðarmanna.
Einnig mótmælir fundurinn þeirri
fiskverðslækkun sem hefur orðið i
janúar. Telja fundarmenn að ekki
komi fram rétt fiskverð fyrir
hvern og einn netabát, þar sem
forsendan er tekin á ársgrund-
velli troll- og netafisks.
1 fréttatilkynningunni kemur
fram, að nær 40% af afla Þorláks-
hafnabáta sé verðfelldur með
ákvörðun Verðlagsráðs. Lýsa
fundarmenn þvi algjöru van-
trausti á fulltrúa sina i Verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Fundurinn
mótmælir einnig framkominn til-
lögu Fiskveiðilaganefndar um
breytingu á togveiðisvæði frá
Þjórsárósi að Hafnarnesi. Að lok-
um lýstu fundarmenn óánægju
með hvernig staðið er að gerð
friðunarsvæðis á Selvogsbanka.
G.G.
VERKFRÆÐINGAR HAFA
SAGT UPP SAMNINGUM
„Verkfræðingar sem starfa hjá
Reykjavikurborg, hafa nú sagt
upp kjarasamningum sinum, og
einnig þeir verkfræðingar sem
vinna hjá verkfræðiskrifstofum,
en þeirra samningar renna út um
mánaðarmótin næstu,” sagði
Gunnar Gunnarsson verk-
fræðingur, en hann á sæti i
viðræðunefnd Stéttarfélags verk-
fræöinga, sem á nú i viðræðum
við nefnd af hálfu borgarinnar um
nýja kjarasamninga. Er blm. Al-
þýðublaösins spurði Gunnar um
nýjar kaupkröfur verkfræðinga,
sagði hann.
„1 viðræðunum við fulltrúa
borgarinnar, er reynt að leita að
nýjum lausnum til að breyta
launamálum verkfræðinga. Við
förum ekki fram á neinar form-
legar kaupkröfur, heldur viljum
við reyna að leiðrétta þá öfug-
þróun sem hefur átt.sér stað i
launamálum verkfræðinga frá
árinu 1967. Þá voru laun verk-
fræðinga miðuð við laun hjá fimm
sérstökum iðnaðarstéttum, en
þróunin hefur verið slik, að við
þyrftum 100% launahækkun ef við
ættum að halda i við þessar
iðnaðarstéttir. Við höfum sem
sagt dregist aftur úr visitölunni.
Viö höfum alis ekki fárið fram á
neina 100% kauphækkun, en viö
vonumst til að geta leiðrétt þessa
öfug þróun sem hefur átt sér stað.
Hins vegar hafa engar samninga-
viðræður átt sér stað á milli
verkfraaðinga sem vinna á verk-
fræðiskriftofum og þeirra yfir-
boðara, en búast má við að þær
hefjist fljótlega , sagði Gunnar
Gunnarsson að lokum.
KYNNI
Einmana tæplega fertugur maður með
góða menntun óskar eftir kynnum við
barnlausa konu á likum aldri með sambúð
i huga. Æskilegt að konan ráði yfir hús-
næði. Tilboð sendist blaðinu merkt:
Prúðmenni.
Framkvæmdarstjóri
óskast
Starf framkvæmdarstjóra við Rækju-
vinnsluna h/f, Skagaströnd er laust til
umsóknar. Þekking á niðursuðuiðnaði
æskileg.
Upplýsingar i sima 95-4652, kl. 20.30 til
22.00. Umsóknir sendist fyrir 20. þ.m. til
Jóns Jónssonar Bogabraut 24, Skaga-
strönd.
ÚTB0Ð
Sigluf jarðarbær óskar eftir tilboðum i sölu
á eftirfarandi efni fyrir Hitaveitu Siglu-
fjarðar.
1. Stálpipur
2. Þenslustykki
3. Þensluslöngur
4. Einangrun utan um stálpipur
5. Lokar
Útboðsgögn verða afhent i Verkfræðistofu
Guðmundar G. Þórarinssonar Skipholti 1,
Reykjavik.
Skilafrestur er til 26. febrúar.
Bæjarverkfræðingur.
Das Pronto
leir, sem harðnar án brennslu. —
Heildsölubirgðir fyrirliggjandi.
Brennipennar fyrir tré einnig fyrirliggj-
andi i heildsölu.
HABO
Umboðs- og heild-verzlun
Simi 26550.
Hhefur opið
pláss fyrir
hvern sem er
Hringið í tiORNlD
sími 81866
- eða sendið greinar á ritstjórn
Alþyðublaðsins,
Síðumúla 11,
Reykjavík
Föstudagur 6. febrúar 1976.
Alþýðublaðið