Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 5
alþýdu-
blaðíö
Laugardagur 20. marz 1976
VETTVANGUR 5
IÐNAÐURINN ER
OLNBOGABARN í
ATVINNULÍFINU
Bjarni Bragi Jónsson:
„Iðnaðurinn ekki
óskabarnið á þjóðar-
heimilinu.”
Það velferðarþjóðfélag sem
við fslendingar byggjum i dag
er að mestu grundvallað á fisk-
veiðum. Fjárhagsleg velferð
okkar byggist á þvi að vel
veiðist og markaðsverð sé við-
unandi.
Það má hverjum manni vera
ljóst að það þjóðfélag, stendur
nokkuð höllum fæti, sem byggir
lifsafkomu sina á aðeins einni
atvinnugrein. Ekki má mikið
útaf bera til þess að þjóðin i
heild verði fyrir miklum efna-
hagslegum skakkaföllum. Það
hlýtur að vera nauðsynlegt að
dragreipi þjóðarskútunnar séu
brugðin úr ffeiri en einum þætti.
Hvað er til ráða
Mikið hefir verið rætt hvað
vænlegastsé tilúrbóta, og menn
ekki allir á eitt sáttir. Verðmæt
jarðefni eigum við fslendingar
ekki i þeim mæli að nýtanleg
séu. En náttúra landsins er
samt sem áður ekki gjörsneydd
verðmætum þvi orkulindir
eigum við nægar.
Það er ekki langt i að oliu-
lindir og kolanámur jarðar
þrjóti, og þvi er ódýr orka i
likingu við vatns- og gufuafl
gulls igildi.
Frekari iðnvæðing og
skynsamleg áætlana-
gerð
Það virðist þvi liggja
nokkuð ljóst fyrir að i þeirri við-
leitni að fjölga undirstöðu-
atvinnuvegum þjóðarinnar, sé
frekari iðnvæðing grundvölluð á
skynsamlegri nýtingu orkulinda
markmið sem stefna beri að.
Hingað til hefir of litið borið á
skynsamlegum langtima-
áætlunum i iðnaðaruppbygg-
ingu landsmanna, allt of oft
hafa skammtimasjónarmið
verið látin ráða. Við megum
ekki einblina um of á vandamál
dagsins i dag, við verðum einnig
að lita til framtiðarinnar.
Ráðstefna um iðnaðar-
mál
Rannsóknarráð rikisins
gekkst nýlega fyrir ráðstefnu
um iðnaðarmál.
Einn af þeim sem fluttu erindi
á ráðstefnunni var Bjarni Bragi
Jónsson, hagfræðingur og for-
stöðumaður Áætlanadéildar
Framkvæmdastofnunar
rikisins. Erindi Bjarna fjallaði
m.a. um stöðu iðnaðar i þjóðar-
búskapnum, og ræddi hann
hagræna þróunarsögu iðnaðar-
ins i stórum dráttum.
t erindi hans kom fram að til
þess að komast á nútimastig
tekjumyndunar og hagsældar
þurfa að heita má allar þjóðir að
ganga gegnum iðnbyltingu, þ.e.
öra umbreytingu frá hand-
verksháttum miðalda við hlið
sjálfsbjargarbúskapar i land-
búnaði til þeirra vélvæddu
atvinnuhátta er við þekkjum af
hversdagslegri reynd.
Upphafið
Upphaf verksmiðjuiðnaðarins
telur Bjarni að hafi legið i fyrstu
vinnslu innlendra hráefna frá
sjávarútvegi og landbúnaði.
Þessi vinnsla hafi skapað þá
tækniþekkingu og reynslu sem
nýttist til hliðstæðs framtaks
fyrir innlendan markað, svo
sem smjörlikisgerð, ölgerð,
fatagerð, skógerð, svo og með
framleiðslu ýmissa nauðsynja
hinna hefðbundnu grundvallar-
atvinnuvega.
Aðstæður
ekki góðar
Þa kemur fram að flest af
þessum frumgróðri iðnaðarins
spiraði á uppgangstimanum
fyrir 1930 eða kreppu og hafta-
timanumnæsta áratug á eftir.
Maður verður að gera sér
ljóst hvilikt vandamál hinn upp-
vaxandi iðnaður átti við að
striða á timum haftabúskapar
og kreppu til þess að geta litið
raunsætt á möguleika iðnaðar
til að festa djúpar rætur hér
á landi.
A heildina litið hefir þróun
iðnaðarins verið viðunandi. Á
þeim timum sem skilyrði hafa
verið hagstæð hefir iðnaðurinn
samstundis tekið vaxtakippi,
sem hann getur verið full-
sæmdur af. „Jafnframt þessu
hefir iðnaðurinn verið sparneyt-
inn á fjármuni og fyrirferðalitill
i athygli og átaki stjórnvalda og
almennings, sannarlega ekki
óskabarnið á heimilinu.”
„Arangri sinum hefir hann
náð með þvf að gripa þau færi
sem gáfust og stundum voru
öðrum ætluð og þrengja sér
þannig inn á æ viðari svið.”
Framtiðarmarkmið
Bjarni benti einnig á
að þótt stöðnun eða samdráttur
hafi orðið á framleiðslumagni
viðast hvar undanfarin tvö ár,
hefir iðnaðarframleiðsla til út-
flutnings aukistþó ekki sé talin
með framleiðsla áls og fisk-
afurða. Meðaltalsaukningin frá
árinu 1969 er um 14,7%.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
frá sfðasta ári hefir vöxturinn á
siðasta ári numið 11%, þótt
algjör stöðnun og jafnvel sam-
dráttur yrði i öðrum greinum
iðnaðar.
Þykir þetta benda til þess að
útflutningsiðnaður geti i reynd
orðið sá vaxtarbroddur fram-
fara, sem taki að nokkru við af
sjávarútvegi. — ES'
Iðnaður I stórum stil... Úr álverksmiðjunni i Straumsvik
oe smáum.úr litlu islenzku iönverkstæöi. Eitt af frumsporum islenzks iðnaðar:
’ b Vinnsla mjólkurafurða.