Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 10
14 FRÁMORGNI Laugardagur 20. marz 1976 bla^M1 Sendandi Síðasta sjónvarpskrossgátan verður á dagskránni í kvöld og að venju er það Edda Þórarinsdóttir sem kynnir. Boðið að skoða og smakka mat Undanfarin þrjú ár hafa nemendur Hótel- og veitinga- skóla tslands haldið sýningu til kynningar á starfsemi skólans. Slik sýning verður haldin i húsa- kynnum skólans i Sjómanna- skólanum nk. sunnudag, 21. marz, og stendur frá kl. 10.30 árdegis til kl. 19.00 um kvöldið. Auk kynningar á skólastarf- inu er þessari sýningu ætlað að kynna fólki hina miklu fjöl- breytni i störfum framreiðslu’ og matreiðslumanna. - Þarna verður sýndur undir- búningur og framleiðsla á ýms- um mat og dreift verður upp- skriftum að nokkrum ljúffeng- um drykkjum og réttum. Fólk getur fengið að bragða nokkra rétti sem verða útbúnir jafn- óðum og einnig verða seldir ýmsir heitir og kaldir réttir. Matreiðslunemar á siðasta námsári sýna kalda skreytta kjöt- og fiskrétti sem þeir hafa unnið undir leiðsögn meistara sinna, en veitingastaðirnir, sem nemarnir eru við nám á, gefa hráefnið. Þarna verður islenzkt kalt borð og sænskt kalt borð. Framleiðslunemar sýna dúk- uð og skreytt borð fyrir ýmis tækifæri. Þeir munu auk þess sýna serviettubrot sem t.d. hús- mæður gætu haft gamán af að sjá og læra. Nemar verða með sýni- kennslu i kjöt- og fiskskurði og leiðbeina um ýmsar matreiðslu- aðferðir á þvi hráefni er þeir vinna úr. Reykt matvæli verða einnig kynnt og sýndar verða kvikmyndir um framreiðslu og matreiðslu. Eru allir velkomnir á þessa sýningu. Aðgangur er ókeypis. - á Skaganum Skagaieikflokkurinn frumsýndi sl. laugardag 13. marz sjónleikinn „Gisl” eftir irska höfundinn Brendan Beham, i þýðingu Jónasar Árnasonar. Leikstjóri er Herdis Þorvalds- dóttir og er þetta hennar fyrsta verk sem sett er á svið. Ljósameistari er Kristinn Danielsson, ljósameistari frá Þjóðleikhúsinu og undirleik ann- ast úlrik Ölason. „Gisl er annað verkefni Skaga- leikflokksins á þessu leikári, en hið fyrra var Fórnarlambið eftir Yrjö Soini. Með aðalhlutverk i „Gisl” fara þau Halldór Karlsson, sem leikur Pat og Þórey Jónsdóttir sem leik- ur Meg, en alls eru leikarar 16 talsins. Er sýning á leiknum i dag, laugardag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ INN Á HVERT HEIAAILI Halldór Karlsson (t.v.) og Þorsteinn Ragnarsson (t.h.) i hlutverkum sinum. ANGARNIR DRAWN BY Df.HNIS '.OLLINS VVRIIILN BY MAURICt DODD Pla.sl.os lif Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur AAöller Grensásvegi 7 Simi 82655. pipulagningameistari 74717 og 82209. Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laúgardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftlr lokun: Upplýsing^simi 51600. Fasteignasalan ^Laugavegi 18^_ simi 17374 ÚLFAR JAC0BSEN Feröaskrifstofa Austurstræti 9 Farseölar um allan heim Simar 13499 og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.