Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Laugardagur 20. marz 1976 biaöið
ðu-
- :
Akveðið hefur verið að efna til
aukasýningar á bellettum þeim
sem frumsýndir voru i Þjóðleik-
húsinu i byrjun þessa mánaðar.
Sýningin verður i dag laugar-
dag, kl. 15 og verður i formi
fjölskyldusýningar.
Verð aðgöngumiða verður hið
sama og á barnasýningar.
Ilér er um að ræða þrjá ball-
etta: „Or borgarlifinu”, eftir
Unni Guðjónsdóttur, við tónlist
Þorkels Sigurbjörnssonar,
„Dauðinn og stúlkan” eftir
Alexander Bennett við tónlist
Schuberts og nokkur atriði úr
„Þyrnirós'u” i dansgerð
Bcnnetts við tónjist Tsjai-
kovskis.
i sýningunni koma fram is-
lenzki dansf lokkurinn og
nemendur úr Listdansskóla
Þjóðleikhússins.
Alls koma um 30 dansarar
fram i sýningunni. Myndin er úr
balletti Unnar, Or borgarlifinu.
Fremst á gólfinu: Auður
Bjarnadóttir sem dansar dótt-
urina.
Danskt alþýðuleikhús
væntanlegt til íslands
Carmen slær öll met
Á sunnudags-
kvöldið verður 40.
sýning á óperunni
Carmen í Þjóðleik-
húsinu.
Á sýning-
unni syngur brezki
söngvarinn Simon
Vaughan hlutverk
nautabanans í stað
Jóns Sigurbjörns-
sonar.
Mun hann syngja
a.m.k. i þremur næstu
sýningum.
Sigriður Ella Magnús-
dóttir syngur Carmen,
Magnús Jónsson Don
José, en aðrir helztu
söngvarar eru: Ingveldur
Hjaltested, Elin Sigur-
vinsdóttir, Svala Nielsen,
Kristinn Hallsson, Garð-
ar Cortes, Hjálmar
Kjartansson og Halldór
Vilhelmsson. Hljóm-
sveitarstjóri er Ragnar
Björnsson.
Rúmlega 21 þúsund
manns hafa nú séð
Carmen og hefur engin
önnur ópera sem bjóð-
leikhúsið hefur sýnt náð
slikum vinsældum. Sú
ópera komst næst
Carmen hvað fjölda
sýningargesta snerti var
Rigoletto en hana sáu
18.605 manns.
Mikil aðsókn er ennþá
að Carmen, en búast má
við að sýningum taki þó
senn að fækka.
MIKIL GRÖSKA í STARFSEMI
LEIKFÉLAGS SELTJARNARNESS
Anne-Lise Gabold f hlutverki sinu i „STÖVLER OG
SKO” sem væntanlcgt cr til tslands á næstunni.
Leikfélag Seltjarnar-
ness var stofnað 13.
október 1971.
Fyrsti formaður þess
var Sigurður Sigmunds-
son, en núverandi
formaður er Guðjón
Jónatansson.
Félagið sýndi árið
1972 einþáttungana
Jóðlif eftir Odd Björns-
son og Sköllóttu söng-
konuna eftir Ionesco.
Árið 1973 sýndi leik-
félagið barnaleikritið
Gosa eftir Jóhannes
Steinsson, Geimfarann
eftir Hreiðar Eiriksson
árið 1974 og með það
leikrit fór 4 manna leik-
flokkur til Álandseyja i
tilefni 10 ára afmælis
sambands finnsk-
sænskra áhugaleikara.
Leikfélagið hefur
jafnframt efnt til fimm
framsagnarnámskeiða
og notið þar leiðsagnar
Péturs Einarssonar,
Hákons Waage, Jóns
H jartarsonar og
Ingunnar Jensdóttur.
19. febrúar s.l. kom
finnskur leikflokkur frá
Braga Dramaten í
Helsinki I boði Leik-
félags Seltjarnarness og
hafði 4 sýningar í
félagsheimilinu við
Buddy og Peggy Evans (Hilmar Oddsson og Guðrún
Brynja Vilhjáímsdóttir.
ágætar undirtektir.
Einnig tók félagið á
móti og liðsinnti finnska
leikflokknum Tila-
teatteri frá Helsinki ár-
ið 1974.
Næsta verkefni Leik-
félagsins nefnist
„Hlauptu af þér hornin”
og er eftir bandariska
leikritaskáldið Neil
Simon.
„Hlauptu af þér horn-
in” er gamanleikur í
þrem þáttum. Leik-
stjóri er Helgi Skúlason
en leikmynd gerði
Steinþór Sigurðsson.
Leiktjaldasmiði og
allan annan undirbún-
ing hafa félagsmenn
unnið sjálfir, en nokkur
fyrirtæki hafa lánað
leikmuni og búninga.
Leikendur í þessu
verki eru: Jóhann
Steinsson, Hilmar
Oddsson, Jón Jónsson,
Jórunn Karlsdóttir,
Þórunn Halldórsdóttir,
Guðrún Brynja
Vilhjálmsdóttir og Guð-
jón Jónatansson.
Frumsýning á
„Hlauptu af þér hornin”
verður i Félagsheimili
Seltjarnarness þriðju-
daginn 23. marz n.k. og
hefst kl' 9 s.d.
Næstu sýningar þar á
eftir verða á fimmtu-
dagskvöld og sunnu-
dagskvöld.
Jafnframt hefur leik-
félagið mikinn hug á að
fara með leikinn til nær-
liggjandi byggðarlaga
og þá helzt i samvinnu
við áhugafélög á við-
komandi stöðum. jss
Við rákumst á það i
dönsku blaði, eigi alls
fyrir löngu, að danskur
leikflokkur væri væntan-
legur hingað til lands.
Okkur tókst ekki að
hafa upp á þeim sem hafa
þann heiður að bjóða
listafólkinu hingað, en
okkur þykir engu að siður
rétt að segja i stórum
dráttum frá þvi sem það
hefur upp á að bjóða.
Verkið sem leikflokkur-
inn sýnir núna heitir
„STÖVLER OG SKO” og
er eftir Erik Knudsen.
Sýningar eru orðnar 60 og
hafa þær notið mikilla
vinsælda i Danmörku.
Am.k. 60 sýningar tii
viðbótareru fyrirhugaðar
i Danmörku, auk þeirra
sem verða á íslandi og i
Sviþjóð.
Með aðalhlutverkið i
„STÖVLER OG SKO” fer
Anne-Lise Gabold en auk
hennarkoma fram: Gyrd
Löfqvist, John Hahn Pet-
ersen og Finn Nielsen.
TÚNLEIKAR
„Brottnámið ur
kvennabúrinu”
Hljómsveit Tónlistar-
skólans i Reykjavik,
heldur tónleika i
Háskólabiói, laugar-
daginn 20. marz kl. 2.30
siðdegis.
Stjórnendur eru:
Marteinn Hunger Frið-
riksson, Stanley
Hrynuik og Jón Sigurðs-
son.
A efnisskrá eru þessi
verk:
Forleikur að óperunni
„Brottnámið úr
kvennabúrinu” eftir
W.A. Mozart.
Konsert nr. 3 i A-dúr
fyrir selló og hljómsveit
i útgáfu F. Pollain eftir
Carl Ph. E. Bach.
Einleikari Inga Rósa
Ingólfsdóttir.
Litil sinfónia fyrir blás-
ara: C. Gounod.
Variations
Symphoniques eftir
César Franck.
Einleikari: Hrefna U.
Eggertsdóttir.