Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL
alþýðu’
Laugardagur 20. marz 1976 biaðíð
blaöiö
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur:
Reykjaprent hf. Tæknilegur fram-
kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit-
stjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnars-
son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I
Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingar: sími 28660 og 14906. Prentun:
Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur i
lausasölu. _________________ ________________
Verðstöðvun - eða hitt þó heldur
Af og til — svona á milli þess, sem menn hlýða
á fregnir af nýjum verðhækkunum — kemur
fólki verðstöðvunin i hug, sem ólafur Jóhannes-
son setti einhvern tima fyrir langa löngu.
„Hvernig er þetta með verðstöðvunina? ” spyr
fólk. „Er hún enn i gildi, eða hefur hún verið
afnumin?” Viðskiptaráðherrann hæstvirtur er
leiddur fram i sjónvarpi eða útvarpi og spurður.
Og hann svarar kampakátur að auðvitað sé
verðstöðvun enn i gildi á íslandi. Þannig berast
okkur þau merkilegu tiðindi, að á þvi herrans
ári 1975 hafi orðið rúmlega 50% verðbólga i
verðstöðvun og að 27% hækkun á gjaldskrá hita-
veitu Reykjavikur og 30% hækkun á afnota-
gjöldum útvarps og sjónvarps breyti þvi ekki,
að verðstöðvun sé á íslandi. Þegar saga þessa
timabils verður rituð einhvern tima siðar meir
verður það merkilegast, að aldrei hafi verð-
stöðvun verið lögboðin jafn lengi i landinu — og
að aldrei hafi verðlagshækkanir orðið jafn mikl-
ar og á þessu verðstöðvunartimabili. Þannig er
öll efnahagsstefna núverandi valdhafa. Þar rek-
ur sig eitt á annars horn og öll orð, sem nota á til
þess að reyna að lýsa stefnunni, reynast öfug-
mæli — alveg eins og verðstöðvunin þýðir i raun
óðaverðbólga. Ráðherrarnir gætu þvi tekið
undir með Páli postula og sagt: „Það góða, sem
við viljum, gerum við ekki, en það illa, sem við
ekki viljum, gerum við.”
Jafnari atkvæðisréttur
Um 1250 Suðurnesjamenn afhentu forseta
Sameinaðs alþingis undirskriftarlista i fyrra-
dag, þar sem þeir mótmæla atkvæðamisrétti i
alþingiskosningum. Frá þvi breyting var siðast
gerð i þessum efnum hafa miklir tilflutningar
fólks átt sér stað. Einkum og sér i lagi hefur
fólkinu fjölgað i Reykjaneskjördæmi, en þar
þarf nú tvöfalt fleiri kjósendur á bak við kjör-
dæmiskjörinn þingmann en að meðaltali yfir
landið allt. Samhliða þessu hefur komið upp sú
staða, að það getur gerzt, að flokkur, sem fær
10% atkvæða i alþingiskosningum, komi engum
þingmanni að, en flokkur, sem fær helmingi
færri atkvæði, fái fleiri en einn þingmann.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka nákvæm-
lega jafnt tillit til allra i alþingiskosningum
þannig, að hvert atkvæði sé jafngilt án tillits til
þess, hvar það er greitt á landinu. í fyrsta lagi
þyrfti þá i hverjum kosningum að færa þingsæti
á milli kjördæma. í annan stað myndi þá meiri-
hluti þingmanna koma frá einu horni landsins —
þaðan, sem mestur aðflutningur fólks er,
þjónusta bezt og ýmsar aðstæður hag-
kvæmastar. Áhugi er ekki fyrir hendi hjá
neinum aðila að ganga svo langt i endurskoðun á
skiptingu þingsæta á milli kjördæma enda
verður einnig að taka tillit til byggðasjónarmiða
i þessu sambandi.
Allir flokkar munu hins vegar sammála um,
að atkvæðamisréttið sé orðið of mikið, eins og
nú standa sakir. Umræður eru þegar hafnar
innan flokkanna um leiðir til úrbóta og eitthvað
hefur verið ræðst við á milli flokka um málið
Ýmsar hugmyndir hafa komið fram, m.a. sú, að
ekki þurfi að gera breytingu á stjórnarskrá til
þess að leiðrétta þetta heldur nægi e.t.v. að
breyta lögum um úthlutun uppbótaþingsæta
þannig, að fjölmennustu kjördæmin geti fengið
fleiri uppbótarsæti. Er liklegt, að þessi mál
komi mjög til umræðu og athugunar á næstunni
og að ekki liði langur timi áður en þær
breytingar verði gerðar, sem stuðla að jafnari
atkvæðisrétti landsmanna.
Réttarvernd
heldur fund
um meðferð
og skipan
opinberra
mála
Félagið íslenzk réttarvernd
hefur ákveðið að boða til al-
menns kynningarfutular um
meðferð og skipan opinberra
mála. Fundurinn verður hald-
inn á Hótel Esju á miðvikudag
og hefst klukkan 20:30.
Ræður flytja þeir Sigurður
Gizurarson, sýslumaður á
Húsavik, og Sigurgeir Jónsson,
bæjarfógeti i Kópavogi. Sig-
urður fjalla um hugmyndir um
stofnun umboðsmannsembættis
hér á landi, en Sigurgeir um
nýtt frumvarp til laga um rann-
sóknarlögreglu rikisins, skipan
dómsvalds og meðferð opin-
berra mála.
Að loknum ræðum geta fund-
armenn borið fram fyrirspurn-
ir. Stjórn Islenzkrar réttar-
verndar hefur ákveðið að halda
félagsfund i næsta mánuði, þar
sem rætt verður um rekstur al-
mennrar, lögfræðilegrar
þjónustuskrifstofu. —AG
TILRAUNIR MEÐ
NÝTT KOL-
MUNNATROLL
Norðmenn eru um þessar
mundir að gera tilraunir með
nýja gerð af kolmunnatrollum.
Þessi troll eru með víðara opi
en áður hefur tiðkazt á þessum
veiðarfærum.
Það hefur verið eitt helzta
vandamálið við kolmunnaveið-
arnar að vegna þess að fiskurinn
er veiddur á allmiklu dýpi, þenst
hann Ut þegar trollið er dregið
upp.
Sé komið of mikið magn i troll-
ið, verður þenslan það mikil að
hún rifur pokann og aflinn næst
ekki.
Lengi hafa menn reynt að sigr-
ast á þessu vandamáli og reyndu
Þjóðverjar t.d. margvislega raf-
eindatækni i þeim tilgangi.
Norðmenn reyna nú, ásamt
þessu nýja trolli, einskonar
svörunartæki, sem byggir á verk-
un krafta i trollinu.
Frá opi og inn i poka er kapall
festur við trollið og þegar átak á
ákveðna punkta trollsins er orðið
svo og svo mikið sendast boð um
það upp i brú skipsins.
Siðan byggist það á þvi hversu
sterkt trollið er, hve mikið skal
tekið i trollið i hverju togi.
Eftir þvi hve átakið er mikið
má gera sér nokkra grein fyrir
þvi hve mikið magn af kolmunna
er komið i trollið. EB
Lausn gát-
unnar í dag
F
K
r
H
r
r
v
N
N
fí
N
N
K
R
U
U
/v'
N
F
A'
R
fí
N
R
N
F
H
R
U
N
F
m
'R
B
Æ
u
r
m
fí
/<
N
R
K
N
N
r
r
F
N
N
R
u
N
V
fí
N
Þ
r
R
F
U
K
R
R
rv
N
z>
BILASALINN
v/VITATORG
Opið öll kvöld til kl. 10
Símar 12500 og 12600
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSS0NAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFNARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
*
Elkki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
Rtnl
íisLos liF
er nú flutí á
GRENSÁSVEG 5~7
sama ..
rgoöa voruvalw
m
•I
sama
góða þjónustan
NYIR OG GAMLIR VIÐSKIPTAVINIR,-
VERIÐ VELKOMNIR Á GRENSÁSVEG!
Plastos lil
Oddur Sigurðsson,
simi 82655