Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 5
biawd Þriðjudagur 30. marz 1976. 5 A ÍSLANDI ar ástæður réttaröryggis liggi til. □ Réttarö ryggi einstaklingsins Það er einmitt þetta sjónar- mið réttaröryggis einstaklings- ins, sem skiptir höfuðmáli i starfi umboðsmannsins hvort hann á að hafast að eða ekki. Hann er fyrst og fremst vörður réttaröryggis i þjóðfélaginu. Umboðsmaðurinn fjallar samkvæmt kvörtun um málefni, sem visa má til æðra yfirvalds á vegum rikisins, s.s. stjórn barnaverndarnefnda, heilbrigð- isnefnda og byggingarnefnda. Þó gildir sú regla, að umboðs- maðurinn á ekki að fara af stað fyrr en þegn, sem á kost á þvi að skjóta máli sinu til úrskurðar hefur notað kæruleiðina. Það er talið eðlilegt að æðra stjórnvald fái alltaf að meta niðurstöðu lægra stjórnvalds áður en um- boðsmaðurinn fer að skipta sér af málinu. EINSTAKLINGNUM TIL HJALPAR í HINNI ÓJOFNU GLÍMU HANS VIÐ KERFHI [~] Málsmeðferð Ef frumkönnun umboðs- mannsins leiðir á hinn bóginn til þess að rétt sé að 'taka málið fyrir þá gerir hann það, fer út i gagnasöfnun sjálfur eða hans menn. Gögnum er safnað frá hvorum málsaðila um sig til skiptis og gagnaðilanum leyft að sjá framlögð gögn frá hinum. Þannig geta báðir málsaðilar fylgst með framgangi rann- sóknarinnar og fengið tækifæri til andsvara við framkomin gögn. 77 Mat umboðsmanns Þetta er aðal tæki umboðs- mannsins. Hann segir siðan álit sitt á málinu. í þessu áliti getur hann sagt, að stjórnsýslugern- ingur brjóti i bága við lög, að hann eigi ekki stoð i lögum, að hann sé ranglátur, ósanngjarn, byggður á röngum forsendum, sé stefnt að ólöglegum mark- miðum, hann sé ógildur. Þannig getur umboðsmaðurinn gagn- rýnt stjórnsýslugerning á ýms- an veg enda þótt hann sé ekki ó- löglegur. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess, að oft er það, að al- menningur kvartar undan opin- berum starfsmönnum og þá ekki endilega vegna þess að þeir hafi verið að brjóta lög heldur vegna þess að þeir hafa ekki sýnt næga sanngirni, hafi sýnt ónærgætni, leiðinlega fram- komu og það er mikilvægt að ■ hægt sé að benda á slik atr. ef fyrir eru. Þvi mjög mikilvægt er, að góður andi sé i öllum samskiptum stjórnvalda og al- mennings. Þessi góði andi á ein- mitt að stuðla að góðri stjórn- sýslu og að opinberir starfs- menn liti á sig i þjónustu fólks- ins, sem það skiptir við. □ Hverjir geta kært til umboðsmanns? Þeir sem geta kært til um- boðsmanns eru einstaklingar, félög, t.d. hlutafélög eða sam- vinnufélög. Þá geta útlendingar einnig kært mál til umboðs- manns. Þá getur umboðsmað- urinn fjallað um mál, að eigin frumkvæði, t.d. ef fram hefur komið eitthvert mál i fjölmiöl- um, sem honum finnst athyglis- vert og ástæða til að rannsaka. Ef sneitt er óþyrmilega að stjórnvöldum, þá getur hann einnig farið af stað með rann- sókn. (71 Verksvið umboðsmanns Verksvið umboðsmannsins nær til opinberrar stjórnsýslu, rikisins og sveitarfélaganna með vissum takmörkunum. Al- þingi er þó undanþegið verk- sviði hans og einnig dómsstól- arnir. Þannig eru embætti sýslumanna og bæjarfógeta undanþegin að þvi er varðar dómsathafnir en ekki að þvi er varðar stjórnsýsluna. Þar þarf umboðsmaður að meta hverju sinni, hvort athöfn telst til dómsathafna eða stjórnsýslu. Þá er þjóðkirkjan einnig undan- þegin afskiptum umboðsmanns- ins. t frumvarpinu er lagt til að umboðsmaður varist sem mest, að láta draga sig inn i mál, sem eru af pólitiskum toga spunnin, þvi slikt getur valdið honum á- litshnekki og skapað honum ó- vild. Varðandi stjórnsýslu sveitar- félaga, þá fjallar hann ekki um málefni svonefndra þjóðkjör- inna sveitarfélaga, þ.e.a.s. hreppsnefndirnar og bæjar- stjórnirnar, nema þær hafi þá frumkvæði sjálfar eða sérstak- f~| Seinagangur stjórnvalda Umboðsmaður verður sjálfur að kanna hvernig málsmeðferð skuli hagað. Það kemur einmitt oft fyrir að umboðsmaður gagn- rýnir það, að stjórnvöld hafa sýnt seinlæti og mál hafa dreg- ist óeðlilega i meðferð þeirra. Það er einmitt seinagangurinn hjá stjórnvöldum, sem hefur svo oft verið gagnrýndur af um- boðsmönnum á hinum Norður- löndunum. 71 Fangar geta kvartað einnig Þá er einnig rétt að geta þess, að fólk sem hefur verið svipt frelsi, það getureinnig kært mál sin til umboðsmanns i lokuðu bréfi. Fangi á þannig að geta sent kvörtun sina til umboðs- manns. Hann getur t.d. kvartað undan slæmri meðferð eða slæmum aðbúnaði. □ Almennt eftirlit Umboðsmaðurinn á að hafa eftirlit með öllu sem fer fram á vegum framkvæmdavaldsins ekki aðeins varðandi gerninga heldur þarf hann einnig að fylgjast með aðbúnaði og fram- komu stjórnvalds gagnvart al- menningi. Sem dæmi má nefna umboðsmann á Norðurlöndum sem tók fyrir, hvernig boð og er- indi ganga á milli stjórnarstofn- ana. Það leiddi i ljós, að þar fór þetta mjög oft á þunglamalegan og óeðlilegan hátt á milli og allskonar krókaleiðir. Þarna fóru bréf og erindi frá einni stofnun til annarrar þar sem þau áttu að fgra beinustu boð- leið til þeirrar stofnunar sem átti að fá bréfið. 77 Mismunun og vanhæfi Þá er mjög oft kvartað undan mismunun, t.d. i Danmörku þar sem tvær samskonar ibúðir i sömu blokk voru metnar mis- munandi til skatts, þá var kvartað undan þvi að það væri mismunandi auðvelt að fá öku- leyfi aftur eftir landshlutum. Þá er það vanhæfi. Dæmi um það var kæra gegn prófessor, sem tók að sér að meta doktorsrit- gerð tengdasonar sins o.fl., o.fl. Þá hefur verið bent á vanhæfi stjórnsýsludómstóla þegar þeir fjölluðu um málefni innan stjórnsýslunnar. Fórmenn i þessum stjórnsýsludómum voru þá oft ráðuneytisstjórar sem voru þannig settir dómarar i eigin málum. Svona atriði taldi umboðsmaðurinn i andstöðu við undirstöðurök stjórnsýsludóm- stóla og þess vegna ættu ráðu- neytisstjórar þarna hvergi nærri að koma. 77 Handtökur, leit og seinlætl Þá hefur komið fram gagnrýni á lögregluna. Hún hef- ur m.a. verið gagnrýnd fyrir handtöku og leit. Umboðsmað- urinn i Noregi hefur tekið slik mál fyrir. Mörg fleiri dæmi mætti til taka þar sem umboös- maðurinn hefur haft afskipti af málum. Saksóknarar hafa verið gagn- rýndir fyrir að liggja á málum og krefjast ekki rannsóknar á öðrum. Margar kærur hafa bor- ist umboðsmönnum varðandi tryggingakerfið, launamál, barnavernd, bindindi, heilsu- vernd, náttúruvernd o.m.fl. 77 Fjórðungur mála fær afgreiðslu I Danmörku bárust umboðs- mannsembættinu um 11000 mál á árunum 1956 til 1966. Segja má að um fjórðungur mála, sem berast fái afgreiðslu. Oðrum er visað frá á fyrri eða siðari stig- um rannsóknar. Að lokum má benda á aö um- boðsmaður hefur rétt til að skoða öll húsakynni stjórn- valda, fara inn á skrifstofur, taka sýnishorn af embættisbók- um. Hann getur farið inn á hæli og fangelsi og skoðað þau og i sumum löndum er þetta einmitt fastur liður i störfum umboðs- mannsins, að hann ferðast um landið og kynnir sér eitt og ann- að. I isl. frumvarpinu er ekki gertráð fyrir þessu, sem föstunr þætti heldur er hér einungis um heimild að ræða. 77 Auðveldara að hreyfa erindum við stjórnvöld Reynslan af störfum umboðs- manns á hinum Norðurlöndun- um hefur leitt i ljós, að stjórn- völd fara yfirleitt eftir álits- gerðum umboðsmanns þó að þær séu ekki skuldbindandi, vegna þess álits og virðingar sem hann nýtur sakir hlutleysis sins. Umboðsmaður gefur árlega út skýrslu um störf embættisins um þau mál sem tekin hafa ver- ið til meðferðar. Segja má, að á hinum Norðurlöndunum sé al- menn ánægja með störf um- boðsmanna. Þetta kemur fram hjá fólki bæði utan þjóðþings og innan. Og það er rikjandi skoð- un, að það sé auðveldara að hreyfa erindum við stjórnvöld eftir að umboðsmennirnir tóku til starfa. Stjórnvöld virðast sem sagt vera liprari en þau voru áður gagnvart þegnunum og þá er mikið fengið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.