Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 7
alþý'ju- blaðió Þriðjudagur 30. marz 1976. VETTVANGUR 7 Rækjan hefur numið land á Kópaskeri Fyrirhugað er, að frysting á rækju verði hafin á Kópaskeri um næstu mán-mót. Þetta er i fyrsta skipti sem rækja verður fyrsti á staðnum, en aðstaða til þess er ágæt i alla staði. Þessi nýja starfsgrein Kópaskers- búa skapar allt frá 12 til 18 manns atvinnu, og er þetta þvi kærkominn styrkur i þvi uppbygg- ingarstarfi sem er fyrir höndum á Kópaskeri. Þeir tveir Kópaskers bátar sem stunda rækjuveiðar.hafa hingað til landað rækjunni á Dalvík og öðrum höfnum norðanlands. Kvóti sá sem þeir mega veiða i á viku er 6 tonn, og eru þeir nær undantekninga- laust búnir aðfyllahanneftir 2-3 daga. Af þessu má ráða, að skortur á rækju i frystingu er ekki til staðar, og er von til þess, að þarna verði um stöðuga at- vinnu að ræða. Guðbjörg Guðmundsdóttir á Kópaskeri tjáði blaöinu, aðallir Kópaskersbúar nema tveir séu komnir á sinar heimaslóðir. Uppbygging staðarins er i fullum gangi, og líta heimamenn björtum augum á framtiðina. —GG Vertíðinni að Ijúka Litlar sem engar sveiflur hafa veriö með rækjuverð, eftir aö þvi sló niður fyrr i mánuðinum. Sif- vcrð á rækju er 19 til 20 krónur sænskar, en eins og kunnugt er, þá kaupa Sviar nær allan rækjuafla islendinga. Nó viröistengin sölutregða vera á rækju eins og oft áður. Er talið, að Svíar gcti tekið á móti allri þeirri rækju sem við vinnum. Aöal rækjuvertiðin stendur frá 1. október fram i april, þannig að henni fer bráðum að ljúka. Liklegt er, að rækjuveiði i Hunaflóa verði hætt fyrir páska. Agæt veiði hefur verið i Axarfirði, og er von til þess að veiði þar geti staðið fram i mai. 1 heildina hefur verið ágæt rækjuveiði á þessari vertið, en framan af henni var rækjuverðið það lágt, að við lá, að verksmiðjur þyrftu að hætta framleiðslu sinni um tima. Það var ekki fyrr en liða fór á vertiðina, að rækjuverðið fór stig- hækkandi, og er það fyrst nú sem rækjuverksmiðjur sjá hilla undir bjartari tima. Það er ekki seinna vænna, þvi þessi óáran i rækjufram- leiðslu hefur haldist svo til óslitið i tvö ár. Verðið með bezta móti Eftir þeim upplýsingum sem Alþýðublaðið hefur aflað sér, þá mun heildar aflamagn rækjunnar vera á milli 5000 til 6000 tonn, setn þykir gott. HJONAGARÐARNIR SENN I NOTKQN: ÞRÁTT FYRIR VERDBOLGUNA VAR HIÍSALEIGAN LÆKKUD URI 25%! Sanngirnismál að láta ekki þá sem búa hér fyrstu árin greiða niður allan kostnaðinn meðan hann er mestur - segir stjórn Félagsstofnunar stúdenta, sem hóf sitt eigið viðnám gegn verðbólgunni. Það heyrir vist til undantekninga i þessu landi að verð á vöru eða þjónustu sé lækkað til muna. Þetta hefur þó nýlega gerzt. Þann 3. marz s.l. birtist i dag- blaði hér i borg auglýs- ing frá Félagsstofnun stúdenta um leiguibúðir i hjónagörðum, sem nú eru nær fullgerðir. í auglýsingunni er tekið fram að leiga á mánuði fyrir tveggja herbergja ibúð verði kr. 20.000, en 25.000 kr. fyrir þriggja herbergja ibúð. Næst gerist að auglýsing frá Félagsstofnun sama efnis birtist þann 25. marz sl., en þá hefur leiga verið lækkuð úr kr. 20 þús. i 16 þús. fyrir 2ja herb. ibúð, og úr 25 þús. kr. i 20 þús. fyrir 3ja herb. ibúð. Hvers vegna lækkun Blaðið náði tali af Bjarna Magnússyni hjá Félagsstofnun og innti hann eftir skýringum á þessari lækkun. Hann sagði: „Þegar tekin var ákvörðun um upphæð leigunnar i stjórn Félags- stofnunar voru uppi skiptar skoðanir. Það sem réði úrslitum um hærri tölurnar var, að leigugjöld yrðu að brúa bilið milli tekna og útgjalda við rekstur húsnæðisins. Það komu strax fram óánægju- raddir úr röðum námsmanna, og m.a. samþykkti stjórn Stúdenta- ráðs vitur vegna þessarar ákvörðunar, og óskað var eftir að ákvörðunin yrði tekin tii endur- skoðunar. Stjórn Félagsstofnunar kynnti sér röksemdarfærslu náms- manna, sem m.a. byggðist á visi- tölu framfærslukostnaðar og þeim tölum sem Lánasjóður is- lenzkra námsmanna hefur um framfærslukostnað námsmanna. Að lokinni þeirri rannsókn var siðan tekin ákvörðun um lækkun húsaleigunnar um 25%. Sú ákvörðun var aðallega byggð á niðurstöðum athugunarinnar.” Verðið hafði litil áhrif á eftirspurn. Blaðið spurði Bjarna hvort margar umsóknir hefðu borizt áður en húsaleigan var lækkuð. Bjarni svaraði þvi til, að alls hefðu borizt um 40 umsóknir um þessar 26 ibúðir áður en leigan var lækkuö, og i dag væru komnar um 50 umsóknir. ,Hér er um að ræða fólk viða að af landinu, en allmargir eru þó héðan úr nágrannabyggðunum,” sagði Bjarni.” Þetta fólk er ekki einvörðungu stúdentar, aðrir námsmenn hafa einnig lagt inn umsóknir, þó i mun minna mæli sé. Áhrif á byggingarhraða. „Þessi lækkun mun hafa ein- hver áhrif á byggingarhraða þess áfanga sem i ráði var að tekinn yrði i notkun i haust, en það voru 31 ibúð. Lækkunin þýöir auðvitað að tekjur til húsbyggingarinnar verða minni. A hitt verður einnig að lita hvort réttlátt sé að iáta þá sem búa i þessu núsnæði fyrstu árin greiða niður allan kostnaðinn meðan hann er mestur, vegna af- borgana af lánum sem tekin voru til þess að fjármagna byggingar- framkvæmdirnar. Vaxta- og af- borgunarbyrðin verður minni eftir þvi sem frá liður, " sagði Bjarni Magnússon hjá Félags- málastofnun stúdenta að lokum. — EB

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.