Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 16
ÞRIÐJUDAGUR
30. MARZ 1 976
SKOÐANAKÖNNUN
ALÞÝÐUBLAÐSINS:
Eiga ríkisstarfsmenn
að hafa verkfallsrétt?
Jfl sögðu 42.50% NEI sögðu 46.25%
SUMIR sögðu 5.00%
Hef ekki skoðun sögðu 6.25%
Fyrir tiu dögum lagöi Alþýöu-
blaöiö eftirfarandi spurningu
fyrir lesendur sina: „Giga opin-
berir starfsmenn að hafa verk-
fallsrétt?”
Alls bárust 80 svör við spurn-
ingunni. S.l. föstudag var svo
hringt i jafn marga einstaklinga
og sama spurning lögð fyrir þá.
Simanúmerin voru valin sam-
kvæmt úrtaksröð úr Sima-
skránni.
Þannig hafa alls 160 einstak-
lingar tekið þátt i þessari fyrstu
könnun blaðsins. Skoðanakönn-
un Alþýðublaðsins heldur áfram
á morgun og verður þá lögð ný
spurning fyrir lesendur blaðs-
ins.
Niðurstöður skoðanakönn-
unar blaðsins varðandi spurn-
inguna: „Eiga opinberir starfs-
menn að hafa verkfallsrétt?”
eru sem hér segir:
Já sögðu 32 skriflega og 36 i
sima, alls 68, eða 42,5%
Neisögðu 48 skriflega og 26 i
sima, alls 74, eða 46.25%.
SumirO skriflega og 8 i si'ma,
alls 8, eða 5.0%
Hef ekki skoðun Oskriflegaog 10
i si'ma, alls 10, eða 6.25%
Svipaður fjöldi karia og
kvenna tóku þátt i skoöana-
könnuninni og er enginn mark-
tækur mismunur á niðurstöðum
að þvi er kyn snertir.
92% þátttakenda voru á aldr-
inum 33—55, en 8% þar fyrir
ofan.
1 skriflegu svörunum bárust
einungis játandi eða neitandi
svör. 1 simtölunum var hins
vegar umtalsverður hópur, sem
ekki taldi sig hafa skoðun á mál-
inueða svöruðu þannig, að sum-
ir opinberir starfsmenn ættu að
hafa verkfallsrétt en ekki aðrir.
Meðal þeirra sem svöruðu
játandi i sima voru nokkrir sem
létu þá athugasemd fylgja, að
þá væri jafnframt gengið út frá
þvi að opinberir starfsmenn létu
af hendi ýmiss sérréttindi, sem
þeir hefðu umfram aðra, svo
sem æviráðningu og sérstök
lifeyrissjóðsréttindi. —BJ—
VERÐUR NOTKUN BILBELTA
EKKI LÖGLEIDD AÐ SINNI?
„Vegir landsins eru þannig
stóran hluta ársins, að ótrúlegt er
að bilstjórar óski að vera með
lögum skyldaðir að vera bundnir
við sæti sitt i bifreiöinni. Það
verður að taka tillit til þess að
vegir og veðrátta hér á landi er
ekki1 sambærilegt við aðstæður á
hinum Norðurlöndunum, en við
þærer ávallt verið að miða,” seg-
ir i greinargerð sem Félag is-
lenzkra bifreiðaeigenda hefur
sent ailsherjarnefnd neðri deildar
Alþingis vegna frumvarps sem
liggur frammi um lögbindingu
öryggisbelta i bifreiðum.
Hvetur FIB til þess að hinkrað
verði við með lögbindingu not-
kunar sætisóla — en áróðri fyrir
réttri notkun þeirra þó haldið
áfram. Bent er á sérstöðu is-
lenzkra aðstæðna og nefnd i bréf-
inu dæmi um það hvernig menn
hafa bjargast úr slýsum hérna
fyrir þá sök að hafa ekki notað
sætisbelti, eða bilbelti eins og þau
eru kölluð i tilkynningum
Umferðaráðs. —BS
— Ef ég nú aöeins heíði notaö beltiö, er
þessi kona íátin segja — en myndin er af
bre/.ku auglýsingaskilti sem notaö var i
herferö þar i landi fyrir notkun bilbelta.
Uins vegar eru aöstæöur ólikar á íslandi
segir FíB, sem skorar á Alþingi aö flýta
sér hægt i lögíestingu beltunar...
„Þetta er einna léiegasti fisk-
ur sem hér hefur verið landað i
lengri tima”, sagði Gunnlaugur
Guðmundsson ferskfiskmats-
maður i Keflavik, i samtali við
Alþýðublaðið. Gunnlaugur á þar
við afla sem var iandaö úr skut-
togaranum Dagstjörnunni frá
Keflavik fyrir skömmu.
Gunnlaugur sagði að gæði þess
fisks sem hefur verið landað i
Keflavik og öðrum höfnum á
Suð-Vesturlandi undanfarið,
væru með lélegra móti, en óal-
gengt að útkoman væri eins
léleg og úr þessum túr
Dagstjörnunnar. Bætti Gunn-
Jaugur við, að stærðarmörkin
fiskmat
héíðu verið hækkuð úr 43 sm i
50 sm., og hefði það sjálfsagt
haft einhver áhrif.
„Ég tók sýnishorn Ur u.þ.b. 30
kössum, og var 7% af þvi undir-
málsfiskur, þ.e.a.s. smælki,
12% flokkaðist undir smátt, 54%
i millifisk, og 27% var flokkaö i
stóran fisk. Skuttogararnir
Aðaivik og Framtið frá Keflavik
lönduðu einnig hér nýlega, og
var fiskmatið úr þeim ekki upp
á marga fiska”.
Að lokum sagði Gunnlaugur
við spurningu okkar hvað gert
er við allan úndirmálsfiskinn,
sagði hann að liklega yrði hann
settur i skreið. —GG.
''lf on]y I’d wom my seat belt."
FITUMAGN SILDAR
HEFUR MINNKAÐ
Fituinnihald sildar haustið 1975
var minna en fituinnihald sDdar
undanfarin 6 ár. Þetta kemur
fram i tölfræðilegum útreikning-
um sem Emilia Marteinsdóttir
hjá Rannsóknarstofu fiskiðn-
aðarins hefur gert. Eins og áður
annaðiststofnunin fitumælingar á
sild til söltunar siöastliðið haust
samkvæmt tilmælum Sildarút-
vegsnefndar. Var mikil áherzla
lögð á að ná I sem flest sýni og
fylgjast þannig vel með Fituinni-
haldi sildarinnar m.a. vegna
sölusamninga. Samkomulag náð-
ist við Framleiðslueftirlit sjávar-
afurða um, að starfsmenn þeirra
önnuðustsýnatöku i Reykjavik og
á Suðurnesjum. Samtals 67 sýni
bárust frá ágústbyrjun fram i
desemberbyrjun, er siidveiðum
var hætt.
I ályktun rannsóknarinnar
segir, að fitufritt þurrefni sildar
haustið 1975 mældist að meðaltali
18,8 — 0,6%.
1 rannsókninni reyndist ekki
unnt að sýna fram á samhengi
stæröarflokkunar sildarinnar við
veiðidaga eða veiðisvæði. Ekki
reyndist heldur unnt, að sýna
fram á samhengi milli stærðar og
fituinnihalds sildarinnar.
—GG.
alþýðu
blaöið
HEYRT: Að eftir ræöu
Jóhannesar Nordal um raf-
orkumálin hafi verið tekið
til alvarlegrar umræðu i
Sjálfstæðisflokknum að
stöðva framkvæmdir við
Kröflu og að það hefði
raunar verið búið að gera
ef Gunnar Thoroddsen
hefði ekki staðið i veginum.
Gunnar litur á það sem
persónulegt metnaðarmál
sitt, að virkjunarfram-
kvæmdunum verði haldið
áfram.
HEYRT: Að veizlur Vil-
hjálms Hjálmarssonar,
menntamálaráðherra, séu
sizt ódýrari en veizlur ann-
ara ráðherra, þótt Vil-
hjálmur veiti ekki vin.
Astæðan er sú, að áfengi er
keypt á innkaupsveröi i
opinberar veizlur og er þvi
meðal allra ódýrustu
veizlufanga. Vinbindindi
Vilhjálms sparar rikissjóði
þvi ekki fé.
HEYRT: Að á döfinni sé
að hækka innflutningsgjald
á bifreiðum og takmarka
með þvi móti bilainnflutn-
ing. Almenningur hefur
fengið eitthvern pata af
þessu, enda er bilasala nú
með fjörugasta móti.
LESIÐ: Aðsend grein i
færeyska blaðinu
„Sósialurinn” þar sem
biturleiki frænda okkar fær
útrás. Greinarhöfundur
skammar Dani fyrir ný-
lendukúgun, kallar Norð-
menn „amerikaniserað
oliuriki” og minnir Norð-
menn á, að ekki sé langt
siðan þeir vildu fá herra-
dæmiyfir Grænlandi. Hann
telur, að e.t.v. biði Fær-
eyinga glötun „...orsökuð
af þeirri nýju heimsveldis-
stefnu á hafinu... sem sum-
ar bræðraþjóðir okkar
standa fremstar I”, og er
það sneið til Islendinga.
Greinarhöfundur endar á
að segja, að meira þurfi til
þessað byggja þessi útsker
(Færeyjar), en óuppskorn-
ar bækur, fróðskaparsnobb
og jólakveðjur frá frænd-
þjóðum.
TEKIÐ EFTIR: Að það
ætlar að dragast hjá rikis-
stjóminni að leggja fram
samkomulagið við Færey-
inga og Norðmenn um
veiðar i Islenzkri landhelgi.
Talsvert er siðan sam-
komulagið var gert og
bjuggust menn við þvi, að
það yrði lagt fyrir Alþingi I
s.l. viku. Einhver snurða
virðist hins vegar hafa
hlaupið á þráðinn. Kannski
eru stjórnarliðar ekki sam-
mála.