Alþýðublaðið - 25.04.1976, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.04.1976, Qupperneq 4
/ io Sunnudagur 25. apríl 1976 all þýðu- aofð II Maðkurinn í verð- bólgumysunni... Vegna fréttar i blaðinu á dögunum um að verðbólgan hefði náð til maðkanna i jörðinni engu siður en annars sölu- varnings, þá upplýsti einn selj- andi laxamaðka blaðið á þvi, að verðin, sem gefin voru upp i fréttinni væri fjarri þvi að vera nægilega há. Sölumaðurinn kvað enga mundu selja góða vel ræktaða laxamaðka i sumar fyrir minna en 35-40 krónur, en i fyrra hefðu þeir verið seldir á 25-30 krónur. Þessi verðhækkun samsvarar raunar sömu verðbólgutölum og nefndar voru i fyrri fréttinni, en verðin eru hins vegar öllu hærri. Silungsmaðkur verður samkvæmt sömu heimildum vart fáanlegur undir 20-25 krón- um stykkið, en sandmaðkur á um 15 krónur. t fyrra seldist silungsmaðk- urinn á 15-20 krónur. Þótt ekki sé hægt að leiða nein rök að verðhækkunum umfram eðli- legar kauphækkanir, i þessu tilfelli, þá er augljóst að alls staðar er nú reynt að ná fram verðhækkunum. Ofan jarðar sem neðan, VIÐ FORDÆMUM BRETANN EN FISKUM SJALFIR I LANDHELGI I; Maður sem vill kalla sig „Friðþjóf” sendi blaðinu þessar linur fyrir nokkru. Gerir hann þar að umræðuefni veiðiþjófnað islenzkra báta, meðan þjóðin stendur i hatrömmu striði við Breta. Hetjur hafsins tslendingar hafa verið taldir miklir fiskveiðimenn bæði af sjálfum sér og öðrum, enda landið vel til fiskveiða fallið. Margir góðir drengir hafa látið lifið i baráttunni við að afla landanum lifsviðurværi úr sjónum. Aö sama skapi hafa margir frægir aflakóngar litið dagsins ljós, og hefur þeim jafnan veriðhampaðsem miklum hetjum þegar þeir koma að landi með fullfermi af þeim gula eða öðrum fisktegunum. Allir neyta þeir allra bragða til að fá'ann, og margir hafa haft landsins lög að engu i þeim efn- um, enda hefur almenningur litið við þvi sagt. Aðalatriðið hefur verið að fiska sem mest, og þá eru allir ánægðir, og aflaklónum þökkuð hráefnisöflunin. Enda hefur það verið svo fram aö þessu, að almenningur hefúr álitið fiskmagnið á miðunum um- hverfis landið ótakmarkað. Fiska þrátt fyrir friðun. Nú á siðari árum hafa fiski- fræðingar komizt að þeirri niður- stöðu, að fiskmagnið viö tslands- strendur er ekki ótakmarkað, heldur fer það mjög þverrandi. Samkvæmt ábendingum þeirra, hafa stjórnmálamenn sett lög um að friða viss veiðisvæði i ákveðinn tima, til að þessi þróun haldi ekki áfram. A þessum for- boðnu svæðum er oft mikið um fisk,ogþvi freistandi fyrir marga aflaklóna að lauma sér á þau svo litið beri á. Það er og hefur verið gert allt frá byrjun friðunaraðgerðanna, enda til mikils að vinna. Þar geta bátarnir rótfiskað, og ef einhver er svo óheppinn að vera nappaður, þá er litið á það sem mikla óheppni eða klaufaskap. Annars þykir sjálfsagt að taka þá áhættu eð verða tekinn, þvi það tekur mjög skamman tima að vinna upp i sektarkostnaðinn. , Sektir hlægilega lágar. Ef bátur sem stundað hefur veiðiþjófnað er tekinn við veiðarnar, þá er afli hans og veiðarfæri i flestum tilfellum gerð upptæk, og einhverja sekt fær hann. 1 jafnmörgum til- fellum, áfrýjar viðkomandi málinu, og heldur áfram veiðum meðan málið fer i gegnum dóms- kerfið, sem eins og allir vita, tekur óratima. A þessum tima er báturinn búinn að fiska margfalt upp i það tjón sem hann hlaut af þeirri óheppni að vera tekinn. Almenningur að vakna? Skilningur almennings á þessum málum hefur verið mjög litill fram að þessu, og veiðiþjófarnir verið litnir fremur mildum augum. Það er fyrst nú, þegar við eigum i sriði við „Tjallann”, að fólk fer að lita þessa „þjófnaði” „alvarlegum augum”. En þjófarnir kæra sig kollótta meðan þeir fiska, og um leið græða. Fyrir skömmu voru 18 veiðiþjófar teknir á örskömmu timabili við þessa iðju. Dómur er fallinn i málum 8 þeirra, og hlutu þeir sektir að upphæö samtals um 2milljónir, auk þess að afli þeirra og veiðarfæri voru gerð upptæk. Það er óþolandi að horfa upp á annað eins gerast meöan öll þjóðin stendur gallhörð saman i baráttunni við þjófana frá Bret- landi. ’ -v , v ý íslenzk þátttaka í 20 Á 200 ára af mæli Banda- ríkjanna nú í sumar hefst. þar í landi, sem liður í hátíðarhöldum vegna af- mælisins, lengsta kappreið sögunnar, þar sem 250 knapar með 500 hesta til reiðar munu ríða yf ir þvert meginland Bandaríkjanna 106 daga alls 5.600 kíló- metra leið. Keppnin hefst reyndar á minninardegi fallinna her- manna, 31. maí, — og lýkur ekki fyrr en 12. september í borginni Sakramento í Kaliforníu. (slenzki hesturinn verður þarna í hópnum, 12 hestar talsins, auk keppenda frá öllum fylkjum Bandarikjanna taka hestar 11 erlendra landa þátt í kappreiðinni miklu, sem hlotið hefur nafnið „The Great American Horse Race. Auk keppendanna 250 munu á annað hundrað franskir knapar fara þessa sömu leið á s tima. Þessi langa reið er farin ti minnast þáttar hestsins i 1 námi vestursins, og þ< ákveðið var að senda hóp lenzkra hesta til þátttöt keppninni var það einnig vegna þess að „báðar þjóði skilja það öðrum þjóðum fre hve mikinn og stóran þátt he inn á i landnámi manns menningar,” eins og Gu Bjarnason, leiðsögumaðui lenzka hópsins sagði er bi leitaði upplýsinga um þessa Islenzki hesturinn stal senunni Við rákumst fyrir skemm: grein i New York Times, þar skýrt var frá þessari n keppni. Augljóstvar að litli isl< hesturinn hafði unnið huf hjörtu þeirra, sem um { keppni rituðu, en greinin fjí engu að siður um isle hestinn, afkomanda þess, s eina tið bar vikinga um no slóðir, og þá þjálfun sem isl< hesturinn gengst nú undir i merkurhitum Nevada < merkurinnar til að undirbúa fyrir hina löngu keppni. 3f;': , . • Hrappur frá Garðsauka verður meðal islei hestanna, sem riðið verður yfir þver Ba rikin, um eyðimerkur og gljúfur til að min þáttar hestsins i landnáminu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.