Alþýðublaðið - 25.04.1976, Side 6

Alþýðublaðið - 25.04.1976, Side 6
Viðar Símonarson landsliðsþjálfari í handknattleik og leikmaður með 12 IÞROTTIR Sunnudagur 25. apríl 1976 bia^fö1 ÞAÐ ÞA í hálfleik. Einhver vandamál eru greinilega á ferðinni og um þau er skeggrætt af kappi. Við- mælendur Viðars á myndinni eru Guðmundur Árni Stefánssonog Sæmundur Stefánsson fyrir- liði FH-liðsins. Af svip manna má merkja að ekki haf i allt gengið í haginn í leiknum. En FH-ingar eru frægir fyrir allt annað en uppgjöf/ þótt á móti blási og þeir eru ófáir sigurleikir liðsins/ sem af mörgum hafa verið taldir tapaðir í hálf- leik. Það er ekki ólíklegt, að Viðar hafi einmitt verið að skýra f rá þeim ráðum, sem duga, þegar þessi mynd var tekin, því leikurinn endaði með sigri FH-inga eins og svo margir aðrir. Viðar að loknum síðasta leik íslandsmótsins. Sá leikur var við Fram og unnu FH-ingar 19-17 og I tryggðu sér þar með (slandsmeistaratitilinn. Með Viðari á myndinni er Guðmundur nokkur j Jónsson (Muggur) sem er einn dyggasti stuðningsmaður FH. Til marks um áhuga Muggs, þá mætir hann á hverja einustu æfingu FH-liðsins. Viðar áttar sig mæta vel á mikilvægi áhugasamra stuðningsmanna og þakkar Muggi veittan stuðning. LANDSL Handknattleiksvertiðin er á enda runnin i þetta sinn. Sviptingar hafa orð- ið miklar á handknatt- leikssviðinu, ekki aðeins í leikjunum heldur og á öðrum vettvangi. Ákveðnir ieikmenn hafa verið öðrum fremur i sviösljósinu, eins og gengur og gerist, þvi i handknattleiknum eru margir kallaðir en fáir útvaldir, eins og á svo mörgum öðrum vígstöðv- um. Viðar Simonarson landsliðs- þjálfari og einn af máttarstóip- um liðs Islandsmeistara FH, hefur verið mjög umræddur i vetur. Bæði vegna ýmissa ákvarðana varðandi landsliðs- mál og ekki siður vegna góðrar frammistöðu sem Jeikmaður. Hann er nú þritugur að aldri og hefur leikið i meistaraflokki i rúm 14 ár og hefur þvi frá mörgu að segja. Blaðamaður Alþýðublaðsins gekk á fund Viðars, að heimili hans Miðvangi 4, Hafnarfirði, mánudagskvöldið fyrir páska. Viðar er nýkominn af æfingu hjá FH, og var það lokaundir- búningur fyrir úrslit i bikar- keppninni, sem átti að fara fram kvöldið eftir (þriðjudags- kvöld). FULLT HÚS — Já, sigur i bikarkepininni er i seilingu, — segir Viðar og brosir, — sá þriðji i vetur. Fyrst unnum við Reykjanesmótið, siðan urðum við íslandsmeist- arar og nú vinnum við bikar- keppnina. Þá er aðeins eftir að vinna utanhússmótið isumar og þá er komið fullt hús, og ekkert lið leikur það eftir 'okkur. Undirritaður verður að sjálf- sögðu hlessa við þessa skorin- orðu yfirlýsingu i upphafi við- tals, en er fljótur til að sam- þykkja. HALLSTEINN LAGÐI GRUNNINN En það var meiningin að heyra hvernig upphafið á hand- knattleiksferli Viðars hafi verið. Blaðamaður lætur þvi ekki slá sig út af laginu, þrátt fyrir þessar siguryfirlýsingar Viðars og dembir á hann fyrstu spurningunni. — Hvar og hvenær kynntist þú handknattleiknum? — Égkynntist handboltanum strax i barnaskóla og þá auðvit- að i leikfimitima hjá Haiisteini heitnum Hinrikssyni, föður handknattleiksins i Hafnarfirði. Raunar beindist áhugi minn á þeim árum fyrst og fremst að frjálsum iþróttum, einkanlega hástökki. Æfði ég frjálsar undir handleiðslu Ingvars sonar Hall-. steins. Ég man að ég stökk 1.50 m á barnaskólaaldri og þótti það gott i þá tið. Þá var maður i fimleikunum, undir stjórn Guðjóns Sigurðssonar, og þar fékk ég minn fyrsta verðlauna- pening. — Nú handknattleikinn fór ég að taka alvarlega þegar ég hóf að æfa með Haukum i 3. flokki. Ég man vel hvernig það gerðist að ég gekk i Hauka. Ég var að koma af frjálsiþróttaæfingu einn daginn og hitti nokkra Haukastráka m.a. Ólaf ólafs son og þeir fengu mig með nokkrum fortölum til að koma á Haukaæfingu um kvöldið sem ég og gerði. — Árið 1959 voru Haukarnir með mjög sterka yngri flokka og 3. flokkur A og B sigruðu tslandsmótið það ár. Ég hélt siðan áfram og komst i meistaraflokk Hauka, 16 ára gamall. 16 ÁRA í MEISTARA- FLOKKI OG PRESSU- LIÐI — Sama árið og ég komst i meistaraflokk Haukanna, þá var ég valinn til þess að leika með pressuliði og þótti það tölu- verður viðburður þá, að 16 ára snáði væri valinn i pressulið. — Við i Haukum komumst siðan upp úr 2. deildinni, i 1. deild árið 1964, þegar við unn- um Val i hörkuspennandi úr- slitaleik. Var þá leikið i Háloga- landsbragganum gamla. Voru Haukarnir þá með mjög skemmtilegt lið undir stjórn Matthiasar Asgeirssonar og má segja að hann hafi rifið liðið upp. — Það að komast i 1. deildina olli að sjálfsögðu algjörum þáttaskilum. Fyrstu árin gekk ekki of vel hjá okkur. Vorum við venjuiega i 5.-6. sæti af 8 liðum deildarinnar. Frá 1966-’70 vor- um við hins vegar oft i 3ja sæti og einu sinni i 2. sæti. — Árið sem við lentum i 2. sæti, mig minnir árið 1968, þá töpuðum við fyrstu 3 leikjunum i mótinu, en unnum þá sem eftir voru, alls 7. Fengum þvi 14 stig og vorum aðeins einu stigi frá Islandsmeistaratitilinum. FH- ingar komu á hæla okkar i það skiptið og það eitt þótti saga til næsta bæjar, að Haukunum hafði tekizt að skáka FH. DRIFU EKKI AÐ MARKINU ÞEGAR ÞEIR KOMU I HÖLLINA Varð ekki geysileg breyting þegar handboltinn var fluttur úr Há loga landsbra gga num i Laugardalshöllina? — Þú getur rétt imyndað þér. Ég spilaði að visu ekki mörg keppnistimabil i Hálogalandinu, en man samt gjörla eftir þvi hvernig var að leika þar. Þaö var nú þannig, að sumir ieik- menn urðu hreinlega að hætta handboltanum þegar þeir komu i Höllina. Ástæðan var sú, að þeir drifu hreinlega ekki að markinu á hinum stóra velli. Stærðarmunurinn var lika gifurlegur. Gólfflöturinn i Höll- inni er 20x40 m en var i Háloga- landi að mig minnir 22x12 m. Þessi stærðarmunur gerði það auðvitað að verkum, að menn þurftu að æfa meira en áður til að vera i betri úthaldsæfingu. Ekki nenntu allir að leggja þetta aukna erfiði á sig og nokkrir gáfust þvi hreinlega upp, þvi það var litið gaman fyrir þá að geta ekki drifið að markinu. FÓR í FH ÁRIÐ 1970 llvers vegna yfirgafst þú þina gömlu félaga i Haukum og gekkst i iið með FH-ingum? —■ Ástandið var þannig i Haukum, að alltaf voru það sömu mennirnir sem lögðu eitt- hvað verulega á sig til að ná settu marki, sem hlýtur að vera tslandsmeistaratitill. Um 40% hópsins voru ekki nægilega áhugasamirog þess vegna tókst okkur ekki að vinna mót. Ég vildi taka handknattleikinn al- varlega og þar sem það gekk ekki eins vel og ég vildi i Hauk- unum, þá neyddist ég til þess að skipta um félag. — Það var að sjálfsögðu dálitið spursmál fyrir mig, hvort ég ætti að fara i FH eða eitthvert annað félag. FH og Haukar höfðu ávallt verið erki- óvinir á leikvelli, þótt maður hafi auðvitað verið góður félagi leikmannanna þess á milli. En ég hugsaði sem svo, ég er fædd- ur og uppalinn Hafnfirðingur og hef fengið allan minn hand- knattleikslærdóm þar. Hvers vegna skyldi ég þvi flytja kunnáttu mina og getu út úr bænum? UNNIR SIGRAR MEÐ FH. — Með FH hefur þetta gengið mjög vel. Fyrsta árið sem ég spilaði með þeim, lentum við í 2. sæti tslandsmótsins, en fyrsta tslandsmeistaratitilinn minn vann ég i útimótinu árið 1973. Sfðan unnum við innimótið 1974 og var það mjög skemmtilegt keppnistimabil. Ekki var búizt við stórum afrekum af liðinu, þar sem skærasta stjarnan, Geir Hallsteinsson var erlendis, en við tviefldumst og sigruðum örugglega i mótinu. — Þá unnum við FH-ingar bikarkeppnina i fyrra og Islandsmótið i ár. Þá er sigur i bikarkeppninni vonandi ekki langt undan. Auk þessa þá höf- um við unnið Reykjanesmót og önnur minni mót. LAUN FY ítarlegt viðtal við Viðar um feril hans sem handknattleiks- manns. Rætt um landsliðið og inn- lendan sem erlend- an handknattleik

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.