Alþýðublaðið - 29.04.1976, Page 1
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL
Norska
olíumölin
reynist vel
á Eskifirði
BLAÐSIÐA 3
Þess vegna
er ég
jafnaðar-
maður
BLAÐSÍÐA 5
i
Hvað verðurl
I
um j
afbrota-
I
unglingana?!
■
I
Hvernig er
barnaefni
valið í
sjónvarpi?
OPNA
HORNIÐ:
Börnin og
„Græna
blekkingin
i;
OPNA
sölu-
skattsmál I
afgreidd hjál
skattstjóra I
BAKSÍÐA
Svik í landhelgismálinu:
Harðorð mótmæli í undir-
búningi frá útgerðarmönnum
Sú ákvörðun rflds-
stjórnarinnar að segja
ekki upp samkomulag-
inu við Vestur-Þjóð-
verja um veiðar innan
200 milna virðist hafa
vakið almenna gremju.
Ein meginforsenda
samningsins við Þjóð-
verja var sú, að ef bók-
un sex kæmi ekki til
framkvæmda innan
fimm mánaða væru
veiðiheimildir Þjóð-
verja úr gildi fallnar.
Forsætisráðherra hef-
ur lýst þvi yfir, að
samningurinn skuli
standa óbreyttur næstu
vikur.
Þjóðverjar hafa stöðugt veriö
að færa sig upp á skaftið innan
landhelginnar. Vegna þrýstings
af hálfu stjórnvalda i Þýzka-
landi var friðað svæði i Beru-
fjarðarál minnkað til muna.
Eins og alkunna er, var Land-
helgisgæzlunni ókunnugt um
þessa ákvörðun sjávardtvegs-
ráðuneytisins nokkrum dögum
eftir að hún var tekin. Rétt er að
taka fram, aö ráðuneytið segist
hafa boðsent tilkynningu um
ákvörðun sina til Landhelgis-
gæziunnar.en af einhverjum or-
sökum virðist bréfið ekki hafa
komizt til skila.
Samningurinn viö V-Þjóð-
verja var harðiega gagnrýndur
i haust. Talsmenn stjórnarinnar
bentu hvað eftir annað á það i
sinum máiflutningi að með
þessum samningi væri try ggt að
deilan við Breta leystist fyrir 1.
maí og hér væri um hagstæðan
samning að ræða.
Otgerðarmenn jafnt fyrir
austan sem vestan telja að hér
hafi ríkisstjórnin gengið illilega
á bak orða sinna. Vitað er, að
ýmis hagsmunasamtök cru að
ÞETTfl SKÓLPRÆSI
0PNASTÚTA
LEIKSVÆÐI BARNA
- sjá frétt á blaðsfðu 2
undirbúa harðorð mótmæli til
rikisstjórnarinnar og munu
menn þar ekki fara eftir flokks-
pólitik. Raddir um að rlkis-
stjórnin sé að gera vissa
samninga bak við tjöldin I land-
helgismáiinu gerast æ hávær-
ari. Ráðherrar hafa til þessa
neitað að nokkuð sé hæft i slik-
um sögusögnum. —SG
LÚS í F0SSV0GSSKÓLA 0G
MEÐALIÐ VAR GAGNLAUST
Nokkur lúsatilfelli
fundust fyrir páskana
meðal skólabarna i
Fossvogsskólanum i
Reykjavik. Börn þau
sem hér eiga i hlut
munu vera innan sama
kunningjahópsins.
Ráðizt var gegn lús-
inni, en svo virðist sem
það hafi ekki borið
jafngóðan árangur sem
til var ætlazt, því nú
eftir páskana hafa enn
fundizt örfá tilfelli.
Bergljót Lindal, forstöðukona
Heilsuverndarstöðvarinnar
svaraði nokkrum spurningum
blaðsins þessu viðvikjandi.
„Lúsin gerir vart viö sig i
skólunum á hverju ári, en eink-
um þó á haustin, en ekki hefur
hennar orðið vart i rikara mæli
nú en undanfarið.
I haust fundust nokkur tilfelli,
og var þá þegar reynt til þess að
útrýma henni, en svo virðist
sem það gangi ekki eins greið-
lega og við væntum.
Við tókum nýlega i notkun
nýtt lyf til útrýmingar lúsinni.
enekkihefurþaðgefið jafn góða
raun og við bjuggumst við, og
ekki betri raun en þau lúsalyf
sem við höfum notað.
Við höfum þvi horfiö að þvi að
nota gamla lúsameöalið aftur.
Það er þó ekki hægt að skella
skuldinni umsvifalaust á þetta
nýja meðal, til þess er ekki nóg
reynsla fengin.
Skólahjúkrunarkonan i Foss-
vogsskóla hefur þegar sent öll-
um foreldrum barna i skólanum
bréf, þar sem þeir eru hvattir til
að leita lúsa á börnum sinum, og
einnig eru veittar i bréfinu leið-
beiningar um, hvernig hægt er
að losna við þessa 'hvimleiðu
óværu.
Segja má að fólk sé orðið and-
varalaust gagnvart lúsinni,
enda þekkja fáir núlifandi Is-
lendingar hana af eigin raun. Þó
hreinlæti hér sé á háu stigi, er
full ástæða til þess að vera vak-
andi gagnvart lúsinni.” Þannig
fórust Bergljótu Lindal orð.
Foreldrar barna eru hvattir
til að vera á verði og láta skóla-
hjúkrunarkonur vita ef vart
verður lúsar.
Einstaklingum skal bent á að
snúa sér til Húð- og kynsjúk-
dómadeildar Heilsuverndar-
stöðvarinnar ef þeir þarfnast
ráðlegginga um hvernig þeir
geti losnað við lús.
—EB