Alþýðublaðið - 29.04.1976, Side 2
2 FRÉTTIR
Fimmtudagur 29. april 1976
alþýöu-
blaðiö
alþýðu-
blaðió
Útgcfandi: Alþýðuf lokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu-
múla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prent-
un: Blaðaprent h.f. Askriftarverð:1000 krónur á mánuði og 50
krónur i lausasölu.
11 bændur í OlfusL.
Skýrt hefur verið frá þvi i fréttum, að 11 bændur i ölfushreppi
hafi lýst sig reiðubúna til þess að heimila borun eftir heitu vatni og
virkjun þess gegn þvi eina endurgjaldi, að verði virkjað fái þeir
heitt vatn til eigin þarfa. Engar aðrar fjárkröfur hafa bændur
þessir gert á héndur sveitungum sinum þótt þeir séu eigendur
svæðis, þarsem jarðhita er að finna, sem ibúar ölfusshrepps hafa
áhuga á að virkja til sameiginlegra þarfa.
Þessi afstaða hinna 11 bænda i ölfushreppi er göfugmannleg og
þeim til mikils sóma. Sjálfsagt hefðu þeir getað gert áþekkar
kröfur og aðrir jarðeigendur, sem svipað hefur verið ástatt um,
sem heimtað hafa oliuverð af nágrönnum sinum fyrir rétt til þess
að virkja heitt vatn á landssvæði þeirra. En bændurnir 11 i ölfus-
hreppi eru ekki i neinum oliufurstahugleiðingum. Afstaða þeirra
er bæði stórmannleg og lýsir rikri samfélagskennd og glöggum
skilningi á þörfum annars fólks ásamt með rikri siðferðis- og rétt-
lætiskennd.
Tillaga Alþýðuflokksins um eignarráð á landi og landgæðum er
m.a. flutt i þvi skyni, að sú afstaða, sem bændurnir i ölfushreppi
tóku, verði viðurkennd af samfélaginu sem réttlát og eðlileg. Það
er mjög óeðlilegt, að einhverjir einstaklingar geti gert tilkall til
óskoraðs eignarréttar á náttúruauðlind eins og hita djúpt I iðrum
jarðar sem bæði réttlætiskennd manna og almenn skynsemi mælir
fyrir um að hljóti að vera eign þjóðarheildarinnar. Þessar
náttúruauðlindir eru þannig, að einungis samfélagið getur nýtt
þær en ekki einstaklingurinn og það er vægast sagt i andstöðu við
réttlætiskennd manna ef einstaklingur, sem á jarðarpart þar sem
jarðhiti er undir, sem hann af eigin rammleik getur ekki nýtt,
gerirkröfur á hendur samfélaginu um gifurlegar fjárhæðir, jafn-
vel oliuverð, fyrir nýtingarréttinn. Það er hins vegar bæði sjálf-
sagt og réttmætt, að landeigandi eða landeigendur, sem eru i
þeirri aðstöðu að á landi þeirra megi finna heitt vatn, fái að njóta
góðs af virkjun þess eins ; og bændurnir 11 i ölfushreppi og
greiddar fullar bætur fyrir þau landsspjöll eða önnur þau vand-
kvæði, sem kunna að stafa af virkjun jarðhitans. Hin lofsamlegu
viðbrögð bændanna 11 i ölfushreppi sýna, að meðal bænda er
vissulega rikur skilningur á atriði sem þessu þótt þvi hafi verið
haldið fram af sumum, að allir bændur landsins væru alfarið á
móti tillögum Alþýðuflokksins um eignarráð á landi.
Eins og margoft hefur verið tekið fram stefna þessar tillögur
ekki að þvi að svipta bændur eignarráðum á bújörðum slnum eða
taka af þeim annan þann nýtingarrétt, sem þeir hafa á landi til bú-
skapar. Þvert á móti er skýrt fram tekið i tillögunni um eignarráð
í landi, að hún geri ráð fyrir þvi, að bændur eigi bújarðir sinar
sjálfir. Sú nýja leið er aðeins opnuð i tillögunni, að ef bændur kjósi
það frekar geti þeir selt jarðir sinar þvi opinbera en haldið þeim
áfram annað hvort i lifsábúð eða á erfðafestu. Tillagan gerir hins
vegar skýrt og skilmerkilega ráð fyrir þvi, að það sé á valdi hvers
og eins bónda hvorn kostinn hann velur.
Meginatriði þessarar tillögu mótast hins vegar af sömu hugsun
og liggur að baki hinu göfugmannlega tilboði bændanna 11 i ölfus-
hreppi. Sú hugsun fær æ rikari hljómgrunn með þjóðinni og þá
ekkert siður meðal bænda, en annarra stétta i þjóðfélaginu.
Afstaða bændanna 11 i ölfushreppi er til marks um það.
...og einn í Húnaþingi
1 Húnaþingi er hins vegar
fjallað um annað mál
varðandi búskap, sem ekki
fara }afn ánægjuleg tiðindi af
og hvað varðar jarðhita-
virkjunina i ölfushreppi. Það
er böðunarmál Björns
Pálssonar á Löngumýri og
þann óleik, sem Bjöm Pálsson
hefur gert sveitungum slnum
með afstööu sinni i þvi máli.
Sú afstaöa er i algeru ósam-
ræmi við afstöðu bændanna 11
i ölfushreppi, þvi afstaða
Björns lýsir algerum
skilningsskorti og virðingar-
leysi á aöstöðu annarra.
Böðunarmál Björns bónda
hefur verið gert að gaman-
máli i blööum. En það er siður
en svo neitt fyndið.
1 héraði þvi, sem Björn
Pálsson er einn bænda, er með
ærinni fyrirhöfn og miklum
tilkostnaöi veriö að gera til-
raun til þess aö útrýma fjár-
kláða, sem valdið hefur
islenzkum bændum mjög
þungum búsifjum. Hve
þungum trúir enginn, sem
ekki hefur séð eða kynnzt af
eigin raun. Hér eru milljóna-
verðmæti i hættu og nái fjár-
kláði að grafa um sig i
héraðinu getur hann riðið
sumum bændum þar að fullu.
1 þvi skyni að reyna að girða
fyrir að fjárkláði komi upp i
héraðinu hefur sú ákvörðun
verið tekin að tvibaöa fé. Nær
allir bændur héraðsins munu
hafa hlýtt þeim úrskurði og
lagt i þá fyrirhöfn og þann
kostnað, sem fylgir - utan
einn: Björn Pálsson. Honum
tókst að finna formgalla á
fyrirmælum um síðari böðun
og I skjóli þess hefur honum
haldizt uppi aö neita aö láta
ffaða sitt fé. Hafa af þvi
spunnizt furðuleg mál, sem
höfð hafa verið að spotti i
blöðum.
1 böðunarmálinu er Björn
bóndi Pálsson siður en svo aö
berjast fyrir einhverju
„prinsipi”. Hann er einfald-
lega að stofna i hættu fjár-
búskap hvers einasta bónda i
sinni sveit og lætur sig engu
varða hvaða afleiðingar
þrjózka hans kann að hafa
fyrir samsveitunga hans. Fé
Björns mun nú senn verða
rekið á afrétt með öðru fé
sveitunga hans og ef svo fer,
að neitun hans á þvi að baða fé
sitt aftur verður til þess, að
fjárkláði brýzt út, þá hafa
bæði hann sjálfur og
sveitungar hans orðið fyrir
ómælanlegu tjóni.
Björn Pálsson á Löngumýri
er greindur og skemmtilegur
kall en það, sem hann er nú að
gera, er hvorki skemmtilegt
né fyndið. Vonandi veröa
gáfur Björns stráksskapnum
yfirsterkari þannig að hann
tefli ekki að óþörfu eignum
nágranna sinna i hættu eins og
veröa mun ef hann lætur ógert
að viðhafa sömu varúöarráð-
stafanir gegn sýkingu fjár af
kláðamaur og allir nágrannar
hans og sveitungar hafa við-
haft.
Enn alvarlegra er þó, ef ein-
hverjir sveitungar Björns
kunna að hafa fylgt hans
fordæmi vegna áhrifa frá af-
stöðu hans.
Skolpræsi opnast út
á leiksvæði barna
Skolpræsi fyrir neðan
Viðlagasjóðshúsabyggðina
við Keilufell í Breiðholti
hefur, að sögn íbúa, staðið
opið sl. sex mánuði.
Á svæðinu leika börn sér
allmikið og getur nærri,
hver hollusta er að því
fyrir börnin að leika sér á
þessum slóðum.
Tiðindamaður blaðsins var á
ferð á þessu svæði i gær og hitti
þar fyrir starfsmenn borgarinnar
sem unnu að lagfæringum á ræs-
inu.
Þeir sögðu að það væri ekki
langt siðan vart hefði orðið við, að
ekki væri allt með felldu við þessa
skólplögn.
Ekki töldu þeir liklegt að vinnu-
vél hefði ekið yfir leiðsluna, og
brotið hana, enda sæjust engin
merki þess á staðnum.
Slikt væri þó algeng örsök þess
að skolpleiðslur rofnuðu
Þeir bentu þó á að leiðslan er
mjög litið niðurgrafin og einmitt
þar sem hún hafði rofnað, hafði
verið stór steinn ofan á leiðslunni.
Skolpleiðsla þessi flytur skolp
frá nokkuð stóru svæði og er þvi
bagalegt að hún skyldi rofna, þvi
allmikið magn af saur og öðrum
óþverra hefur náð að renna þarna
upp á yfirborðið um leiksvæði
barna.
Saurinn og klósettpappir flýtur
þarna út um allt um allar jarðir
og sameinast að lokum þvi sem
margir hafa nefnt „perlu Reykja-
vikur” Elliðaánum sjálfum.
Skolpleiðslan er hins vegar,
þegar allt er i lagi, hluti af lokuðu
kerfi sem opnast einhvers staðar
úti i Fossvogi.
Þess skal geta að annað
siðdegisblaðanna, sem birti mynd
af þessu ólukkans ræsi, tók
skakkan pól i hæðina og birti
mynd af brotinni leiðslu sem að-
eins flytur rigningarvatn af göt-
unum á svæðinu, skólpleiðslan
liggur hins vegar eilitið norðaust-
an við hana. Ekki er þó verið að
mæla þvi bót að affallvatn af göt-
um skuli ekki vera betur komið
frá en með þessum hætti. —EB
TOGARASKIPSTJORAR STYÐJA
AÐGERÐIR LOFTSKEYTAMANNA:
Svolátandi simskeyti barst
blaðinu I gærmorgun:
„Alþýðublaðið
Iteykjavik.
Við undirritaðir skipstjórar
lýsum yfir fullum stuðningi við
aðgerðir starfsmanna strand-
stöðva um afgreiðslubann á
brezk skip meðan á þorskastriði
stendur.
Ljósafell, Hólmanes, Barði,
Skinney, Hvalbakur, Bretting-
ur, Bjartur, Rauðinúpur, Björg-
vin, Vestmannaey.”
Eins og öllum mun vera
kunnugt hefur Póst- og síma-
málastjórnin sent tilmæli til
allra strandstöðva sinna að
sinna afgrciðslu loftskeyta frá
brezkum skipum, önnur en þau
sem kunna að varða öryggi
landsins.
Kapphlaupið um þjóð-
arframleiðsluna
1 nýútkominni ársskýrslu frá A1
þjóðabankanum, „World Bank
Atlas”, er greint frá þvi að hag-
vöxtur iðnaðarrikjanna haldi
áfram að aukast ár frá ári mun
hraðar en hjá þeim þjóðum, sem
skemmra eru komnar á veg ef'na-
hagslega. 1 fréttablaði bankans,
„Report” er greint frá þessu
undir fyrirsögninni „Hinir riku
verða rikari.”
í skýrslunni er greint frá þvi að
aðeins fimm af 16 stærstu oliuút-
* flutningslöndum heims hafi náð
3.000 dollara markinu i þjöðar-
framleiðslu miðað við hvern ibúa.
Þá er einnig greint frá þvi að á
timabilinu 1965—73 hafi þjóðar-
framleiðsla fjölmargra van-
þróaðra rikja dregizt saman eða
staðið i stað.
Meðal þeirra þjóða, sem hafa
eina miljón ibúa og þar yfir hafa
bæði Sviþjóð og Sviss skotið
Bandarikjunum aftur fyrir sig,
sem rikustu þjóðir heims. Arið
1974 var þjóðarframleiðsla
Bandarikjanna, miðað við hvern
ibúa, 6.200 dollarar, en það sama
ár fór Sviss upp i 6.650 dollara og
Sviþjóð upp i 6.720 dollara. Þar
með mátti segja að Sviþjóð væri
orðið rikasta land veraldar.
Þjóðarframleiðsla iðnaðarrikj-
anna, þ.e.a.s. rikja með að
meðaltali 4.550 dollara þjóðar-
framleiðslu á ibúa, hefur vaxið
um það bil 4% á ári.
Vanþróuð riki með undir 200
dollara þjóðarframleiðslu á
hvern ibúa hafa hins vegar staðið
i stað ef miðað er við timabilið
1968—74 I sumum tilvikum hefur
þjóðarframleiðslan farið minnk-
andi. —BJ
Mjólkurframleiðsla á sam-
lagssvæði Mjólkursam-
sölunnar dregst saman
Arið 1975 minnkaði innvegið
magn mjólkur af samlagssvæði
Mjólkursamsölunnar um rúm-
lega 3 millj. litra eða 5,38%
miðað við árið 1974. Innvegið
mjólkurmagn var um 56 millj.
litrar eða rétt rúmlega
helmingur af innvigtaðri mjólk
á öllu landinu. Þessar upp-
lýsingar er aö finna i nýút-
komnu fréttabréfi upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins. Þar
er sagt frá nýafstöðnum aðal-
fundi Mjólkursamsölunnar.
A fundinum ræddi stjórnar-
formaður Samsölunnar, Agúst
Þorvaldsson á Brúnastööum,
um þá erfiðleika, sem bændur
urðu fyrir vegna óþuricanna
siðastliðið sumar. Einnig um
hina miklu árstiðarsveiflu i
mjólkurframleiöslunni, sem er
mikið vandamál fyrir mjólkur-
búin. Taldi hann að með fram-
leiðslu geymsluþolinnar mjólk-
ur mætti draga úr mjólkurflutn-
ingi frá öðrum landshlutum, en
brýnna væri,að bændur reyndu
með öllum ráöum aö jafna
framleiðsluna, þvi það myndi
þjóna hagsmunum neytenda og
framleiðenda bezt.
Mjólkursamsalan seldi á
siðastliðnu ári fyrir 3.223 millj.
króna. Þar af mjólkurvörur
fyrir um 2.885 millj. króna.
Þrátt fyrir að starfsfólki Sam-
sökunnar fækkaði á siðasta ári
jókst kostnaður vegna starfs-
fólks um 30%. Um siðastliðin
áramót var starfsmannafjöld-
inn samtals 420 manns.
Smásala mjólkur
á vegum MS
— lögð niður
Mjólkursamsalan rekur nú
um 70 smásöluverzlanir með
mjólkurvörur. Nú
hefir um langt skeið verið fyrir-
huguð breyting á sölu mjólkur i
þá átt að mjólk verði hér eftir
seld i matvöruverzlunum.
Reiknaö var með að búöir
Mjólkursamsölunnar yrðu
lagöar niður 1. júni n.k., en nú
eru verulegar likur á aö það
muni dragast, jafnvel fram á
næsta ár.
Stuðningur við
frumvarp Jóns Ár-
manns
A fundinum var mikið rætt
um það tjón, sem bændur uröu
fyrir f verkfallinu nýafstaðna.
Samþykkti fundurinn ályktun
þar sem lýst var yfir stuðningi
við framkomið frumvarp Jóns
Armanns Héðinssonar um ráð-
stafanir til þess að koma i veg
fyrir að mjólk eyðileggðist i
verkföllum.
—ES—