Alþýðublaðið - 29.04.1976, Side 12
12
Öskilamunir
í vörslu rannsóknarlögreglunnar er nú
margt óskilamuna, svo sem reiðhjól,
barnabilar, (stignir), barnavagnar,
fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, veski,
buddur, úr, gleraugu o.fl. Enn fremur eru
ýmsir óskilamunir frá SVR. Eru þeir sem
slikum munum hafa týnt vinsamlegast
beðnir að gefa sig fram i skrifstofu rann-
sóknarlögreglunnar, Borgartúni 7 i
kjallara, gengið um undirganginn, næstu
daga kl. 2—7 e.h. til að taka við munum
sinum, sem þar kunna að vera. Þeir
munir, sem ekki verða sóttir verða seldir
á uppboði.
Óskilamunadeild rannsóknarlög-
reglunnar.
Auglýsing
um skoðun bifreiða 1976
í lögsagnarumdæmi
Kópavogs
Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með, að aðal-
skoðun bifreiða verður framhaldið í maimánuði og júni-
mánuði og verða þá skoðaðar eftirtaldar bifreiðir:
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
bifreiðar sem bera
mætt i aðalskoðun
3. mai Y-3151 til Y-3300
4. mai Y-3301 til Y -3450
5 mai Y-3451 til Y-3600
6. mai Y-3601 til Y-3750
10. mai Y-3751 til Y -3900
11. mai Y-3901 til Y-4050
12. mai Y-4051 til Y -4200
13. mai Y-4201 til Y -4350
17. mai Y-4351 til Y -4500
18. mai Y-4501 til Y-4650
19. mai Y-4651 til Y-4800
20. mai Y-4801 til Y-4950
24. mai Y-4951 til Y-5100
25. mai Y-5101 til Y-5250
26. mai Y-5251 til Y-5400
31. mai Y-5401 til Y-5550
1. júni Y -5551 til Y-5700
júnl Y-5701 til Y -5850 og
1976.
Bifreiðaeigendum ber að koma meö bifreiðir sinar að
ÁHALDAHÚSI KÓPAVOGS VIÐ KARSNESBRAUT og
verður skoðun framkvæmd þar mánudaga - fimmtudaga
kl. 8.45 til 12.00 og 13.00 til 16.30. EKKI VERÐUR SKOÐAÐ
A FÖSTUDÖGUM. Skráningar og umskráningar bifreiða
fara EKKI fram á skoðunarstað. Við skoðun skulu öku-
menn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna
ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1976 séu
greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé I
gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun
ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru
greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar
á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt
umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin
tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist
öiium sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn i Kópavogi
Sigurgeir Jdnsson
Sumaráætlun
Akraborgar frá og með
1. maí
Akraborgar frá og með 1. mai.
Frá Akranesi: kl. 8.30-11.30-14.30 og 17.30
Frá Reykjavik: kl. 10-13-16 og 19
Afgreiðsla i Reykjavik, simi 16420
Afgreiðsla á Akranesi, simi 93-2275
Framkvæmdastjóri, simi 93-1996
Talstöðvarsamband við skipið og af-
greiðslur á Akranesi og i Reykjavik F.R.
bylgja rás 2.
alþýdu-
Fimmtudagur 29. aprii 1976 blaðiö
MINNING
Steingrímur Matthías
Sigfússon — organisti
F. 12. júnl 1919.
D. 20. aprfl 1976.
Vinur minn Steingrimur M.
Sigfússon, organisti, andaðist i
Reykjavik þann 20. þ.m. eftir
mjög erfiða sjúkdómslegu.
Hvildin hefir þvi orðið honum
likn i þraut.
Steingrimur var fæddur að
Stóru-Hvalsá í Kirkjubólshreppi
i Strandasýslu 12. júni 1919.
Foreldrar hans voru Kristin
Guðmundsdóttir og Sigfús
Sigfússon er þar bjuggu. Stein-
grlmur var á miðjum aldri
sinna systkina en þau voru
mörg. 1 samfylgd foreldra sinna
var hann til 3ja ára aldurs, en
þá. fór hann i fóstur að Bæ i
sömu sveit til systkinanna
Guðlaugar, Guðrúnar og Jóns
Jónsbarna er þar bjuggu, og ólst
þar upp sin bernskuár.
Þessum timamótum ævi
sinnar lýsir Steingrlmur
skemmtilega i bók sinni Blið
varstu bernskutlð, er út kom hjá
Leiftri 1959.
A þessu æskuheimili sinu mun
hann hafa orðið fyrir fyrstu
tengslum sinum við tónlist, er
siðar varð rikur þáttur ilifi hans
og starfi alla tið. Innan við
tvitugsaldur kom Steingrimur
hingað til Patreksfjarðar. Mun
það að einhverju leyti hafa verið
fyrir áeggjan Einars Sturlaugs-
sonar, er þá var sóknarprestur
hér á Patreksfirði. Samhliða þvi
aðhann þá hóf nám i málaraiðn
og lauk þvi námi, gerðist hann
organisti hér við Patreks-
fjarðarkirkju, og gegndi þvi
starfi allt til þess tima að hann
fluttist héöan 1961.
Hinn 1. október 1938 kvæntist
Steingrímur fyrri konu sinni,
Guðrúnu Þórarinsdóttur frá
Patreksfirði, og bjuggu þau sin
samfylgdarár hér á staðnum
allt þar til hún lézt hinn 10. nóv.
1959.
Guðrún var væn og elskuleg
kona, er féll frá langt fyrir aldur
fram frá 6 börnum þeirra hjóna,
er flest voru á erfiðu aldurs-
skeiöi, og þvi mikill missir
góðrar og umhyggjusamrar
móður og konu, manni og
börnum.
Þau Guðrún og Steingrlmur
áttu saman 8 börn. Tvö þeirra
létust nýfædd en þau sem eftir
lifa eru : Elma búsett að Hafra-
læk, Aðaldal, gift Asgeiri Þór-
hallssyni. Magni, Patreksfiröi,
kvæntur Sigriði Gisladóttur.
Sigfús, Reykjavik, kvæntur
Björgu Benjaminsdóttur. Sjöfn,
Reykjavik, gift Daniel
Guðmundssyni. Jóhann,
Akureyri, kvæntur önnu
Þoigilsdóttur. Clafur, Patreks-
firði, kvæntur Kolfinnu
Guðmundsdóttur.
Eins og að llkum lætur voru
veraldleg rikidæmi ekki ráðandi
afl á heimili þeirra hjóna, en
það var hlýlegt að koma til
þeirra, og þau áttu flesta að
vinum, er náið kynntust þeim.
Barnahópurinn var stór og oft
erfiöar aðstæður sem þau
bjuggu við, húsnæðislega og á
annan veg.
Hér að framan hefi ég sett i
ramma sögu vinar mins Stein-
grims, um uppruna hans og
starfssögu ineðan hann dvaldist
hér á Patreksfirði, en inn I
þessum ramma er miklu stærri
mynd af manninum sjálfum, en
henni verða ekki gerð nein tæm-
andi skil I þessum linum, þótt ég
leitist viþ það aðeins nánar.
Ég kynntist Steingrími mjög
fljótt og náið, eftir aö ég gerðist
búsetturhér á Patreksfirði 1951.
Ég fann fljótt að I manninum
bjó merkur og margbreytilegur
persónuleiki. Steingrimur var
greindur vel, og margfróður
þrátt fyrir takmarkaða skóla-
göngu, og á sjálfsmenntunar-
braut sinni náöi hann langt á
mörgum sviðum.
Hann var næmur á islenzka
tungu, og ritaði fagurt og
skemmtilegt mál. Hann hafði
einnig gott vald yfir Norður-
landamálum og ensku. Fyrir
þessa sjálfsmenntun sina vissi
hann margt og jók þekkingu
sina með lestri góðra
menningarlegra bókmennta.
Steingrimur var hrifnæmur og
þvi var það tónlistin á sinum
margbreytilegu sviðum, er
hreif hann mest, og mun hafa
átt hug hans sterkast til hins
siöasta, enda lagöi hann mikið
fram til þeirra mála með lögum
slnum, bæði á sviði kirkjulegra
tónsmiða, almennra sönglaga
og léttra danslaga, og mun á þvi
sviðið vera til mikiö safn er ekki
hefur áður komið fyrir
almenningssjónir.
Um nokkurt skeiö ritaði Stein-
grlmur smásögur ogað minnsta
kosti tvær bækur undir dul-
nefninu Valur Vestan og árið
1959 kom út bók hans Blíö varstu
bemskutlð, undur falleg barna-
bók, er lýsir I grunntóni æsku
hans og uppvexti. Hann ritaði
einnig nokkrar greinar um tón-
listarmál og tólistarfræðslu.
Hann samdi einnig sjálfur
marga texta við danslög sln, og
sýndu þeir aðhonum var létt að
rita jafnt i bundnu máli og
óbundnu. Steingrimur var i
orösins fyllstu merkingu sjálf-
menntaður listamaður á marg-
vislegu sviði.
Nú hin siöari ár átti Stein-
grimur heima á Húsavlk ásamt
siöari konu sinni Guðbjörgu
Þorbjarnardóttur ættaöri frá
Bakkakoti I Borgarfirði. A
Húsavík starfaði hann við
Tónlistarskólann sem skóla-
stjóri, en áður var hann skóla-
stjóri Tónlistarskólans á
Fáskrúðsfirði og kirkjuorgan-
isti þar um nokkurt skeiö.
Starfsaga Steingrims hér á
Patreksfirði verður ekki rakin
til hlitar i þessum minningahug-
leiðingum minum, en það var
merktog mikið starf, sem hann
lagði fram, oftast litt eða
ólaunað, við kirkju staðarins,
kirkjukór, og aðra félagslega
Lítið er lunga...!
Beinar linur
og bognar!
Liðin erunú senn tvö ár sfðan
samþykkt voru á Alþingi hin
margumræddu grunnskólalög.
Hétt er að minna á, að svo er
til ætlazt, að lögin verði að fullu
komin i gildi innan 10 ára frá
samþykkt og staðfestingu.
Fræðslu- og skólalöggjöf er að
þvi leyti frábrugðin öðrum laga-
setningum, að sé um verulegar
breytingar að ræða, þarfnast
rækilegs undirbúnings, svo allt
eigi ekki úr böndum að fara.
Það verður að segjast um-
búðalaust, að vinnubrögð i
menntamálaráðuneytinu, hafa
um nokkuð langt skeið vakið
hina mestu furðu.
Þar heíur aðaláherzlan verið
lögð á aö unga út lagasetningum
og allskyns fyrirmælum án þess
að gera sér nokkra grein fyrir
hvort skólarnir væru færir um
að hlita þessum lögum eða gera
þau gildandi.
Fyrir þessu hafa staðið alger-
ir græningjar i rekstri skóla si-
hlaupandi með einhverja er-
lenda bita i munninum, án þess
að gera sér ljóst hvort ,,ætt væri
eða óætt”.
Þetta veldur svo þvl, að það
sem ætti aó vera fellt að ein-
hverri skynsamlegri langtima-
áætiun, er i algerri ringulreið.
Eðlileg vinnubrögð
Eitt af þvi fyrsta, sem eðlilegt
hefði verið að gera i þessum
málum, var auðvitað að yfir-
völdin gerðu sér ljóst I hvaða
röð hin einstöku ákvæði grunn-
skólalaganna skyldu taka gildi.
Skólastarf er alltof bungt i
vöfum, til þess að geta tekið
undirbúningslaus heljarstökk,
eftir geðþótta misviturra.
Segja má þó, að hvað sem
skipuleggjendum hinna ein-
stöku stofnana liður, og það er
nógu óþægilegt fyrir þá að ann-
astsittstarf viðslikar aðstæður,
hlýtur hringlið og skipulags-
leysið að koma harðast niður á
þeim sem sizt skyldi — nemend-
unum.
Ennfremurerbeztaðgera sér
ljóst, að fleira kemur til. Þvi
miður er það staðreynd, að að-
búnaður i fræðsluhéruðum er á-
kaflega misjafn. Þar skortir á-
kaflega mikið á, að skólarnir
séu þess umkomnir að taka við
breytingum, nema smátt og
smátt og helzt ekki i of rikum
mæli, hverju sinni.
Meðan engin heildaráætlun
liggur fyrir um gildistöku hvers
þáttar laganna, Iiggur i hlutar-
ins eðli, að sveitarfélögin geta
heldur ekki gert sér raunhæfa
grein fyrir, á hvaða þætti ber að
leggja áherzlu það eða það árið.
Þetta mál er enn alvarlegra
fyrir þá sök, að eigi fyriræílunin
um aukna verkmenntun að
verða annað en dauður bókstaf-
ur, mun viða þurfa til að kosta
verulegum fjárhæðum og upp-
byggingu dýrrar aðstöðu.
Námslok
Ötrúlegt er að nemendum og
foreldrum þeirra þyki ekki for-
vitnilegt að grennslast fyrir um
námslok.
En þar er reyndar um svipaða
t auðn að ræða og i öðru. Áætlað
er að visu, aö landspróf mið-
skóla verði niður lagt, eða heiti
grunnskólapróf, sem allir nem-
endur þess aldursflokks ganga
undir. Bersýnilegt er, að þar
mun verða um að ræða æði
margar blindgötur.
Mennlaskólarnir og aðrir
framhaldsskólar eru ekki lik-
legir til — og þess er heldur ekki
að vænla, að standa galopnir
I HREINSKILNI SAGT