Alþýðublaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁ MORGNI... alþýóu- Fimmtudagur 29. april 1976 blaöíö Útvarp 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgun- stund barnannakl. 8.45: Harpa Karlsdóttir les smásöguna „Aðkomuhundinn” eftir Þröst Karlsson. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milliatriða Viðsjóinnkl. 10.25: Hjálmar R. Bárðarson sigl- ingamálastjóri talar um öryggi fiskiskipa. Tónleikar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Rena Kyriakou og Walter Klien leika Þrjá tómantiska valsa fyrir tvö pianó eftir Emmanuel Chabrier/ Ungverska rikis- hljómsveitin leikur Dansasvitu eftir Rezsö Kókayi György Lehel stj. Gábor Gabos og Sinfóniuhljómsveit ungverska útvarpsins leika Pianókonsert nr. 1 eftir Béla Bartók: György Lehel stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. A frivaktinni 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera mcnn sár” eftir Guðrúnu LárusdótturOlga Sigurðardótt- ir les (17). 15.00 M iðdegistónleikar Jaequeline du Pré og Daniel Barenboim leika Sónötu i F-dúr fyrir selló og pianó op. 99 eftir Johannes Brams. ítalski kvartettinn leikur Strengja- kvartett i F-dúr „Ameriska kvartettinn” op. 96 nr. 6 eftir Antonin Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleik- ar. 16.40 Barnatimi: Bryndis Vig- lundsdóttir stjórnar Stjórn- andinn og nokkur börn úr Garðabæ tala saman um ýmis- legt, sem fram kom i spjalli Bryndisar um Indiána. Einnig svarar Bryndis bréflegum fyrirspurnum barna um sama efni. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukiTilkynn- ingar. 19.35 Grænlensk læknisráð, þjóð- sögur og ævintýr. Gisli Kristjánsson ritstjóri les þýð- ingu sina á efni úr ritlingum, sem prentaðir voru i Godthaab á árunum 1856—60. Lesaro með honum: Benedikte Kristiansen. 19.55 Samleikur i útvarpssal: • Guðný Guðmundsdóttir og VII- helmina ótafsd. leika Fiðlu- sónötu i A-dúr eftir Carl Nielsen. 20.21^Leikrit: „Sviðið land” eftir Pal SundvorÞýðandi: Asthild- ur Egilson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Kona: Helga Bach- mann, Hermaðurinn: Þor- steinn Gunnarsson Liðsfor- inginn: Gisli Alfreðsson Rödd: Hjalti Rögnvaldsson. 21.00 Kóriög eftir Cari Orff Ot- varpskórinn i Miinchen syngur. Söngstjóri: Heinz Mende. 21.15 Þjóð i spéspegii: Bandarikjamenn Ævar R. Kvaran leikari flytur þýðingu sina á bókarköflum eftir Georg Mikes (Aður útv. sumarið 1969). Einnig sungin og leikin amerisk þjóðlög og létt lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvölsdagan: „Sá svarti senuþjófur”, ævi- saga Haralds Björnssonar Höfundurinn, Njörður P. Njarð- vik les, (15). 22.40 Kvöldtónleikar Tónlist eftir Beethoven við leikritið „Egmont” eftir Goethe. Elisabeth Cooymans syngur með hollenzku útvarpshljóm- sveitinni. Stjórnandi: Zoltan Persko. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Farþeginn Aðalhlutverk: Jack Nichol- son, Maria Schneider. Leikstjóri: Antonioni. Gamla bió. i Kyrrstaðan i þessari kvik- Imynd er ógnvekjandi. Litið i gerist og fáir óvæntir atburðir henda. Atburðarásin er mjög hæg, svo nálgast langdregni á köflum, en undir niðri er ein- hver torkennilcg spenna, svo magnþrungin að athygli áhorfandans er vakandi. Söguþráðurinn sem slikur er fábrotinn, þótt boðskapur kvikmyndarinnar sé þvi viða- meiri. Fréttamaður að nafni Locke (Jack Nicholson) er staddur á afskekktum stað i ónefndu Afrikuriki og vinnur þar að gagnasöfnun fyrir sjónvarpsþátt. Hann gengur fram á látinn mann , að nafni Robertson, i hótelherbergi einu. tJtlit þessa manns svipar mjög til Locke, og hann tekur þá ákvörðun að skipta um persónu. Siðan gengur kvikmyndin út á lif þessa einstaklings, sem ný persóna á ytra borðinu, en sú sama hið innra, eða næstum þvi. Hann losnar þó ekki algjörlega við sitt fyrra umhverfi, og i hinu nýja hlut- verki sinu sem Robertson hlaðast á hann skuld- bindingar. Hann reynir flótta frá öllu saman og i fylgd með honum slæst ung stúlka (Maria Schneider) á svipuðu „plani” og hann sjálfur. En er þao möguiegt fyrir nokkra lifandi sálu að flýja sjálfan sig? Þannig er undirtónn þessarar kvikmyndar þungur, þrátt fyrir tilbreytingarleysi I söguþræði. Maður firrtur lifs- löngun, en of kjarklaus til að sviptasig lifinu.Telur sig geta byrjað nýtt lif, með þvi aðeins að skipta um ytri ham. Sú ætlan er dæmd til að mistakast og afleiðingin verður eilifur flótti, sem getur ekki endað nema á einn veg. Kvikmyndátaka Antonioni er eitt aðalsmerki „Farþegans”. Að visu tekur það nokkurn tima að venjast hinum sérstæða stil hans við kvikmyndatökuna, en fljót- lega skynjar maður meistara- taktana. Leikararnir og þá ekki síður kvikmyndatöku- vélin er mjög kyrrstæð og oft nálgast ákveðin atriði, það að vera stillimyndir. Síöasta atriði myndarinnar og um leið eitt hið sterkasta ber þessa glögg merki. Þá er kvikmyndavélinni beint út um hótelglugga Locke/Robertson og Ut á litið torg i spönskum smábæ. Glugginn er með rimla og skal það tákna tilraun Locke/Robertson að einangra sig frá umheiminum.En honum tekst það ekki frekar en öðrum og meðan kvikmyndavélin sýnir hlutiaust, fábreytilegt lifið á torginu, skynja áhorfendur endalok Locke/Robertson. Leikur Nicholson er lýta- laus, eins og vænta má af ny- krýndum Oscarverðlauna- hafa. öðru máli gegnir um Mariu Schneider. Henni er flest annað til lista lagt en tilþrif am ikill leikur, að minnsta kosti var ekki annað að sjá i þessari kvikmynd. Frumleg kvik- myndataka og áleitnar spurn- ingar ættu hins vegar að halda flestum áhorfendum við efnið. — GAS I „Sko, Högni kaptugi er að gráta, hann er með nef eins og jarðarber”, segir barn (Sólveig Halldórs- dóttir) við móður slna (Elisabet Þórisdóttir). Þessar mæðgur eru meðal 70 persóna sem koma fyrir i leikritinu. Ljósm: Haukur Þórólfsson. Aukasýning á Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas Akveðið hefur verið að halda aukasýningu á leikritinu Mjólkurskógi, sem Nemendaleik- hús Leikskóla Islands hefur sýnt að undan- förnu. Fyrirhugað var að sýna leikritið aðeins 14 sinnum, og var siðasta sýning s.l. sunnudag. En vegna þess hve yfirfullt var á sýningunni, og margir þurftu frá að hverfa, var ákveðið að halda aukasýningu i Lindar- bæ i kvöld, fimmtudag, klukkan 21.00. Leikritið er eftir velska skáldið Dylan Thomas, en Kristján heitinn Björnsson læknir snéri þvi á islenzku. Leikstjóri er Stefán Baldursson. —gg- Sérfræðingar í stoppuðum teppum heimsækja ísland Bryce og Donna Hamilton, sérfræðingar i stoppuðum tepp- um („quilts”) og teppasafnarar frá Tipton i Iowá, koma til ís- lands I þessari viku og munu sina um tuttugu „quilts” úr hinu athyglisverða safni sinu. Bryce og Donna Hamilton keyptu fyrsta teppið á uppboði og voru svo hrifin af þvi að áður en langt um leið komu þau hiis- munum sinum i geymslu og tóku til við að leita að fleiri og betri teppum af fullum krafti. Þau eru orðin vel þekktir sér- fræðingar i þessari sérstæðu amerisku listgrein og hafa m.a. haldið fyrirlestra i hinni frægu Smithsonian stofnun. Sýnmgar þessar munu verða haldnar i tengslum við tvo fyrir- lestra, hinn fyrri verður haldinn i Ameriska Bókasafninu Nes- haga 16, fimmtudaginn 29. april. Sýning þessi er opin fyrir al- mennning og hefst kl. 20.30 Seinni fyrirlesturinn ásamt sýningunni verður haldinn i Myndlista- og handiðaskóla ís- lands á föstudaginn 30,, og verður aðeins fyrir nemendur skólans. Bandarikin eru vel þekkt fyrir framtak sitt á sviði tónlistarinn- ar (t.d. jass og blues) en fáir eru kunnugir sérstöðu stoppaðra teppa iameriskum saumaskap. Sýning Hamilton hjónanna mun varpa nýju ljósi á þessa listgrein og á það sérstaklega við nú á 200-ára byltingarafmæli Bandarikjanna. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Siini 7420« — 74201 DÚÍIA Síðumúla 23 sími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Vfir 40 ára reynsla Rafha við Óöinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málaranVeistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.