Alþýðublaðið - 16.06.1976, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 16.06.1976, Qupperneq 5
ssar- Miðvikudagur 16. júní 1976 0TLÖND 5 Það hefur verið með réttu sagt um forseta- kosningabaráttuna i Bandarikjunum, að hún snúist meira um heiðarleika og pólitiskt siðferði en stjónmála- stefnur að hefð- bundnum sið. Og spyrji menn hverju þetta sæti, þá má svara þvi með tvennu: Richard Nixon og Spiro Agnew. En svarið er i rauninni ekki fullnægjandi fyrr en bætt hefur verið við: Vietnam, FBI og CIA. Fyrir fjórum árum voru Nixon og Agnew endurkjörnir i æöstu stöður bandarisku þjóöarinnar með meiri yfir- burðum en nokkrir frambjóð- endur til forsetakjörs höfðu hlotið fyrr. Aðeins ári siðar neyddist Spiro Agnew til að láta af embætti þegar uppvist varð um mútugreiðslur til hans, skattsvik og misnotkum kosn- ingasjóöa. Með þvi að segja af sér og játa nokkrar sakir slapp hann við opinberlega máls- höfðum vegna fyrstnefndu ásökunar, mútuþægni. Ari siðar fór svo sömu leið Richard Mil- house Nixon, maðurinn, sem bandariska þjóðin hafði treyst betur en nokkrum öðrum. Maðurinn, sem var höfuð- paurinn i grófri tilraun til að beita vinnubrögðum mafiunnar i stjórnsýslu landsins. Þakklátir Nixon. Og þeir, sem nú keppa eftir útnefninguflokka sinnasem hin útvöldu forsetaefni standa allir i þakkarskuld við þennan höfúð- paur fyrir hans uppvisu sakir. Gerald Ford, forseti vegna þess að hann var valinn sem eftir- maður Nixons fyrir það eitt að Töframaðurinn Carter f forsetastól f haust? vera talinn nægilega heiöar- legur til að hafa traust þjóðar- innar á timum almenns van- traustsá stjórnmálamönnum og stjórnkerfinu. Hann var aðeins litt þekktur fulltrúadeildarþing- maður frá Michigan, og nokkrum vikum áður en hann varð forseti óraði engan fyrir þvi, ekki hann sjálfan, að hann ætti nokkru sinni eftir að veröa forseti Bandarikjanna. En demókratar eru lika þakk- látir Nixon og hans mönnum þvl þeir hafa vegna Watergate- málsins unnið yfirburða sigur i þingkosningum i mörgum kjör- dæmum, þar sem repúblikar hafa átt gulltryggð sæti, og búizt er við að þeir muni um sinn halda áfram að bæta við sig i kosningunum i haust, en kosn- ingum til þings i Banda- rikjunum er deilt þannig að kosið ér á tveggja ára fresti i helmingi kjördæmanna, til fjögurra ára i senn. An glæpa Nixonistanna hefðu Frank Church öldungadeildar- þingmaður og Jerry Brown, rikisstjóri Kaliforniu, báöir demókratar, ekki unnið fjórar mikilvægar forkosningar. Church fyrst og fremst sem harður gagnrýnandi striðs- rekstursins i Vietnam og sem óbilgjarn formaður rann- sóknarnefndar þeirra, sem kannar atferli leyniþjón- ustunnar CIA og alrikislög- reglunnar FBI, og ennfremur þeirrar nefndar þingmanna, sem fer niður i saumana á starf- semi fjölþjóða fyrirtækja. Og ekki sizt vegna þess að hann hefur verið kröfuharður tals- maður bætts siðferðis i utan- rikisstefnu USA. Brown hefur lagt mikla áherzlu á þörf siðbótar innan- lands, og hefur i ræðum sagt að guðfræðin eigi meira erindi til bandarisku þjóðarinnar en stjórnmál. Loks má nefna meðal þeirra, sem standa i þakkarskuld við fyrrverandi forseta, Jimmy Carter, undrafyrirbærið i bandariskum stjórnmálum, anno 1976, sem fyrst og fremst hefur risið til stas vegs vegna Watergatemálstas. Fyrir hálfu ári var Carter pólitiskt núll. Nú leikur varla nokkur vafi á þvi að hann verði útnefndur sem forsetaefni demókrataflokkstas i fyrstu lotu á flokksþtaginu i sumar. Og flest bendir til þess að hann veröi þar af leiöandi, kannske má segja sjálfkrafa, kjörinn til eins áhrifamesta em- bættis veraldarinnar. Boðskapur Carters hefur verið i meginatriðum ferns konar: Að hann biðji til guðs 25 sinnum á dag. Að hann sé konu sinni trúr. Að hann geti ekki sagt ósatt. Að bandariska stjórnkerfiö sé hið bezta i heimi, ef þjóðin aöetas fái ráðamenn, sem séu jafn góðir, heiðarlegir, sannir, gallalausir, duglegir, elskurikir og fullir hugsjóna sem banda- riska þjóðin sjálf. En það er full ástæöa fyrir bandarisku þjóðina að huga betur aö baki hins nýja töfra- manns, þvi reynslan hefur kennt að töfrabrögð eru ekki annaö en sjónhverfingar. Og þótt Jimmy Carter mæti til leiks með jafn flekklausan feril og nýfætt barn, þá hafði heldur enginn neitt út á Nixon og Ag new að setja árin 1968 og 1972. Þá Mariano Rumor milljónir dollara frá Lockheed? Kaþólskur ráðherra potturinn og pannan í nýju ítölsku mutu- hneyksli Engu er likara en Italski utan- rlkisráðherrann, Mariano Rumor, sé kominn i sjálfheldu I einu mesta hneykslismáli þar i landi á seinni árum, og það aðeins örfáum dögum fyrir kosningar. Italska rannsóknanefndin, sem verið hefur I Banda- rikjunum og yfirheyrt starfs- menn Lockheed flugvélaverk- smiðjanna vegna mútumáls, er nú komin til Italiu aftur, og nefndarmenn telja sig hafa vissu fyrir þvi aö Mariano Rumor sé italski forsætisráð- herrann, sem á árunum milli 1965 og 1969 þáði miklar mútur af Lockheed og greiddi fyrir sölu á Hercules flugvélum til Itallu. Dulnefni. Fyrir ári siðan var vitaö um þessar mútugréiöslur, og enn- fremur að bak við dulnefniö „Antilope Cobler” var italskur forsætisráðherra, sem var við völd á fyrrnefndu árabili. I bréfi frá umboösmanni Lockheed i Róm segir „Milli- liður okkar segist fá að vita bráölega hve mikiö Antilope Cobler kveöst vilja fá.” Þetta bréf var skrifaö I marz 1969. Þaö er til I skjalasafni Lockheed, en I þvl er ekki aö finna neitt, semupplýsir hver hinna þriggja forsætisráðherra, sem sátu á þessum árum, sé hinn mútu- þægi. Giovanni Leone, sem nú er forseti Itallu, haföi þá nýlega látiö af embætti forsætis- ráöherra, Mariano Rumor, sem þá haföi nýverið tekið viö, og Aldo Moro, sem setiö hafði á undan Leone. Allir þessir þrir gátu verið Antilope Cobler. Rumor hefur visaö þessu alger- lega á bug, en nú er útlit fyrir að vitni I Bandarikjunum og dul- málsbók Lockheed verk- smiðjanna muni á næstunni leiða sannleikann i ljós. Milljónir dollara. Mútugreiðslurnar sem hér um ræðir nema milljónum dollara. Sannað er að þær hafa verið greiddar úr sjóöum flugvéla- verksmiðjanna I Banda- rikjunum til ttaliu, en ekki hefur verið hægt að staöfesta enn i hvers vasa þær hafa hafnað. Eins og fyrr segir neitar Rumor, sem nú situr I embætti utanrikisráöherra I þeirri stjórn sem brátt lætur af völdum, og segir að i versta falli kunni nafn hans að hafa veriö misnotaö ai Núverandi utanríkisráðherra, Mariano Rumor, er 61 árs gamall. Hann tók við embætti forsætis- ráðherra af Sergio Leone árið 1969. Hann hefur i aldarfjórðung verið meðal helztu leiðtoga kristi- legra demókrata, og er ritari flokksins. Hann hefur gegnt ýmsum ráðherrastörfum i ýmsum rikisstjórnum, sem margar hverjar hafa setið stutta stund, enda stjórnarkreppa ekki óvenju- legt ástand i itölskum stjórnmálum. Hann hefur oft verið forsætisráðherra. einhverjum, sem þegiö hefur þessa peninga. En nýjustu uppljóstranir eru þær að hann hafi þrátt fyrir allt meðan hann var forsætis- ráðherra, haft samband við starfsmenn Lockheed. Og þótt það sé föst venja fyrir kosningar á ttaliu að þyrlað er upp hneykslismálum um stjórn- málamenn, og þau fjara mörg hver út þégar aö kosningum loknum, þá er þetta vægast sagt óheppilegt fyrir kristilega demókrata svona rétt fyrir veigamiklar kosningar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.