Alþýðublaðið - 16.06.1976, Page 8

Alþýðublaðið - 16.06.1976, Page 8
8 Qgj YMSUM ATTUM Miðvikudagur 16. júní 1976 MaSM1* 3 laxveiðiár á Rvíkursvæð- inu” - Tilraunafjós á Möðruvöllum - Lungna- krabbi eykst meðal kvenna 3 laxveiðiár á Reykja- vikursvæðinu. Þrjár ágætar laxveiðiár eru á Reykjavikursvæðinu. Þetta eru Elliðaár, Olfarsá (Korpa) og Leirvogsá. - Þessar ár eru gerðar aö umræðuefni i fróðlegri grein i siðasta blaði Nýrra þjóðmála. Þar segir meðal annars, að áhugamenn um verndun Elliða- ánna hafi oft lýst áhyggjum sin- um á liðnum árum vegna starf- semi, sem komið hafi verið á fót nærri eöa á bökkum ánna, sem þeir hafi talið að gæti valdiö tjóni og hvatt til aðgæzlu. Varöstaða þessara afla sé enn i fullum gangi og verði áreiðanlega i framtið- inni. Smábátahöfn. Siðan segir: „Staðsetning smábátahafnar við ósa Elliða- ánna er furðuleg ákvörðun meö tilliti til þess að það er stefna borgaryfirvalda að viðhalda og vernda Elliöárlaxinn. Um þessa höfn eru skiptar skoðanir, en til hvers að taka áhættu, þegar ýms- ir aðrir staðir koma til greina fyrir slika starfsemi?”. Hneykslið i Hveragerði. Höfundur greinarinnar i Nýjum Þjóðmálum gerir siðan aö um- talsefni þá hættu, sem steðjar að fyrrnefndum þremur laxveiöiám. Hann segir: „Vist verður vandi á höndum i framtiöinni vegna verndunar fyrrnefndra laxveiði- áa, þegar byggð eykst og þéttist á svæðinu. Hvað um skolpfrárennsli hinnar ört vaxandi byggðar i Mosfellssveit i . framtiðinni? Reynslan ur Hveragerði hlýtur að valda ótta. Þar fer skolpið allt beint i Varmá og er hún þvi notuð sem skolpleiösla. Auk þess veldur hitamengun af völdum varma- orkuframkvæmda og vaxandi notkun heita vatnsins þar tjóni á fiskistofni Varmár. Vonandi tekst að bægja mengunarhættunni frá og halda þessum skemmtilegu ám óspilltum til hollustu og ánægju- auka fyrir borgarbúa i framtið- inni. Talað hefur verið um opin svæði i borgum sem lungu borg- anna og mætti þvi segja, að árnar með iðandi lifi séu einskonar blóðstraumur, en tryggja verður að hringrás hans haldist, ella er hætta á ferðum, eins og allir vita”. TiIraunafjós á Möðru- völlum. tslendingur á Akureyri skýrir frá þvi, að i sfðustu viku hafi verið tekin fyrsta skóflustunga aö nýju tilraunafjósi á tilraunastöðinni að Mööruvöllum i Hörgárdal. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, tók fyrstu skóflustunguna. Ætlunin er, að i tilraunafjósinu verði rúm fyrir 47 kýr og 80 geld- neyti og góð aðstaða til rannsókna og tilrauna á fóðri og blöndun þess. 9 milljón króna f járveiting Að sögn Björns Pálssonar, ráðsmanns á tilraunastöðinni, hefur fengizt 9 miiijón króna fjárveiting til verksins á þessu ári, en á þessu stigi málsins er erfitt að segja hvenaér f jósið verð- ur fullsmiðað. Björn sagði, að hér væri um að ræða fyrsta fjósið hérlendis, sem yrði með viðunandi aðstöðu til fóðurrannsókna og jafnframt væri þetta fyrsta nýbygginging, sem reist yrði á vegum tilrauna- stöðvarinnar eftir að hún flutti að Möðruvöllum”. Lungnakrabbi eykst meðal kvenna. 1 sænska blaðinu Dagens Nyheter var nýlega skýrt frá ráðstefnu, sem haldin var i New York, þar sem sérfræðingar i lungnakrabba báru saman bækur sinar. Forstöðumaður sænska krabbameinsfélagsins skýrði þar frá þvi, að lungnakrabbi hefði aukizt verulega hjá konum á undanförnum árum. Hann sagði, aö yfirleitt hefði verið talað um lungnakrabba sem karlmannasjúkdóm, en nú fjölg- aði mjög konum, sem fengju þennan sjúkdóm. Astæðan fyrir þessu er talin sú, aö fleiri og fleiri ungar stúlkur byrja að reykja. Þá er talið, að sá hópur sænskra kvenna, sem fær lungnakrabba, muni fjórfaldast fram til ársins 1990, og er þá átt við Sviþjóð. Nú deyja árlega um 350 sænsk- ar konur úr lungnakrabba. Ef reykingavenjur kvenna ekki breytast mun þessi tala fjórfald- ast fyrir árið 1990. - Til saman- burðar má geta þess, að nú deyja árlega 1300 sænskir karlmenn úr lungnakrabbameini. Arið 1990 er áætlað að þessi tala verði komin upp i 2650. skóflustungu. E. Sigurðsson tekur fyrstu Halldór Barnið er < en ekki EFTIR GUÐRUNU ERLEND FYRSTI HLUTI ' . * * Hugtakið barnaréttindi er i örri þróun og margbreytilegt. Það spannar yfir marga þætti, allt frá djúphugsuðum sjálfræðilegum hugtökum til einfaldra daglegra þarfa barna svo og til lagalegra réttinda þeirra. Þetta er hugtak, sem allar þjóðir ættu að hafa áhuga á, en þó eru mismunandi skoðanir á þvi i heiminum. Réttur til sálarlegs öryggis, til menntunar, til skynsamlegra forræðisúrskurða og um- gengnisréttarj sýnir á hvaöa þróunarstigiríkier. Þaðer hægt að tala um þessiréttindi f hinum vestræna heimi, þvi að þar nýt- ur bæði þekkingar og úrræða, sem gera slik réttindi möguleg. En það væri fráleitt að tala um sum þessara réttinda i van- þróuðum löndum, þar sem aðal- vandamálið er oft á tiðum að halda lifinu f börnunum. Af minnihlutahópum þjóð- félagsins hefur það tekið börnin lengstan tima að fá viðurkennd réttindi sin. Börnin eru minni- hlutahópur, ekki að þvi er fjölda snertir heldur vegna þess að þau eru minni máttar i augum laganna. Þau hafa ekkert vald til að láta til sin heyra, og það er aðeins vegna góðvildar manna, sem takauppmálstaöþeirra, að tekið er tillit til þeirra. Viðhorf þjóðfélagsins hefur verið að leysa öll lögfræðileg vandamál barna íyrir þau. Spurt er hvað börnunum sé fyrir beztu, án þess að nokkurt tillit sé tekið til þeirrar staðreyndar, að barnið gæti átt viss réttindi, sem það gæti notað i eigin þágu. Mig langar að koma hér með dæmi: Maður er tekinn af heimili sinu gegn vilja sinum og látinn á annað heimili, þar sem hann ekki vill vera. Maður er tekinn og látinn áhæli gegn vilja sinum og haldið þar i 2 ár. 1 hvorugu þessara dæma fékk maðurinn að tala máli sinu eða hafa lögfræðing sér til aðstoðar, og ekki voru það’ dómstólar, sem með málin fóru, heldur stjórnskipaðar nefndir, sem töldu þessar ráðstafanir gerðar með hagsmuni mannsins i huga. Ég er hrædd um að þessi dæmi yröu útbásúnuð i fjölmiðlum sem ólögmæt frelsisskerðing, sem bryti i bága við stjórnar- skrána, og talið yrði að við byggjum ekki i réttarþjóðfélagi, þar sem svona lagað væri látið viðgangast. Þó er þetta látið viðgangastalltikringum okkur, og enginn hreyfir hönd né fót. Börn eru tekin af heimilum sin- i, annaðhvort vegna ágalla i fari bamsins sjálfs eða forel anna og þeim komið fyrir á u] eldisstofnun eða i fóstur, án þi að nokkur tali máli barns sjálfs. Með þvi að viðurkenna bar sem persónu, en ekki einkae foreldranna, viðurkennum réttindi barnsins, bí mannúðarleg og lagalejg. vissum aldri og undir vissi kringumstæðum getur bar ekki hugsað um sig sjálft, e verndað sig, ekki talað s máli eða tekið ákvarðanir, s eru þvi fyrir beztu. Foreldr um er ætlað aö annast þes: þarfir barnsins, og er ] skylda, sem talin hefur ve hvila á fjölskyldunni. Ef til ætti i staðinn fyrir foreldrax að tala frekar um foreld skyldur og leggja með áherzlu á félagslega sky þeirra. Við verðum að gera ráö f> þvi, að sérhvert barn kom'i um við. Þetta þýðir ekki það taka eigi léttilega á foreld rétti, eins og hann er skilin dag. Það þýðir þaö, aftur móti, að sérhvert barn á réti að foreldrarnir standi viö ski bindingar sinar gagnvart ] Réttur foreldra < kenningin um all herjarforsjón rikisir í dag er viss félagslegur áh á því að viðhalda fjölskyldu: sem þjóðfélagsstofnun, áhug þvi að vernda þá, sem eru mi: máttar, að tryggja sérhverji einstaklingi gott llf og ala i vel hæfa borgara fyrir framl ina. Krafa foreldris til forræ yfir barni sinu og til að rí uppeldi þess,takmarkast þvi miklu leyti við þessa þjóðféla legu hagsmuni. Þvi hefur réttilega verið h£ iö fram aö gott foreldri vi hvað börnum þess væri fy beztu. En þegar sannað þyl að foreldrarnir séu óhæfir til annastbömin, hefurrikið koi i stað foreldranna og tekið hlutverki þeirra. Réttarki fyrir börn hefur verið gru vallað á þessari kenningu. Til forna var rikið hikandi að skipta sér að f jölskyldulifi miðöldum mótuðust skoða manna um afskipti rikisins málefnum fjölskyldunnar kenningunni um allsherjari sjón rfkisins fparens patria Kenningin um parens patr kom upphaflega fram I E

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.