Alþýðublaðið - 16.06.1976, Page 16

Alþýðublaðið - 16.06.1976, Page 16
Islenzkur hljómlistarmaður fær inngöngu í einn bezta og eftir- sóttasta tónskóla Bandaríkjanna Skólastjórn bandarlska tón- listarskólans Berkley College of Music, sem staösettur er i Bost- on, hefur ákveöiö aö veita hin- um 28 ára gamla, reykviska hljómlistarmanni, Pétri Péturs- syni, inngöngu í skólann naesta haust. Ungur aöárum hóf Pétur nám i píanóleik viö Tónlistarskólann i Reykjavik, en hætti námi þar án þess aö ljúka burtfararprófi. Flestum, a.m.k. yngstu kyn- slóöinni, mun Pétur kunnur fyr- ir leik sinn meö hljóms veitunum Tilveru og Brimkló. Nú sem stendur er Pétur búsettur i Bandarikjunum og hefur hann meöal annars hiotiö lof þar um slóöir fyrir hljóöfæraleik sinn viö uppfærsiu á rokkóperunni „Jesus Christ Superstar.” „Þaö er mjög mikill heiöur fyrir Pétur aö fá inngöngu i þennan skóla, sem er aö sögn einn hinn beztí sinnar tegundar i Bandarikjunum” sagöi Jónas R.Jónassoni viötali viö Alþýöu- blaöiö. Mikil aðsókn er aö skóla þess- um ogkomast jafnanfærriað en vilja. Venjulegt þykir aö sækja um skólavist meö aö minnsta kosti eins árs fyrirvara. Til- dæmis sótti Pétur um skólavist fyrirhaustíö ’76 fyrir um þaðbii ári sföan, sagöi Jónas, en áöur en umsóknin var staöfest þurfti hann aö gangast undir inntöku- próf. 1 Berkley College of Music mun Pétur leggja stund á nám i pianóleik og hljómsveitarút- setningum. Um lengd námsins gat Jónas ekkert sagt aö sinni, nema þaö aðallt ylti meöal ann- ars á þvf hversu vel Pétri gengi að afla fjár til þessa, þvi skóla- vist þarna er mjög dýr. AV OROI OG SKJÁLFTAR MAGNAST VIÐ KRÖFLU Að undanförnu hefur orðið vart allnokkurra breytinga á Kröflusvæöinu. Fylgzt hefur verið með svæð- inu af visindamönnum allt frá þvi að gosið varð i Leirhnjúk á síðastliðnu ári. Um miðjan marz fór þess að verða vart að svæðið þar sem framkvæmdir eru nú i fullum gangi, fór að lyftast eftir að það seig er gosið hófst. Landssigið sem varð, olli mönnum áhyggjum einkum eftir að þess hafði orðið vart að stöðvarhúsið hafði sigiö nokkuð. Þá hefur einnig orðið vart þess að gasstreymi úr einni af stærstu borholunum á Kröflu- svæðinu hefur margfaldast frá þvi sem var. Aftur á móti hefur gasút-1 streymið i öðrum holum ekki aukizt neitt og er óbreytt. Aukning á útstreyminu veldur þvf m.a. að minni hluta af gufunni verður hægt aö nýta til raforkuframleiðslu en ella og þvi kann að verða erfiöara að reka aflstöðina en áætlað var samkvæmt upplýsingum sem lagu fyrir þegar mannvirkin voru hönnuð. Það skiptir ekki máli frá tæknilegu sjónarmiði um rekstur virkjunarinnar hvort landið hækkar eða lækkar, en hallabreytingar sem fara fram úr þvi sem ætlað er geta haft erfiðleika f för með sér. Hinsvegar er gert ráð fyrir þvi að hallabreytingar að ákveðnu marki geti átt sér stað og á það ekki að hafa áhrif á búnaö virkjunarinnar þó svo að slikar breytingar verði eftir að hverflarnir hafa verið tengdir við inntaksmannvirkin við stöðva rhúsið. Skjálftum fækkaði á Kröflu- svoðinu á tímabilinu marz til mai á þessu ári, síöan var fjöldi þeirra nokkuð samur og jafn fram i mai en hefur fjölgað aftur að nýju auk þess sem styrkur þeirra er nú meiri en var fyrr á árinu. Er nú svo komið að fólk veröur vart þeirra stærstu. Þessir skjálftar eru á sprungu frá Kröflusvæðinuog suður um i áttina að Bjarnarflagi og Námafjalli. Ekki hefur orðið vart hreyfinga á öðrum sprungum. Þær breytingar sem orðið hafa á þessu svæði að undan- förnu gætu allt eins bent til þess að gos væri i aðsigi, en alls ekki er hægt að segja neitt með vissu um það. Vfsindamenn munu fylgjast náið með þvi' sem þarna gerist á næstunni. EB 17 gengust undir próf og 10 féllu - Tilhögun prófanna sú sama og fyrr Fyrir skemmstu geng- ust sautján nemar á þriðja ári i lyfjafræði undir próf sem veita átti þeim réttindi til þess að starfa sem aðstoðar- lyf jafræðingar. Prófið var haldið við Háskóla fslands. Af þessum 17náðu aðeins 7 til- skilinni lágmarkseinkunn og mun þetta vera einhver hæsta fallprósenta sem um getur á síðustu árum. Hér mun ekki hafa verið um þaö að ræða að tilhögun prófa hafi verið breytt heldur var hún hin sama og verið hefur undan- farin ár. Ekki gengust neinir þriðja- ársnemar undir próf i fyrra en árið áður háðu þrir prófið og stóðust allir.' Nemarnir þurfa að ná einkunninni sex af tiu mögu- legum i öllum prófum. Þeim sem ekki náöu tilskilinni einkunn gefst kostur á þvf að endurtaka prófið i haust. Það mun ekki vera nein nýlunda að fallprósenta sé allhá i ýmsum greinum i háskólanum og er læknadeild oft tekin sem dæmi um það. Þá gerist það einnig i Verkfræði- og raun- vlsindadeild að allmargir standastekki lágmarks kröfur. Ekki er unnt að setja út á að það séu gerðar miklar faglegar kröfur tii nemendanna, en ekki má fara út i það að aukaatriði séu notuö til þess að halda fjölg- un menntamanna i einstökum greinum I skefjum. Ekki er þó verið að halda þvi fram að slikt hafi gerzt i þessu tilfelli sem hér um ræðir. EB Flugleiðaþjónusta Ibúar Garðabæjar og Hafnar- fjarðar sem ætla utan með flug- vélum Flugleiða þurfa ekki lengur að aka tii Reykjavikur vilji þeir notfæra sér bilferöir félagsins til Keflavikurflugvallar. 1 þvi augnamiði að bæta þjónustu Flugleiða verður nú stanzað á tveim stöðum á leiðinni til Keflavikur, við Ásgarð i Garðabæ og við gatnamót Reykjanesbrautar og Flata- hrauns I Hafnarfirði. Billinn leggur upp frá millilandaflugaf- greiðslu Flugleiða á Hótel Loft- leiðum 90 minútum fyrir brottför flugs. Aðeinserstanzaði Garðabæ og Hafnarfirði á leið suðureftir. Aöems er stanzað i Garðabæ og Hafnarfirði á leið suðureftir. Millilandafarþegar á leið til Reykjavikur þurfa, vegna af- greiðslu farangurs, að ferðast alla leið á afgreiðsluna á Hótel Loftleiðum. Nauðsynlegt er að þeir farþegar sem hyggjast koma i langferðabilinn á öðrum hvorum þessara staða láti vita samdægurs og hafa rétt fargjald handbært, en það er 310 krónur. Bilarnir stanza ekki á öðrum stöðum milli Reykjavikur og Keflavikurflug- vallar. —SG Enn óráðið í þrjár stöður hjá sjónvarpi Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um ráðningu í þrjár stöður hjá sjónvarpinu, en um- sóknarfrestur um þær rann út fyrir nokkru. Hér er um að ræða stöðu iþróttafréttamanns, sem Om ar Ragnarsson gegndi, fréttamanns í stað Svölu Thorlacíus og dagskrárgerðarmanns í stað Sigurðar Sverris Pálssonar. Pétur Guöfinnson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins sagði i samtali við Alþýöublaðið i gær, að hann vonaðist til að gengið yrði frá ráðningum I störf þessi á næsta fundi útvarpsráðs. Ráðið hélt fund i gær, en þá var ekki gengiö frá afgreiðslu þessara mála. Starf Iþróttafréttamanns hef- ur lengi verið laust. Þaö mun hafa verið ákveðið að ráöa Sigrúnu Stefánsdóttur ritstjóra Islendings i það, en henni sner- ist hugur. Hún sækir nú um starf Svölu og það gerir einnig Einar Karl Haraldsson fréttastjóri Þjóðviljans. Annað þeirra þykir helst koma til greina sökum starfsreynslu, en auk þeirra eru eru umsækjendur tveir ungir menn. —SG MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1976 alþýöu blaöið Heyrt: Að Pétur Sígurðsson, (sjómaður) sé með „óþægustu” mönnum i þingflokki Sjálfstæöis- flokksins. Að hann hafi jafnvel hótað aö styðja klofiiingsframboð. Hann kórónaði andstöðu sina með þvi að vera með- flutningsmaöur að tillögu, sem flutt var i þinglok um að kalla sendiherra Islands hjá NATO heim. Þetta mis- likaði félögum hans mjög og þó einkum forsætisráð- herra. Frétt: Þessi sami Pétur Sigurðsson er mikill áhrifamaður I stjórn Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og hefur unnið þar mikið og gott starf. Skömmu eftir að þingi lauk sendi forsætisráðherra þá eindregnu ósk til hinnar frægu Framkvæmdastofn- unar, að hún lánaði DAS 50 milljónir króna vegna smiði nýs dvalarheimilis I Hafnarfirði. Kommissar- arnir gerðu sitt og lánið var veitt. Menn geta nú velt þvi fyrir sér hvort forsætisráö- herra og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi „keypt óþægðina úr Pétri” fyrir 50 milljónir króna. Frétt: Að Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Dagblaðsins, og Ing- ólfur P. Steinsson, sem eitt sinn var framkvæmda- stjóri Alþýðublaðsins, en starfar nú hjá Dagblaðinu, séu I Bandarikjunum á mikilli prentiðnaðarsýn- ingu. Þar er sýnt allt hið nýjasta i prenttækni dag- blaða, og má ætla að þeir Dagblaðsmenn séu að undirbúa stofnun eigin prentsmiðju. Ingólfur er manna fróðasturum prent- tækni. Heyrt: Að fjármálamenn llti llfið nú heldur bjartari augum en þeir geröu fyrir nokkrum mánuöum. Þeir telja, að margt hafi nú gerzt, sem bendi til þess að betri timar séu framundan I efnahagsmálum Islend- inga. Þeir benda á hækkandi verð á fiski, niðurfellingu tolla hjá Efnahagsbandalaginu, góða afkomu ýmissa stór- fyrirtækja (SH, Flugleiða, Sölusambands fiskfram- leiðenda et cetera) og mik- inn feröamannastraum. Séð: Að lögfræðingar hyggist stofna sérstakan ábyrgöasjóð, sem tryggi skjólstæðinga lögmanna gegn tjóni, ef þeir (lög- menn) komast I greiðslu- þrot.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.