Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 2
2 STJðRNMÁL/FRÉTTIR alþýöu' Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftarverö: 1000 krónur á mánuöi og 50 krónur I lausasölu.____________________________ * •• I TV0 HUNDRUÐÁR Á morgun er þess minnzt í Bandaríkjunum og raunar um heim allan að tvö hundruð ár eru liðin síð- an þrettán ríki í Ameríku lýstu yfir sjálfstæði sinu og stofnsettu Bandaríki Norður-Ameríku. Hugsjónir mannfrelsis og mannréttinda bárust þá austur um hafið til Evrópu og atburðirnir í Bandaríkjunum urðu ein af þeim kveikjum sem leiddu til stjórnar- byltingarinnar miklu í Frakklandi árið 1789. Síðan hafa vissulega mörg vötn runnið til sjávar og öll rás veraldarsögunnar hefur skipt um farveg. Það sem fyrir tveimur öldum var nýf rjálst smáríki er nú orð- inn risi sem smáþjóðir iðulega og eðlilega tortryggja og eru á verði gegnt. Sagan er svo sem ekki að gera annað en andurtaka sig. Eitt sinn lágu allar leiðir til Rómar — enginn tortryggir ítalíu á visindaöld. I dag eru Bandaríkin öðrum þræði forusturíki í samstarf i þeirra þjóða sem lengst hafa náð í sókn til mannréttinda og þróaðra stjórnarhátta, en hins veg- ar risaveldi og peningaaf I sem aðrar þjóðir og minni - þurfa að halda vöku gegnt. Hin sérstæði þjóðasamsetning sem byggir Banda- riki Norður-Ameríku er um margt öðru vísi en hefð- bundin, evrópsk menning. Bandaríska þjóðin er svo ung að hún á sér ekki þjóðlegar hefðir í sama skiln- ingi og evrópskar þjóðir. Og þegar litið er á sögu þjóðarinnar verður hefðbundinn skilningur Banda- rikjamanna á hinu óhefta frelsi skiljanlegri: allt til loka síðustu aldar voru þeir að nema land, þeir leystu deilur sinar með því að þenja sig vestur á bóginn. Bandarísk saga er saga ótrúlegra andstæðna. Annars vegar fátækt og örbirgð, hins vegar óendan- legt ríkidæmi. Annars vegar glæpir og undirheimar, hins vegar þjóð sem víkur spilltum forseta. Annars vegar krepputímar eins og þeir urðu ægilegastir um 1930, hins vegar ef nahagsleg velgengni eins og verið hefur síðan eftir stríð. Annars vegar blómstrandi skóla- og menningarlíf, hins vegar arðrán í vanþró- uðum löndum og Víet-Nam. En þegar allt kom til alls þá var það kannske f yrst og f remst upplýst æska, ný kynslóð, sem knúði stjórnvöld til þess að hætta að bera ábyrgð á harmleiknum í Víet-Nam. Þegar allt kom til alls þá var það hægt. islenzk þjóðmálaumræða tekur oft á sig undarleg- an blæ. Eðlilega hafa Bandarikin, þjóðin og þjóðar- eðlið, iðulega verið hér til umræðu, svo tengt sem það er íslenzkum varnarmálum og islenzkum varnar- hagsmunum. Það hef ur orðið lenzka hjá stórum hópi islenzkra menningaráhugamanna, sem gjarnan eru þeirrar skoðunar að okkur beri ekki að taka þátt í vestrænu varnarsamstarf i, að draga upp mynd af Bandaríkjamönnum sem annað hvort forhertum kapítalistum eða þá heimskum lýð sem alla daga sitji sijór fyrir framan sjónvarp og drekki í sig auglýs- ingar, tyggi tyggigúmmí og helzt slefi. Allt sem er bandarískt skal vera heimskt. Þessara blæbrigða hefur gætt ríkulega í þeirri valdastríðseinsýni, sem hér hefur gjarnan rikt. Nú eru Bandaríkjamenn sennilega hvorki betur eða verr gerðir en annað fólk. Slíkt er auðvitað misskilinn þjóðrembingur andlegra gamalmenna — þröngsýni sem engum gerir gagn. Samskipti við Bandaríkin hafa enn upp á síðkastið orðið tilefni til umræðu. Nú er til í landinu hópur manna sem vill láta þá fara að borga íslenzku þjóð- inni peninga, framkvæma og skapa atvinnu. Þessi sjónarmið eru dapurleg, þau ganga gegn þjóðlegri sjálfsvirðingu, þau eru lágkúruleg. Undirstaða þjóðlegrar tilveru og sjálfsvirðingar höfða til tilf inninga fremur en skynsemi. Það er tak- mark í sjálfu sér að búa sem þjóð út af fyrir sig í landi,skapa þeirri þjóðgóð lífskjör og leggja síðan af mörkum til þess að aðrar þjóðir geti gert það sama. Þess vegna þarf að vera á verði. Á sama tima og bor- in er virðing fyrir undirstöðuhugmyndum banda- rískra stjórnmátta, þá þarf samt að vera á varð- bergi. Það eru sérkenni smáþjóðar. Vegna þess að það aðveraþjóð er íhaldssamtog tilf inningalegt tak- mark í sjálfu sér. —VG. Laugardagur 3. alþýðu- júlí 1976 baaðiö „EMBÆTTISHROKI” - segir Gunnlaugur Þórðason um ummæli skrifstofustjóra Alþingis ,, Embættishroki er að verða æ fátiðari hér á landi, en þvi miður sér honum þó bregða fyrir” sagði Gunnlaug- ur Þórðarson er hann hringdi i blaðið út af ummælum Friðjóns Siguðssonar skrifstofu- stjóra Alþingis hér i blaðinu á fimmtudag. „Mér er minnisstætt þegar Sveinn Björnsson forseti tók viö embætti, aö hann lagöi áherzlu á, aö hann teldi embætti sitt vera þjónustnstarf viö islenzku þjóöina”. „Enda er oröiö em- bætti skylt oröinu ambátt”, sagöi Gunnlaugur „og góöur embættismaöur á aö lita á sig sem ambátt i þjónustu almenn- ings. Embættishroka þessum brá þó fyrir er fram kom hátt- settur embættismaöur i viö- tali viö Alþýöublaöiö, sem taldi sig yfir þaö hafinn aö segja al- menningi satt og rétt frá. tmáli þvi sem snýst um mis- rétti gagnvart bingskrifurum.en þessi maöur gaf jafniaunaráöi a sinum töna rangar upplýsingar i mikilvægu atriöi. Þegar þessi sami maöur kom fyrir rétt, sagöi hann ósatt i þrigang. I Al- þýöublaöinu á fimmtudag gat hann heldur ekki sagt satt. Þaö liggur fyrir svart á hvitu ef haft er samband við þann starfs- mann fjármálaráöuneytisins, aö einasti karl-þingskrifarinn hefur aldrei stimplað sig inn né út úr vinnu. Þó heldur skrif- stofustjórinn þvi fram aö sömu reglur gildi um hann og aöra þingskrifara.Þá heldurhann þvi fram aö fimm þeirra kvenna sem máliö höfða hafi ekki hætt störf um vegna óánægju, þó hon- um sé fullkunnugt um aö svo var. A þeim tima sem þessar kon- ur hættu töldu þær vonlaust, aö leita réttar sins gegn þvilikum aöila sem Alþingi. Stofnun, sem sett hefurlöggjöf um launajafn- rétti, sem hún er nú ber að þvi Gunnlaugur Þórðarson f lytur mál þingritaranna. aö fara i kringum, meö mis- notkun á stööuheiti. Aö lokum sagöist Gunnlaugur harma þaö aö þurfa aö setja of- an i viö háttsettan embættis- mann og að ræöa mál þetta i fjölmiðlum á þessu stigi. — gek Guðmundur G. Þórarinsson: • • T0LLV0RÐUR SAGÐI MÉR AF VERULEGU SMYGLI AF VELLINUM Ég tók þannig til orða á fundi, að mér væri sagt og hefði það eftir toll- verði á Keflavikur- flugvelli, að verulegu magni væri smyglað af Vellinum, t.d. dekkjum, hljómflutn- ingstækjum og hljóm- plötum, sagði Guð- mundur G. Þórarins- son i samtali við Al- þýðublaðið. Þessi orö Guömundar hafa vakiðtalsverða athygli oger nú oröiö næsta algengt aö framá- menn Framsóknaflokksins greini frá vitneskju sinni um allskyns svindl og svinarí sem viögengst hérlendis. Er þess skemmst aö minnast er Ólafur Jóhannesson sagöist vita um leiöir til gjaldeyrissvika þótt hann teldi rétt aö nafngreina ekki aö sinni þá er notuðu sér þessar leiöir. Guömundur G. Þórarinsson sagöi, aö á fyrrnefndum fundi, sem haldinn heföi veriö á Stykkishólmi, var veriö aö ræöa um hvort taka ætti gjald af hernum eða ekki. „Benti ég þá m.a. á aö tollgæzlan viö Völlinn kostar okkur mikiö fé, en samt væri mikið um smygl út frá svæöinu og nefndi þá þetta dæmi sem tollvöröur haföi sagt mér frá”. t framhaldi af þessu spuröi blaðiö hvort Guömundur væri þvi fylgjandi aö taka gjaid af hernum fyrir aöstööuna hér. Guömundur sagöist telja frá- leitt annaöen herinn værilátinn greiöa bifreiöaskatt, bensin- skatt og tolla, á meöan hann væri hér. „Hins vegar vil ég losna viö herinn sem fyrst og er algjör- lega andvigur þvi aö tekin veröi leiga af landi og herinn látinn greiöa mannvirkjagerö hér- lendis”, sagöi Guömundur, en hann er sem kunnugt er einn af stjórnarmönnum Framsóknar- flokksins. Burt I áföngum Er þeirri spurningu var varp- að fram hvort Guömundur væri þvi fylgjandi aö samningnum viö Bandarikin yröi sagt upp núna svaraði hann þvi til, aö hann heföi alltaf veriö eindregiö fylgjandi þeirri stefnu Fram- sóknaflokksins að herinn yröi látinn fara burt i áföngum. Kvaðst hann vona, aö hann ætti eftir aö upplifa þann dag er her- inn væri á brott, ef nefndi hins vegar engin sérstök tlmamörk i þvi sambandi. Flokksbræöur Guömund- ar Þórarinssonar munu ekki vera á einu máli um áfanga- stefnu flokksins varöandi herinn og einnig eru sumir þeirrar skoðunar að herinn eigi aö greiöa mannvirkjagerö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.