Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 9
alþyóu- biaðiö , Laugardagur 3. júlí 1976 13 Bæjaryfirvöld hafa viljaö halda laununum sem mestniöri þannig aö ekki þyrfti aö neita neinum, sem til þess er rétt borinn, þ.e. á þeim aldri sem til- skilinn er. Spurningin er sú hvort þetta skapi ekki þaö hugarfar sem hér aö framan hefur litilega veriö drepiö á. Þegar kaupiö sem er jafn hlægilega lágt ograun ber vitni, er það spurningin hverjum sé verið að vinna gagn meö þessari unglingavinnu, bæjarfélaginu eða unglingunum. Einhvernveginn hef ég bitiö þaö I mig aö þessi vinna ætti fyrst og fremst aö vera fyrir unglingana. Hún ætti aö kenna þeim aö góövinna skilar góöum aröi. En þvi miöur eru þaö undan- tekningartilfellin ef unglingarn- ir læra þaö i þeirri vinnu sem hér er til umræöu, einfaldlega vegna þess að hversu vel sem þau vinna fá þau sama hlægi- lega kaupið. Annarsflokks vinnu- kraftur. Ég held þvi fram aö fulloröna fólkið, þeir sem eldri eru, lfti á þá krakka sem eru i unglinga- vinnunni sem annarsflokks vinnukraft. Þetta séu börn, en vart vinnandi fólk.Þetta sama fólk gleymir þvi aö það er m.a. þessi vinnukraftur sem gerir umhverfi okkar snyrtilegra- manneskjulegra- svo okkur megi liöa betur. Þaö er þetta fólk sem gleýmir aö þakka fyrir sig þegar þaö gengur um vel hirtar götur og fagra almenningsgaröa.Og þaö er þetta fólk sem gleymir þvi aö þeir unglingar sem i vinnu- skólanum eru, eru lika fólk, fólk sem hugsar, fólk sem á rétt á þvi aö vinna þeirra sé metin aö verðleikum. Þaö er háskaleg þróun að innræta þeim sem eru aö stiga sín fyrstu spor á almennum vinnumarkaöi, að þau og þeirra vinnukraftur sé aöeins annarsflokks. Þaö getur hefiit sin siðar, og þá á þjóöfélaginu. Jón Einar Guöjónsson. geöþótta. Hvort sem mönnum llkar betur eða verr, og hvaöa skoðun, sem menn annars hafa á kerfum yfirleitt, er þó alls- konar glundroði og geöþótta- ákvarðanir verst af öllu. Þetta kann að kosta átök. En hvað um þaö. Meö illu skal þá illt út drifa, ef til þess þarf aö koma. Kunnáttumenn, sem viö eigum nóga I þessum málum, mega ekki láta sig henda þá reginfirru, aö beygja sig undir fákænskuna, þó hún birtist á æöstu stööum. íslenzk kennara- stétt þarf ekki aö vera umkomu- laus, ef hún þekkir sinn vitjunartíma. Innan hennar er fjöldi manna, sem er fullkom- lega þess umkominn aö láta til sin taka. Hún verður aö vera sér þess meðvitandi, aö á- byrgðin,sem hvilir á hennar heröum er ekkert smávægi. Þvi miður veröur að segja, aö fram að þessu hafa hennar afskipti af framvindu skólamálanna veriö niöri á frostmarki. Þau hafa meira beinzt að hlutum, sem vissulega eru á engan hátt þýðingarlaus-kjaramálunum. En starfssviöiö er þó þrátt fyrir allt þaö, sem mestu varðar. Hér hefur skaöi skeö. En svo skal ekki böl bæta, aö biöa annað meira. Þaö er sá eldur sem á ykkur brennur, góðir starfsbræður. Hvi skylduð þiö hika viö að láta til ykkar taka? Oddur A. Sigurjónsson Liggur Oér eítthvað á hjarta Hafðu þá samband við Hornið EKKI FLEIRI ORÐABELGI í ÚTVARPSDAGSKRÁNNI Þóra Traustadóttir skrifar: „Þaö er kynleg stofnun starfandi i þessu landi okkar. Stofnunin heitir útvarpsráö og er þvi ætlaö aö hafa yfirumsjón með þvi hverslags efni er reitt fram til þeirra sem hlusta. Þaö er einnig i verkahring þess aö sjá um aö á hvorugan sé hallaö þegar tekin eru til meöferöar efni sem hita mönnum i hamsi. Lengi framan af var þetta ákvæöi útvarpslaganna túlkað þannig aö enginn mátti segja skoöun sina á viðkvæmum málum vegna þess aö hætta var talin á þvi aö þaö gæti oröið til þess aö einhver kynni aö hrökkva viö og gæti jafnvel beðið af þvi skaöa á pólitisku sálarlifi sinu. Þetta gekk svo langt aö þeir sem slikt leyföu sér voru ýmist reknir frá störfum fyrir út- varpiö eða þeir voru ávitaöir af þvi' alltvitandi útvarpsráöi. Meðal þeirra sem beinlinis voru reknir frá dagskrárgerð voru Magnús Torfi Ólafsson fyrrver- andi menntamálaráöherra og þvi fyrrverandi æösti yfirmaöur rikisútvarpsins og þar meö út- varpsráös. Annar úr þessum hópi var Ólafur Ragnar Grimsson prófessor sem átti sæti i útvarpsráöi skömmu seinna. Þessir menn höföu sér þaö til saka unniö aö hafa framið þá höfuösynd aö skoöanir á viö- kvæmum málum komu fram i þáttum þeirra. Þvi var fagnaö á slnum tfina þegar leitazt var viö aö reyna aö gera útvarpsráö aö stofnun sem ekki væri eins háö pólitiskri valdaskiptingu 1 landinu. Sú dýrö varöi þó ekki lengi, þvi nú- verandi vajdhafar vildu óðir og uppvægir hverfa aftur til þess sem var fyrr, enda þaö þeim helzt I hag aö rikjandi ástand héldist eins lengi og hægt væri. Þó er ekki eingilt hvað þaö er sem veldur æsingi útvarpsráös- manna. Þegar haldiö er á lofti „Ekki fleiri orðabelgi...” skoöunum sem falla þeim I geö þá viröist sem þær séu ekki óhollar heldur jafnvel æskilegar og þaö svo aö nú er á dagskrá útvarpsins einu sinni i hverjum hálfum mánuði þáttur sem réttilegaer afstjórnanda sinum nefndur Oröabelgur. I þessum þætti virðist stundum aö fariö sé á svig viö þaösem kallaö er almenn skyn- semi, auk þess sem róiö er hart á annað boröiö hvaö snertir pólitiskar skoöanir. Þaö er ekkert athugavert viö aö heyra pólitiskar skobanir sem ekki falla manni i geö ef þess er gætt aö hin hliöin komi jafnframt jafnskýrt fram, þó svo i öörum þætti væri. Ég læt hjá liöa aö ræöa um sagnfræöilegar rangfærslur og ýmislegt sem benda mætti á auk þessa. Lýkur nú þessu bréfi." Hvers vegna þetta leynimakk með orðuveitingar til útlendinga? Forvitinn hringdi: Mig langar til að koma einni spurningu á framfæri við orðunefnd og vonast til að for- maður hennar, sem mun vera Birgir Möller forsetaritari, sjái sér fært að svara henni hér i blaðinu. Þar sem hér er um mál að ræða sem margir hafa áhuga á kýs ég að koma þessari spurningu á framfæri opinberlega. Spurningin er þessi: Af hverju er þvi haldið leyndu hvaða út- lendingar eru sæmdir Fálka- oröunni eöa öörum heiðurs- merkjum sem enn eru við liöi hjá okkur? Nokkrum sinnum á ári má lesa I blöðum aö for- setinn haföi að tillögu orðu- nefndar sæmt hina og þessa Is lendinga heiðursmerkjum. Þaö er vitaö mál, aö um leiö eru margir erlendir menn einnig sæmdir islenzkum heiðurs- merkjum, en frá þvi er ekki skýrt opinberlega. Þess vegna langar mig til aö fá þaö upplýst hvers vegna nöfn þeirra eru ekki birt og þá jafn- framt rök fyrir ákvöröun nefndarinnar. í þessu sambandi langar mig til aö benda á, aö ef Islendingur er sæmdur er- iendum heiöursmerkjum er yfirleitt skýrt frá þvl hérlendis. En er það þá ekki gert opinbert i þvi landi sem heiöursmerkin veitir? Ég vil taka þaö fram, aö ég spyr af einskærri forvitni og læt mér I léttu rúmi liggja deilur um hvort æskilegt er aö viö sæmum fólk heiðursmerkjum eöa ekki. Leiðrétting. I gær féll niöur nafn höfundar greinar um Evrópufriöarþingið i Varsjá, 1976, en greinin var eftir Bárö Halldórsson, mennta- skólakennara á Akureyri. Er beöizt velvirðingar á þessum mistökum. Athugasemd. t þættinum Or ýmsum áttum á fimmtudag var fariö óná- kvæmt meö þegar sagt var aö Þjóbviljinn hafi ekki séð ástæbu til aö birta fréttir af islenzkum júdómönnum, sem i vor lentu i vandræðum á landamærum Sovétrikjanna, sem kunnugt er. Þjóðviljinn skýröi fyrstur blaða frá þessum málum. HORMIÐ Skrifið eða hringið í síma 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.