Alþýðublaðið - 10.08.1976, Side 7
ÚTLÖND 7
alþýi
blað
ÖU'
ió
Þriðjudagur 10. ágúst 1976
Þióðsagan og skrimslið
Ferðamenn skoða
vatnið Loch Ness — en
sjá ekkert skrimsli
venju fremur.
Það rumskar af blundi í iðrum jarðar, á
botni vatnsins.^Nokkurs konar hreyfi hefur
gárað vatnsflótinn um stund um leið og
risastór líkaminn færist ofar í gruggugu
vatninu. Fyrstu þrjú hundruð metrana
finnur það aðeins aukinn hita vatnsíns, en
eftir það byrjar heilinn að starfa, þó að
höfuðiðséaðeins nokkurs konar framhald á
slönguhálsi — það hreyfir sig óörugglega í
myrkrinu, áður en augnalokin titra og
augun opnast. Sl imkenndar, littsjáanlegar
kúlur rjúfa móðuna, rekandi slímþekjuna,
og beinast að hreyf ingu á yf irborðinu. Smá-
V__________________________________________
álar stinga sér inn í klettaskorur um leið og
þeir horfa skelfdum augum á óvininn
stefna að kyrru, steingerfðu yfirborðinu,
sem í speglast tignarleg furutré, birki-
lundar, brekkurog tindar sem Ijóma í dags-
birtunni og mistrinu.
Vatnið skiptir um litog likistnú dökku tei.
Silungar og geddur dreifa sér og kafa djúpt,
eins og vildu þeir aðvara laxana, sem eru á
leiðinni út úr undirgöngum vatnsins, að nú
sé ,,óvanalegt skrímsli" á höttunum eftir
þeim. Vatnið virðist nálgast suðumark,
klettarnir og lauf skrúð trjánna, sem endur-
speglast á yfirborðinu, hverfur. Risavera
birtist og spýtir frá sér vafflaga vatns-
bólstri, um leið og hún þýtur yfir vatnið
með ofsahraða, til þess eins, að kafa aftur
niður í djúpin. Endurspeglanirnar sjást
betur, þegar mistrinu léttir, og þá fyrst er
dögun við Great Glen...
Hér byrjar greinaf lokkur um vatnið
fræga Loch Ness t Skollandi og þá eilífu leit
að hinu leyndardómsfulla skrimsii, sem
menn hafa þótzt sjá — og sífellt vekur
furðu. Greinarf lokkurinn birtist hér i
blaðinu út þessa viku.
Þekkt Ijósmynd Wilsons frá árinu 1934 sýnir „Nessi"
á f loti á yfirborði vatnsins. Sumir visindamenn telja,
aðaðeins hálsog höfuð sjáist á þessari mynd.
A hálendi Skotlands eru til all-
lifseigar þjóðsögur um
,,water kelpie” eða „Nykra”,
sem risa upp úr djúpum
vötnum, og fara jafnvel upp á
land um skammahriö, og styðja
þvi þjóðsöguna um „skri'mslið i
Loch-Ness”. Allir þarfnast þess
að imyndunaraflið blómstri, ef
ekki hjá þeim, þá öðrum, en
þjóðsöguhetjurnar ættu að vera
lausar við forvitna áhorfendur.
Allt frá 1933 hefur umferðin við
Loch Ness aukizt, en þá var
gerður þar þjóðvegur, og eins
og stendur er verið að taka þær
myndir neðansjávar, en i júni
1975 sá um allt slikt, Robert
Rhines doktor i lögfræði og for-
maður vi'sindadeildarinnar i
Boston. Margir ritstjórar litu
myndirnar hýru auga eigi siður
en visindamenn frá Smithson-
ian-stofnuninni. 1 desember
áætlaði Rhines fundi með
þekktum visindamönnum frá
Edinborg, Skotlandi, Visinda-
stofnunar Peters Scotts, og
Konunglega visindafélagsins i
Edinborg. Allt það brotnaöi
undir auknum þrýstingi aug-
lýsinga i fjölmiölum, sem
reyndust einkar óhentugar
visindaiðkunum, og þvi sem
meira máli skipti, skorti á
stuðningi frá Britist Museum,
en þar álitu menn ótrúlegt, að
myndirnar sönnuðu, aö skrimsl-
iö væri til.
Myndirnar, sem eigandinn
metur á $50.000, eftir þvi sem
aðstoðarritstjóri National Geo-
graphis, Joseph Judge, segir,
eru nú til s.ölu fyrir lltinn
pening. „Égheldþviekki fram,
að þetta séu svik,” sagði Judge i
nýlegu viðtali, „en myndir af
höfði og hálsi likjast mikið þvi,
sem ætla mætti að djúphafs-
skrimslið liti út. Gapandi ginið
langur beinakambur um mitt
andlit, ávöl augu með bein-
kenndri umgerö... alveg eins og
ævintýradreki.”
A 1 jósm yndasýningunni i
Needham Heights, Bóston, þann
6. september voru Gilbert Gros-
venor ritstjóri og Bill Garrett
aðstoðarritstjóri i fylgd með
Judge. Báðir sýndu áhuga, ai
voru vantrúaðir. Þeir voru hins
vegar báðir sammála um, að
unnt væri að birta myndirnar i
Geogarphic, ef vissum skil-
málum væri hlýtt. bað væri
nauðsynlegt að lýsa myndirnar
til þess, að „óumtvirætt væri
unnt að sjá eitthvert dýr”, og
dr. George Zug, forstjóri eðlu og
froskdýra deildar við Smiths-
onian verði að „ákveða dýra-
tegundina, svo að hún stæðist
visindalega athugun”.
Myndirnar voru sendar til Los
Angeles, en þar staðfestu tækni-
menn, að þeim hefði ekki verið
breytt á neinn hátt, og að eitt-
hvað dýr sæist þar óneitanlega.
En mánuöi siðar komu þær til
baka engu skárri og ritstjór-
arnir og doktorarnir Zug og
Rhine skoðuðu þær, en voru
engu nær en fyrr, og dr. Zug
neitaði að láta nokkuð eftir sér
hafa (seinna gaf hann skýrslu,
sem kom skriði á desember-
fréttirnar). 1 bók sinni „Sagan
um Loch Ness”, segir Nicholas
Witchell, að Zug hafi „tekið eftir
smáatriðum, sem aðeins æfður
dýrafræðingur gæti séð: t.d. þvi
að myndir af kviði, sem
aögættar voru sérstaklega með
tilliti til snýkla, hafi ef til vill
sýnt aftast til vinstri enda-
þarmsfellingar dýrs.”
Starfslið „Geographics”, sem
hafði ónógar staöreyndir til úr-
vinnslu óskaði eftir þvi við
Rhine, aö hann geymdi skýrslu-
birtingu, unz unnt væri að senda
myndatökumenn timaritsins á
staðinn til að taka myndir af
skepnunni, en Rhine vildi ekki
heyra á það minnst, og kom með
þvi i veg fyrir frekari viðræður.
„Ég hélt þvi einu sinni fram, að
myndirnar væru bara gabb,”
segir Judge og hlær við,” en
Rhine sprakk.” Þó að Judge sé
reiðubúinntil^að viðurkenna, að
hugsanlegt sé, að eitthvað dýr
ílækist um vatnið, hefur hann
ekki alltof mikinn áhuga á að
finna þaö. „Ætli við rekumst
ekki á þaöfyrr eða seinna, og þá
sendum við tvo beztu* neðan-
sjávarljósmyndara heims á
staðinn, þá Bill Curtsinger og
DaceDoubilet. Ef eitthvaðer að
finna þar, ná þeir mynd af þvi...
mér er sama, þó að þeir séu
lengi að þvi.” Judge hefur
mestar áhyggjur af því, að ekki
eitt bein, hvab þá beinagrind,
hefúr rekið á land frá þvi, að
skrimsliö sást fyrst á sjöttu öid
af heilögum Kólumba frá
trlandi.
Þetta eigi siður en að ná góðri
mynd af skepnunni vakir einnig
fyrir Rines, og þvi hefur hann
boðið dr. Christopher
McGowan, forndýrafræðingi við
konunglega safnið i Ontario,
Toronto, og dr. Zug i tveggja til
þriggja daga rannsóknarferð,
sem ætlað var að fara i s.l. júli-
mánuði. Vélbáturinn „Hunter”
hefur hljóðbylgjutæki utan-
borðs, sem breytir endurvarps-
bylgjum i myndir frá botninum.
Það á að geta séö til hlitar allt i
undirheimum vatnsins og sent
frá sér „myndir”, sem eru til-
tölulega skýrar. Bein.sem gætu
fundist, verða tekin með
smádcafbát, sem útbúinn er
með griptöngum. Myndirnar
verða einnig teknar með 35 mm
Edgerton neðansjávarmynda-
vél. Ljósop hennar verður
næmara, hún tekur myndir af
stærri svæðum, og myndirnar
verða teknar á tveggja sek-
úndna fresti. Það efast enginn
um, aö flóknari tækni verði
notuð ásamt myndavélinni. sem
efalaust hefur „blikkað”
skrim sliö i nær hálfa öld. Það er
óliklegt, að unnt verði að ná
myndum af dýrinu tvisvar, en
leitin er að risaál eða snigli —
æsispennandi sem hraðbát,
hraðfleygum sem mistri.
Great Glen er 100 mQna
gildrag, sem nær yfir skozku
hálöndin frá Moray Firth i norð-
austri að Firth of Lorne i suð-
vestri, og myndar þvi tengsl
milli Norðursævar og Atlants-
hafs. Það orsakast af hliðarsigi
jarðarinnar, norðaustur-suð-
vestur sigs i Kaledóniskufjöll-
unum. A isöldinni var Skotlandi
hreinlega þrýst niður, en hafið
reis, þegar isinn bráðnaði, og
varð svo stöðugt. En landiö hélt
áfram að risa, allt að 150 metra
yfir sjávarmál, og eftir urðu
saltvötn og hvitar strandir
umhverfis skógaleifar.
Loch Ness, sem er stærsta
ferska vatnið á brezku
eyjunum, ogþriðja stærsta vatn
sinnar tegundar i Evrópu, er
vatnageymsla Great Glen.
Þangað fer afrennsli nær-
liggjandi vatna — Glen Affirc,
Glen Cannich, Glen Moriston,
Glen Farrar og Glen Urquhart
— svo að yfirborö vatnsins getur
hækkað um allt að 60 sm á klst.
Það var lokað fyrir alla mögu-
leika þess, að vatnið næði með
neðansjávargöngum að Norður
sjó, fyrir löngu rneð leðjufram-
burði fljótanna, sem breytti
þessu saltvatni i ferskvatn.
Standlengjan er ekki vogskorin,
flóa eða árósa t-r þar ekki að
finna, þvi að árbakkarnir eru
snarbrattir og allt bendir á risa-
stórt diki, sem er allt að 1,5
milur á breidd og 23 milur að
lengd frá Inverness i norðri að
Fort Augustus i suöri, en þaðan
liggur Kaledóniu-skurðurinn út i
Atlanshaf. Vatnið er yfirleitt
rúmlega 2km aödýpt, en mesta
dýptin er tæplega 3 km. Vatnið
leggur aldrei og hefur svipuð
áhrif á sveitina umhverfis og
golfstraumurinn, þvi að frá þvi
streymir hiti um vetur., sá hiti,
sem það safnaði um sumarið.
Hitinn i vatninu er tiltölulega
stöðugur og nægilegur fyrir nær
milljónir flökkuála, sem hafa
sezt þar að eftir þvi sem fiski-
fræðingar segja, i stað þess að
leita til sjávar. Rauðbrúnir þör-
ungar prýða grýtta ströndina,
en við árósana er gnótt fersk-
vatnsjurta og lifræns úrgangs,
sem Iara, silungar, lax og fiskar
nærast á. Fiskifræbingar telja
þvi liklegt, að lifeðlisfræðilega
séð geti stór dýr lifað i vatninu,-
Vatnið var skirt i höfuðið á
grisku gyðjunni Nesa, en talið
var að eðli hennar væri orsök
alls „óeðlilegs” þar. Ef gera á
Ness kvenlegra, verður þaö
„Nessi” —nafnið á skrimsUnu i
Loch Ness.
FYRSTI
HLUTI