Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 8
8 OR YMSUM ATTUM Þriðjudagur 10. ágúst 1976 alþýöu- blaðiö alþýöu- blaölö Þriðjudagur 10. ágúst 1976 VETTVANGUR 9 * Það verður að beina athygl- inni að þróun- arríkjunum — Vaxandi starf á Kj arvalss töðum Alþjóða vinnumála- stofnununni ILO sem er ein af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna hafði forgöngu um ráð- stefnuhald, sem nýlega fór fram i Genf i Sviss. Til þessarar ráðstefnu komu fulltrúaí rikis- stjórna og fulltrúar vinnumarkaðarins i 128 rikjum. Ræddu þeir leiðir til þess aB út- vega þeim 20 milljónum manna sem eru atvinnulausir i iBnvæddu löndunum, sem svo eru jafnan nefnd, auk þess var rætt hvaB unnt væri aB gera til útrýmingar fátækt i þróunarlöndum, en hún er óhjákvæmilegur fylgifiskur at- vinnuleysisins. I þróunarlöndun- um eru drættir þessarar myndar e.t.v. skýrari en nokkurs staðár annars staðar og þvi er auðveld- ara aB ráðast beint aB rótum meinsins þar sem það kemur fram i gleggstri mynd sinni. Merkileg skýrsla Fýrir ráðstefnuna var lögB skýrsla sem starfsliB ILO hafBi unnið. Það sem vakti mesta at- hygli i skýrslu þessari er aB i henni er lagt til aB stefria i efna- hags- og þróunarmálum verði tekin til rækilegra endurskoBunar og verði breytt i verulegum greinum út af þeirri stefnu, sem haldið hefur veriB til af öllum þjóBum,sem náB hafa ákveönu stigi velmegunar og verktækni. Hingaö til hefur megin áherzlan veriö lögð á aukinn hagvöxt, það er aö segja að verg þjóöarfram- leiðsla aukizt ár frá ári. Til þess aö ná þessu marki hefur VeriB reynt aB koma framleiðslunni i flestum greinum þannig fyrir að hún taki til sin minna vinnuafl miðað við hverja framleidda ein- ingu. Þannig hefur tilkostnaður á hverja framleiBslueiningu minnkað og meiri gróöi fengizt fyrir sama tilkostnað. I þessu sambandi hefur megin- áherzlan veriö lögB á þróun tækni til þess aB freista þess aB leysa mannshöndina af hólmi, og auk þess hafur athygiin beinzt að fjár- magnsfrekum framleiðslugrein- um sem gefa mikið af sér en veita fáum atvinnu. Gjörbyltingar er, þörf Þessi þróun hefur meðal margra annarra óæskilegra aukaverkana leitt af sér atvinnu- leysi I iBnvæddu rikjunum. ^ Það er þvi ljóst að ef ekki á að haldafram, sem horfir, þá verður að breyta gersamlega um i þessu tilliti og leggja meiri áherzlu á framleiðslu vörur og framleiðslu- aðferðir, sem gefa fleira fólki at- vinnu, enda þótt það kunni að hafa i för með sér að eitthvað hægist á hagvextinum. Þetta mun m.a. hafa i för með sér að meiri áherzla verður lögö á hefðbundnar atvinnugreinar eins og handverk og landbúnað. Sameiginlegu átaki þjóðanna verður að beina þangaðsem þörf- in er brýnust, en það er einmitt i þróunarlöndunum. Til þess að þetta verði fram- kvæmanlegt verður að eiga sér stað alger bylting frá þvi sem nú er á tekju- og eigna-skiptingu i velflestum þessara landa. Hagsmunir hinna fátæku verða að ráða ferðinni i vaxandi mæli. Verði ekki farið að þessum ráð- um sem nefnd hafa verið um tekju- og eignaskiptinguna auk umbóta I skattamálum þá þarf hagvöxturinn að verða 9-12% á ári, ef takast á að vinna bug á fá- tæktinni og atvinnuleysinu. Það sér hver maður sem einhverjar hugmyndirhefurgert sérum þró- un þjóðarframleiðslu að þetta mark er óraunhæft og með öllu útilokað nema við einstök skil- yrði. Sérfræðingar ILO hafa aftur á móti bent á að með skynsamlegri stefnu megi ná 6-8% hagvexti á ári, en forsenda þess er góður vilji rikisstjórna þróunarland- anna auk þess að alþjóðleg sam- vinna takist um lausn vandans. Sýning á Kjarvalsstöðum Frá þvi að Kjarvalsstaðir tóku til starfa undir nýju listráöi hefur starfsemi hússins vaxið hröðum skrefum með hverjum mánuði, sem liðið hefur. Húsið er óðum að verða sú miöstöð menningar og lista sem til var stofnað þegar ráðizt var i byggingu þess, þrátt fyrir að áhrifaöfl hafi reynt að gera sitt til þess að lágkúran ein riði þar húsum. Með nýjum framkvæmdastjóra hefúr starfsemin orðið blómlegri svo með réttu má kenna húsið við meistarann. Frá marzbyrjun til september loka munu hafa verið alls 16 sýningar I húsinu, auk fjöl- margar hljómleika og viðburða af öðru tagi. Húsið er sem sagt nú farið að þjóna tilgangi slnum. — EB. mM ANNAR HLUTI BERKLAVEIKIN A ISLANDI Stórmerk yfirlitsgrein dr. Sigurðar Sigurðssonar, fyrrum landlæknis, um sjúkdóminn Sigurður Sigurðsson, dr. med., fyrrum land- læknir, hefur ritað mjög itarlega grein um berklaveiki á íslandi. Greinin hefur verið birt i sérprentun með Læknablaðinu. — Höfundurinn hefur góðfúslega leyft Alþýðublaðinu að birta hluta úr greininni. Fyrsti hlutinn birtist á laugar- daginn og var upphaf sögulegs yfirlits. Hér lýkur „Sögulegu yfirliti” og kaflinn „Berklavarnar- starfsemin skipulögð. — Virkari varnaraðgerðir teknar upp.” Til þess að geta sem ná- kvæmast metið rétt tiðni, út- breiðsluog gang sjúkdómsins i ákveðnum héruðum landsins eða þvi öllu eru eftirfarandi gögn talin vera nauðsynleg. 1. Nákvæm skráning allra þekktra sjúklinga með virka berklaveiki. Þetta er mikill, en þó engan veginn öruggur mælikvarði á tiðni og út- breiðslu sjúkdómsins. 2. Dánarvottorð gefa til kynna fjölda dauðsfalla úr ákveðn- um sjúkdómum. Fjöldi dauðsfallanna gefur eigi aðeins uppiýsingar um út- breiðslu sjúkdómsins, heldur er hann ásamt sjúklingaf jöld- anum einnig mælikvarði á, hver gangur sjúkdómsins er, góðkynja eða illkynja, og um árangur meðferðar hans. 3. Mjög mikilsvert er, að lik- skurður fari fram á sem flest- um látnum. Rannsóknir við likskurð gefa öruggasta vit- neskju um berklasmitun, berklasýkingu og berkla- dauða og eru þvi nauðsyn- legar, til þess að sem gleggst mynd fáist um útbreiðslu og gang sjúkdómsins. 4. Viötæk berklapróf segja til um berklasmitunartiðni á ákveðnu svæöi og i ákveðnum aldursflokkum. Til þess að rannsókn þessi gefi sem nákvæmasta og örugga vit- neskju, verður hún að fara fram' með æfðu starfsliði, völdu efni (tuberkulini) og ■ samkvæmt ákveönum reglum um skammt og hvernig dæma beri árangurinn. Akjósanlegt er, að röntgenrannsókn fari ætið fram i kjölfar fjölda- berklaprófa, einkum á þeim, er jákvæðir reynast eða eru ekki berklaprófaðir. Séu berklapróf endurtekin árlega eða oftar i sömu aldurs- flokkum, (t.d. á börnum á skólaaldri eða ungu fólki I unglingaskólum) má fá vit- neskju um árlega smitunar- tiðni. Slik smitunartiðni hlýtur að standa i beinu hlut falli við fjölda smitandi ein staklinga, sem dveljast á um ræddu svæði og eru upp- spretta sn itunarinnar. Má á þennanhátt með leit hafa upp á hinum smitandi sjúk- lingum. Arið 1910, þegar fyrsta heilsu- hælið tók hér til starfa, var aðeins eitt hinna fjögurra greindu atriða fyrir hendi I landinu. Það var skrásetningar- skylda lækna á berklasjúku fólki. Hin þrjú atriðin komu siðar, lög um dánarskýrslur, þegar á næsta ári, árið 1911, en krufningar og berklapróf eigi að ráði fyrr en um og eftir 1930. Er það um likt leyti og farið er að notfæra sér berklapróf á svip- aðan hátt i nágrannalöndum okkar. Hér eru það einstaka héraðslæknar, sem byrja berklaprófin og þá einkum á skólabörnum. Sumir ganga þó lengra og framkvæma viötækari berklapróf I héruðum sinum til að afla upplýsinga um útbreiðslu smitunarinnar i viðkomandi héraði. Það eru þvi aðeins siðustu fjórir áratug- irnir, sem heimila fræðilegar ályktanir um útbreiðslu og gang þessa sjúkdóms I landinu sam- kvæmt öllum fjórum fyrrnefnd- um atriðum. Tvö þau fyrstu, skylduskrásetningin og aánar- vottorðin, gefa að visu sæmilega góðar upplýsingar um tiðni og gang sjúkdómsins I 'andinu og annað þessara atriða nær nútii síðustú 60ára (dánarvottorð), en hitt (skylduskrásetningin) til um það bil 70 ára. Upplýsingar þær, sem með aðstoð fyrrnefndra gagna feng- ust um gang sjúkdómsins á ára- bilinu 1911-20, báru með sér, að sjúkdómurinn færðist stöðugt i aukana i landinu. Skráðum samþykki þingsins þetta sama ár, þó með nokkrum breyt- ingum. Berklavarnalögin frá 1921 marka á margan hátt timamót i berklavörnum landsins. I þeim voru settar nýjar reglur um skrásetningu berklasjúklinga og miklu meiri áhersla lögð á berklarannsóknir og berkla- varnirenáðurhafði tiðkast (t.d. rannsókn á nemendum i skólum og bann sett á starfsemi smit- andi berklasjúklinga i ýmsum greinum, s.s. kennara, ljós- mæðra og fleira). An efa munu þó þau ákvæði laganna, sem tryggðu að mestu efnalitlum berklasjúklingum ókeypis sjúkrahúss- eða hælisvist á kostnað hins opinbera (rikis og bæja- eða sveitafélaga) hafa verið áhrifarikust. Hafa þessi ákvæði laganna haldist æ siðan og þó i enn rikari mæli eftir að rikisframfærsla sjúkra manna og örkumla var tekin i lög 1936 ogsiðar, er sú breyting var gerð á þeim lögum árið 1943, að full sjúkratryggingagreiðsla náðist með aðstoð framfærslulaga. Full réttindi til sjúkratrygg- ingagreiðsla .náðist með aðstoð framfærslulaga. Full réttindi til sjúkratrygginga berklaveikra náðust loks með breytingu á Almannatryggingalögunum 1967, og tóku þau gildi 1. janúar 1969. Samkvæmt berklavarna- Tafla yfir fjölda látinna úr berklum á tslandi, 1911-1970, miðað er við 100 þúsund ibúa. 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 Tafla sú sem hér er birt um berkladauðann á islandi er unnin úr mannfjöldaskýrslum Hagstofu tsiands (1911-1970). Heiidarberkladauðinn smáeykst frá árinu 1911, uns hann með nokkurra ára sveiflum nær hámarki árið 1925 og er það ár 217 miðað við 100.000 Ibúa. Sveiflur á heildarfjölda þeirra sem létust úr berklum falla saman við sveiflur sem urðu á heildar- manndauðanum á landinu og orsökuðust af farsóttum sem hrjáðu landsmenn, enda er eðlilegt að berklasjúklingar séu viðkvæmir og látist frekar úr farsóttum en aðrir. Helztar þessara farsótta voru: kighósti og lungnabólgufaraldur árin 1914 og 1915, spánska veikin árið 1918: influenza og mænusótt árið 1924 og kighóstiárið 1927. Arin 1937 og 1941 má sjá á linuritinu greinileg merki um farsóttir, enda gekk inílúen zufaraidur bæði þessi ár. Sem fyrr segir nær berkladauðinn hámarki árið 1925, en þá dóu 217 manns af hverjum hundrað þúsundum. Berkladauðinn helzt stöðugur næstu sjö árin en árið 1933 fellur hann skyndilega niður i 154 af hverjum hundrað þúsundum, og heldur siðan áfram að lækka og árið 1950 er hann kominn niður i 20 af hverjum þúsundum. A þessu tuttugu ára timabili hefur þvi berkladauðinn lækkað um 90% og er það hraðari lækkun en skráð hefur verið I öðrum löndum. hún þá rikisstyrk og nýjar stöðvar voru þá settar á stofn á næstu árum. Þá var eftir setningu berkla- varnalaganna 1921 unnið að þvi að fjölga sjúkrarúmum fyrir Björgunarskipið Sæbjörg I berklaleitarferö á Norður- og Norðausturlandi i mai og júni árið 1939. sjúklingum og dauðsföllum af völdum berklaveiki fjölgaði stöðugt. Arið 1920 var fjöldi dauðsfalla talinn vera 196 miðað viðlOO þúsund ibúa, og 3,9 sjúk- lingar, miðað við 1000 ibúa, voru taldir nýskráðir það ár, en alls voru þá i árslok 7,1 af 1000 landsmönnum taldir með virka berklaveiki. Rikið hafði tekið að sér að sjá um rekstur Vifils- staðaheilsuhælis, en ennþá urðu ‘ bæði sjúklingarnir sjálfir og sveitar- eða bæjarfélög þeirra að bera mikil gjöld af leguL kostnaði þeirra þar. Oll lækna- stéttin svo og yfirvöld landsins sáu, að eigi yrði hjá þvi komist að taka upp virkari aðgerðir gegn sjúkdómnum en hingað til höfðu verið gerðar. Árið 1919 var þess vegna sam- þykkt á Alþingi að skipa nefnd þriggja lækna, svonefnda berklaveikisnefnd, til þess að gera tillögurum, á hvern hátt mætti best verjast veikinni og vinna bug á henni. Skílaði nefndin áliti sinu snemma á árinu 1921 og var frumvarp hennar til laga, um varnir gegn berklaveiki, lagt fyrir Alþingi þá þegar. Náöi frumvarpið lögunum 1921 voru berklavarn- irnar aðallega fólgnar i þvi að einangra smitandi berklasjúk- linga og sjá þeim fyrir lækn- ingu. Sum ákvæði berklavarna- frumvarpsins frá 1921 náðu þvi miður eigi fram að ganga, svo sem um stofnun hrákarann- sóknastöðva, sjúkrahúsdeilda - fyrir berklaveika, skyldutrygg- ingar gegn berklaveiki, bygg- inga bústaða fyrir berklaveika og aukna fræðslu um sjúk- dóminn. Mun óhætt aðfullyrða, að berklaveikin hefði aldrei gripið svo mjög um sig sem raun varð á, ef allar tillögur nefndarinnar hefðu náð fram að ganga þegar i stað. Tveimur árum áður en berklavarnalögin voru sett eða árið 1919hafði Hjúkrunarfélagiö Likn 1 Reykjavik komið á fót berklavarnastöð þar. Var verk- efni þessarar stofnunar að hafa eftirlit með berklaveikum heimilum og sjúklingum, sem voru útskrifaðir af berkla- hælum. Stofnun þessi vann gott starf, en skorti i byrjun bæði tæki og aðstöðu. Var starfsemi hennar aukin 1936, enda hlaut berklaveika bæði á heilsuhælinu og I sjúkrahúsum landsins. Jafnframt var á næstu 10 árum komið upp tveimur nýjum berklahælum, Kristnesi 1927 og Reykjahæli i ölfusi 1931, en nokkru áður hafði Kvenfélagið Hringurinn komið á fót hressingarhæli i Kópavogi 1926, sem eingöngu vistaði berkla- veika sjúklinga. Allar þessar aðgerðir kröfðust mikilla útgjalda af hálfu hins opinbera. Árið 1928 og 1932 var t.d. talið, að útgjöld vegna berklavarna rikisins hefðu numið 7,5% af rikisútgjöldum. En þrátt fyrir hið mikla fé, sem var varið til berklavarna, óx fjöldi berklasjúklinga stöðugt, og um það bil fimmti hver landsmaður, sem lést á þessum árum, varð berklaveikinni að bráð. Allt fimm ára timabilið 1926-30hé)st berkladauðinn mjög hár og tók ekki að lækka fyrr en eftir 1930 og þá hægt fyrst i stað. A hinn bóginn fjölgaði skráðum sjúklingum áfram. Arið 1933 var þannig fjöldi nýskráðra sjúk- linga mestur og taldist þá 9.8 miðað viö 1000 ibúa. Hinn 31. des. 1935 voru skráðir 15,8 af þúsundi með virka berklaveiki, þ.e. 1,6% af ibúum landsins (allar tegundir sjúkdómsins). Þess ber þó að geta, að skráningarreglur voru þá eigi fastmótaðar. Þá var og talið, að sjúkrarúmaf jöldi fyrir berklasjúklinga á heilsuhælum og á sjúkrahúsum væri 420 rúm, eða 3,6 miðað við 1000 lands- menn. Berklavarnastarf- semin skipulögð — virkari varnaraðgerðir teknar upp Árið 1935 ákvað Alþingi sam- kvæmt tillögu landlæknis að ráða sérstakan lækni, berkla- ylirlækni rikisins, er skyldi annast framkvæmd berkla- varnanna i landinu. Fram til þessa höfðu berklavarnirnar nálega eingöngu miðast við það að einangra smitandi berkla- sjúklinga á sjúkrahúsum eða hælum og veita þeim þar þá lækningu, er föng voru á. I Læknafélagi tslands hafði þvi lyrir löngu veriðhreyft að senda lækna út i berklasmituð og sýkt héruð landsins til þess að fram- kvæma þar berklapróf á heimilisfólki og aðrar frekari rannsóknir. Þá hafði og tillaga komið fram um að ráða til þess sérstakan lækni, sem stjórnaði og hefði eftirlit með berkla- vörnum rikisins. Var nú tekið að endurskipuleggja berklavarn- irnar og koma þeim i annað og árangursrikara horf. Um og upp úr 1930 ’varð æ Ijósari sú staðreynd, sérstak- lega i Norður-Evrópu, að fjöldi fólks, sem stundaði störf sin sem heilbrigt væri, gat verið haldið virkri berklaveiki og jafnvel gengið með smit. Þetta var enn ljósara eftir að farið var að gera röntgenrannsóknir á hópum manna, einkum þeim, er dvalist höfðu i umhverfi berkla- veikra sjúklinga. Með þvi að finna slika sjúklinga vannst tvennt: Batahorfur þeirra breyitust mjög til hins betra, þvi fyrr sem tókstað koma þeim i viðeigandi meðferð og jafn- framt var komið i veg fyrir frekari smitun frá þeim. Leið ekki á löngu uns heilbrigðisyfir- völd hérá landi tóku að færa sér þessar staðreyndir i nyt. Þannig var Jónasi Rafnar yfirlækni - Kristneshælis faliö árið 1932 að athuga útbreiðslu berklaveiki i Húsavikurhéraði, en þar virtist sjúkdómurinn þá hafa náð mik- illi útbreiðslu. Framkvæmdi Rafnar athugun sina voriö 1932 - og fann marga berklasjúklinga án þess að geta þó stuðst viö röntgenrannsókn. Rúmum tveimur árum siðar eöa haustið 1934 var samkvæmt ákvörðun heilbrigðisstjórnarinnar (land- læknis) og að beiðni héraðs- læknis framkvæmd berklarann- sókn á Raufarhöfn, en þar hafði berklafaraldurs orðið vart á undanförnum árum. Við endurskipulagningu berklavarnanna 1935 var tekið tillit til þessara staðreynda. Til að byrja með var þvi aðal- áhersla lögð á eftirtalda megin- þætti: 1. Kerfisbundnar berklarann- sóknir i þeim tilgangi að finna áður ókunna sjúklinga með virka berklaveiki. Rannsókn- irnar fóru fram með viðtækum berklaprófum og siðan röntgen- rannsóknum (gegnlýsi ngum eða photoröntgenmyndum af þeim sem dæmdir voru jákvæðir við berklaprófið eða eigi voru berklaprófaðir) Ra nnsóknirnar voru ýmist bundnar við ákveðna hópa fólks (hóprannsóknir), svo sem um- hverfi berklasjúkra, • skóla, ákveðnar starfsgreinar og þá einkum það fólk, sem vann við tilbúning eða afgreiðslu mat- væla, eða einstök landsvæði, þar sem tiðni sjúkdómsins var áber- andi mikil, eða heil læknis- héruð, sem þannig voru á vegi stödd, að smitun eða sýkíag var talin mikil (heildari annsóknir). Mikil áhersla var þá ávallt lögð áaðná öllum þeim tilrannsókn- ar, sem til hennar gátu komið, þar semreynsla sýndi fljótlega, að veikir einstaklingar veigruðu sér við rannsókn. 2. Reynt var eftir megni að koma öllum þeim, er reyndust veikir, þegar i stað i einangrun og meðferð á viðeigandi stofn- un, og i þvi skyni var strax árið 1935 breytt reglum um vistun berklasjúklinga á sjúkrastofn- unum landsins. Frá árinu 1939 fór hún eingöngu fram frá berklavarnastöðvum eða beint frá berklayfirlækni. 3. Leitast var við að fylgjast vel með sjúklingunum, eför að þeir voru sendir burt af sjúkra- húsum eða heilsuhælum og út- vega þeim störf við þeirra hæfi. 4. Þá var ákveðið að endur- skoða berklavarnalöggjöf landsins og samræma hana breyttum aðstæðum. Það hefur þegar verið nefnt, að fram til 1935 höföu berkla- varnirnar svo til eingöngu verið fólgnar i þvi að einangra berklaveika sjúklinga á berkla- hælum eða öðrum sjúkrahúsum og veita þeim þar viðeigandi meðferð. Nú var stefnt að þvi að koma hinum kerfisbundnu berkla- rannsóknum á fót með þvi að koma upp berklavarnastöðvum, sem siðar þróuðust i heilsu- verndarstöðvar, I öllum helstu kaupstöðum landsins. 1 stöðv- unum var gert ráð fyrir aðstöðu til róntg.enrannsókna og annarra berklarannsókna, svo sem hrákarannsókna, blóðrann- sókna o.s.frv. Jáfnframt þvi sem berkla- yfirlæknir hóf strax sumarið og haustið 1935 ferðalög um landið (Vestfirði og Norðurland), i þvi skyni að koma á fót slikum stöðvum. leiöbeindi hann læknum um berklavarnir og rannsakaði i samráði við þá lólk, sem grunur lék á, að gæti verið haldið berklaveiki. Á næsta ári hóf hann ferðir sinar með ferðaröntgentæki i strandferðaskipinu „Súðinni” og fór þá um Austfirði og Noröurland og siðar á árinu um nokkurn hluta Suðurlands. Reyndist frá 4,5%-7% þeirra, sem rannsakaðir voru, með virka berklaveiki. Fyrir atbeina berklayfir- læknis var Berklavarnastöðin Llkn i Reykjavik efld mjög á þessu hausti (1936) bæði að tækjakosti og starfsiiði. Röntgentæki voru útveguð til stöðvarinnar og hjúkrunarlið hennar aukið. Um langt árabil hafði héraðslæknirinn i Reykja- vik verið eini læknir stöðvar- innar og unnið þar kauplaust. Berklayfirlæknir hóf nú einnig störf þar. Aðsókn að stöðinni, sem á árunum 1919-1935 var um 200 nýir einstaklingar á hverju ári, jókst strax vegna hinnar bættu aðstöðu og leituðu hennar á árinu 1937 rúmlega 2000 nýir einstaklingar eða um tifalt fleiri en áður hafði tiðkast. Fundust þar þá 62 smitandi berklasjúk- lingar, eráður voru ókunnir, en það voru um 3% allra hinna nýju. 6.4% reyndust hafa virka berklaveiki. Um 6000 læknis- rannsóknir voru gerðar það ár. Vegna hinnar auknu aðsóknar og stopulla starfa berklayfir- læknis við stöðina vegna ferða- laga hans voru Vifilsstaðalækn- ar, Helgi Ingvarsson og Óskar Einarsson, fengnir til að hlaupa undir bagga og unnu þeir nokk- uð þar, uns fastur læknir var ráðinn þangað snemma á árinu 1939. A árinu 1938 var þessari starf- semi haldið áfram og fólk rann- sakað viða um land bæði með lerðaröntgentækjum og á berklavarnastöðvum, eða alls um 6500 manns, 437 manns eða 6,8% fundust með virka berkla- veiki. Á þessu ári tóku til starfa þrjár berklavarnastöðvar. á Akureyri, Seyöisfirði og i Vest- mannaeyjum. Var öllum stöðv- unum lerðbeint i byrjun um rekstur berklavarna. Enn hafði ekki fengist aukning á starfsliði berklayfirlæknis aðallega vegna skorts á æfðu starfsliði. Þóhafði honum ibyrjunárs 1937 verið falin læknisfræðileg fram- kvæmd rikisframfærslulaganna i sjúkramáladeild stjórnar- ráðsins, en þau gengu i gildi i byrjun þess. árs. Var það tals- verð aukning við störf hans. Berklapróf á skólabörnum tók alls til 43 læknishéraða á þessu ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.