Alþýðublaðið - 10.08.1976, Síða 11

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Síða 11
SffiKS" Þriðjudagur 10. ágúst 1976 SJÓNARMIÐ 11 GAGNRYNIN Á ALÞINGI Gagnrýni á Alþingi og störf þingmanna hefur færst mjög i vöxt upp á siökastíb. A liðnum vetri mátti oft sjá i lesenda- dálkum dagblaöanna bréf frá reiðum lesendum þar sem þvi var lýst yfir, að á Alþingi sætu leikbrúður einar og dusilmenni. Rosknir menn lýstu þvi fjálg- lega, að þetta heföi nú verið öðruvisi hér áður meöan að Ólafur Thors, Einar Olgeirsson, Bjarni Benediktsson og aðrir álika áttu sæti á þingi. Sumir ræddu það einnig að Björn á Löngumýrihefði verið sá siðasti sem sýndi nokkurt sjálfstæði meðal þingmanna og ekki iátið flokkinn ávallt ráða þegar hann greiddi atkvæði. Nú fyrir skömmu birtist harð- orð forystugrein i Dagblaðinu þar sem gerð er hörö hrið að Alþingi ogþeim erþar eiga sæti. „Ffnn hagsmunaklúbbur” nefnist þessi leiðari Jónasar Kristjánssonar. Upphaf hans er þannig: Fyrir kemur, að þing- menn, einkum varaþir.gmenn, spúa eldi og brennisteini, þegar þeir taka fyrst sæti á Alþingi, fullir hugsjóna og áhuga. Þeir gerastundum nokkrar tilraunir til að láta að sér kveða, marka spor sin á Alþingi. Hinir eldri og reyndari þing- menn brosa góðlátlega að þessum ungæðishættí og láta ekkert raska ró sinni. En þeir gæta þess að láta nýliðana ekki komast upp með moðreyk. Alls staðar risa háir veggir, sem hugsjónamálin komast ekki yfir. Smám saman átta nýliðarnir sig á, að þeir eru hafðir að spotti. Hver á fætur öðrum stiga þeir niður úr háum söðli sinum og fara aðsemja sig aðsiðum og háttum þingmanna. Þeir reyna að verða eins oghinir strákarnir i klúbbnum”. Vistá þessi gagnrýni Jónasar rétt á sér. Margir hafa litið vonaraugum til ungra manna, sem hafa haldið skeleggar ræður á framboðsfundum, ráðist með hörku að hvers kyns ósóma, misrétti i þjóðfélaginu og aðgerðaleysi Alþingis i mörgum málum. Ræður þessara manna hafa falliö i góðan jarðveg hjá kjósendum ogungir reiðir menn hafa verið kosnir á þing. En þeim rennur fljótt reiðin eftir að hafa verið um tima innan veggja Alþingis- hússins. Þegar komið er heim i kjördæmin að vori horfa málin allt öðru visi við. Baráttumálin og loforðin hafa verið lögð til hliðar. Nú er talað til kjósenda af alvöruþunga, þeim er tjáðað það sé við ramman reip að draga i hinum og þessum málum, margt sé þó i undirbún- ingi í sambandi við hagsmuna- mál byggðarlagsins og þar fram eftir götunum. Yfir kjósendum er kyrjaður sami gamli söng urinn sem þeir hafa hlustað á áratugum saman. Unga fólkið i dag, og raunar einnig margir sem komnir eru á miðjan aldur, virðast vera þeirrar skoðunar, að hér áður hafi þetta nú aldeilis ekki verið svona slæmt. Þá hafi setið djarfir menn á þingi sem voru óhræddir að segja sina mein- ingu. Ég verð að segja það, að þótt ég hafi ekki fylgzt með þjóðmálum nema siðustu 15 árin eöa svo, enda ekki fæddur þegar lýðveldið var stofnað, þá hefurmér sýnstaf lestribókaog blaða frá fyrri tið, að ekki hafi allir haft mikið álit á Alþingi eða þingmönnum fyrr á árum. Og hvað viðkemur þessum sið- ustu 15 árum, þá finnst mér bar- lómurinn og harmakveinin frá Alþingismönnum ávallt hafa setið i fyrirrúmi. Og aldrei verður gráturinn sárari en einmitt þegar bezt hefur árað til sjós og lands. Það er segin saga, að þá megum við eiga von á boðskap um að nú verði að herða mittisólina svo um munar. Varðandi gagnrýni á Alþingi og þingmenn hér áður, þá minnist ég þess að eitt sinn var gefið út frjálst og óháð vikublað sem hét Stormur. Ritstjóri og útgefandi var Magnús Magnús- son, sem enn lifir i hárri elli. Magnús stormur kom viða við i greinum sinum, þekkti persónu- lega alla helztu menn þjóð- arinnar og 'var ófeiminn að segja sina skoðun, hver sem i hlut átti. Og hann hafði þetta m.a. að segja i einu Jeremisar- bréfi siðu árið 1941, svo nefndi hann pistla sem hann skrifaði um skeið i blað sitt. „....Sannleikurinn er sá, að «i raun réttri er hvorki um þing- ræði eða lýðræði orðið aö ræða i þessulandi, nema aðnafninu til. Val Alþingis er komið i hendur rikisstjórnarinnar og fá- mennrar kliku innan allra st jórnm álaf lokkanna. Allur þorri þingmenna hlýðir i undir- gefni og auðmýkt þeim ákvörö- unum, sem innan þessarar kliku eru teknar, en þeir, sem halda fast við sannfæringu sina eru ofurliði bornir og jafnvel reynt að bola þeim út úr stjórn- málunum. Um lýðræðið gildir það sama. Kjósendur ráða engu, heldur sú fámenna klika, sem hrifsað hefur til sin völdin. Þessi klika velur þeim þing- mannaefnin, og hún fer sinu fram, hver svo sem vilji kjós- endanna er. Svo mikið er ein- ræðið, að i pólitiskum, fjöl- mennum félögum má jafnvel ekki gera samþykktir um mál, ef þessari kliku kann að koma það illa, að vilji fundarmanna korrii i ljós. Og þeir menn, sem einhverja gagnrýni hafa og kjósa ekki að beygja sig og skríða fyrir þessum Musso- linum og Hitlerum, eru stimpl- aðir sem ótrúir flokksmenn, sem fari með róg og baknag um beztu menn flokksins.” Þetta sagði Magnús stormur fyrir 35 árum og eflaust finnst mörgum að þetta eigiekki siður við i dag. Gagnrýni er sjálfsögð og nauðsynleg ef hún er sprottin af eðlilegum hvötum og gerð á heilbirgðan háti. Sem betur fer búum við i lýðræðisriki og höfum frelsi tií að segja okkar skoðun á öllu milli himins og jarðar hverjum sem heyra vill. Hvað gagnrýni á Alþingi við- kemur þá finnst mér það liggja i augum uppi, að meðan þvi hefur ekki tekizt aö betrum- bæta skaltalöggjöfina og leyfa _bvi fjármálabröskurum á fullkomlega löglegan hátt að stela milljörðum úr sameigin- legum sjóði landsmanna, sé að minnsta kosti eitt atriði sem allirgeta verið sammála um að gagnrýna beri Alþingi harðlega fyrir. Raunar þykir mér ein- sýnt, að skattamálin veröi ekki iagfærð fyrr en Alþýðusam- bandið knýr á þar að lútandi. Loforð þingmanna um úrbætur hefur reynzt innihaldslaust hjal. Eins og öllum er kunnugt er gagnrýni & v.aldhafa og þjóð- félagsskipan ekki leyfð i ein- ræðisrikjum. En manna á meðal ganga skrýtlur um vald- hafa sem taka allri gagnrýni iram. Á sibustu valdaárum hins alræmda böðuls, Walters Ulbrichts, var eftirfarandi saga mjög vinsæl meðal almennings i Austur-Þýzkalandi, sem nefndi Ulbricht ýmsum nöfnum. Ulbricht var á ferðalagi út i sveit og að sjálfsögðu i bíl af dýrustu gerð sem einkabilstjóri hansók. Gamla manninum þótti hratt ekið en lét þó kyrrt liggja um sinn. Skyndilega hleypur hundur fyrir bilinn og drepst samstundis. Ulbricht dróg upp nokkra seðla, fékk bilstjóranum ogsagði honuin að leita uppeig- anda hundsins og borga honum þetta sem skaðabætur. Jafn- framt ávttaði hann bilstjórann og bað hann aka varlegar. Eftir að bæturnar höfðu verið greiddar varhaldið áfram. Ekki vildi þá betur til en svo, að bil- stjórinn ók aftan á kú sem rölti eftir vegarbrúninni og særðist hún tilólifis. Þetta féll Ulbricht afar illa. Avitaði hann bilstjór- ann harðlega en fékk honum siðan peninga og bað greiða eig- andanum bætur. Jafnframt lét hann svo ummælt, að ef þessu héldi áfram yrði bilstjórinn sjálfur að borga skaðabætur úr eigin vasa framvegis. Gekk nú allt vel um hrið, sól skein i heiði og fram undan blasti við litið sveitaþorp. Þá geröist það, að svin hleypur upp á veginn, verður undir bilnum og er saga þess öll. Ulbricht verður nú hinn versti, húð- skarpmar aumingja bilstjórann og hótar honum öllu illu. Segir honum siðan að leita uppi eig- enda svinsins og borga honum skaðabætur úr eigin vasa og megihann búast við barsmiðum frá bónda. Bilstjórinn gengur nú til þorpsins og erdágoöa stund i bu rtu. Þegar hann kemur aftur er hann góðglaður, klyfjaður kjúklingum, vinföngum og alls kyns krásum öðrum. Ulbricht starir á þetta dolfallinn og spyr hvað valdi þessari rausn þorps- búa. — Ég skil ekkert i þessu, svararbilstórinn. Þegar ég kom að þorpskránni fór ég inn og var þar margt manna. Ég hrópa upp yfir lýöinn: Svinið er dautt'. Þá spretta allir upp með miklum fagnaðarhrópum , syngja og dansa, bera fyrir mig vin ogmat, hylla mig sem þjóð- hctju og leysa mig út með stór- gjöfum! Það fór verr íyrir Spánverj- anum sem átti leið þar hjá sem lólk hafði sainast saman á ólög- legan mótmælafund. Fyrir for- vitnissakir staldraði maðurinn við i Utjaðri hopsins. Ekki hafði hann lengi staðið og hlýtt á það sem fram fór er lögregluþjónn vék sér að honum og spurði hvort hann væri kommúnisti. Fát kom á manninn. en hann neitaði þvi eindregið og kvaðst vera andkommúnisti. Mér kemur ekkert við hvaða legund að kommúnista þU aðhyllist, sagði þá lögreglu- þjónninn og handtók þennan friðsama borgara samstundis. Þótt Alþingi sé vissulega hornsteinn lýðræðis okkar er ekki þar með sagt, að virðing þess sé i hættu þótt störf þess séu gagnrýnd. En að margra dómi er virðíng landsmanna fyrir Alþingi i algjöru lágmarki um þessar mundir og má einskis láta ófreistað til aðhefja það til meiri vegs. Að öðrum kosti er hætta á algjörri upp- lausn i þjóðlélaginu. Missi þjoðin allt traust á Alþingi hefur Imn misst fótfestuna og þá liður ekki á lögnu þar til lýðræðið liður undir lok. Sæmundur Guðvinsson í „TRÖLLAHÖNDUM”? V. Ógætileg gjaldeyris- meðferð. Islendingum gengur mörgum öðrum þjóðum erfiðar, að ,,lifa af landinu”, sem svó er kallaö. Þarflauster að rifja upp aö viö erum ákaflega háðir innflutn- ingi nauðsynja, og að sama skapi útflutningi okkar fram- leiðslu. Barátta okkar við að afla gjaldeyris er þvi löngum æði ströng og sjaldan gera endar betur en ná saman, þvi að margs þarf búið við. Fyrir röskum 30 árum áttum viö þó talsvert gilda sjóði I erlendum gjaldeyri, sem notaöur ý'ar til þess m.a. að kaupa stórvirk framleiöslutæki, einkum til sjávarafla. En fleira slæddist með. Sænsku bátarnir, sem flutu þá að landi i striðum straumum voru glæsileg skip á þess tima vi’su. Eri þó virtist mér, að þeir, sem komu til minnar fiei'ma- Dyggöar þá, væru hlaðnir enn glæsilegri farmi. Svo mátti kalla, að hver og einn væri hlaðinn dýrindis hús- gögnum og jafnvel voru hljóð- færi ekki undanskilin. Dæmi var til að „eigendurnir”, sem áður áttu ekki til stól úr vondu tré, fylltu ibúðir sinar af hús- gögnum, sem auðvelt var að spegla sig i! Það skal fram tekið, að hér var ekki farið i launkofa með neitt, eins og stundum vill verða, ef um ólöglegt athæfi ræðir. I „jötunheimum”! En þótt Norðfirðingar væru á sinum tima léttlyndir i meðferð hins dýrmæta gjaldeyris, þrátt fyrir föðurlegar áminningar Eysteins Jónssonar um hið gagnstæða, sýnist það ekki vera nema svona barnabrek, borið saman við það, sem nú er aö verða lýðum ljóst. Þegar er komið upp i sambandi við kaupin á hinum fræga „Grjótjötni”, að þar hefur verið framið milíjóna- svindl, að þvi bezt verður séö i fleira en einum tilgangi. Þannig sýnist upplogin verð- hækkun frá hinu rétta kaup- veröi ekki geta verið i öðrum til- gangigerð, en að fá riflegri lána- fyrirgreiðslu, i annan staö hærri flýtifyrningu og uppskrúfun á verði, ef selt yrði, og/eða seðla I vasann þá þegar. Hversu langan slóða þetta mál kann að draga, er vitanlega ekki auðsætt nú, þó fram kunni að koma siðar. Það er eflaust ekkert áhlaupaverk að athuga skipa- kaup Islendinga ofan i kjölinn. Telja verður raunar hafið yfir allan efa, að hér eigi ekki allir skipakaupendur óskilið mál. En vissulega eiga allir rétt á þvi, að þeirra plögg séu rannsökuð, svo að óréttmætur grunur falli ekki á saklausa, sem vonandi eru miklu stærri hópur en hinir. Eftir stendur svo hugraunin af þvi, að hugsanlegt sé, vegna skorts á eftirliti lánastofnan, eða þeirra, sem um fjármálin fjalla, að milljónasvindl geti þróast, og nánast fyrir hreinar tilviljanir, að slikt og þvilikt verði hljóðbært. En fleira kemur til. Svo mun það ekki dæmalaust, að þeir, sem eru klókir og snið- ugir kunni að leika þannig á sin hljóðfæri i symfóniu óðaverð- bólgu og gengisfellinga, aö drjúgt gefi i aðra hönd. Uppskátt varð fyrir allnokkru, að eitt virðulegt inn- flutningsfy rirtæki með bifreiðar, Ræsir trúi ég þaö sé kallað, lét kaupendum falt lán i bifreiðunum, verðtryggt, sem er vist ekki alveg i samræmi við strangasta lagabókstaf. Annars ei' enn, þótt sé á annað ár, ekki kominn botn i, hvernig laga- verðir lita á slika starfsemi. Hér er enn eitt rannsóknar- málið, sem veslings Seölabank- inn hefur fengið viö aö striöa. En þrátt fyrir ærna timalengd er enn ekki vitaö, hvar i kerfinu jx'tta lerðast, eða stendur kyrrt. Hitt er vitað, að verulegar fjárhæðir hafa verið endur- greiddar þeim, sem hlunnfarnir höfðu verið, hinsvegar ekki hve miklar. Nú er aðeins tvennt til. Annaðhvort er athæfi saknæmt, eöa ekki. Sé það saknæmt, hlýter það að teljast furðuleg málsmeðferð, að þegja það i hel, jafnvel þótt hinn rangfengni Mammon sé reiddur af höndum til þeirra,sem rétt áttu á. Vissu- lega styöur endurgreiðslan að þvi, að trúa þvi að mjölið hafi ekki verið allt of hreint i pokan- um. En hvað um það. Hafj hér veriö um að ræða ósaknæmt athæfi, hversvegna er fyrir- tækið þá ekki hreinsaö af öllum grun um misferli? Þau eru orðin æði mörg óloknu málin á landi hér, sem veltast i kerfinu. Sannarlega er mál að einhverju af sliku taki að linna. Það er ekkert viðkunnan- legt fyrir dómskerfið, að sitja i annarri eins súpu langt upp fyr- ir haus. Oddur A. Sigurjónsson j HREINSKILWI SACT

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.