Alþýðublaðið - 21.09.1976, Page 2

Alþýðublaðið - 21.09.1976, Page 2
2 /FRÉTTIR Þriðjudagur 21. september 1976 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simí 14900. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, simi 81866. Augiýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasöiu. alþýðU' Val Magnúsar H. Magnússonar A fundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Suður- landskjördæmi, sem haldinn var í Vestmannaeyjum á laugardag og sunnudag varð Magnús H. Magnússon, fyrrum bæjarstjóri í Eyjum, við þeim eindregnu til- mælum f ulltrúaráðsins að skipa efsta sæti á lista Al- þýðuf lokksins í kjördæminu við næstu Alþingiskosn- ingar. Mikill einhugur var um þetta val Magnúsar. Það er mikið fagnaðarefni fyrir Alþýðuflokkinn að svo vel skyldi takast til um val á f rambjóðanda. Magnús H. Magnússon nýtur mikils trausts fyrir störf sín í þágu Vestmannaeyjakaupstaðar, hann er þekktur fyrir dugnað og framsýni og hefur átt stóran þátt í fylgis- aukningu Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum. Ymsum hef ur komið á óvart hve tímanlega ákvarð- anir hafa veriðteknar um efsta mann á lista f lokksins í Norðurlandi vestra og nú með vali Magnúsar H. Magnússonar í Suðurlandskjördæmi. I báðum þessum kjördæmum eiga f rambjóðendur mikið verk að vinna. í Suðurlandskjördæmi hefur f lokkurinn ekki átt þing- mann og þar þarf mikið að starfa eigi meiri árangur að nást. Það er því áríðandi að f rambjóðendur fái ríf- legan tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. — ( tveimur fyrrnef ndum kjördæmum hefur ríkt einhug- ur um val frambjóðenda í efsta sæti, og er það mikiil styrkur fyrir frambjóðendur í þeirri baráttu, sem framundan er. Laun opinberra starfsmanna Nú er Ijóst, að mörg félög opinberra starfsmanna munu ekki lengur una ástandinu í kjaramálum. Á næstunni má búast við óbeinum vinnustöðvunum, svipuðum og Starfsmannafélag sjónvarpsins hefur gripið til. Ljóst er, að deila má um aðgerðir af þessu tagi. Úr- skurðað hefur verið um laun ýmissa starfshópa, sem þeir vilja ekki við una, þótt löglega sé að staðið. Óánægja opinberra starfsmanna hefur magnazt mjög á undanf örnum vikum og mánuðum og verði ekkert að gert má búóst við algerri upplausn í röðum þeirra. Þótt menn deili um lagalega hlið þessa máls er það engum vafa undirorpið að launakjör opinberra starfs- manna eru algjörlega óviðunandi. Ríkisvaldið hefur ekki viljað taka mið af þeim launum, sem greidd eru á almennum vinnumarkaði, þótt lág séu. Með launastefnu sinni hef ur ríkisvaldinu á undanförnum árum og jafnvel áratugum tekizt að hrekja í burtu f jölda af hæfum starfsmönnum, sem ráðizt hafa til hins opinbera. Það alvarlegasta í þessu máli er þó það, að ríkis- valdið hef ur ekki gert minnstu tilraun til að höggva að rótum meinsins. Ekkert hefur verið gert til að auka hagræðingu í opinberum stofnunum, bæta vinnubrögð og menntun starfsfólksins. í mörgum opinberum stof nunum ríkir slíkt stjórnleysi að vinstri höndin veit ekki hvaðsú hægri gerir og mörg mál fljóta inn í eilífa hringiðu vankunnáttu og skriffinnsku. Ekki er vafi á því, að með betri vinnubrögðum mætti fækka verulega starfsmönnum og gera aðra hæfari til að gegna skyldum sínum. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál, að stjórnmálamenn hafa notað opinberar stof nanir til að ráða þangað háttvirta kjósendur, án tillits til hæf ileika og getu. Þetta er Ijót- ur leikur, sem gerir vandann enn meiri á sama tíma og góðir starfskraftar hrökklast frá hinu opinbera vegna smánarlauna. Sem dæmi um launakjör ríkisstarfsmanna má geta þess, að um það bil helmingur félaga í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana, en í því er nær þriðjungur allra opinberra starfsmanna, tekur laun samkvæmt launa- f lokki B7 og þar fyrir neðan. Þar eru hámarkslaun 81 þúsund krónur á mánuði eftir 6 ára starf. Rúmlega 50 til 70 þúsund krónur á mánuði eru nokkuð algeng laun. Talið er, að meðal fjölskylda þurfi um 150 þúsund krónur á mánuði til að framfleyta sér. Ríkisvaldið verður að átta sig á því, að stöðugt karp þess um krónur hljómar hjákátlega um leið og millj- ónir króna fara í súginn vegna ónógrar hagræðingar og skipulagsleysis í stofnunum þess. — áG »ÞV( FYRR SEM MENN VITA AÐ HVERJU ÞEIR GETA GENGIÐ - ÞVf BETRA« Alþýöublaöið átti stutt spjall við Magnús H. Magnússon. „Hvernig hugsar þú til þess- arar nýju baráttu, Magnús, sem þú hefur nú ákveðið að takast á hendur?” „Það hefur nú ekki gefizt langur timi til þess að hugleiða það sizt i einstökum atriðum. Þetta verður hörð barátta, en auðvitað verður reynt að gera sitt bezta.” „Já. Þú hefur nú komið í kaupstað fyrr i baráttu, þó hún hafi verið nokkuð annars eölis að vissu marki. En hvað segir þú um þá ákvöröun, að birta framboð svo snemma?” „Ég tel, að það sé á allan hátt eðlilegt. Þvi fyrr, sem menn vita að hverju þeir geta gengið, þvi betra. Um leið og framboð hefur verið birt, hefur fram- bjóðandi allt aðra stöðu i þvi að vinna fyrir málstaöinn.” „Telur þú ekki að styrkur flokksins i Eyjum sé jafnmikill - rætt við Magnús H. Magnússon og t.d. i bæjarstjórnarkosning- unum siðast?” „Um það er auðvitað ekki gott að segja, þvi linurnar i Alþingis- og bæjarstjórnarkosningum eru óviöa þær sömu. En ég lit svo til, að við séum ekkert að fara á hæli, nema siður sé.” „Þessi ólæti ihaldsins i bæjar- stjórn hafa ekki haft nein nei- kvæð áhrif fyrir flokkinn, sem varð að taka við?” „Það held ég fráleitt. Senni- lega hafa þau frekar þjappað mönnum saman, að minnsta kosti um velferðarmál Vest- mannaeyinga”. „Eruð þið nokkuð farnir að leggja linur um baráttuna, sem framundan er?” „Nei, ekki verulega. Við höf- um þó i athugun hvort við ger- um blaðiö okkar, „Brautina” að kjördæmisblaði. En ákvörðun hefur ekki verið tekin um það enn. Hinsvegar teljum við gagn- legt, að rödd flokksins hér i kjördæminu geti heyrzt viðar en nú er raunin. „Þakka þér fyrir spjallið, Magnús, og allar góðar óskir okkar fylgja þér á leið.” Gylfi Þ. Gíslason: Stofnun Samtakanna var eitt af ógæfusporum f sögu ís- lenzkrar alþýðuhreyfingar Alþýðublaðiö haföi samband viö Gylfa Þ. Gislason formann þingflokks Alþýðuflokksins í gær og leitaði álits hans á á- lyktun þeirri sem samþykkt var á kjördæmisráðstefnu Samtaka frjálslyndra og vinstri manná á Vestfjörðum. Ég taldi og tel enn að stofnun Samtakanna á sínum tima, hafi verið eitt af ógæfusporunum i sögu islenzkrar alþýðu- hreyfingar, sagði Gylfi Þ. Gisla- son. Aðal forgöngumenn Sam- takanna voru menn, sem starf- að höfðu i Alþýöubandalaginu og Framsóknarflokknum. Þeir, sem verið höfðu i Alþýðubanda- laginu, sáu, að þeir áttu ekki samleið með kommúnistunum sem þar ráða. Og þeir sem verið höfðu i Framsóknarflokknum, sáu, hversu afturhaldssamur sá flokkur er i raun og veru. Þat sem ég tel að þessir menn hefðu áttaðgera, var að ganga strax i Alþýöuflokkinn og efla hann eins og Björn Jónsson gerði sið- ar. Þess vegna var mjög eðli- legt, að fljótlega væri fariö að vinna að sameiningu Alþýðu- flokksins og Samtakanna, og var það mál farið að nálgast lokastig, þegar Samtökin sundruðust, eins og kunnugt er, enda var þá komið I ljós, aö þeir menn höfðu tekiö forystu sam- takanna i sínar hendur, sem einskis mátu þann tilgang, sem talin hafði verið réttlæting fyrir stofnun flokksins. Ég fagna þeirri ályktun, sem kjördæmisráðstefna Sam- takanna á Vestfjörðum hefur gert, ef hún táknar það, sem ég tel hana hijóta að tákna, að Samtökin muni ekki bjóða fram i næstu kosningum, en forystu- menn þeirra og fylgismenn leita samstarfs við Alþýðuflokkinn. Ef það hefði gerzt fyrir 5 árum, væri eflaust ýmislegt öðru visi i islenzkum stjórnmálum, en nú á sér stað. Flokksþing Alþýðuflokksins, sem haldið verður siðari hluta októbermánaðar, mun að sjálf- sögðu ræða þessi mál i heild og marka stefnu flokksins i þessum efnum, sagði Gylfi Þ. Gislason að lokum. —JSS. y Kjartan Jóhannsson, varaformaður Alþýðuflokks ins, um úrslit sænsku þingkosninganna- B0RGARAFL0KKARNIR TAKA VIÐ STERKU BÚI þvf efnhagsmálastjórn jafnaðarmanna hefur verið til fyrirmyndar A undanförnum árum og ára- tugum hefur þvi oft verið spáð að nú hlyti stjórn jafnaðar- manna i Sviþjóð að falla, en allt- af tókst jafnaðarmönnum þar að halda áfram um stjórnvöl- inn. Ósigur þeirra nú er eigin- lega álika ótrúlegur og sigrar þeirra hafa stundum veriö áður, þvi aö sænsku jafnaðarmanna- stjórninni hefur á seinasta kjör- timabiii sinu tekizt að f jölga at- vinnutækifærum, hafa hemil á verðbólgu og auka tekjur fólks- ins, þannig að þar eru nú hæstu þjóðartekjur á mann i heimin- um, á sama tima og atvinnu- leysi, verðbólga og kreppa hefur hrjáð hliðstæðar iðnaðarþjóöir. Væntanleg rikisstjórn borg- araflokkanna tekur þvi við sterku búi, en borgarafiokkarn- ir sænsku eru ósamstæðir og erfitt að leiða getum að þvi hvernig þeim tekst til við stjórn- ina. Þótt sænskir jafnaðarmenn hafi verið samfleytt við völd i 44 ár, hafa þeir þó ekki ævinlega haft meirihluta á þingi. Kommúnistar hafa stundum varið ríkisstjórn þeirra faiii eins og s.l. þrjú ár. A sjötta áratugn- um mynduðu jafnaðarmenn samsteypustjórn með bænda- flokknum, sem rikti í nokkur ár. Og j kosningunum 1956 náðu borgarafiokkarnir eins og nú meir en helmingi atkvæöa, þótt þeim tækist þá ekki að ná sam- stöðu um stjórnarmyndun og jafnaðarmenn sætu þvi áfram. Nú bendir hins vegar flest tii þess að borgaraflokkarnir muni mynda rikisstjórn. tslenzkir jafnaðarmenn harma kosningaósigur sænskra jafnaöarmanna. En okkur er lika ljóst að sænski jafnaðar- mannaflokkurinn er sterkur og samhentur, og allt eins má bú- ast við þvi að ekki liði á löngu þar til hann heldur um stjórn- vöiinn á ný.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.