Alþýðublaðið - 21.09.1976, Qupperneq 5
Ma&d' l Þriðjudagur 21. september 1976
Reglur um síld-
veiðileyfi
— og hringavitleysa sjávarútvegs-
ráðuneytisins
Er það klikuhópur,
sem stjórnar leyfisút-
hlutun til sildveiða með
nót hér við suðurströnd-
ina?
t fyrrahaust þegar
sildarnótaveiði var leyfð
að nýju hér við land var
magn að sjálfsögðu tak-
markað og fjöldi skipa
einnig, og var það eðli-
leg ráðstöfun.
En aðferðin við úthlut-
un leyfa til þessara
veiða var og er mjög
smekklaus. Reglugerð-
in, sem leyfishafar áttu
að fara eftir var og er
mjög vansköpuð, — var
ekki annað séð en hún
væri samin af vanmati á
þessum veiðum, eða
mjög lélegri þekkingu á
þessu dýrmæta hráefni.
Fannst þá mörgum fara
litið fyrir þeirri höfuð
reglu að fá sem bezt
hráefni og sem mest
fyrir vel unna vöru til
útflutnings.
Það dylst engum manni, sem
einhvern tima hefur komið ná-
lægt sjó hvernig stór hluti veiði-
skipa var útilokaður frá veiðun-
um fyrir fram áður en leyfi komu
til úthlutunar. Þó svo að öllum
væri gefinn kostur á að sækja um
leyfi til þessara veiða.
Útilokunaraðferðin f fyrravor
var sú, að það var gert að skilyröi
að sfldin skyldi söltuð um borð i
veiöiskipunum, svo gáfulegt sem
það kann að vera.
Ég hefði gaman af þvi að sjá þá
menn, sem sömdu þessar regiur,
standa i brælu úti á sjó saltandi i
tunnur með nótina hangandi á
siðu skipsins með sildinni i og
skila siðan fyrsta flokks hráefni
að landi. Ég er hræddur um aö
það væri þeim um megn. Þvi
skyldum við aldrei ætla öðrum að
gera það, sem við sjálfir getum
ekki, eða er illframkvæmanlegt
svo vel fari.
Með þessari kvöð að salta um
borð, voru það bara örfá veiði-
skip, sem höfðu aðstöðu til að
salta um borð. Það eru stærstu
skipin, og verður ekki annað séð
en reglurnar hafi verið samdar
fyrir þá örfáu aðila, en allur þorri
þeirra skipa, sem eiga veiðarfæri
til þessara veiða máttu bara
halda áfram að geyma sin veiðar-
færi og borga af þeim try ggingar-
og geymslukostnað.
Þaö fór ekki hjá þvi að það
vaknaði sú spurning, ef það ætti
að vera skilyrði að öll veidd sild
væri söltuð um borð i veiðiskip-
unum, hvers vegna þyrfti þá ekki
að salta um borð i rekneta-
bátunum? Þetta skýrir enn
frekar útilokunaraðferðina, sem
þessir spöku menn beita.
Það þarf vart aö lýsa þvi hér,
hvernig þessari fáránlegu reglu-
gerð sjávarútvegsráðuneytisins
var framfylgt af þeim skipum,
sem fengu veiðileyfi i fyrra, eftir
sorteringu þessara spekinga. Það
reyndist óframkvæmanlegt — og
reglurnar voru sundurtættar af
skipst jórna rm önnum, sem
reyndar flestir sáu fyrir nema
þessir menn, sem sömdu þetta
fáránlega piagg, eða þóttust ekki
sjá.
t fyrrahaust sóttu margir um
sildveiðiieyfi vissir um það fyrir-
fram að þaö var ómögulegt að
fylgja þessum reglum og fengu
leyfi. En svo voru lika margir
aðilar, sem hættu við umsóknir
vegna þessara kvaða og tóku
sjávarútvegsráðuneytiö alvar-
lega og ætluðu sér ekki að brjóta
settar reglur, og urðu þar með af
leyfum þess.
Ein er sú tugga i reglunum að
þeir bátar, sem koma til greina
með að fá leyfi þurfi að hafa
stundað veiðar i Norðursjó, hvað
svo sem það hefur áhrif á sildar-
stofn okkar tslendinga. Einnig
þetta meginatriði var brotið, ekki
eingöngu af þeim, sem leyfi
fengu, heldur af sjálfum leyfis-
veitendunum. Bæði i fyrrahaust
sem og nú aftur.
Það gerðist fljótlega eins og
fyrr segir að reglurnar voru þver-
brotnar og fóru þá margir þeirra,
sem urðu af leyfum á stúfana aft-
ur og krupu fyrir ráðamönnum
biðjandi um leyfi. Fengu þá sum-
ir leyfi, en flestir urðu frá að
hverfa. Þá virtist ekki heldur
reglan um að bátar þyrftu að hafa
stundað veiðar i Noröursjó að
vera i gildi. Þvi bátar sem höfðu
stundað veiðar þar fengu synjun
um leyfi, en aftur á móti fengu
bátar, sem aldrei höfðu stundað
þar veiðar og þvi siöur ætluðu að
veiða þar, leyfi. Og fá leyfi aftur I
ár.
Er það nokkuö undarlegt þó
menn spyrji: Er þetta hægt,
Matthias? En áfram riða þessir
löggjafar við einteyming. Það
vantaðiekki vandlætingu þeirra á
þvi fyrirbæri þegar það var ljóst f
fyrra að skipstjórnarmenn fóru
gróflega yfir leyfðan kvóta, — og
aðrir seldu sild af islandsmiðum
erlendis. Og ætli allt i sambandi
við brot á reglugerðinni frá i
fyrra fái nokkuð að sjá dagsins
Ijós?
Þá er þetta var afstaðið var
svar sjávarútvegsráðuneytisins á
þá leið, að þeim skyldi hegnt. En
hvað skeöur nú við úthlutun síld-
veiðileyfa?
Einfaldlega þetta:
Tilkynning ráðuneytisins hljóð-
ar eitthvað á þessa leið:
1. Þau skip, sem leyfi fengu i
fyrra fá einnig leyfi i ár (ekki
önnur).
2. Skipin þurfa einnig að stunda
veiðar i Norðursjó (sem er brotiö
nú eins og i fyrra).
3. Salta verður um borð o.s.frv.
Það er að segja, að þeim, sem
brjóta gróflega lög er hampað
hæst, en þeir, sem urðu af leyfum
i fyrra á þeim forsendum að þeir
ætluðu að vera heiðarlegir, taka
óspart út refsingu þessarar
valdakliku.
Það fer ekki hjá þvi að litla
viröingu sé hægt að sýna slikum
ráðamönnum, sem setja fram
reglugerð og virða hana svo ekki
sjálfir, en ætia hins vegar öðrum
að gera það.
i öðru lagi er ekkert tillit tekið
til þess að hér við suðurströndina,
þar sem veiðar fara fram, eru út-
gerðarstaðir margir i röð, sem
ekkert veiðiskip fær leyfi til að
veiða frá. Okkur er ætlað að horfa
á aökomubáta frá öðrum veiði-
stöðvum landa sildinni hér og aka
henni siðan á höfuðborgarsvæðið.
Það eitt er ekki réttlætanlegt.
Væri ekki hollara að isa sildina
um borð eins og venjulegt hráefni
og landa henni ferskri til vinnslu i
VIDHORF 5
landi. Það er ástæða til að nýta á
skynsamlegan hátt þetta eftir-
sótta hráefni og hætta algjörlega
við þessa barnalegu hugaróra um
söltun um borð i veiðiskipunum.
Ennfremur má sjávarútvegs-
ráðherra gefa þvi gaum að
vinnsla i landi skapar mörgu fólki
atvinnu, en vera ekki að tefja fyr-
ir fiskimönnum sem afla hrá-
efnisins, með fáránlegri reglu-
gerð.
Það getur vaiia verið rétt-
lætanlegt aö við séum að friða sfld
handa örfáum útvöldum gæðing-
um, sem falla vel inn I kerfi
peningaaðalsins.
Þetta er eittdæmi um stjórnun i
sjávarútvegi okkar islendinga.
Það virðist vera nokkuö sama
hvar á er litið, hvarvetna blasa
við mótsagnir og handahóf i sett-
um reglum um tilhögun veiða
o.s.frv.
1 fyrra var aúglýst verð á
spærlingi og var það hvorki meira
né minna en heil ein króna, sem
var algert klám af hálfu verð-
lagsráðs, en þaðan hafa áður og
eru enn að koma ámóta brandar-
ar. En til samanburðar við það,
þó var verð á spærlingi árið 1973
kr. 6.00 kflóið og þar yfir. En i ár
er verðið krónur 7.50 pr. kg. Það
skyldi þó ekki koma til af þvi, að
tekið var upp á að veiða loðnu i
sumar og þar stunduðu auðvitað
aflaskipin veiðar. Að sjálfsögðu
þurfa þau skip að fá greitt fyrir
sitt hráefni. Og of áberandi að
hafa verð á spærlingi mikið lægra
en á loðnunni, sem er áþekkt hrá-
efni i vinnslu til verksmiðjanna.
En annað er það að verö á loðnu
fer eftir fitumagni hennar, en það
er ekkert ákvæði um fitumagn i
verðlagningu á spæriingi, þó hann
sé taiinn mjög gott hráefni á þess-
um tima árs — og er dálitið furðu-
legt að i verðlagsráöi skuli enginn
sjá ástæðu til að láta eitt yfir alla
ganga i þeim efnum. Það hefur
sennilega einhver af stórlöxunum
komið og klappað á bakið á þeim
mönnum, sem eiga að gæta hiutar
sjómanna, eða þeirra útvegs-
manna, sem hlut eiga að máli. En
hinir aðilarnir passa vel upp á að
barma sér á allar hliðar og halda
verði á afla úr sjó fyrir neðan
réttlætanlegt verð, og væri ekki
vanþörf ó aö þeir menn, sem
vandlætingu hafa fengið frá sjó-
mönnum i þvi ráði, fengjust við
eitthvert annað starf.
E.Ævarr.
&
S KIÞ \ U T fi £ R B RIKISIISUS
m/s Esja
fer frá Reykjavik föstudaginn
24. þ.m. vestur um land I
hringferð. VORUMÓTTAKA:
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag til Vestfjarða-
hafna, Norðurfjarðar, Siglu-
fjaröar, ólafsfjaröar,
Akureyrar, Húsavikur,
Raufarhafnar, Þórshafnar og
Vopnafjarðar.
VIPPU - BltSKURSHORBlK
Lagerstærðir miðað við jmúrop:
íiæð',210 sm x breidci: 240 sm
340 - x . 270 sm
Adrar stáarðir. smiðaðar eftir beickié
GLUÍ^ASMIÐJAN
Siöumúl^ 20, simi 38220 _J
íslenzk réttarvernd
Pósthólf 4026, Reykjavik.
Upplýsingar um félagið eru
veittar i sima 35222 á laugar-
dögum kl. 10-12 f.h. og sunnu-
dögum kl. 1-3 e. h.
íslenskubættir Albyðublaðsins
eftir Guðna Kolbeinsson
Undanfarið hefur i þáttum
þessum verið f jallað um málfar
skemmtirita. 1 ljós hefur komið
að það er mjög misjafnt, sums
staðar mjög þokkalegt, annars
staðar meingallað. Ennfremur
virðist það fylgja að þar sem
málfar er slæmt þar er próf-
arkalestur óvandaður og mikið
um prentvillur.
Ýmsir spyrja ugglaust hvort
ástæða sé til að gera þessa reki-
stefnu, hvort nokkur þörf sé, á
að kosta vinnu og fé til að vanda
málfar og frágang slikra rita.
Þvi er til að svara að hér er um
að ræða lestrarefni sem ung-
lingar lesa af áfergju. Og allt
það sem börn og unglingar — og
raunar fullorðnir — lesa eöa
heyra hefur mótandi áhrif á
málfar þeirra. Þvi er öllu öðru
framar ástæða til að vanda mál-
far fjölmiðla sem þessara.
Leikni i stafsetningu byggist
hjá flestum mjög á sjóninni.
Tæpast þarf að eyða mörgum
oröum að þvi hversu skaðiegt
það er unglingum, sem eru að
berjast við aö læra stafsetningu
i skólanum, að lesa rit þar sem
þverbrotnar eru þær reglur sem
þau hafa verið að basla við að
tileinka sér.
Nefna má sem dæmi orðið
orðstir. Það er eitt þeirra orða
sem oft er skakkt stafsett og
rangt beygt. Þegar ég var að
blaða i einu timaritinu um
daginn rakst ég tvivegis á þetta
orð stafsett með ý, orðstýr.
Mörgum stundum eyða
islenskukennarar þessa lands i
að þylja yfir nemendum sinum
að lýsingarorð og fornöfn sem
endi á-an i þolfalli séu með einu
n Og nemendum gengur nógu
illa að læra þessa reglu þótt ekki
sé skrifað engann, banda-
riskann, hraustann, o.S.frv., i
stað engan, bandariskan,
hraustan, í timaritum sem þeir
lesa þegar komið er heim úr
skólanum.
Aður en ég skilst algerlega við
þetta mál get ég ekki stillt mig
um að nefna eina rós. Fyrir
nokkru sá ég i búðarglugga bók
sem mig minnir að héti Astar-
hringurinn. A aftari kápusiðu
var gerð sú grein fyrir efni
bókarinnar að i henni væri
greint frá ferðalagi tveggja
pilta sem fóru hinn nafntogaða
hringveg en höfðu áður veðjað
um hvor gæti „sængað fleiri
konur” á leið sinni.
Fram til þessa hefur veriö
talað um að sænga hjá konum.
— Að sænga konu merkti lik-
legast að breiða sængina á
konukindina, ef til væri i
málinu. Það er nóg klám i ritum
af þessu tagi þótt ekki sé klæmst
á tungunni.
Oft hafa islenskir hljómlistar-
menn fengiö orð i eyra fyrir
málfar sitt, — ekki að ósekju.
En hitt skal fúslega viöurkennt
aö við mikinn vanda er að glíma.
i starfi þeirra þarf að ræða um
mikið af fyrirbærum sem aldrei
hafa verið nefnd á islenska
tungu. 1 flestum tilvikum eru
notuð tökuorð, oftast ensk.
Það er i sjálfu sér slæmt, en hitt
er verra að margir hinna ungu
hljómlistarmanna teija þetta
sjálfsagt og eðlilegt og enga
ástæðu til að reyna að finna
nýyrði. Enn aðrir segja að þeir
séu listamenn og islensk tunga
komi þeim ekkert við. Ef ein-
hverjir vindþurrkaðir mál-
fræðingar séu á móti þvi að tala
um soundog rótara og þar fram
eftir götunum geti þeir bara
sest niður og búið til ný orö.
Sjálfir hafi hljómlistar-
mennirnir engan tima til sliks.
Ekki er ósanngjarnt að sér-
fræðingar aðstoði I þessu efni,
en hljómlistarmennirnir verða
einnig sjálfir að sýna máli þessu
áhuga. Ef sú skoðun nær fót-
festu meðal ungs fólks að það
hafi ekki tima til að hugsa um
eigið tungumál mun skammt að
biða annars verra.
uuan á <tniiN nm”
nvnis n ,7OUUIi nn ucita nr 1 Ulu ui/rp
Mt) ntllM, Uu 1 Á AÐ SKÝRA Þi nvtK AÐ?
i